Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 22.10.1977, Síða 19
Pislarvottur, túss á tré. Dostojevski hefur varkið spurningar hjá listamanninumum píslarvottinn, fórnarlambið og böðul hans. Birta umlykur yfirleitt fórnarlömbin i myndum Krestesens. Bosh og Goya máluðu oft andlit hins illa. sem býr i okkur öllum — i martröðum okkar og allt i kringum okkur. TOMKRESTESEN Tom Krestesen málar myndir sinar oft á aflangar fjalir, sem hann siðar stillir saman eins og altarisskápum miðalda. Þetta er einn hluti af Ljóðaljóðunum, túss á tré, i eigu Norrköpings Museum. „Já. fögur ertu vina min, já fögur ertu. Augu þin eru dúfuaugu . . . Ljóðaljóðin 3,4. WNota tungu endur r eisnar tí mans, en stend með GoyaW „Nei, þaö er rangt, ég er ekk- ert þekktur listamaður. Jú, það er rétt, ég er pólitískur og nota myndir mínar til að mótmæla. Ég er pólitiskur á mannlegan hátt. Það er sá skerfur, sá litli hluti sem ég legg til í þessu lifi og í þessu samfélagi. Nei, nei, það er ekkert að marka sem stendur i þessum bæklingi um mig. Það er ekki ég, sem er að tala þarna eða túlka mig á neinn hátt. Konan, sem skrifqr þetta er kommún- isti. Hvað hún nú heitir, já Sun eitthvað og hún skrifaði þessa Igrein í listatímaritið Paletten sem er frekar þekkt i Svíþjóð". Siðan spyr Tom Krestesen hvort ég vilji stóran eða lítinn bolla af kaffi, kveikir í pípunni sinni og sezt niður tilbúinn að rabba við mig i kaffistofu Norræna hússins — og virðist rólegur mjög. En síðan fer óró- leikinn að gera vart við sig og hann eins og margir þeir lista- menn sem ég hef rætt við, sýnir þess merki að honum finnst erf- itt að tala um myndlist, Eins og að tala um tunglskin við mann, sem hefur aldrei litið það ber- um augum. Verkin eiga að tala sínu máli sjálf. Eftir að lista- maðurinn hefur fengið útrás fyrir sköpunargáfu sína á lér- eftinu er líkast því að hann vilji draga sig í hlé, standa afsíðis og virða fyrir sér andlit áhorf- enda. „Allt i einu fæ ég hugmynd, sem ég verð að framkvæma. Ég mála eins og brjálæðingur og útkoman er málverk. A meðan ég mála er ég ekki að hugsa um hver endanleg áhrif myndar- innar verði, heldur er ég ein- göngu að koma þessari hug- mynd á framfæri. Ég er ekki að pæla í því hvort málverkið sé ádeila þótt svo geti virzt eftir á. Tom Krestesen sýnir nú i boði Norræna hússins og stendur sýning hans til 30. októ- ber. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem hann er staddur á íslandi. Hann kom hingað árið 1962 og bjó að eigin sögn í litlu rauðu húsi nálægt Heklu, þar sem hann málaði í þrjá mánuði. Hræðslan knýr mig; til að mála“. Hann byrjaði ungur að mála. Faðir hans var málari og spilaði kammértónlist með félögum sínum í þorpinu Kolding á Jót- landi, þar sem Tom Krestesen fæddist 8. mai árið 1927. Hann er nú sænskur ríkisborgari, hefur búið i Stokkhólmi frá tví- tugsaldri, en hann lagói stund á listnám við Kúnstakademíuna í Stokkhólmi. Hann hefur haldið ótal einkasýningar í Sviþjóð Danmörku, Noregi og Þýzka- landi. Þá hefur hann tekið þátt í samsýningum í New York og London og verk hans prýða veggi stærstu listasafna Svi- þjóðar, Moderna Museet og Nationalmuseum í Stokkhólmi. Hvort sem Tom Krestesen líkar betur eða verr, þá skrifar umrædd Sun Axelsson um verk hans: Eg hef hitt fasista, pynd- ingasérfræðinga, vitfirrta stjórnmálamenn, lík, sem hafa legið lengi í vatni. Ég hef verið gripin yfirþyrmandi og lam- andi hræðslu gagnvart texti HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR þeim... 1 málverki Tom Kreste- sen hef ég fyrirhitt sömu fasist- ana, pyndingasérfræðinga, böðlana og valdhafana." Tom Krestesen yppir öxlum. „Jú, ég vil vara fólk við með verkum mínum. En sú viðvörun er aldrei fyrirfram ákveðin. Ég les v.erk eftir Dostojevski og verð hræddur. Hræðslan knýr mig til að mála. Við erum öll hrædd. Sú lífsmynd, sem blasir við okkur i sjónvarpi og fjöl- miðlum er óhugnanleg, hörmu- leg og áframhaldandi þróun kviðvænleg, þar af leiðandi er ég skelfingu lostinn og það eina, sem ég get gert er að mála. Ég vil afhjúpa. „Mozart og Van Gogh valda mér sársauka“. Málverk Tom Krestesens minna á endurreisnartímabilið, þ.e. svipuð form og uppbygging mynda, ljós og skuggar. „Endurreisnarmenn hófu vald- iö til vegs og virðingar. Goya afhjúpaði aftur á móti valda- menn sinnar tiðar. Hann málaði spænsku konungsfjölskylduna þannig að engum duldist, hvaöa augum hann leit hana. Ég vil nota tungumál renaissance-timabilsins i list minni en stend með Goya. Ég vil afhjúpa eins og Goya. — Ertu það sem kallað er „heiðarlegur" í list þinni? — Heiðarlegur er of einfalt orð. Ég nota þá eiginleika, sem ég bý yfir. Ef ég mála dökkar myndir, dinunar og sorgmædd- ar, þýðir það ekki að ég sé hald- inn þunglyndi í hvert skipti, sem ég mála liður mér stórkost- lega, hversu dapurlegar sem myndirnar virðast svo eftir á. Þegar ég mála, þá lifi ég — þá flýg ég. Strindberg skrifaði harmleiki og fólk grætur yfir þeim. En ég er sannfærður um að Strindberg hefur verið í miklu stuði, þegar hann reit þá. Öðruvisi hefði honum ekki tak- izt það.“ Tom Krestesen brosir og bætir við. „Heimurinn þarfnast margra frelsara. Mikl- ir listamenn virðast yfirleitt hafa hrærst í helvíti á mæli- kvarða venjulegs fólks. Það virðist tilheyra listasögunni að menn gangi i gegnum ótal raun- ir“. Við tölum um Van Gogh i framhaldi af þessu og ömurlegt líf hans, sem dæmi. Tom Krestesen hristir höfuðið. 1 samanburði við Goya finnst honum lítið til Van Gogh koma. „Goya var sjónvarp sins tima. Van Gogh var impressjónisti. Þegar ég horfi á verk Van Gogh verð ég sorgmæddur. Það sama gildir um Mozart. Þegar ég var ungur hlustaði ég á tónlist Mozarts fullur aðdáunar. Núna á ég erfitt með að setjast niður og hlusta á verk Mozarts, þvi þau valda mér sársauka. Það er andrúmsloftið í þeim. Sania andrúmsloftið og í myndum Van Goghs en ekki sagan á bak viö þær“. — Vilt þú á sama hátt og Goya sjónvarpa samtið þinni? — „Huh.“ Ég notast við hugmyndir úr fjölmiðlum. Því hugmyndir eru sjaldnast gripnar úr lausu lofti. Eg á litla möguleika að ná til fjöldans í samanburði við fjöl- miðla, þar sem ekki fleiri en nokkur hundruð manns lita verk mín augum, t.d. á sýning- um. Kvikmyndaframleiðendur eiga þá möguleika til áhrifa, sem Goya hafði á sinni tið. Verk mín sina áhrif Goya, en þau eru ég. Þau eru ég og áhrif fjölmiðla, rithöfunda og heim- spekinga. En þau eru ekki heimspeki. Og þau endurspegla ekki einkalíf mitt.“ „Það á aldrei að sýna of mikið af einum hlut“. Tom Krestesen er eins og is- lenzka sjónvarpið til skamms tíma. Hann notar eingöngu svart/hvita liti í verkum sínum. „Ég hætti að nota sterka liti fyrir tiu til fimmtán árum. Ég var fárinn að nota of sterka liti. Eg öskraði of hátt • og yfir- gnæfði áhrif myndarinnar um leið. Þvi dró ég úr litagleðinni og núorðið nota ég nær ein- göngu svart/hvitt. Það er hægt aó ná miklu meiri áhrifum með þvi að beita ljósi og skuggum Málverkið verður hljóðlátt og áhrif þeirrar þagnar eru tvö- föld. — Ég spyr hann þá hvort honum finnist ekki vera meiri áhrif af blóði drifnum vigvelli í litkvikmynd heldur en að sjá svart blóð og grá tré ... „Nei það er andrúmsloftið, sem veldur áhrifum en ekki litirnir". Og þar við situr. „Það á aldrei að sýna of mikið af einum hlut. Fólk verður að geta lesið á milli linanna."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.