Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977 Þögul mót- mælastaða BSRB hefur beðið Morgunblað- ið að geta þess að ætlunin mun vera, að stórir hópar opinberra starfsmanna efni til þögullar mót- mælastöðu við Háskóla Islands í dag, er Matthías Á. Mathjesen fjármálaráðherra kemur til sátta- fundar í Háskólanum, sem boðað- ur er klukkan 16. Haustsýning Haustsýningu FÍM á Kjarvals- stöðum lýkur á sunnudagskvöld, en á sýningunni eru 124 verk eftir 41 listamann. — Kópavogur Framhald af bls. 44 Isafirði, en málið leystist þar með sérstakri bókun í fyrradag. Lausn deilunnar í Kópavogi var með þeim hætti, að fyrst var tek- inn texti Reykjavíkursamkomu- lagsins, sem er svohljóðandi: „Verði gerðar breytingar á visi- tölureglum almennra kjarasamn- inga í landinu á gildistíma þessa samnings með lögum, skulu samn- ingsaðilar taka upp viðræður i því skyni að tryggja þann tilgang ákvæða samningsins um verðbæt- ur (í 1.3.3.) að þau verði eigi lakari en hjá öðrum fjölmennum launþegasamtökum i landinu." Við þennan texta bættu svo samn- ingsaðilar í Kðpavogi setning- unni: .sbr. ennfremur bókun aðila, er fylgir samningi þessurn." Bókunin, er fylgir samningnum og merkt er með tölustafnum I, er svohljóðandi: „Reyni á ákvæði samnings þessa, gr. 11.1.1., er það skoðun samninganefndar Kópa- vogskaupstaðar, að verkfallsrétt- ur fylgi að lögum aðeins geró aó- alkjarasamnings. Samninganefnd Starfsmannafélags Kóapvogs er ósammála þessari túlkun og áskil- ur sér rétt til að leita úrskurðar dómstóla um þetta atriði, ef þær aðstæður skapast að mati félags- stjórnar, að þörf er á slíkum úr- skurði.“ — Staðan Framhald af bls. 44. Samningafundurinn sem slitið var í gærdag um klukkan 14.30, hafði staðið /rá þvi klukkan 15 í fyrradag. Sá dagur fór að mestu í að ljúka við hin ýmsu sérmál, sem til viðræðu höfðu verið. Upp úr miðnætti hófust síðan viðræður um launalið samninganna og um klukkan 02 i fyrrinótt lagði fjár- málaráðherra fram hýtt tilboð, sem var launastigi Reykjavíkur- samkomulagsins án desember- uppbótarinnar. Síðan fór nóttin að mestu í fundahöld um þetta tilboó og gagnsvör BSRB, sem kom síðan klukkan 07 í gær- morgun. Bauð samninganefnd BSRB upp á launalið Neskaupstaðarsamkomulagsins. Klukkan 09 lagði fjármálaráð- herra síðan enn fram launalið Reykjavíkursamkomulagsins og fylgdi desemberuppbótin þá með. Var og styttra bil milli neðstu launaflokkanna upp að 5. flokki og ennfremur fólst i tilboðinu viðurkenning á breyttum launa- stiga eftir starfsmat. Þegar fundi var slitið á þriðja tímanum i gær- dag var staðan þannig að fjár- málaráðherra hafði boóið Reykja- víkursamkomulagið, en BSRB hafði að einhverju leyti slakað eitthvað á frá launastiga Norð- fjarðarsamkomulagsins. Einn samninganefndarmanna BSRB sagði Morgunblaðinu í gær að samninganefnd BSRB hefði lagt fram ákveðnar hugmyndir um endurskoðunarréttinn, en hann og launastiginn eru þau tvö atriði, sem mest er nú þráttað um. Þessi samninganefndarmaður kvað þessar hugmyndir BSRB um endurskoðunarréttinn ekki gera ráð fyrir verkfallsrétti, en í orða- lagi greinarinnar væru ákvæði, sem tryggja ættu að ekki væri unnt að þæfa þetta atriði út samn- ingstimabilið. Akvæðin væru þess eðlis að eftir að óskað hefði verið eftir endurskoðun yrði að skjóta málinu mánuði siðar til sáttasemj- ara og miðuóust þá greióslur við þann dag. Samningamenn rikisins halda fast við Reykjavíkursamkomu- lagið, sagði þessi samninganefnd- armaður BSRB, með þeim áfanga- hækkunum, sem því fylgja. Einnig hefur fjármálaráðherra boðið persnuuppbót i desember, sem er 25 þúsund krónur eftir 10 ára starf, 35 þúsund krónur eftir 15 ár og 50 þúsund eftir 20 ára starf. Þessi ákvæði næðu þó að- eins til þeirra sem væru í föstu og fullu starfi. Heimildarmaður Morgunblaðs- ins kvað samninganefnd BSRB hafa í lok fundarins í gær hafa verið sammála um að taka þá eng- ar ákvarðanir í lok fundarins, en nota tímann, þar til sáttafundur hefst í dag, svo að samninga- nefndarmenn gætu haft samband við trúnaðarmannaráð og fulltrúa félaga sinna. Hann kvað samninganefnd BSRB er upp var staðið í gær hafa slakað nokkuð á frá launastiga Norðfjarðarsam- komulagsins. I þeim efnum hafi menn reynt aó teygja sig eins langt og frekast hafi verið kostur og hann kvað suma telja að allt of langt hafi verið gengið. Augljóst væri að ekki væri Iengur þráttað um fjárhæðir, heldur „prinsip"- atriði. Hann kvað með veigameiri ákvæðum að náðst myndi sam- komulag um orðalag endurskoð- unarákvæðisins. Hann kvað það vera ósk allra að málió leystist farsællega í dag — viðræður hefðu gengið hægt og stirt, en kannski er það eðli málsins sam- kvæmt — sagði þessi samninga- nefndarmaður BSRB. — Skák Framhald af bls. 22 3—4. Jóhann Hjartarson og Hrafn Arnarson 7'A v. C flokkur: 1. Bragi Björnsson 7!4 2. Bjarni Hjartarson 5!4 3. Óli Valdimarsson 5 v. D flokkur 1. Gisli Stefánsson 8 v. 2. Jóhannes Gisli Jónsson 7'A 3—5. Magnús Alexandersson, Árni A. Arnason og Frank Jezorski 7v. E flokkur (Monrad): 1. Egill Þorsteins. 8 v. 2. Arnór Björnsson 8 v. 3Ragnar Magnússon 8 v. Unglingaflokkur (Monrad): 1. Jóhann Hjartarson 7'A 2. Ágúst Karlsson 7'/í 3. Jóhannes Gísli Jónsson 7 v. Keppni í kvennaflokki haust- mótsins hefst annað kvöld kl. 20. Að lokum má geta þess að í dag kl. 14 hefst í Skákheimilinu við Grensásveg Unglinga- meistaramót Islands fyrir fædda 1957 og yngri. — Súrálskip Framhald af bls. 44. skipið aó bryggju. Útvegaður var dráttarbátur frá Reykjavik og skipið tekið að klukkan 16.30 í gær. Við hafnargarðinn hafði þá safnazt saman um 60—100 manna hópur verkfallsvarða BSRB og hindruðu þeir að unnt væri að binda landfestar skipsins. Þeir héldu þvi fram að þetta væri verkfallsbrot á úrskurði kjara- deilunefndar um tollafgreiðslu. Við lýstum allri ábyrgð á hend- ur BSRB vegna þess tjóns, sem við yrðum fyrir vegna þess að skipið yrði enn að bíða, en allt kom fyrir ekki og ákvað hafn- sögumaður þá að taka skipið aftur út. Við erum nú búnir að ganga frá lögbannsbeiðni vegna þessa máls, en ekki er Ijóst hvenær hún verð- ur tekin fyrir. Hins vegar eigum við engan annan kost en að gera þá kröfu á hendur BSRB að það greiði það tjón sem við höfum orðið fyrir með því að verkfalls- verðir hindra lögformlegar að- gerðir. Þá var haft samband við Ólaf Aðalstein Jónsson hjá BSRB og hann inntur eftir sjónarrniði BSRB í þessu máli. — Við teljum þetta vera algert verkfallsbrot, þar sem i fyrsta lagi hefur kjara- deilunefnd úrskurðað að ekkert farmskip skuli bundið við bryggju og affermt og í öðru Iagi teljum við að bæjarfógetinn i Hafnarfirði geti ekki gengið inn í störf tollvarða og tollafgreitt skip- ið eins og hann hefur gert í þessu máli. Og varðandi það, að súrál er tolifrjáis varningur skiptir það engu máli í þessu sambandi þar sem tollvörður verður í hverju einstöku tilfelli að úrskurða að svo sé. Þannig að við teljum þetta leyfi veitt á algerlega röngum for- endum, sagði Ólafur að lokum. — S-Afríka Framhald af bls. 1 Afríku. Young aflýsti i aag opin- berri heimsókn til Svíþjóðar í næstu viku til að taka þátt í um- ræðum ráðsins. Jafnframt skoruðu Einingar- samtök Afríku (OAU) í dag á svarta Suður-Afríkumenn að grípa til vopna til að „frelsa land- ið undan oki fasista." OAU sagði að heimurinn yrði að fordæma afdráttarlaust bann það sem hefur verið sett við starfsemi 18 félagasamtaka og útgáfu tveggja blaða blökkumanna í Suður- Afríku. „Vegurinn til frelsis i Suður-Afríku er vegur blóðs og vopnabaráttu," segir í yfirlýsingu frá samtökunum. í Pretoriu var frá því skýrt í dag að suður-afríska lögreglan hefði hándtekið 97 Indverja og 54 blökkumenn á ýmsum stöðum. Indverjarnir voru handteknir á bönnuðum fundi í Lenesia, út- borg Jóhannesarborgar. Blökku- mennirnir voru handteknir eftir árásir á þrjá skóla og vörubíla i Sharpeville þar sem lögregla drap 69 blökkumenn 1960. 1 Washington krefjast svartir þingmenn þess að endi verði byndinn á samvinnu Suður- Afríku og Bandarikjanna og beita sér fyrir því að gripið verði til efnahagslegra refsiaðgerða gegn stjórn Vorsters. Þeir vilja að full- trúi Bandaríkjanna í Pretoriu verði lækkaður i tign til að sýna fram á ugg Bandaríkjamanna. — Verkfalls- verðir Framhald af bls. 2 manns tollstjóra og síðan til embættisins. Eftir að þetta hefi verið ljóst hefði BSRB komizt að samkomulagi við tollstjóra um að loka Tollstöðinni eins og verið hefði þangað til í gærmorgun en þeir felldu hins vegar niður verk- fallsvörzlu við lúguna. — Það kom fram hjá tollstjóra að þó hann hefði nú þessa pappíra undir höndum, þá breytti það ekki hans skoðun að skipin ættu ekki að koma upp að fyrr en þau hefðu verið tollargreidd, sögðu BSRB-menn. — Frestað? Framhald af bls. 2 leggi fram miðlunartillögu i deilunni þá dregst verkfallið í allt að viku, að sögn Haralds. Þarf þá að undirbúa og boða til funda í félögunum, síðan að fara fram atkvæðagreiðsla og talning, sem tekur marga daga. — Desai Framhald af bls. 1 Þá segir í fréttum að sú hrifning sem sett hafi svip á móttökuathafnir þegar Indira Gandhi, fráfarandi forsætis- ráðherra, kom til Sovétríkj- anna, hafi ekki verið nú. Eftir kosningarnar i marz þegar Janatabandalagið vann sigur hrakyrtu Sovétmenn Desai óspart og kölluðu hann endurskoðunarsinna. Þó var fljótlega hafizt handa um að bæta sambúð ríkjanna, eins og frá var sagt i Mbl. í dag. Desai hefur hvað eftir annað lagt áherzlu á að 'hann vilji hafa góð samskipti bæði við Sovét- ríkin og Bandaríkin. Hins veg- ar hafði tekizt mikil samvinna milli Sovétrikjanna og Ind- lands i Stjórnartíð Indiru Gandhi og þótti hinum fyrr- nefndu súr't í brotið þegar hún beið ósigur i kosningunum. Viðræður Desai og sovézku leiðtoganna hófust skömmu eftir komu hans til Moskvu. Er búizt við að efst á baugi verði gagnkvæm viðskipti og efling samvinnu á sem flestum svið- um. Þá er gert ráð fyrir að alþjóðamál verði einnig til um- ræðu. — Sovézkir Framhald af bls. 1 enda sagði að togaraskipstjórum hafði verið uppálagt að hlýðayfir- mönnum sovézku byssubátanna þar sem ekki mætti taka þá á- hættu að áhafnirnar féllu í rússn- eskar hendur. Ekki var vitað hversu margir togarar voru þarna að veiðum, en talsmaðurinn kvaðst búast við að um 25 togarar hefðu verið að veið- um á þessu umdeilda svæði. — Sprengiefni Framhald af bls. 1 hættulegir fangar á borð við Baader-Meinhof menn geti komið fyrir frumstæðum fjarskipta- búnaði í klefum sínum og geymt sprengiefni í samkomuherbergi sem þau höfðu aðgang að. Kom í ljós er rannsókn var. hafin á dauða þeirra Baaders, Raspe og Ensslins, að holrúm var í veggjum á klefum þeirra og hefði þar verið hægt að geyma vopn. Þá fundust i leynihólfum sem lokuð voru með gipsi, rafhlöður, víraútbúnaður og tenglar. Sérfræðingar segja að vel sé hugsanlegt að fangarnir hafi getað notað þennán útbúnað til að ræða saman, að minnsta kosti klefa í milli. Þó kom enn meira á óvart er fréttist, að fundizt hefði sprengiefni vafið í plastpoka í geymsluherbergi í fangelsinu. Baader-Meinhof skæruliðar höfðu aðgang að her- berginu og geymdu þar bækur og ýmsa aðra muni, að því er lög- reglan greindi frá í dag. Enn hefur ekkert komið fram sem skýri hvernig þetta má hafa gerzt í Stammheimfangelsinu og enn liggur ekki Ijóst fyrir hvort byssurnar hafa verið í klefum fanganna um tima, hvort þeim var smyglað inn til þeirra nóttina sem þeir skutu sig, eða hvað hefur eiginlega átt sér stað. Hefur þetta vakið geysilega reiði og skelfingu meðal V-Þjóðverja og þykir sýnt að fangelsisverðir hafi verið mjög ótrúir ella hefði slíkt ekki getað átt sér stað, segir Reuterfréttastofan. Utför Schumanns í dag. Útför Júrgens Schumanns, flugstjóra Lufthansa-vélarinnar, var gerð í dag og fylgdi mikið fjölmenni honum til grafar. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var Kurt Gscheidle viðstaddur og lofaði hann mjög táplega framgöngu Schumanns, er hefði fórnað lífinu fyrir þjóð sína. Walter Scheel, forseti landsins, sæmdi Schu- mann látinn æðsta heiðursmerki Vestur-Þýzkalands og Júrgen Vietor sem var aðstoðarflug- maður Schumanns gekk á undan kistunni og bar merkið. Sex síðustu farþegar Luft- hansa-vélarinnar komu til Vestur- Þýzkalands í dag en þeir höfðu verið á sjúkrahúsum í Sómaliu sér' til hressingar. Var þetta aldrað fólk er hafði fengið alvar- legt taugaáfall. Andreas Baader, Raspe og Ensslin verða jarðsett eftir helgina. Faðir Gudrunar Ensslin, síra Helmut Ensslin, sagði það hafa verið ósk dóttur sinnar að þau yrðu jarðsett saman. — BelgracL Framhald af bls. 21 og einn fulltrúinn talaði um að tilhneigingar tíl fasisma gætti í Vestur-Þýzkalandi, og vitnaði ennfremur í þýzkan málshátt sem segir: „Látið aðra um að hreinsa frá sínum dyrum.“ Þessi svaraði Goldberg með því að vitna i gamla þulu á þessa leið: „Möl og grjót geta brotið í mér beinin, en hótanir meiða mig ekki.“ Deilur um það hvað felst í „af- skiptum“ af innanríkismálum virðast einna helzt standa i vegi fyrir samkomulagi um hvernig eigi að leysa úr deilum um mann- réttindi. Vestur-þýzki aðalfulltrúinn og Goldberg, ásamt fulltrúum Nato- rikja, sögðu að það væri rétt- lætanlegt að ræða um það hvernig þessi 35 lönd, sem fulltrúa eiga á ráðstefnunni, hafa staðið við lof- orð sín frá Helsinkiráðstefnunni. Vestur-Þjóðverjinn sagði, að Belgradfundurinn væri ekki rétt- arhöld, engin sæti þar í dómara- sæti, en allir hefðu rétt, bæri jafnvel skylda til að spyrja spurn- inga. Hann sagði að því væri í fjölda landa þannig farið, að kennsla fyrir börn og fullorðna í trúar- brögðum væri bönnuð, takmark- anir væru gerðar á trúarathöfn- um, og að fólki sem iðkaði sína trú, væri mismunað við stöðuveit- ingar, ef ekki eitthvað þaðan af verra. — Mannrétt- indamál Framhald af bls. 1 sættu refsingum eftir matvæla- óeirðirnar í júni 1976. I yfirlýsingunni er krafizt skoðanafrelsis, málfrelsis, fundarfrelsis og atvinnufrelsis, sem sagt er að sé ekki við lýði í Póllandi. Þess er einnig krafizt að ákvæð- um mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sé framfylgt í Póllandi, en tekið fram að gera verði grundvallarbreytingar á pólskum lögum ef það eigi að verða hægt. Jafnframt er krafizt aukins frjálsræðis í menntamál- um, verkalýðsfélögum og vísind- um. Þess er og krafizt að komið verði á fót neytendahreyfingu. Yfirlýsingin bergmálar „Mann- réttindaskrá 77“ sem birtist í Prag í janúar með kröfum um aukin mannréttindi ásamt 800 undirskriftum. Glos er síðasta neðanjarðarritið af mörgum sem hafa skotið upp kollinum í Póllandi. Varnarnefnd verkamanna gefur út fréttarit og tímarit sem gengur undir nafninu Robotnik (Verkamaðurinn). nnur hreyfing andófsmanna gefur út nokkur rit. Fyrsta tölublaðið var 77 síður skrifað með rauðu bleki og bund- ið saman með límbandi. Glos kall- ar sig pólitískt og þjóðfélagslegt tímarit. Ritstjórarnir, þeirra á meðal Jacek Kuron, einn helzti leiðtogi nefndarinnar, segja að það hafi komið út í 1.000 eintök- um. — Israel Framhald af bls. 21 á móti stjórninni í þinginu, Knesset. Áður hafði verið litið svo á, að samþykkt DMC um að ganga til stjórnarsamstarfs við Begin væri mikill sigur fyrir forsætisráðherr- ann en hann hefur hvatt til að sem allra víðtækust samvinna yrði reynd eftir að Likudflokkur hans vann óvænt kosningasigur á sl. vori. Verkamannaflokkurinn og Lýðræðislega umbótahreyfing- in ákváðu þá að vera í stjórnar- andstöðu. Ríkisstjórn Begins ræður nú 63 atkvæðim af 120 á þinginu og Begin hefur lagt heilmikið kapp á að fá hina 15 þingmenn DMC til að koma til liðs við sig. Yigael Yadin prófessor, leið- toga DMC, hefur verið gert tilboð um að verða aðstoðarforsætisráð- herra ef af samstarfi þessu veröur.______ — l.des. kosning Framhald af bls. 2 hæfileiki standa til, en á því telja þeir nokkurn misbrest hafa orðið hér við Háskóla I.slands þar sem eru fjöldatakmarkanir i öllum heilbrigðisgreinum við skólann. Vaka telur að menntun sem þjóð- félagsþegnarnir verði aðnjótandi án þess að atvinnuvegirnir séu beinlinis hafðir i huga, sé lyfti- stöng fyrir menningu Islendinga. Hins vegar leggur Vaka megin- áherzlu á, að menntun einstakl- ingsins er vegna hans sjálfs. Með menntunina að bakhjarli sé einstaklingurinn frjáls að því hvar hann háslar sér völl en á hins vegar ekki kröfu á því að komast á ævarandi beit á ríkisjöt- una.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.