Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
17
Fram um aldamót er
þetta stór hluti íbúa
Reykjavíkur, sem voru
alls 167 á árinu 1786, 307
á árinu 1802, 639 á árinu
1835, 2024 á árinu 1876
og 11449 á árinu 1910.
Frá þessum tíma eru
þau myndarlegu hús,
sem segir frá hér á
síðunni. Enda er á þess-
um litla bletti enn til
merkilega mikið af
uppruna Reykjavíkur.
Aðalstræti 10 er eitt elzta
húsið í borginni og í þeim
öllum hefur gerzt merki-
leg saga, auk þess sem
þau eru sjálf merkileg
fyrir gerð sína og stíl.
Könnun á menningar-
sögulegu gildi byggðar-
innar í Grjótaþorpi sýnir
að þar eru 28 húseignir,
sem eru þess virði að
vera varðveittar, segir í
skýrslunni. En þar er
einnig getið húsa, sem
talin eru hafa lítið gildi.
Skýrslan er nú í meðferð
í skipulagsnefnd borgar-
innar með öllum sínum
fróðleik og upplýsingum.
aa.
Glasgow viö Vesturgötu (5A).
Veriö að hlaða kjallara undir húsið Liverpool (byggt 1885).
Til vinstri á bak við Glasgow sést Hákot. (Ábs)
í skýrslunni er gerð grein fyrir horfnum húsum í Grjótaþorpi. Eitt
þeirra er Glasgow við Vesturgötu 5A, eitt myndarlegasta húsið sem
þar hefur verið. Þó því verði ekki bjargað lengur, er gaman að sjá
þann stórhug sem þar var. í skýrslunni segir m.a.: Árið 1862 fékk P.L
Henderson, sem þá hafði keypt Höltersbæjarlóð, leyfi til að reisa
stórhýsi á lóðinni. Mun hús þetta hafa verið stærsta hús hér á landi.
Þar var Glasgowverzlunin, eign firmans Henderson, Anderson & Co
og var J. Jonassen verzlunarstjóri. Glasgowverzlunin varð gjaldþrota
árið 1868 og var allur búðarvarningur seldur á uppboði. Egill
Egilsson kaupmaður eignaðist Glasgow árið 1872. í húsinu var stór
"•U'-v <jPrn rúmaði 200 manns í sæti og voru þar haldnar samkomur.
saiui ,
Þar starfaði sjómannaklúbburinn þar sem on vuiu 11«*^"" fyyií lesti-
ar um ýmis efni til fróðleiks almenningi. Ennfremur var salurinn
notaður fyrir fundarhöld og sjónleiki. Þar stóð Þorlákur Ó. Johnson
fyrir fyrstu málverkasýningunni á íslandi árið 1879 og sýndi þar
eftirprentanir af myndum eftir erlenda málara, en aldamótaárið var
þar fyrsta málverkasýning íslensks málara, Þórarins B. Þorláksson-
ar. Síðar var húsinu breytt og mun herbergjum hafa verið fjölgað. í
brunabótavirðingu frá 1883 eru þar talin 18 herbergi og þrjú eldhús
auk sölubúðar og 14 árum síðar voru herbergin orðin 40 samtals.
Einar Benediktsson skáld keypti eignina 1896 og tveim árum síðar lét
hann reisa hús á norðausturhluta lóðarinnar (Vesturgata 5). Árið
1903 brann Glasgowhúsið og bakhús þess til kaldra kola. Bærinn
Vigfúsarkot, sem stóð fyrir vestan, brann einnig og hafa lóðirnar
verið óbyggðar síðan.
Húsið á Vesturgötu 5, sem Einar Benediktsson reisti 1898, er enn
til og segir í skýrslunni að það tilheyri húsaþyrpingunni á horni
Vesturgötu og Aðalstrætis, bæði vegna gerðar sinnar og sögu. Auk
þessa sé saga hússins þáttur í athafnasögu hverfisins.
Túngata 8
1915 Guðmundur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri
1936 Hólmjárn J. Hólmjárn efnafræðingur
1944 Vilborg ólafsdóttir ekkja
Guðmundur Sveinbjörnsson lét reisa húsið á lóð, sem
áður hafði verið hluti af lóðinni númer 6 við Túngötu.
Geymsluhús, sem þar voru fyrir, lét hann rífa.
Húsið er steinhús: kjallari, ein hæð og ris. .
Byggingarlagi og herbergjaskipan svipar til timbur-
húsa, og er gluggaskipan eins. Risið er hátt enda
húsið ekki portbyggt. A rishæð hefur verið innréttaó
eldhús, en að öðru leyti hefur fáu verið breytt.
Á hæðinni eru skrifstofur, en íbúð í risi.
Húsið er ómissandi vegna gerðar sinnar og útlits.
1 byrjun aldarinnar var steinsteypan nýtt byggingar-
efni. í húsi, þar sem veggir eru steinsteyptir er
gluggaskipan frjálsari en í timburhúsi, þar sem hún
er háð burðargrind. í þessu steinsteypta húsi hér
hafa þó þessi einkenni timburhússins haldist. Um-
hverfis húsið er stór og vel hirtur garður með miklum
trjágróðri. Þar gætir mikils samræmis hvarvetna, og
sem heild eru húsið og garðurinn einstæð í hverfinu.
Garðastræti 15
1896 Guðmundur Jónsson lyfjasveinn
1909 Una Glsladóttir ekkja
1930 Eriendur Guðmundsson gjaldkeri
1942 E. Ragnar Jónsson forstjóri
Árið 1896 keypti Guðmundur Jónsson lyfjasveinn lóð
af Jóhanni Runólfssyni í Arabæ og fékk leyfi til þess
að byggja á henni hús, sem enn stendur. Fyrir norðan
húsið er stxgur úr Mjóstræti, og er hann leifar af
Götuhúsastíg.
Una GÍsladóttir ekkja Guðmundar, bjó lengi í húsinu
ásamt Erlendi syni þeirra og var það jafnan nefnt
Unuhús. Var það eitt helsta athvarf ungra og rót-
tækra listamanna í Reykjavík meðan Erlendur lifði
(d. 1947) .
Húsið er tvílyft timburhús, járnvarið að hluta. Sér-
kenni þess eru þau, að breiddin er meiri en lengdin.
Skipt hefur verið um glugga og reykháfur fjarlægður.
Aðrar útlitsbreytingar eru litlar.
Húsið er ómissandi vegna þáttar þess í menningar-
sögunni. Æskilegt væri, að settir yrðu sex rúðu
gluggar við lagfæringu á því.