Morgunblaðið - 22.10.1977, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
41
JL) Ti7 /'s
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
• i\yf/JATnp\''LUJ'u\i
sem við eigum við að striða hér —
og nú, og mér finnst full þörf á að
ræða um. Það er unnt að hafa trú
án tilfinninga og kærleika, skoð-
un eða skoðanir án tillits til til-
finninga annarra og lffsgildis
þeirra — „en nú varir trú, von og
kærleikur, þetta þrennt, og þeirra
er kærleikurinn mestur".
Þórir Guðbergsson."
£ Dýrt að vera
fátækur
Oft hefur mikið verið rætt
um vanda húsbyggjenda um lána-
mál og kjör þeirra, aó vextir og
afborganir séu að sliga fólk, sem
stendur I því að koma yfir sig
húsnæði. Einn þeirra mörgu, er
staðið hefur í slikum stórræðum,
hefur látið fara frá sér nokkrar
tölur um vaxtamál og í framhaldi
af þvi er hann með hugmynd, sem
hann segist hafa rekizt á erlendis.
„Það hefur löngum verið dýrt
að vera fátækur, segir fólk stund-
um, þeir fátæku þurfa á meiri
lánum að halda en hinir, fá þvi
meiri vexti og afborganir í haus-
inn og eru kannski í sífelldu basli.
Húsbyggjendur eru flestir fátæk-
ir meðan á framkvæmdum eða
kaupum stendur og jafnvel lengi
á eftir, eða þann tíma sem þeir
eru að jafna sig á vaxtagreiðslum
og afborgunum. Við getum tekið
sem dæmi mann sem hefur kom-
izt yfir nokkur lán, t.d. hjá Spari-
sjóði Reykjavikur og nágrennis,
svo og vaxtaaukalán.
Ef hann er með allt að 1 m. kr.
að láni frá SRN greiðir hann hátt
I 200 þúsund kr. í vexti fyrsta árið
og afborgun er um 130 þúsund.
Greitt er tvisvar á ári ef ég man
rétt. Sem sagt yfir 300 þúsund á
ári. Einnig er greitt tvisvar á ári
af vaxtaaukalánum, en þau eru
með dýrustu lánum, sem hægt er
að taka. Ef hinn sami er með allt
að 800 þúsund kr. í vaxtaaukaláni,
einu eða tveimur, greiðir hann
ekki minna en 160 þúsund i af-
borgun af þeim báðum og vextir
eru um 200 þúsund fyrsta árið. Þá
erum við komnir i yfir 300 þús-
und þar, eða samtals um 700 þús-
und. Þetta er ekki nákvæmlega
reiknað og sennilega of vægt. Við
þetta getum við siðan bætt víxlum
hér og þar kannski, með öllum
sinum afborgunum og vöxtum.
Þar að auki skal minna á kostnað
við hinar og þessar framkvæmdir
við húsbygginguna eða afborgan-
ir ef keypt hefur verið tilbúið
hús. Sennileg má því bæta við
þetta allmyndarlegri upphæð og
um leið minna á að venjuleg laun
eru e.t.v. um 2 m. kr. á ári,
kannski yfir 3 ef konan vinnur
lika úti.
Að þessu sögðu (og reyndar
þarf varla að segja þetta allt, þvi
þetta veit helmingur þjóðarinn-
ar) mætti skoða hugmyndir frá
öðrum löndum um húsamál. Tíðk-
ast mun t.d. á Norðurlöndum að
hægt er að leigja hús, sennilega af
ríki eða bæ, og greiða fyrir það
ákveðið verð. Menn eru því
leigjendur, en ekki eigendur, en
ekki verður þeim kastað á götuna
fyrirvaralaust af óprúttnum eig-
endum, eins og gæti hugsazt hér-
lendis. A hinn bóginn mun það
einnig vera til að fólk kaupir hús-
næði þannig, að greidd er ákveðin
upphæð í byrjun, aðeins brot af
útborgun eins og hún tíðkast hjá
okkur, síðan reglulega á hverjum
mánuði, og þá nánast svipaða upp-
hæð og ef um húsaleigu væri að
ræða. Þar eru menn sem sé ekki
að kaffæra sig í lánum og vöxtum
heldur komast jafnt og þétt yfir
sitt húsnæði ef þeir ekki vilja
leigja. Að auki má siðan nefna að
bankar munu vera öllu öflugri og
e.t.v. þægilegri viðureignar en
hér.
En allt þetta má kannski út-
skýra með þvi að verðbólgan rugl-
ar svona dæmi fyrir okkur, það er
ekki hægt annað en hafa háa
vexti og jafnframt ekki hægt að fá
lánað til langs tima. Mér finnst að
þetta allt þurfi umræðu við og
það helzt á Alþingi og væri vissu-
lega full þörf á því að jafnvel
skipa starfshóp um þessi mál, sem
tæki þetta til gaumgæfilegrar
athugunar og kæmi með raunhæf-
ar tillögur, kannski soðnar upp úr
því sem tiðkast erlendis.
Húsbyggjandi."
% Kaffihús f
Breiðholti
Kona, sem sagðist nýlega
hafa lesið i blaði viðtal við Haf-
liða, ungt skáld, sagði að skáldið
hefði sagt, að ekki væri neitt
kaffihús í Breiðholtshverfi. Þessu
vildi konan mótmæla, því hún
sagði að hægt væri að fá keypt
kaffi á griilstað, sem væri í efra
Breiðholti, rétt við KRON-
verzlunina þar.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Bad
Lauterberg í marz kom þessi
staða upp i skák þeirra Wocken-
fuss, V.-Þýzkalandi og Timmans,
Hollandi, sem hafði svart og átti
leik.
19 ..; Bxd4, 20. Hxd4 — Bxc2 + !,
21. Kxc2 — b3+ og hvitur gafst
upp. Röð efstu manna á mótinu,
sem var 100 ára afmælismót V-
Þýzka skáksambandsins, varð
þannig: 1. Karpov 12. v. af 15
mörgulegum 2. Timman 10 v. 3.
Furman 9 v. 4. Sosonko 8V4 v.
5—8. Friðrik Ólafsson, Liberzon,
Húbner og Csom 8 v. Þátt-
takendur voru alls 16, þar af 13
stórmeistarar.
% Spurt um
ráðherralaun
Þá hefur önnur kona haft
samband við Velvakanda og viljað
fá að vita hver væru laun ráð-
herra og spurði hún hversu mikið
ráðherrar hefðu hækkað við sig
launin á s.l. vetri, að það væri
fróðlegt að vita það.
Ekki veit Velvakandi hvort það
er rétt að ráðherrar hafi hækkað
við sig launin, né heldur hvaða
laun þeir hafa en þau eru án efa
ekki nema sanngjörn miðað við
þann starfa, sem þessum embætt-
um fylgir og þeirri ábyrgð.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hús í Borgarnesi
Húseignin Þorsteinsgata 19, verður til sýnis
sunnudaginn 23. 10. kl. 10 —16. Tilboð ósk-
ast.
Eigandi
KENNSLA í FLUGUKÖSTUM
>VFR
Kaststarfsemi stangaveiðifélaganna i
Reykjavík og Hafnarfirði hefst á sunnu-
daginn kl. 10.20 i Laugardalshöliinni.
Öllum er heimil þátttaka, en utanfélags-
mönnum er bent á að notfæra sér haustnám-
skeiðin þar sem vornámskeiðin eru að venju
fullsetin.
Stangaveiðifélag Reykjavikur.
Stangaveiöifélag Hafnarfjarðar.
Kastklúbbur Reykjavíkur.
Úrvals steikur
Lambalæri
kr. kg. 772
Svinahryggur
kr. kg. 2150
Svínalæri
kr. kg. 1250
Svinabógur
kr. kg. 1250
Nauta Roast
kr. kg. 2180
Folaldabuffsteik kr. kg. 1500
Hreindýrasteik kr. kg. 1250
Kálfasteik kr. kg. 690
Opið tilhádegis ídag laugardag
VIÐTALSTÍMI p
Alþingismanna og ^
borgarfulltrúa
Sjálfstæöisflokksins
í Reykjavík
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll,
Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá
klukkan 14:00 til 16:00. Er þar tekið á
móti hvers kyns fyrirspurnum og ábend-
ingum og er öllum borgarbúum boðið að
notfæra sér viðtalstíma þessa
Laugardaginn 22. október verða til viðtals:
Pétur Sigurðsson, alþingismaður
Davið Oddsson, borgarfulltrúi
Gústaf B. Einarsson, varaborgarfulltrúi.
Davíð
Gústaf.