Morgunblaðið - 22.10.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTOBER 1977
VIÐSKIPTI
Greidslu jöfnudur janú-
ar—júní 1977 og horfur
íslensk fyrirtæki
sýna erlendis
SJÖ Islensk fyrir tæki tóku þátt í syningunni Schandinavian fashion
week I Kaupmannahöfn dagana 15.—18. september s.l. Fyrirtækin sem
tóku þátt 1 syningunni voru, Alafoss, Alís, Hilda, Les-Prjón, Prjóna-
stofa Borgarness, Röskva og Iðnaðardeild Sambandsins.
Öll þessi fyrirtæki hafa tekið þátt í vörusýningum erlendis áður
nema Röskva. Röskva er tiitölulega nýtt útflutningsfyrirtæki, sem
selur handprjón og prjónafatnað prjónaðan i handprjónavél á íslensk-
um heimilum.
Fyrirtækin sýndu öll í sameiginlegri Islands deild sem var tæpir 300
fermetrar og var Útflutningsmíðstöðin einnig þar með sýningarbás þar
sem gefnar voru upplýsingar um islenskar útflytjendur, iðngreinina,,
svo og almennar upplýsingar um island.
Að sögn fulltrúa þeirra fyrirtækja, sem tóku þátt í sýningunni virðist
sem sala á sýningunni hafi verið meiri en búist var við, einkum þegar
haft er i huga að aðalsölutími til verslana fyrir haust- og vetrarfatnað
er á vorin og er því einungis um sölu á fatnaði að ræða, sem hægt er að
afgreiða strax eða til afhendingar á næsta ári.
1.JÚLÍ1977
ÞESSI dagur markaði tímamót í verslunarsögu þeirra ríkja innan
Efta, sem árið 1972 sömdu um afnám tolla við Efnahagsbandalagið. 1
þessum samningi var gert ráð fyrir gagnkvæmu tollaafnámi í 5
áföngum en tollamúrinn skyldi að fullu rofinn hinn 1. júlí 1977. Sá
dagur er nú runninn upp, að Islenskir útflytjendur njóta algjörs
tollfrelsis á einum stærsta og þróaðasta markaði heimsins.
Þrátt fyrir að tollaafnámið sé gagnkvæmt njóta tvö rfki innan Efta
ennþá nokkurrar tollverndar, en þessi ríki eru Island og Portúgal.
Þegar samið var við EFTA lagði islenska samninganefndin á það
áherslu, að Island fengi nokkurn aðlögunartíma fyrir iðnaðarvörur
sínar. í EFTA-samningnum var því akveðið að tollur á iðnaðarvörum
til íslands yrði lækkaður í áföngum, en tollurinn að öðru leyti
afnuminn árið 1980. íslenskur iðnaður nýtur þvi nokkurrar verndar
um sinn, eða í tæp þrjú ár og hlýtur sá tími að verða mikilvægum
islenskum iðnaði til frekari framdráttar. Afnám toilanna 1. júlí og sú
tollvernd, sem íslenskur iðnaður nýtur þar til 1980 hlýtur að verða
endaspretturinn, sem nýta þartvel.
I HAGTÖLUM mánaðarins
frá Seðlabankanum fyrir
september er samantekt á
greiðslujöfnuði janúar —
júní 1977 og horfur í þeim
efnum. Fer þessi saman-
tekt hér á eftir:
Þrátt fyrir hagstæð við-
skiptakjör reyndist við-
skiptajöfnuður íslendinga
óhagstæður um 4225 millj-
ónir króna fyrstu sex mán-
uði yfirstandandi árs. Enda
þótt gera megi íáð fyrir
heldur hagstæðari við-
skiptajöfnuði á seinni árs-
helmingi er ekki útlit fyrir
að jöfnuðurinn verði já-
kvæður þegar litið er á árið
í heild. Heildargreiðslu-
jöfnuður var hagstæður
um 6530 milljónir á fyrri
árshelmingi enda var
mikið tekið af erlendum
lánum, svo sem fjármagns-
jöfnuður sýnir, en hann
var hagstæður um 10780
milljónir króna. Á þessu
sama tímabili jókst gjald-
eyrisforði Seðlabankans
um 5460 milljónir króna.
Hér á eftir verður gert
grein fyrir helstu þáttum
greiðslujafnaðar á fyrri
helmingi ársins og stutt-
lega vikið að horfum á síð-
ari helmingi.
Vöruskiptajöfnuður var
óhagstæður um 2475 millj-
ónir króna, en var óhag-
stæður um 2000 milljónir
króna yfir sama tímabil
1976 á sambærilegu gengi.
Er þá miðað vió f.o.b. verð-
mæti bæði innflutnings og
útflutnings. Mjög mikil
aukning varð á verðmæti
útlfutnings á fyrri hluta
árs 1977 miðað við sama
tímabil 1976. Þessa aukn-
ingu má að verulegu leyti
rekja til þeirra verðhækk-
ana, sem urðu á útlutnings-
afurðum á síðari hluta árs
1976 og hafa haldið áfram á
fyrri hluta árs 1977. Heild-
arútlfuntingsvermæti
febrúar 1977 var tæpum
119% hærra en í febrúar
1976 og verðmæti útlfutn-
ings í marz 1977 76%
hærra en í marzmánuði
1976 miðað við fast gengi.
Frekar dró úr aukningu út-
flutnings á öðrum ársf jórð-
ungi miðað við sama tíma-
bil 1976 og t.d. var verð-
mæti útflutnings í júní
mánuði 1977 tæpum 9%
lægra en júnímánuði 1976.
1 heild var verðmæti út-
flutnings fyrstu sex mán-
uði ársins 33,9% hærra en
á sama tímabili 1976 miðað
við fast gengi.
Verðmæti heildarinn-
flutnings jókst um 35,6%
miðað við sama tímabil
1976 á föstu gengi. Mest
hefur aukningin orðið á
innflutningi sérstakra fjár-
festingavara, eða 82%.
Stafar það m.a. af stór-
auknum innflutningi skipa
Utflutningur ullar- pr jóna- og
loðskinnavara m jög vaxandi
1 frétt frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins nýverið kemurlýmiss ytri fatnaðar hefur vænkast mjög hin seinni ár og
berlega í 1 jós að staða útflutnings á ullarlopa og bandi, fara hér á eftir töflur, sem sýna magn í tonnum og
prjónavörum, ullarteppum, vörum úr ioðskinnum og| upphæðir í milljónum króna milli ára.
ðtflutningur vörutegunda eftir löndum <§S'
jan. -ágúst 1976/1977
82. ULLARLOPI 0G BAND \% ' tf'-'' V
MAGN I T0NNUM UPPHÆB 1 MILLJ.KR.
Jan-ág jan-ág allt árift jan-ág. jan-ág. allt árift
LÖND: 1976 1977 1976 1976 1977 1976
Danmörk 68,0 85,1 137,0 77,9 111,9 163,5
Noreeur 16,0 6 ,4 24,6 18,5 10,7 30,5
Svíþ306 0 ,9 1,3 1,6 0,9 1,6 1,6
Austurríki 0,1 U ,6 0,1 0,1 0,9 0,1
Bretland 10,1 23 ,4 19,9 13,3 34 ,3 26,3
Frakkland 18,5 9,5 28,3 19,4 11,9 29,9
Holland 4 ,8 5,1 9,3 6,2 7,0 12,0
Irland 0,0 3,2 0,0 0,0 4,5 0,0
Italxa 15,0 6,6 29,6 16 ,8 8,2 34 ,4
Jújjóslavía 0,0 7 ,4 18,5 0,0 9,3 21,8
Spann 0,4 0,4 0,8 0,6 0,8 1,2
V-Þýskaland 2,2 3,5 4 ,1 2,8 5,2 5,4
Bandaríkin 28 ,6 49,2 49,0 31,3 66,4 56,7
Kanada 7 ,0 8 ,6 18 ,4 7.8 12 ,1 22,5
Japan 4 ,2 1,5 4 ,2 5,2 2,1 5,2
Suöur-Kórea 5,0 5,0 10,0 6,1 6,6 12,6
Ástralía 3,5 2,4 4,9 4,0 3,2 5,7
önnur lönd 0,2 3,5 0,9 0,3 5,1 1,3
SAMTALS 184,5 222,7 361,2 211,2 301,8 430,7
84. PRJÖNAVtJRUR
MAGN 1 TONNUM UPPHÆÐ 1 MILLJ.KR.
jan-ág jan-ág allt árift jan-ág. jan-ág. allt árift
LÖND: 1976 1977 1976 1976 1977 1976
Danmörk 9,9 10,1 15,7 56,9 72,0 91,3
Færeyjar 0,0 0,6 0,1 0,1 2,5 0,5
Noregur 3,1 5,4 8 ,7 13,0 27,6 42,2
Svíþjóö 1,7 0,6 6,6 11,7 4,3 40,6
Bretland 15,4 29,4 30,3 32,0 83,1 61,8
Frakkland 0,5 0,2 1 ,9 3,3 1,0 12,5
Holland 0,3 1,3 0,9 2,4 11,3 7.2
írland 0,3 0,2 0,6 2,0 1,5 4 ,0
Sóvétríkin 113,7 156,6 158,4 334 ,8 525,0 468,3
Italía 0,1 2,7 0,9 0,3 28 ,8 5,3
V-Þýskaland 21,7 18,2 42,0 125,2 136,1 251,7
Bandaríkin 13,8 41,2 48 ,2 80,5 259,7 256 ,0
Ka nada 5,3 5,8 9,3 32,3 45,8 58,5
Ástralía 0,3 0,4 0,4 1,2 3,8 1,7
^nnur lönd 0,9 1,3 1,8 6,3 12,6 12,2
SAMTALS 187,0 274 ,0 325 ,8 702,0 1 .215,1 1.313,8
- 2 -
83. ULLARTEPPI
MAGN í TONNUM UPPHÆD I MILLJ.KR.
jan-ág jan-ág allt árift jan-ág. jan-ág allt árift
LÖND: 1976 1977 1976 1976 1977 1976
Noregur 0,3 0,2 2,2 0,4 0 ,4 3,5
Sóvétríkin 89,9 73,2 165,2 100,1 97,6 189 ,7
V-Þýskaland 0,1 1,7 0,3 0,1 3,7 0,6
3andaríkin 1,4 0,9 2,2 2 ,4 1,8 3 ,9
Kanada 0,2 0,1 0,2 0,2 0,1 0,3
önnur lönd 0,5 0,8 0,9 0,7 2,2 1,5
SAMTALS 92,4 76,9 171,0 103,9 105,8 199,5
80. VÖRUR ÖR LOÐSKINNUM
MAGN I TONNUM UPPHÆÐ I MILLJ.KR.
jan-ág jan-ág. allt árift ! jan-ág. jan-ág. allt árift
LÖND: 1976 1977 1976 1976 1977 1976
Danmörk 9,9 0,0 17,2 21,1 0,4 38,3''’
Færeyjar 0,2 0,0 0,3 0,5 0,0 0,9
Noregur 1,8 0,0 2,7 7 ,2 0,4 13 ,8
Sóvétríkin 3,9 3,1 7 ,4 46,2 41,3 88 ,8
V-Þýskaland 0,0 0,3 0,5 0,3 0,6 4 ,8
Bandaríkin 0,1 1 ,1 1,1 0,7 11,5 9,1
Kanada 0,2 0,1 0,3 1,2 0,2 1,8
önnur lönd 0,1 0,0 0,1 0,2 1,0 0,8
SAMTALS 16,2 4 ,6 29,6 77 ,4 55,4 158,3
88. YTRI FATNAÐUR
MAGN I TONNUM UPPHÆÐ I MILLJ.KR.
jan-ág. jan-ág. allt árift jan-ág. jan-ág. allt árift
LÖND 1976 1977 1976 1976 1977 1976
Danmörk 0,4 1,1 1,6 2,4 7 ,9 5,0
Noregur 0,0 0,1 0,7 0,4 1,0 4,2
Svíþjóft 0,4 0,1 2,3 3,0 0,6 13,8
Bretland 1 ,4 0,3 0,8 3,1 1,3 3,7
V-Þýskaland 2 ,1 2,2 3,5 12,9 15,7 21,5
Bandaríkin 2,6 5,8 4 ,8 14,3 30,5 23 ,6
Kanada 1,5 1,2 2,0 8 ,4 7,9 11 ,8
önnur lönd 0,3 0,6 0,9 2 ,1 4,5 5,4
SAMTALS 8,7 11,4 16 ,6 46,6 68 ,9 89,0
og flugvéla, sem var svip-
aður á fyrri helmingi 1977
og allt árið 1976. Innflutn-
ingur rekstrarvöru til ál-
bræðslu jókst um 40% en
útflutningur áls um 38%.
Almennur innflutningur
var 31,5% meiri fyrstu tvo
ársfjórðunga 1977 en 1976.
Þar af nemur aukning olíu-
innflutnings 42% en olíu-
innflutningur nam um
18% af öllum almennum
innflutningi. Innflutning-
ur neyzluvara jókst um
34%. Er þá meðtalin inn-
flutningur fólksbíla og bif-
hjóla sem jókst um 91% en
innflutningur bifreiða var
tiltölulega lítill síðustu tvö
ár. Það er athyglisvert að
innflutningur á byggingar-
efni og efni til mannvirkja-
gerðar hefur aðeins aukist
um tæp 19% þrátt fyrir
mjög hagstæða veðráttu til
framkvæmda á þessu sviði
fyrri hluta ársins.
Þjónustujöfnuður var
óhagstæður um 1750 millj-
ónir króna á fyrri árshelm-
ingi 1977. Miðað við árið
áður hafði innflutt þjón-
usta aukist um 18% en út-
flutt þjónusta um 20%. Út-
gjöld vegna ferða og dvala
erlendis jukust um 51% á
meðan tekjur af erlendum
ferðamönnum jukust um
17%. Nettótekjur af sam-
göngum námu rúmum 1800
milljónum króna og er það
um 13% aukning frá árinu
áður, á föstu gengi. Vaxta-
gjöld hafa aukist um 20%
og námu alls 4420 milljón-
um króna. Tekjur af varn-
arliði, nettó, námu 3410
milljónum króna og er það
um 43% aukning frá árinu
áður.
Fjármagnsjöfnuður var
hagstæður fyrstu tvo árs-
fjórðungana 1977 um
10780 milljónir króna. Inn-
komin löng lán námu 20770
milljónum króna, þar af
eru opinber lán 14835
milljónir króna, en afborg-
anir námu 4195 milljónum
króna.
Ljóst er að innflutningur
fjármagns verður mun
minni á seinni helmingi
ársins 1977 en var á fyrri
hluta árs. Áætlað er að inn-
komin löng lán nemi um
7000 milljónum króna, en
afborganir um 5500 millj-
ónum króna. Þó má ætla að
fjármagnsjöfnuður verði
hagstæður, en ekki nálægt
Bæklingur um sér
einkenni íslenzku
ullarinnar
Útflutningsmiðstöð iSnaðarins hefur
gefiS út litprentaðan bækling um
séreinkenni Islensku ullarinnar.
Bæklingurinn hefur komiS út á
þremur tungumélum, ensku, þýzku
og norsku. I alls 18.000 eintökum.
Bæklingnum er dreift I gegnum út-
flutningsfyrirtækin til umboðsmanna
erlendis og á vörusýningum og
fleira. Honum er einkum ætlað það
hlutverk að styrkja það kynningar
starf, sem étt hefur sér stað á eigin-
leikum islensku ullarinnar- og sem
vörn gegn eftirlikingum á islenskum
fatnaði.