Morgunblaðið - 22.10.1977, Side 44
Al'GLYSrNGASIMINN EH:
22480
JRflrfliwbla&ití
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 1977
Fjármálarádherra:
Staðan í samningavið-
ræðunum enn erfið
VERKFALLSVERÐIR BSRB
hópuðust suöur í Straumsvík í
gær þegar súrálsskipið gerði
tilraun til að leggjast að
óryggjunni þar, en að lokum
varð það frá að hverfa. Myndin
var tekin þegar verkfallsverðir
voru að ræða við fulltrúa ál-
versins.
- Ekki ástæða til bjartsýni
eftir síðasta fund — segir
Haraldur Steinþórsson
Ljósm.Mbl.: Frióþjófur
MATTHlAS A. Mathiesen,
fjármálaráóherra, safídi í
viðtali við Morgunblaðið í
gærkveldi, að staðan í
samningaviðræðunum
væri enn erfið. Samkomu-
lafí hefði enn tekizt um
ýmis sérmál, sem skiptu
stóra hópa ríkisstarfs-
manna verulegu máli, en
hins vef?ar hefði samkomu-
lag ekki tekizt um launa-
stigann. — Og viö það
situr, sagði fjármálaráð-
herra.
Haraldur Steinþórsson, varafor-
maður BSRB og framkvæmda-
Uraþjófam-
ir fundnir
RANNSÓKNARLÖGREGLA rík-
isins hefur handtekið tvo menn,
32 og 42 ára gamla, sem hafa
játað innbrotið í l'raver/lun
Helga Sigurðssonar á Skólavöröu-
stíg 3 um fyrri helgi.
Sá fyrri var handtekinn í fyrra-
dag og sá síðari í gær. Fyrrnefndi
maðurinn var í gær úrskurðaður í
allt að 12 daga gæzluvarðhald en
hinn var í haldi hjá lögreglunni.
Mest allt af þýfinu mun hafa
fundizt i fórum þjófanna. Sölu-
verðmæti úranna var rúmlega ein
milljón króna.
stjóri þess, sagði í gær á fundi
með fréttamönnum, að hann væri
ekki bjartsýnn eftir síðasta fund.
,,Það er ekki eðlilegt, að menn séu
bjartsýnir, þegar samningafundi
er frestað vegna ágreinings,"
sagði Haraldur. Hann kvað þó
ekki ýkja mikið skilja á milli að
því er varðaði launastigann
sjálfan, en ríkið hefði þö ekki
tekið í mál annað en semja upp á
þann launastiga, sem samþykktur
hefði verið í Reykjavík. Haraldur
kvað nú helzt deilt um desember-
upphótina, að fá laugardaga í or-
lof, kaffitíma klukkan 17 hjá
þeim, sem vinna lengur og síðan
míkla ágreiningsefnið — endur-
skoðunarréttinn. Hann kvaö fleiri
atriði hægt að nefna, en i sam-
bandi við endurskoðunarréttinn
hefðu ýmsar hugmyndir komið
fram, en ekki verið mikið ræddar.
,,Við höfum teygt okkur langt í
þessum samningum, eiginlega of
langt,“ sagði Haraldur Steinþórs-
son. „Við teljum að það sé víðs
fjarri, að við höfum náð fram
þeim kjarabótum, sem við teljum
okkur eiga inni og önnur verka-
lýðsfélög fá fyrirsömu vinnu. Það
ætlar að verða langsótt að ná
þessu, en engir úrslitakostir hafa
verið settir af deiluaðilum og
klukkan 16 á morgun, iaugardag,
verður að nýju setzt við
samningaborðið," sagði Haraldur,
og bætti við að samningamálin
yrðu viðruð í félögunum fram að
samningafundi. Myndi samninga-
nefnd BSRB hittast áður en fund-
ir hæfust með fulltrúum ríkis-
valdsins.
Framhald á bls. 24.
Súrálskipi snúið frá
bryggju í Straumsvík
SURÁLSKIPIÐ Radiant
Ventura frá Monroviu,
sem legið hefur fyrir utan
Hafnarfjröð undanfarna
daga vegna verkfalls
bæjarstarfsmanna, gerði í
gær tilraun til að leggjast
að bryggju í Straumsvík,
Flugleidir:
900 manns bíða eftir flugi á morg-
un ef ekki fást frekari undanþágur
EF ekki fást frekari
undanþágur til flugs um
helgina, þá er ljóst að á
sunnudag munu bíða 900
manns eftir fari með
vélum Flugleiða, annað-
hvort til íslands eða frá
landinu.
Sveinn Sæmundsson,
hlaðafulltrúi Flugleiða,
sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að í gær-
morgun hefðu 129 manns
beðið eftir flugi til Bret-
Iands og Skandinavíu og
121 beðið eftir fari heim
frá þessum löndum. Þá
sagði hann, að það bættist í
þennan hóp á hverjum
degi og á sunnudag væru
335 á skrá frá landinu og
187 heim, þannig að 520
manns biðu eftir fari á
þessum leiðum.
— Hér við bætist, sagði Sveinn,
að ekki fékkst leyfi fyrir milli-
lendingu þotu frá Ameríku eða til
Ameriku og í New York bíða nú
262 eftir fari heim og hér bíða 85
eftir fari til New York og eins og
dæmið er nú, verða um 900
manns, sem bíða eftir að komast
með vélum félagsins á sunnudag
til og frá landinu, ef ekki fást
frekari undanþágur til flugs.
Sveinn sagði, að Flugleiðir
hefðu nú ráðið 7 eldri flugfreyjur
til starfa á ný fyrst og fremst
vegna pílagrímaflugsins og væru
þær komnar til starfa.
Þá sagði hann, að Flugleiða-
menn væru ánægðir með það sam-
starf sem tekizt hefði við verk-
fallsnefnd BSRB um að leysa
mörg þau vandamál, sem upp
hefðu komið síðustu daga og nú
hefð.u margir komizt utan, sem
lengi hefðu beðið eftir flugferð.
eftir að leyfi bæjarfóget-
ans í Hafnarfirði lá f.vrir,
en fjölmennt lið verkfalls-
varða BSRB kom í veg fvr-
ir að það yrði bundið við
bryggju svo það varð að
sigla út aftur eftir skamma
stund. Töldu verkfallsverð-
ir að það væri algert verk-
falsbrot að skipið legðist
að.
Morgunblaðið leitaði álits.
Einars Ingimundarsonar bæjar-
fógeta i Hafnarfirði á þessu máli.
— Eftir að öll aðflutningsskjöl
voru komin í minar hendur taldi
ég ekkert í vegi fyrir því að gefa
út leyfi, þar sem korn fram, að frá
embættisins hálfu stæði ekkert i
vegi fyrir því að skipið legðist að
bryggju. En um þetta hafði ég
fullt samráð við fjármálaráðu-
neytið. Það sem hefur gerzt i mál-
inu siðan er, að ISAL hefur lagt
fram kröfu um lögbann á verk-
fallsvörzluna, en það mun að öll-
um likindum ekki verða fullaf-
greitt fyrr en eftir helgi sagði
Einar að lokum.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Ragnar Halldórsson for-
stjóra ISALS. — Þannig er mái
með vexti að til Hafnarfjarðar
kom súrálskipið Radiant Ventura
á miðvikudag. Þá stóð ennþá yfir
verkfall hjá starfsmönnum Hafn-
arfjarðarbæjar svo við urðum þvi
að biða eftir úrslitum þess. Eftir
að það leystist höfðum við sam-
dægurs samband við ráðuneytið
með ösk um að taka skipið inn til
hafnar til að koma í veg fyrir tjón
enda væri þarna um tollfrjálsan
farm að ræða. Þau svör fengust að
þetta væri algjörlega i valdi
fógeta í Hafnarfirði.
Við höfðum þvi samband við
fógeta og báðum um tollaf-
greiðslu á skipinu. Þegar að leyfi
var fengið, var ákveðið að taka
Framhald á bls. 24.
Kópavogur
samdi í gær
Þessi m.vnd var tekin á Keflavlkurflugvelli þegar farþegar voru á leið
inn í fríhöfnina í gærmorgun, en þá fóru nokkrar vélar utan.
Ljósm. Mhl. Oi.K.M.
SAMNINGANEFND Kópavogs-
kaupstaðar og samninganefnd
Starfsmannafélags Kópavogs
undirrituðu í gær samkomulag
um kaup og kjör starfsmannanna
næstu tvö árin. Hafa þar með tek-
izt samningar í öllum sveitarfé-
lögum á landinu, en Kópavogur
var síðasti kaupstaðurinn til að
ganga frá kjarasamningum.
Starfsmannafélag Kópavogs sam-
þykkti samningana í gærkveldi
ineð 77 atkvæðum gegn 12. Einn
seðill var auður.
Fyrir nokkrum dögum hafði
náðst samkomulag um kjara-
samninginn í heild að undan-
skildu einu ákvæði um endur-
skoðunarrétt, ef ríkisvald hreyfði
við verðbótaákvæðum samnings-
ins.
Þar vildu starfsmennirnir
hafa verkfallsrétt á miðjum
samningstíma, en bæjarstjórnin
taldi sig ekki hafa lagaheimild til
þess að samþykkja verkfallsheim-
ildina. Svipuð staða kom upp á
Framhald á bls. 24.