Morgunblaðið - 13.11.1977, Side 12

Morgunblaðið - 13.11.1977, Side 12
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 MANUELA WIESLER FLAUTULEIKARI í VIÐTALI VIÐ (Ljósm. Kristinn.) Flestir íslendingar, að minnsta kosti þeir sem hafa áhuga á tónlist. munu kannast við nafn Manuelu Wiesler flautuleikara. Það vita sömuleiðis flestir að hún sigraði í norrænni kammertónlistarkeppni ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni s.l. ár og vann þriðju verðlaun í flautuleik- arakeppni á Ítalíu nú fyrir skömmu. Þeir eru hins veg- ar eflaust færri sem vita að hún er aðeins rúmlega tví- tug að aldri og býr á Báru- götu ásamt manni sinum. Sigurði I. Snorrasyni hljóð- færaleikara og tveimur son- um, Mariani sem er rúm- lega tveggja ára, og Daniel, sem er eins árs. S.l. fimmtudag hélt ég vestur á Bárugötu til þess að eiga viðtal við Manuelu. Þegar mig bar að garði var hún að ræða við Helgu Ingólfsdótt ur semballeikara í sima um vætanlega jólatónleika þeirra, en eftir skamma stund sátum við og spjöll- uðum saman. Ég byrjaði á þvi að spyrja Manuelu um ævisögu hennar fram að þessu. „Ég er fædd i Brasilíu." — Ha? „Foreldrar minir voru þar á ferðalagi þegar ég kom í heiminn. Nú, til að fara hratt yfir sögu, þá fluttist ég til Vínar þegar ég var tveggja ára og ólst þar upp. Ég byrj- aði að læra á flautu tíu ára að aldri og útskrifaðist úr skólanum þegar ég var sex- tán ára. Á meðan ég var í skólanum ferðaðist ég mikið á vegum skólans og austur- ríska menntamálaráðuneytis- ins, ýmist sem einleíkari eða með tríói Ég lék þá m a. í Þýzkalandi, Rúmeníu, Tyrk- landi, Egyptalandi og svo náttúrulega i Austurríki. Eftir að ég útskrifaðist kynntist ég manni mínum, þar sem við „Ef enginn vi/di h/usta ámig, hefurþetta engaþýdingu vorum saman í hljómsveit í Vín og við fluttumst svo hing- að til lands árið 1 973. Nú, ef ég á að segja eitthvað frá ferli minum síðan, þá er það helzt að við Snorri unnum þessa kammertónlistar- keppni í Helsinki i fyrra og fengum þá fé til þess að geta ferðazt um Norðurlönd og haldið hljómleika. Við lékum í Kaupmannahöfn, Ósló og Stokkhólmi, en' þar hélt ég einnig einleikstónleika. Svo tókst mér að vinna þriðju verðlaun i flautuleikara- keppni á Italíu í sumar og þar fyrir utan hef ég að sjálf- sögðu haldið nokkra tónleika hér". —- Hvers vegna fékkstu áhuga á að læra á flautu? „Já, þegar ég var krakki heyrði ég einhvern tima flautuleik í útvarpinu og það hreif mig svo mjög að ég heimtaði að mér yrði gefin flauta. Foreldrar minir tóku þessu sem hverri annarri heimtufrekju sem von var, en þegar ég var tíu ára fékk ég gamla flautu í jólagjöf og fór að læra. Það gekk mjög vel og ég hef spilað á flautu siðan og aldrei séð eftir þvi " — Hvað er það sem gerir það að verkum að þú kannt betur að meta flautuna en önnur hljóðfæri? „Ég held að það sé hið beina og milliliðalausa sam- band milli flautuleikarans og tónsins sem hann myndar. Það er enginn mekanismi sem myndar tóninn, heldur einungis blástur hljóðfæra- leikarans. Þetta gerir flaut- una svo einlæga og gefur einnig mikla möguleika til að ná fram ýmsum blæbrigðum. Þessr milliliðalausi tónn nær einnig mjög vel til áheyrenda í einlægni sinni." — Nú gefur tónlist öllum eitthvað, sem á hana hlýða, en hvað gefur tónlistin sem þú leikur, sjálfri þér? „Hún gefur mér fyrst og fremst möguleíka á að ná nánari sambandi við fólk en mér er unnt til dæmis með því að tala. Ég fæ útrás fyrir tilfinningar minar og get haft áhrif á tilfinningar annarra Svo er náttúrulega spenn- andi að glima við erfið verk- efni og sigrast á erfiðleikun- um Aðallega er þetta þó tjáning. Sumir eru listamenn ? lífi sínu. Þeir geta tjáð sig og haft áhrif, bara með breytni sinni, þeir eru heppn- ir." — Hefurðu fengizt eitt- hvað við að semja tónlist? „Ég samdi óperu þegar ég var tiu ára, síðan hef ég ekkert samið. Ég gæti þó alveg hugsað mér það seinna. Ég má alls ekki vera að þvi núna. Það fer svo mikill timi í æfingar að ég get ekkert annað gert, fyrir utan heimilisstörfin. Ég hef líka mun meira gaman af því að spila. Þegar maður semur eitthvað, þá klárar maður það og segir svo bless við það og einhverjir aðrir flytja svo það, sem maður var að segja, öðru fólki Það er ein- mitt þetta samband við fólkið sem ég hef svo gaman af. Þegar augnablikið skiptir öllu, hver einasta nóta er bara til eitt augnablik Þarna komum við aftur að tjáning- unni. Ef ég gæti sagt allt með orðum sem ég segi með flautunni þá væri ég ræðu- maður og ef ég gæti leikið, væri ég leikari". — Hvernig tilfinningar berðu til flautunnar þinnar? „Ég held það sé ekki hægt að kalla það annað en ást. Þessi flauta sem ég á er orðin ansi gömul og farin að gefa sig, en þegar hún er i viðgerð og ég get ekki spilað i nokkra daga þá líður mér hörmu- lega Þessi flauta hefur líka sinn persónuleika. Stundum vill hún bara alls ekki spila, en stundum er hún líka í ágætu skapi og þá er allt í lagi — Hvort líturðu heldur á sjálfa þig sem Austurrikis- mann eða íslending?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.