Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
Hlutur þroskaheftra hefur
verið fyrir borð borinn
— sagði Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra
á stofnþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar
Hér fer á eftir ræða
Gunnars Thoroddsens,
félagsmálaráðherra, á
stofnþingi Þroska-
hjálpar.
Það er alkunn staðreynd að i
þjóðfélögum, sem jafnvel
standa á háu stigi þróunar al-
mennt í félagsmálum og sam-
hjálp, verða oft einhverjir hóp-
ar útundan. Samfélagið hefur
fyrr og síðar ekki sinnt nægjan-
lega skyldum sínum við þá, sem
eru afbrigðilegir á einhvern
hátt eða uppfylla ekki þær
kröfur, sem almennt eru gerðar
til þegna þjóðfélagsins.
Einn slíkur hópur er það
fólk, sem við nú tölum um sem
vangefið eða þroskaheft. Hlut-
ur þessa fólks og vandamanna
þess hefur verið fyrir borð bor-
inn og það hefur ekki hlotið
stuðning samfélagsins í þeim
mæli sem skyldi.
t sögu mannkyns hafa ávailt
fæðst einhver börn, sem sköpuð
voru þau örlög að ná ekki eðli-
legum andlegum þroska. Þessi
börn voru tíðum höfð sem eins-
konar huldubörn; er litið væri
hægt að gera fyrir og best bæru
geymd þar sem minnst bæri á
þeim.
Á síðustu áratugum taka við-
horf í þessum málum að breyt-
ast. Menn fara að gera sér grein
fyrir því, að þjóðfélaginu beri
skylda til að sinna betur þess-
um bræðrum okkar og systrum,
gera eitthvað meira fyrir þetta
fólk, í því skyni að það megí ná
þeim þroska, sem er möguleg-
ur, og geti lifað sem eðlilegustu
lífi. Þetta á ekki aðeins við hér
á landi heldur víðast hvar
annars staðar.
Tvennt er nauðsynlegt til
þess að úr rætist: Áhugi á mál-
efninu og fjármagn tii fram-
kvæmda.
Það markaði spor, þegar
nokkrir áhugamenn stofnuðu
Styrktarfélag vangefinna. Þar
var að verki fólk með brenn-
andi áhuga á málefninu, fólk,
sem þekkti vandann, er við var
að glíma og var þess albúið að
ieggja fram krafta sína. Þetta
félag hefur unnið mikið og
markvert brautryðjendastarf
og það er ærin ástæða til að
minnast þessa framtaks for-
vígisnrannanna og þakka það.
Síðar hafa komið önnur félög,
sem af ósérplægni vinna að
bættum hag vangefinna eða
þroskaheftra og vandamanna
þeirra. Þegar þessi félög stofna
nú með sér samtök, Landssam-
tökin Þroskahjáip, og sameina
afl til átaka, vil ég óska þessum
samtökum gæfu og gengis og
vænti góðrar samvinnu við þau
eins og verið hefur við hin ein-
stöku félög til þessa.
Að frumkvæði stjórnar fyrsta
styrktarfélags vangefinna var
lagt fyrir Aiþingi frumvarp til
laga um aðstoö við vangefið
fólk. Frumvarp þetta var sam-
þykkt sem lög árið 1958. Með
þessum lögum var stofnaður
Styrktarsjóður vangefinna og
skyldi fé hans varið til að reisa
og endurbæta stofnanir fyrir
vangefið fólk. Frá gildistöku
þessara laga hefur sjóðurinn
haft tekjur af sérstöku gjaldi,
sem greitt er af öli og gos-
drykkjum. Tekjustofn þessi
hefur verið tímabundinn við
fimm ár í senn þar til nú á
siðasta ári, að hann var fram-
lengdur um aðeins eitt ár. I
byr.jun.var gjaldið til sjóðsins
10 aurar á hverja flösku öls og
gosdrykkja en er nú sjö krónur
á litra.
Þessi markaði tekjustofn hef-
ur reynst mikil lyftistöng fyrir
framkvæmdir til hagsbóta fyrir
vangefið fólk. Styrkjum úr
sjóðnum hefur jafnan verið út-
hlutað i samráði við Styrktarfé-
lag vangefinna, en væntaniega
koma nú Landssamtökin
Þorskahjálp í þess stað í þessu
efni. Til þessa dags hafa verið
greiddir styrkir úr sjóðnum að
fjárhæð samtals um 330 milljón
kr.
Það er kunnugt, að ýmsir eru
andvígir þessum svo-nefndu
mörkuðu tekjustofnum og vilja
afnema þá. Það má færa rök
fyrir þeirri afstöðu frá sjónar-
miði stjórnsýslu og ríkisfjár-
mála. En ég tel önnur rök sterk-
ari. Ég þekki það af langri
reynslu að með mörkuðum
tekjustofnum hefur tekist að
koma fram mörgum mannúðar-
og framfaramálum, sem illa
gekk eða ógerlegt reyndist aó
þoka áleiðis með fjárveitingum
í fjárlögum einum saman. Það
væri miður farið, ef þessi sér-
legi tekjustofn yrði niður felld-
ur og ég vil eindregið stuðla að
því að svo verði ekki, heldur
verði hann framlengdur og
aukinn.
Á síðustu árum hafa menn
vakið máls á því, að nauðsyn
bæri til þess að setja heildarlög-
gjöf um málefni vangefinna. I
fyrra var skipuð þriggja manna
nefnd til þess að fjalla um þetta
mál. Nefndin samdi frumvarp
til iaga um vangefna, sem nú er
til athugunar hjá rikisstjórn.
Ég ætla ekki að ræða efni þessa
frumvarps hér. Um það verður
fjallað á þessu þingi Þroska-
hjálpar. En eitt vil ég undir-
strika: Ekkert verður afgreitt í
þessu máli án þess að áður
verði haft samráð við samtök
ykkar.
Ég flyt þessum nýju samtök-
um, Landssamtökunum Þorska-
hjálp, árnaðaróskir. Ég vona, að
störf ykkar á þessu þingi og í
framtíðinni verði til blessunar
og hagsbóta fyrir það van-
megna fólk, sem þið hafið sam-
einast um að Iiðsinna og vinna
fyrir.
Þorvardur Elíasson:
V extir og frjáls
gjaldeyriseign
I fréttatilkynningu Seðla-
banka íslands um miðjan júlí
s.l. var kunngert að vextir yrðu
framvegis í tvennu lagi. Grunn-
vextir 3—9%, breytilegir eftir
tegundum lána og Verðbóta-
þáttur, sem þá var ákveðinn
8% fyrir öll lán. Þá segir í
tilkynningunni að Seðlabank-
inn muni fyrst um sinn endur-
skoða verðbótaþáttinn, að jafn-
aði ekki sjaldnar en á 3ja mán-
aða fresti, þannig að hann
hækki um 60% af því sem verð-
bólgan kann aö verða umfram
26% á ársgundvelli. Þess er þvi
að vænta að vextir verði
hækkaðir næstu daga.
30% vextir
Verðbóiga á ársgrundvelli er
nokkuð óljóst orðalag, en hvað
getur það táknað? Af fréttatil-
kynningu Seðlabankans virðist
mega ráða að bankinn telur
verðgólguna þá vera 26%. Sé
litið í '
___ „ visiioiu framfærslu-
kostnaðar kemur í ljós að á
þessum tíma hefur hún einmitt
hækkað um 26% frá júlímánuði
árið áður. Það er því nærtækt
að ætla að verðbólga á árs-
grundvelli merki hækkun
framfærsluvisitölu siðustu 12
mánuði.
Þann 1. nóvember n.k. verður
bírt ný framfærsiuvititala og er
fyrirsjáanlegt að hún verður
ekki undir 835 stigum, en lík-
lega nær 840 stigum, sem þýðir
29—30% hækkun frá fyrra ári.
Þannig reiknað ætti verðbóta-
þáttur vaxta að ákvarðast 10%
og ársvextir vaxtaaukalána að
hækka úr 27% í 29%.
Vitað er að verðbólgan tekur
mikinn fjörkipp í desember.
Þess er ekki að vænta að hækk-
un framfærsluvísitölu frá árs-
byrjun til ársloka verði undir
35%, nema einhverjar sérstak-
ar ráðstafanir komi til. Þannig
hefur Jón Sigurðsson forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, sem lita má
á sem löggiltan verðbólgu spá-
mann, látið hafa eftir sér að
verðbólgan í ár fari í 34—35%.
Sé sú tala lögð til grundvallar
ætti verðbótaþáttur vaxta að
hækka um 5 stig og verða 13%.
Arsvextir vaxtaaukalána færu
þá í 32 %.
Ekki er óeðlilegt að ætla að
hin uifræðilegu áhrif hækkun-
ar ársvaxta úr 29% í 30% séu
meiri en hin peningalegu áhrif
þess að hækka vexti úr 27% í
29%. Það er þvf raunhæft að
gera ráð fyrir að Seðlabankinn
tilkynni fljótlega um hækkun
verðbótaþáttar vaxta úr 8% í
11%, sem myndi færa ársvexti
vaxtaaukalána upp í 30%.
Lágmarkskröfur
Fyrir atvinnurekstur og al-
menning eru 30% vextir ill-
bærilegir, ef ekki óbærilegir.
Engu að síður þýðir ekki að
mótmæla slíkum vöxtum. Ef
einhveru á að mótmæla er það
verðbólgunni og vaxta misræmi
hinna einstöku Iánsforma og
mismunun atvinnugreinanna.
Ef fyrirtæki geta ekki greitt
30% vexti, þá er það einungis
staðfesting á því, sem marga
hefur grunað, að ekki sé hægt
að reka þjóðfélag með 30%
verðgólgu og þaðan af meira.
Seðlabankastjóri orðaði kjarna
málsins vel þegar hann eitt
sinn sagði: „Lágmarkskröfur
sem gera verður til banka er að
þar sé hægt að fá geymt sparifé
sitt“. Til þess að uppfylla þess-
ar lágmarkskröfur, sem Seðla-
bankastjórinn talar þarna um,
þannig að menn bæru fullt
traust til, þyrfti að hækka inn-
lánsvexti í 40%, svo slæmt er
ástandið.
Vísitölutrygging
Margir benda á að háir vextir
séu ekki lausn á verðbólgu-
vandanum. Það verður líka að
viðurkennast að vaxtahækkun
ein sér, stöðvar ekki verðbólg-
una, hún er aðeins viðurkenn-
ing á tilveru hennar. Það er
engin lausn á umferðarvandan-
um að flytja allt slasað fólk í
sjúkrahús, en það er forsenda
þess að hægt sé að beita bestu
aðíerðum við að lækna þá slös-
uðu. Á sama háti er vaxíshæ.kk-
uu lorsenua pess ao nægt se ao
ráða niðurlögum verðbólgunn-
ar eða búa við hana, hvort sem
menn vilja heldur gera.
Vaxtahækkun leysir þó ekki
allan fjármálalegan vanda.
Nægilee 1 1
Z -~o -uA.cinajKKun getur að
vísu skapað jafnvægi þannig að
ásókn í lán verði ekki meiri en
það sparifé sem lagt er inn af
fúsum og frjálsum vilja. Ef
slíkt ástand skapaðist þyrftu
bankarnir að fara að auglýsa
eftir lántakendum og þá myndi
vissulega margt í rekstri þeirra
og starfsháttum breytast til
batnaðar. En í 30% verðbólgu
er ekki hægt að lána fé til langs
tíma, nema með þvi að taka upp
vísitöiutryggingu lána samfara
lágum vöxtum. Ef ein milljón
er lánuð til 10 ára með 30%
vöxtum í jafn mikilli verð-
bólgu, verða vextir og af-
borganir fyrstu 2 árin kr.
770.000 og eftirstöðvar lánsins
kr. 80.000. Verðgildi einnar
milljónar er þá hins vegar kom-
ið upp í kr. 1.690.000. Að verð-
gildi eru eftirstöðvarnar því
minna en helmingur upphaf-
lega lánsins, þó aðeins séu liðin
tvö ár og lánið hafi hugsast til
10 ára. Ef lánið er hins vegar
vísitölubundið og engir vextir
greiddir, nemur greiðsla vaxta
og afborgana aðeins 299.000
krónum fyrstu 2 árin. Eftir-
stöðvar lánsins eru þá kr.
1.352.000, lánið hefurþvi hækk-
að en ekki lækkað. Hvort
tveggja lánskjörin eru jafngóð
fyrir lánveitanda ef vextir eru
hafðir eðlilegir.
Hagnaður hankanna
Vísitölutrygging lánasjóða,
sem lána fjárfestingarlán, hlýt-
ur því að vera þeim og við-
skiptavinum þeirra jafn mikil-
væg og vextirnir. Vióskipta-
bankarnir virðast aftur á móti
ekki hafa mikinn áhuga á þeim
markaði, þeir einbeita sér
fremur að stuttum rekstrarlán-
um og þá geta háir vextir komið
í stað visitölutryggingar. Sú
stefna hefur það þó óhjákvæmi-
lega í för með sér að fyrirtækin
verða á hverju ári að fá aukin
og ný skammtímalán, til þess að
geta fjármagnað verðbólguna
og þá ekki síst hina háu banka-
vexti. En til þess að geta veitt
þessi nýju lán, verða viðskipta-
bankarnir að eiga peninga til.
Til þess er ekki nóg að afla
spariinnlána, viðskipta-
bankarnir verða einnig að verð-
veita eigin fé sitt. E.t.v. hefði
það tekist með núverandi tekju-
stofnum bankanna, ef hægt
hefði verið að halda verðbólg-
unni niðri, en á meðan núver-
andi verðgólgu aðstæður rikja,
verður að stórauka munihn
milli innláns- og útlánsvaxta.
Að óbreyttu ástandi krefst það
gífurlegs hagnaðar hjá bönkun-
um, ef gera á þeim kleift að
varðveita verðgildi eigin fjár
síns.
Spörum
gjaldeyrinn
Full ástæða er til að gefa auk-
inn gaum að samspili vaxta,
gengis og gjaldeyrisvarasjóðs
okkar. Sú lágvaxtastefna sem
hér er haldið uppi stuðlar að
gengisfalli íslenzku krónunnar.
Ef vextir væru hærri en verð-
bólgan, myndi gengið styrkjast
verulega, og sterkt gengi stuðl-
ar meir en flest annað að stöð-
ugu verðlagi. Saman hefur
þetta svo úrslita áhrif á það
hvort gjaldeyrissjóður okkar
vex eða minnkar. Hvernig væri
að reyna nú nýja leið til lausnar
á gjaldeyris- og vaxtamálum
Ckkar. Levfum almenningi að
eiga gjaldeyrisvarasjóðinn.
Leyfum hinum almenna borg-
ara að opna gjaldeyrisreikn-
1322 I 'viuskiptabönkunum.
Eðlilegt væri að vaxtagreiðslur
bankanna inn á slíka innláhs-
reikninga væru í samræmi við
þá vexti sem almennt eru
greiddir í viðkomandi löndum
og hér á landi og Seðlabankinn
hagi stjórn peningamála þann-
ig að raunverulegar gjaldeyris-
innistæður væru í samræmi við
hreyfingu þessara reikninga. A
þennan hátt mætti stórefla inn-
lendan sparnað.
Til að byrja með mætti leyfa
þeim sem eiga erlendan gjald-
eyri að leggja hann inn á slíka
reikninga, og taka hann út
aftur í sömu mynt eftir þeim
reglum sem bankarnir settu.
Það er ekkert leyndarmál að
mikió magn erlends gjaldeyris
streymir yfir landið án þess
nokkru sinni að koma í við-
skiptabankana. Varla getur um
það verið ágreiningur að betra
væri fyrir þjóðina að láta þetta
Framhald á bls. 29.