Morgunblaðið - 22.10.1977, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
37
félk í
fréttum
+ Það er afar eðlilegt að börn líkist foreidrum sínum og margir þykjast sjá
ættarsvip i gegnum marga ættliði. Charles ríkisarfi í Englandi hefur alltaf verið
talinn lifandi eftirmynd föður síns, hertogans af Edinburgh, en eftir þessum
myndum að dæma getum við ekki betur séð en að hann líkist móður sinni
drottningunni heilmikið, eða hvað finnst ykkur?.
+ Leikarinn þekkti, Marlon
Brando. hefur aldrei verið
fáanlegur til að gefa eigin-
handaráritanir, sem rnargir
sækjast mjög eftir hjá leikur-
um og ýmsu frægu fólki. En
nú hefur Brando brotið þetta
boðorð og það var litil 10 ára
gömul ensk skólastúlka sem
fékk hann til þess. Marlon
Brando skrifar litlu stúlkunni
i hverri viku. Vinar hans segja
að orsökin sé sú að hann hafi
alltaf langað til að eignast
dóttur.
+ t danska Belledebladet fundum við þessa mynd
ásamt eftirfarandi texta: tslenskir hestar eru einstök
dýr. Þeir eru ákaflega fótvissir og óragir við vötn. Það
sást best á Evrópumeistaramóti hestamanna í Skiver-
en í sumar. Þar er þessi mynd tekin af hesti og
reiðmanni úti f sjó.
+ Báðar þessar myndir
eru af leikaranum Rich-
ard Bashart. Á mynd-
inni til vinstri sjáum
við hvernig hann Iftur
út I raun og veru en á
mvndinni til vinstri
sést hvað hægt er að
gera með andlitsföðrun
en þannig lítur hann út
í kvikmyndinni „Eyja
dr, Moreaus". En þar á
hann að vera úlfur í
mannsgervi.
Sr. Arelius Níelsson:
Ávarp á bifreiðastöð-
inni Bæiarleiðir
UÉR BIRTIST ávarp það. sem sr.
Arelíus Níelsson flutti, er hið
nýja hús Bæjarleiða var vígt 5.
okt. s.l. — Er það birt vegna mis-
skilnings, er fram kom í frásögn
af vígslunni og umræðu um
ávarpið.
Kæri framkvæmdastjóri. og
viróulegu bilstjórar Bæjarleiða.
Þegar litið er yfir farinn veg
síðustu tvo áratugi, hefur leiðin
vissulega oft legið saman hjá ykk-
ur hérna fyrir neðan og okkur
fyrir ofan Langholtsveginn. Vil
ég þar fyrir kirkjunnar hönd sér-
staklega þakka aksturinn í sum-
ferferð aldraðra sem þið hafið
gefið í mörg ár.
Vissulega gætu það orðið marg-
ar krónur með benzinverði og
núllakrónum nútímans en um það
hafið þið aldrei fengist. Heldur
hefur þetta verið lagt fram af
örlæti og fórnarlund, þótt dýr
dagur sé. En vissulega er það
fleira, sem þakka skal.
Hvað er ánægjulegra en að
koma inn í hlýjan og fallegan bíl
hjá góðum, liprum og traustum
bilstjóra. En þannig hafið þið
jafnan verið öil þessi samleiðarár.
Enda var stöðin ykkar upphaflega
vígð af kirkjunnar hönd, meðan
þið voruð byrjandi stofnun á litia
skúrnum hérna við veginn. Og
satt að segja finnst mér margt
geta orðið sameiginlegt með þeim,
sem eiga að visa veginn i kirkj-
unni og aka veginn i borginni.
Kjarni hvors tveggja eru orð
Meistarans mikla um veginn,
sannleikann og lifið. En þar er
hann sjálfur leiðsögumaðurinn á
þennan þrenns konar hátt. Fátt
gæti orðið ykkur mikilsverðara og
hugstæðara en vegurinn alla
daga. Aka þannig áfram veginn
hverju sinni, að hann verði braút
hamingjunnar að takmarki hins
fagra og góða. En til þess þarf að
gæta sannleikans, sem við gætum
á hversdagslegan hátt á þessu
sviði nefnt umferðarreglurnar.
Hvernig gætum við þeirra á veg-
um lifsins og þið á vegum borgar-
innar. Sagt er að menn aki eins og
þeir lifa.
En takmarkið. meginatriðið á
veginum og í reglunum, sannleik-
anum er svo hið þriðja og mesta,
lifið sjálft. Hvernig er þess"gætt í
allri umferð okkar, og allri um-
ferðinni á brautum lífs og borg-
ar? Þótt þið — að allra dómi
standið ykkur þar vel, þá verður
ekki sagt, að þar séu ekki mikil
vandamál á ferð. Hræðileg tjón og
hryllileg slys, sem valda hörm-
ungum, þjáningum, örkumlun,
sorgum og dauða verða nær dag-
lega á veginum, ef ábyrgðin gagn-
vart lífinu gleymist eitt andartak,
já, brot úr andartaki.
Þess vegna er vandi og vegsemd
þess, sem vagninum stjórnar mik-
il. Heill þeim, sem hér vinnur að
með sæmd. Fátt er þyngra presti
en tilkynna slys. Fátt er þyngra
vagnstjóra en valda slysi. Að sið-
ustu. Einu sinni bað öldruð kona
mig að koma til sín á hinstu
stundu. Hún sagði við mig. Þegar
ég er farin og verð kvödd í kirkj-
unni ætla ég að biðja þig að minn-
ast sona minna í bæn. Þeir eru
vagnstjórar. Og oft hef ég verið
hrædd og kviðafull. Hjá vagn-
stjóra er vandinn mikill og hætt-
an tvöföld bæði að verða fyrir
slysi og valda slysi.
En vegsemdin er líka mikil, að
vera öðrum ljós á vegi og að
kunna heilum vagni heim að aka.
Biddu Drottinn að greiða þannig
veg þeirra að þeir verði aldrei
öðrum að tjóni, en jafnan öðrum
til gleði á gæfubrautum.
Hér bið ég ykkur þessa við þessi
þáttaskil til hagræðis og hagnaðar
i starfsemi stofnunarinnar Bæjar-
leiða.
Akið svo allir heilum vagni
heim úr hverri ferð um framtíð
alla.
Verið ljós á vegi.
Arelíus Níelsson.
Háskólatónleikar
Fyrstu Háskólatónleikar vetrarins verða i Félagsstofnun
stúdenta við Hringbraut laugardaginn 22. október kl
15.
Sigríður E. Magnúsdóttir syngur lög eftir Haydn,
Schubert, Strauss, Britten og Sibelius við undirleik Ólafs
Vignis Albertssonar.
Aðgangur er öllum heimill og kostar 600 kr
Tónleikanefnd Háskóla íslands.
Vegg- og loftklæðningar
á ótrúlega hagstæðu verði
Koto Kr. 1.990 -
Gullálmur Kr. 2.590 -
Oregon pine Kr. 3.150-
Eik Kr. 3.370 -
Teak Kr. 3.370 -
Hnota Kr. 3.440 -
Palisander Kr. 3.580 -
Strigaáferð Kr. 1.410-
\
Öll verð pr. fermeter
— með scluskatti.
Ennfremur eigum við
furu- og grenipanel
í 6 mismunandi gerðum.
Gerið verðsamanburð
— það borgar sig.
'^?Uí?í/ÍMw?VíL’örui.,erzluMU\ ,
BJÖRNINN
Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavik