Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
25
Þingið
og þjóðin
Þjóðkjörið þing. Þessi litla
mynd sýnir hluta af fundarsal
Sameinaðs þings. Fremst á
mynd má sjá Þorvald Garðar
Kristjánsson og Guðmund H.
Garðarsson. 1 næstu röð: Jón G.
Sólnes, Axel Jónsson, Albert
Guðmundsson og Odd Ólafsson.
Enn aftar: Þórarinn Þórarins-
son og Stefán Valgeirsson. —
Að baki þingmanna sést frétta-
maður sjónvarps (enda ekkert
verkfall er myndin var tekin)
ásamt vélum sínum, er nema
mynd og tal til flutnings í frétt-
um fjölmiðiisins. Efst sést fólk
á öllum aldursskeiðum, er
brugðið hefur sér á þingpalla
til að sjá og heyra. Myndin sýn-
ir sum sé tengsl þings og þjóð-
ar, sem að vísu mættu meiri
vera, en eru öngvu að síður
traustari en svartsýnir hyggja.
sinf£nju_
hljómsveit íslands
65 fastrádnir hljómlistarmenn
Sveitarfélög á höfudborgarsvæði
kostnaðaraðilar
FRAM hefur verið lagt í neðri
deild Alþingis stjórnarfrum-
varp um Sinfóniuhljómsveit
íslands. Frumvarpið kveður á
um nafn hljómsveitarinnar,
varnarþing i Reykjavík og að
hún skuli heyra undir
menntamálaráðuneytið. Þá
segir að starf hljómsveitar-
innar skuli miða að þvi að efla
áhuga og þekkingu á æðri
tónlist og auðvelda mönnum
að njóta hennar m.a. með
hljómlistarflutningi viðs veg-
ar um landið.
Kostnaður skiptist þannig
skv. frumvarpinu (stofn- og
rekstrarkostnaður): Ríkissjóður
37%; Ríkisútvarp 28%; Þjóð-
leikhús 10%; Borgarsjóður
Reykjavíkur, bæjarsjóður Kópa-
vogs, Hafnarfjarðar, G .rðabæj-
ar og Seltjarnarness 25%. Með
samþykki rekstraraðila getur
ráðuneytið heimilað fleiri sveit-
arfélögum aðild að rekstri
hljómsveitarinnar.
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar
skal skipuð fimm mönnum:
einum frá viðkomandi sveitar-
félögum, einum frá starfs-
mannafélagi hljómsveitar, ein-
um frá Þjóðleikhússráði, einum
frá fjármálaráðuneytí og út-
varpsstjóra, sem jafnframt er
stjórnarformaður Stjórnin ræð-
ur framkvæmdastjóra til fjög-
urra ára í senn, en endurráðn-
ing er heimil.
Gert er ráð fyrir heimild þl að
ráða allt að 65 hljóðfæraleikara
til fastra starfa.
Sinfóníuhljómsveit og Þjóð-
leikhús hafi samvinnu um
flutning söngleikja. Heimilt er
að semja við Ríkisútvarp um
skrifstofuhald fyrir hljómsveit-
ina gegn eðlilegri þóknun.
MMnGI
Skipulagslög og fatlað fólk:
Stjórnarfrumvarp til iðnaðarlaga
Sagt frá nýjum þingmáhun
# Öryggi og hollustu-
hættir á vinnustöðum
Benedikt Gröndal (A) mælti
sl. fimmtudag fyrir tillögu til
þingsályktunar, er hann flytur
í S.Þ. um allsherjarathugun og
úttekt á öryggi og hollustuhátt-
um á vinnustöðum. Skal ríkis-
stjórnin gangast fyrir úttekt-
inni en Heilbrigðiseftirlit rikis-
ins annast framkvæmd hennar
í samráði við vinnuveitendur
og verkalýðsfélög. Benedikt
lagði áherzlu á nauðsyn slíkrar
úttektar, m.a. vegna tíðra
vinnuslysa. Úttekt þessi kæmi
og að góðum notum við endur-
skoðun gildandi laga um aðbúð,
hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum, sem nú er að
unnið á vegum .ríkisstjórnar-
innar vegna tilmæla verkalýðs-
hreyfingarinnar.
0 Aðild Græn-
lendinga að
Norðurlandaráði
Magnús Kjartansson (Abl)
mælti og fyrir tillögu sinni til
þingsályktunar um aðild Græn-
lendinga að Norðurlandaráði,
þar sem skorað er á ríkisstjórn
íslands og fulltrúa lýðveldisins
í Norðurlandaráði að beita sér
fyrir því að Grænlendingar fái
aðild að Norðurlandaráði og
velji fulltrúa sina sjálfir. Marg-
ir þingmenn tóku þátt i umræð-
unni, allir velviljaðir Græn-
lendingum, en skiptar skoðanir
voru um, hverjar leiðir væru
líklegastar til árangurs og
stuðnings við þá.
0 Frumvarp til
iðnaðarlaga
Fram hefur verið lagður á
Alþingi yfirgripsmikill frum-
varpsbálkur til iðnaðarlaga,
stjórnarfrumvarp. Núgildandi
iðnaðarlöggjöf er að megin-
stofni frá árinu 1927, með
nokkrum breytingum 1936 og
1970 og 1971. A árinu 1975 var
samþykkt þingsályktun frá
Gunnari J. Friðrikssyi|i (S) um
samningu nýrra iðnaðarlaga og
hvern veg skyldi að því staðið. 1
nefnd þeirri, sem samdi síðan
framkomið stjórnarfrumvarp,
voru: Björgvin Fredrikssen
framkvæmdastjóri, Páll S. Páls-
son hrl., Sigurður Kristinsson
málarameistari, Axel Gíslason
framkvæmdastjóri, Guð-
mundur Þ. Jónsson iðnverka-
maður, Sigurður Guðgeirsson
prentari, Þorvarður Alfonsson,
aðstoðarmaður ráðherra og
Steinþór Jóhannesson hús-
gagnasmíðanemi (áheyrnar-
fulltrúi með tillögurétti).
Nefndin var sammála um frum-
varp það, sem nú liggur fyrir.
Nánar verður gerð grein fyrir
frumvarpi þessu, er ráðherra
mælir fyrir því.
• Upplýsinga- og
fræðslustarfsemi
í sjónvarpi
Jón Skaftason (F) flytur til-
lögu til þingsályktunar um
þetta efni. Þar er skorað á
menntamálaráðherra að beita
sér fyrir því að sjónvarpið hef ji
svo fljótt sem verða má reglu-
lega upplysinga- og fræðslu-
þætti um efnahagsmál í umsjá
viðskiptadeildar Háskólans og
Þjóðhagsstofnunar.
# Flugsamgöngur á
Vestfjörðum
Karvel Pálmason (SFV), Sig-
hvatur Björgvinsson (A),
Sigurlaug Bjarnadóttir og
Gunnlaugur Finnsson (F)
flytja svohljóðandi tillögu:
Alþingi ályktar að fela sam-
gönguráðherra að láta athuga
nú þegar með hvaða hætti
tryggja megi sem bestar og ör-
uggastar flugsamgöngur við
Vestfirði.
Athugun þessi skal fyrst og
fremst beinast að eftirfarandi:
1. Lýsingu og öryggistækjum
vegna aðflugs og lendingar á
ísafjarðarflugvelli.
2. Endurbótum og lengingu á
flugbrautinni við Holt í Önund-
arfirði og flugbrautinni í Bol-
ungarvík með það í huga að
þær gegni því hlutverki að vera
varavellir fyrir Isafjarðarflug.
3. öryggisútbúnaði og lýsingu
á Þingeyrarflugvelli.
4. Lýsingu og öryggistækjum
vegna aðflugs og lendingar á
Patreksfjarðarflugvelli.
Athugun þessari skal hraðað
svo sem frekast er kostur og
skulu niðurstöður Iiggja fyrir
það snemma árs 1978, að hægt
sé að gera ráð fyrir fjárveiting-
um til framkvæmda á fjárlög-
um 1979.
# Tekjustofnar
sveitarfélaga
Ragnar Arnalds, Geir Gunn-
arsson, Helgi F. Seljan og
Stefán Jónsson (Abl) flytja
frumvarp til laga um breytingu
á lögum um tekjustofna sveitar-
félaga. Þar er gert ráð fyrir að í
hóp þeirra fyrirtækja er greiða
landsútsvör bætist: Vátrygging-
arfélög, flugfélög, Eimskipafél-
ag Islands, Hafskip h.f., Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsanna,
Sölusamband ísl. fiskframleið-
enda, Innkaupadeild ,LIU,
ferðaskrifstofur, Samband ísl.
samvinnufélaga. 1 frumvarpinu
er og nánar'kveðið á um hvern
veg slíkt útsvar er út reiknað.
# Frumvarp til
stjórnskipunarlaga
Sömu þingmenn flytja frum-
varp til breytinga á stjórnar-
skrá lýðveldisins Íslands, svo-
hljóðandi:
Við 67. gr. bætast þrjár nýjar
málsgreinar, svo hljóðandi:
Öll verðmæti i sjó og á sjávar-
botni innan efnahagslögsögu,
svo og almenningar, afréttir og
önnur óbyggð lönd utan heima-
landa, teljast sameign þjóðar-
innar allrar, einnig námur í
jörðu, orka í rennandi vatni og
jaróhiti neðan við 100 m dýpi.
Eignarrétti á íslenskum nátt-
úruauðæfum, landi og land-
grunni skal að öðru leyti skipað
með lögum. Tryggja ber lands-
mönnum öllum rétt til eðlilegr-
ar umgengni og útivistar i land-
inu. Við eignarnám á landi, i
þéttbýli sem dreifbýli, skal al-
mennt ekki taka tillit til verð-
hækkunar, sem stafar af upp-
byggingu þéttbýlissvæða i
næsta nágrenni, opinberum
framkvæmdum eða öðrum ytri
aðstæðum, heldur ber að miða
mat við verðmæti hlióstæðra
eigna. þar sem þess háttar
ástæður hafa óveruleg áhrif til
verðhækkunar.
Með þeim takrhörkunum, sem
hér greinir, skal við það miða,
að bændur haldi eignarrétti á
jörðum sinum, beitirétti í
óbyggðum og öðrum þeim
hlunnindum í heimalöndum og
utan þeirra, sem fylgt hafa ís-
lenskum búskaparháttum á
liðnum öldum.
# Skipulagslög
og fatlað fólk
Oddur Olafsson (S) hefur
flutt eftirfarandi breytingartil-
lögu við frumvarp að skipulags-
lögum:
„Ráðherra skal, að fengnum
tillögum skipulagsstjórnar,
setja reglugerð um gerð skipu-
lagsuppdrátta, samkv. 10.—11.
gr. Þar skal meðal annars
ákveðið um mælikvarða og frá-
gang uppdrátta og hver grein-
argerð skuli fylgja uppdrætti.
Einnig skal þar ákveðið, hvaða
lágmarkskröfur skuli gera um
fjölda opinna bifreiðastæða, er
fylgja hverju húsi eða bygging-
arreit, og skal í því efni miðað
við notkun þess, svo og um
stærð leiksvæða fyrir börn á
lóðum íbúðarhúsa og athafna-
svæði fyrir íbúa að öðru leyti.
Ennfremur skal þar kveðið á
um lágmarksfjarlægð milli
húsa, og skal í því efni við það
miðað að í ibúðarhverfum njóti
fullnægjandi birtu á aðalsólar-
hlið húss.
Þá skal og kveða þar á um
nýtingarhlutfall i hinum ýmsu
hverfum, en nýtingarhlutfall er
hlutfallið milli samanlagðs gólf-
flatar húss og lóðarstærðar.
Kveðið skal á um, að hið
skipulagða svæði geri fötluðum
og öldruðum auðvelt að komast
leiðar sinnar. Ef um sérstök
íbúðarhús fyrir fatlaða og aldr-
aða er að ræða á framkvæmda-
svæðum, skulu þau sett sem
næst miðju, þar sem umferðar-
möguleikar eru bestir, og i ná-
grenni þjónustustofnana. Göt-
ur, gangstéttar, bílastæði og op-
in svæði skulu gerð þannig, að
fatlaðir og aldraðir eigi þar
greiðan gang um. Bifreiðastæð-
in næst aðalinngangi hvers
húss skulu ætluð fötluðum og
stærð miðuð við þarfir þeirra.
Gangbrautir yfir götur skulu
merktar í sterkum litum vegna
sjóndapurra og afmarkaðar
með nokkurra millimetra upp-
hækkunum. Ákveða má að auð-
kenndir skuli sérstaklega á
uppdrætti þeir staðir, sem eru
áberandi t.d. við torg og aðal-
götur, og sé leyfi til byggingar
þar bundið samþykki skipulags-
stjórnar."
# Skipulag
orkumála
Þréttán þingmenn Framsókn-
arflokks (fyrsti fl.m. Stein-
grímur Hermannsson) hafa
flutt tillögu til þingsályktunar
um skipulag orkumála, svo-
hljóðandi:
„Alþingi ályktar, að stefnt
skuli að jöfnun orkukostnaðar
um land allt. I þvi skyni skal
lögð áhersla á að tengja saman
raforkukerfi einstakra lands-
hluta og tryggja þannig sem
hagkvæmastar framkvæmdir
og rekstur með samkeyrslu
allra orkuvera og dreifikerfa. í
þessum tilgangi skal stefnt að
eftirgreindu skipulagi orku-
mála:
1. Unnið verði að því að koma á
fót einu fyrfrtæki, sem annist
alla meginraforkuvinnslu og
flutning raforku á milli lands-
hiuta. Ríkisstjórnin taki í þessu
skyni upp samninga við Lands-
virkjun, Laxárvirkjun, Anda-
kílsárvirkjun, Rafveitu Vest-
mannaeyja, Rafveitu Siglu-
fjaróar og aðrar rafveitur, sem
eiga og reka orkuver, um sam-
einingu slíks rekstrar í einni
landsveitu. Aðilar að þessu fyr-
irtæki og stjórn þess verði ríkis-
sjóður og landshlutaveitur.
Eignarhluti ríkissjóðs skal
aldrei vera minni en 50 af
hundraði. Fyrirtækið undirbýr
virkjanir og lætur virkja.
2. Unnið verði að því að koma á
fót landshlutaveitum, sem ann-
ist alla dreifingu og sölu á raf-
orku í viðkomandi landshluta.
Landshlutaveitur þessar geti
einnig annast rekstur hita-
veitna. Þær sjái um fram-
kvæmdir, sem nauðsynlegar
eru vegna viðkomandi rekstrar.
Aðilar að slikum landshluta-
veitum og stjórnum þeirra
verði sveitarfélögin og lands-
veitan.
3. Orkustofnun verði ríkis-
stjórninni til ráðuneytis um
orkumál og annist upplýsinga-
söfnun hvers konar um orku-
lindir þjóðarinnar, geri áætlan-
ir um nýtingu þeirra og annist
frumrannsóknir fyrir virkjanir.
Orkustofnun veiti landsveit-
unni og landshlutaveitum nauð-
synlega þjónustu."
0 Úthafsrækja
n.vröra
Stefán Jónsson (Abl) og
Ragnar Arnalds (Abl) flytja
tillögu til þingsályktunar, þar
sem Alþingi felur ríkisstjórn að
láta nú þegar hefja ítarlega leit
að djúprækju fyrir Norður-
landi, jafnframt því sem lagt
verði af mörkum nægilegt fé til
rannsókna á þeim hafsvæðum,
svo að úr því verði skorið meó
sem skjótustum hætti, hversu
miklum flota mætti beina á
slikar veiðar nú um sinn.
Framhald á bls. 29.