Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vöröur efndi
til almenns fundar um stöðu einkafram-
taksins í atvinnulífinu sl. þriðjuda«.
Frummælendur voru þeir Eyjólfur Kon-
ráð Jónsson alþm. og Víglundur Þor-
steinsson framkvæmdastjóri. Morgun-
hlaðið birtir hér á eftir ræðu Eyjólfs
Konráðs Jónssonar í heild en ræða Víg-
lundar Þorsteinssonar verður birt í
Morgunblaðinu þriðjudag:
Skilgreining hugtaksins
einkaframtak
Hver er staða einkaframtaksins í atvinnulifinu?
Að svo miklu leyti sem ætlast er til, að þeirri
spurningu sé svarað með talnalestri eða prósentu-
útreikningi er við ramman reip að draga. Þrátt
fyrir allan þann aragrúa manna, sem í fjölda stofn-
ana, hagdeildum bankanna og á vegum sjóða, vinna
daglangt og árlangt að söfnun hverskyns upplýs-
inga og útreikningum, misjafnlega nytsömum, hef-
ur mér reynzt erfitt að fá haldgóðar upplýsingar
um það, hver hlutdeild einkaframtaksins sé í at-
vinnulífinu. Þar kemur raunar fleira til en skortur
glöggra skýrslna.
I fyrsta lagi vantar skilgreiningu á því, hvað
einkaframtak sé, hve langt inn á svið félagarekst-
ursins það nái, og í öðru lagi blandast mjög saman
einkaaðild að atvinnurekstri og opinber aðild. Til-
raun verður þó gerð til að gefa sjálfum mér og
öðrum nokkra hugmynd um stöðuna í þessu efni,
en með öllum fyrirvörum. Lítum þá á hinar ýmsu
atvinnugreinar, en áður lítið innskot:
— Sú venja hefur skapazt, að ræða einu nafni
um rekstur kaupfélaganna og Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og Sláturfélags Suðurlands sem sam-
vinnuhreyfingu eða samvinnurekstur og þeirri
venju hér fylgt, þó að meira en vafasamt sé að tala
um SÍS sem samvinnufélag. Það fyrirtæki fullnæg-
ir í engum skilningi þeim skilyrðum, sem bæði í
löggjöf og fræðiritum eru talin þurfa að vera fyrir
hendi til að um samvinnufélag sé að ræða. 1 sam-
vinnufélögunum frá 1937 eru í 3. grein t.d. talin
upp eftirfarandi einkenni þess félagsforms:
1. Aðgangur skuli vera frjáls fyrir alla.
2. Atkvæðisréttur eigi að vera jafn.
3. Tekjuafgangi sé úthlutað eftir viðskiptamagni
hvers um sig.
4. t stofnsjóð leggist sem séreign hvers félags-
manns nokkuð af tekjuafgangi.
5. Vexti skuli reikna af inneignum félagsmanna,
og
6. Nafnskrá skuli haldin yfir félagsmenn.
Ekkert þessara skilyrða er fyrir hendi að því er
Samband isl. samvinnufélaga varðar, enda er í VI.
kafla samvinnufélagalagaanna fjallað um svonefnd
samvinnusambönd, sem þrjú eða fleiri samvinnu-
félög með líku verksviði geta stofnað, og undir þau
ákvæði fellur Sambandið, en ekki hin almennu
ákvæði um samvinnufélög. Væri af þessum sökum
ástæða til að greina skýrt á milli SÍS annars vegar
og samvinnufélaga hins vegar — og raunar líka
vegna þess, að nú orðið a.m.k. eru hagsmunir
þessara aðila oftast andstæðir.
Að þessu sinni ætla ég mér ekki að fjalla frekar
um skipulag hinnar svonefndu samvinnuhreyfing-
ar, en vil aðeins leyfa mér að halda fram þeirri
skoðun, að SÍS sé orðið nokkurskonar miðstýrð
sjálfseignarstofnun, og er þá enginn dómur á það
lagður, hvort sjálfseignarstofnanir geti átt rétt á
sér i atvinnurekstri eða ekki, enda átti ég sjálfur
þátt í að byggja upp eina öflugustu sjálfseignar-
stofnun þessa lands á menningar- og raunar líka
viðskiptasviði, þar sem er Almenna bókafélagið, en
um tildrög þess að þetta skipulagsform var þar
valið ræði ég ekki nú. —
Staða einkaframtaks
í atvinnugreinum
Staða einkaframtaksins í sjávarútvegi er að minu
mati sterk, og þar er oft á tíðum um að ræða það
einkaframtak, sem við sjálfstæðismenn höfum lagt
á hvað mest traust, þ.e.a.s., að harðduglegir sjó-
menn byggja upp efnahag sinn og ráðast, ýmsir
einir eða í félagi við aðra, í sífellt stærri og
þýðingarmeiri verkefni. I annan stað er svo um að
ræða samtök margra einstaklinga í tilteknum
byggðarlögum, sem bindast samtökum um atvinnu-
uppbyggingu, oft með tilstyrk sveitarfélags og at-
vinnufyrirtækja, sem á staðnum eru. Bæjarútgerð-
ir eru þó reknar tvær og eitt öflugt útgerðarfélag,
sem er með bæjaraðild, á Akureyri og annað með
ríkisaðild í Siglufirði, bæði þó í hlutafélagsformi.
Árið 1975 var heildarútflutningur sjávarafurða
37.3 milljarðar króna. Hlutdeild SÍS og kaupfélag-
anna var 8.4 milljarðar eða 22.5%. Þetta hlutfall
var 18.4% 1974. Að magni til nam útflutningur SlS
á frystum sjávarafurðum árfð 1974 23.7%, en Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna 76.3%. 1975 var
hlutdeild SlS 24.6% og Sölumiðstöðvarinnar 75.4%
og 1976 flutti SÍS út 22.6% frystra sjávarafurða, en
Sölumiðstöðin 77.4%.
Þessar tölur segja þó ekki alla söguna, því að
Sölumiðstöðin annast útflutning fyrir þau fjögur
stóru fyrirtæki, sem áður voru nefnd, og eru ýmist i
eigu sveitarfélaga eða með hlutdeild þeirra eða
rikisins. Mætti ætla að hlutdeild samvinnuhreyf-
ingarinnar svonefndu og opinberra aðila sé talsvert
hærri en 1/5 til 1/4, í fiskvinnslunni að minnsta
kosti, e.t.v. þriðjungur eða jafnvel meir, en líklega
eitthvað minni í útgerðinni.
En víkjum þá að iðnaðinum.
Hér eins og áður er erfitt um vik að gefa ná-
kvæmar tölur, enda skil milli iðnaðar og þjónustu-
starfsemi t.d. óglögg. i stórum dráttum má þó segja,
að almennur iðnaður, þ.e. fiskiðnaður undanskil-
inn, sé að meginhluta í einkarekstri.
Verðmæti framleiðsluiðnaðarins nam árið 1974
nær 14 milljörðum. Þar af var framleiðsla ríkis-
fyrirtækja 775 milljónir. Iðnaðardeildar 1.8 mill-
jarðar og isals svipuð upphæð. Þegar framleiðsla
Sambandsins og ríkisins er frá dregin, er hlutur
einkarekstrar í framleiðsluiðnaði Isal meðtalið, um
eða yfir 80%, alls framleiðsluiðnaðarins.
Byggingarstarfsemi 1974 er talin hafa numð um
17 milljörðum eða 16% þjóðarframleioslu, og er
hún nær eingöngu í höndum einkaadila.
Þegar á allt er litið má því þrátt fyrir allt segja,
að einkaframtakið standi vel í ístaðinu að því er
iðnað varðar.
Vart verður öðru fram haldið en að íslenzkur
landbúnaður sé stundaður svo til alfarið vegna
einkaframtaks, enda byggt á gamalli hefð allt frá
Ingólfi Arnarsyni til Bjarts í. Sumarhúsum og
Björns á Löngumýri. En þrátt fyrir magnaða ein-
staklingshyggju bænda fyrr og síðar hefur legið við
borð, að einkaframtak yrði aldauða á sviði við-
skipta og þjónustu við bændastéttina til ómælds
tjóns bæði fyrir bændur og neytendur. Á það þó
sinar sögulegu og pólitisku skýringar, sem falla
utan ramma viðfangsefnisins hér í kvöld. En aðeins
skal á það bent, að nú er ekki nema um 10. hluti
sauðfjárslátrunar t.d. í höndum einkaframtaksins
og vinnsla mjólkurafurða alfarið hjá samvinnu-
félögum.
Enn hvað þá Um verzlun og þjónustustörf að öðru
leyti. Engar áreiðanlegar tölur hef ég um hlutdeild
einkaframtaksins í þjónustustarfseminni. Fjöldi
þjónustufyrirtækja smárra og stórra — er að sjálf-
sögðu rekin af einkaaðilum — , en hlutdeild sam-
vinnuhreyfingarinnar og ríkisins — að sveitar-
félögum ógleymdum — er allmikill. Um þennan
Eviólfur Konrád Jónsson, alþm.:
Staða einkafram-
taksins íatvinnu-
iífinu—hiutverk
Sjálfstæðisflokksins
þátt ræði ég þó ekki frekar, því að ég þykist vita, að
síðari framsöguræðumaður kvöldsins muni að hon-
um hyggja, þar sem hann einmitt starfar að tillögu-
gerð um það, hvernig draga megi úr ríkisrekstri,
ekki sizt á þessu sviði. En Víglundur Þorsteinsson á
sæti í nefnd þeirri, sem fjármálaráðherra skipaði í
því augnamiði.
Mikið hefur úr þvi verið gert og ekki að ástæðu-
lausu á undanförnum árum og áratugum, að sam-
vinnuverzlun væri að ná einokunaraðstöðu í ýms-
um héruðum. Eftir því sem næst verður komizt
hefur samvinnuverzlun aukið hlutdeild sína í
heildarvöruveltu landsmanna úr um 24% árið 1973
í 26% 1975. Heildverzlun samvinnuhreyfirtgarinn-
ar hefur staðið í stað eða verið 14%, en smásölu-
verzlun hefur aukist úr tæpum 34% i rúm 36%.
Þess skal getið, að Olíufélagið hf., er talið með
samvinnuverzlun í tölum þessum, en velta þess
fyrirtækis var árið 1975 8.1 milljarður, en hin
olíufélögin tvö veltu 9.6 milljörðum til samans.
Eins og tölur þessar bera með sér er hlutdeild
samvinnuhreyfingarinnar í smásöluverzlun gífur-
lega há og hlýtur að valda frjálshyggjumönnum
áhyggjum, einkum þegar því er yfir lýst á hátíðis-
degi Sambandsins, að fyrsta boðorðið sé að gera
innrás í smásöluverzlunina á Reykjavikursvæðinu,
þar sem hlutdeildin hefur verið einna minnst.
Hinsvegar hefur hlutdeild SÍS i heildverzluninni
staðið í stað. Þar hefur aldrei náðst veruleg fót-
festa, en meðalhlutfall Innflutningsdeildar Sam-
bandsins af allri heildsölu á Reykjavíkursvæðinu
var á árinu 1971—’76 14.6% eða heldur hærra en
landsmeðaltai, og ætti það að benda til þess að
kaupfélögin vildu ekki síður skipta við heildsala en
Innflutningsdeild SÍS.
Kaupsýslumenn kvarta tíðum undan því, að þá
skorti rekstrarfé, og staðreynd er þaó, að heildarút-
lán bankakerfisins til verzlunarinnar hafa lækkað
úr rúmum 20% heildarútlána lánastofnana árið
1971 og i rúm 15% á síðastliðnu ári. Annars var
útlánaaukningin til verzlunarinnar i krónutölu
15%) árið 1971, 11% aukning hjá samvinnuverzlun
en 17% hjá einkaverzlun. Þetta hlutfall breytist
síðan 1972. Þá er útlánaaukning samvinnuverzlun-
ar 17% en einkaverzlunar 15%, og á síðastliðnu ári
var útlánaaukning til Samvinnuverzlunar 29% en
aðeins 18.5% hjá einkaverzlun. Hér eru þó ekki
talin afurða- og rekstrarlán landbúnaðarins, en
allir vita að þau hafna að verulegum hluta í veltu
kaupfélaganna, um stundarsakir a.m.k. Hér er um
augljóst misræmi að ræða, sem skýrir veltuaukn-
ingu samvinnuhreyfingarinnar að hluta til a.m.k.
Hlutdeild einkaframtaks i bankarekstri er sorg-
lega lítil. Hlutafélagabankarnir hafa aðeins 18 +
heildarinnlána bankakerfisins, sparisjóðir og inn-
lánsdeildir kaupfélaganna 18%, þar af innláns-
deildir 2.5—3%, ert innlánin i ríkisbönkunum eru
64%.
Vart þarf að eyða að því orðum, að á sviði
samgöngumála er einkaframtakið öflugt. Nægir að
benda á flugfélögin og skipafélögin. Samgöngur á
landi eru einnig að meginhluta til á vegum einkaað-
ila að mjólkurflutningum undanteknum og sama er
að segja um margháttaðar verklegar framkvæmdir,
þótt hlutdeild opinerra aðila sé þar of mikil.
Læt ég nú þessari upptalningu lokið og vona að
hún gefi einhverja mynd af þvi, sem nefnt er í fyrri
lið umræðuefnisins, stöðu einkaframtaksins, þótt
hún segi litið um aðstöðu þess. Að þeim þætti mun
ég þó nokkuð víkja í siðari hluta þessa erindis, sem
fjalla á um hlutverk Sjálfstæðisflokksins f atvinnu-
málum.
Sjálfstæðisflokkurinn
frjálshyggjuflokkur
Sjálfstæðisflokkurinn er eða á að minnsta kosti
að vera frjálshyggjuflokkur. Fræðiiegar útlistingar
á hugtakinu frjálshyggja spara ég mér hér, hér vita
allir jafnvel og ég, hvað við er átt, þótt þetta hugtak
sem önnur sé reynt að brengla til þess að villa
mönnum sýn. Yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins
frá fyrstu tíð um sjálfstæði og athafnafrelsi ein-
staklingsins þekkja menn. Oft hafa sjálfstæðis-
menn verið bæði sárir og reiðir yfir því, hve
sorglega illa hefur gengið að framfylgja stefnu
flokksins, og í dag berum við ugg i brjósti og finnst
hægt ganga að byggja upp frjálst, heilbrigt og
öflugt athafnalíf, sem traust þjóðlíf geti byggt á.
Við stöndum agndofa gagnvart ofurvaldi kerfisins
og margháttuðum gagnslausum eða skaðlegum af-
skiptum pólitískra valdastreituafla. Ekki megum
við þó láta svartsýnina ná yfirhöndinni, því að hætt
er við, að veikburða yrði þá baráttan og árangurinn
minni en enginn.
Og þegar allt kemur til alls hefur þó ýmislegt
áunnizt. Eg held að holt sé að renna huganum
örlítið aftur í tímann og hugleiða, hvernig Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi tekizt að gegna hlutverki
sinu, t.d. síðustu þrjá áratugina þ.e. aftur til áranna
eftir stríðið, en það skeið íslenzkra stjórnmála ætti
ég að þekkja nokkuð náið. Fyrst kemur þá í hugann
þrúgandi andrúmsloft, sem hér ríkti í fjárhags- og
atvinnumálum, að utanrikis- og öryggismálum
ógleymdum. Á tímum Fjárhagsráðs var svo komið,
að menn voru sektaðir fyrir það að ná út einum
sementspoka, án þess að hafa til þess leyfi komm-
isara þess tíma. Öll viðskipti og allar framkvæmdir
voru háðar beinum opinberum afskiptum. Svindl,
mútur og svartur markaður voru þá sem ætíð
fylgifiskar ofstjórnarinnar, en nokkra Stofnauka
númer 5 eða 7 þurfti aó nurla saman hjá vinum og
vandamönnum, ef einhver í fjölskyldunni bráð-
vantaði skó á fæturnar. 50 gr. af strásykri fengust