Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 57 Kvikmynd um Ellington og , ^ireinræktaður’ ’ jazz Slagbrandi hefur borizt eftirfarandi fréttatilkvnning frá Jazzvakningu: ..Jazzkjallarinn á Fríkirkjuvegi 11 hef- ur starfad óslitid sídan í júni á liðnu sumri. Á hverju mánudagskvöldi safnast þar saman spilandi og hlustandi jazz- áhugamenn til aó njóta tónlistarinnar. Sumt fiokkast ótvfrætt undir jazz, annað eru fyrstu skref leitandi bvrjenda eða framúrstefna. sem brýtur allar reglur flokkunar. Næstkomandi mánudagskvöld, 14. nóvember, verður „hreinræktaðurM jazz hafður { hávegum. Ætlunin er að bvrja klukkan hálf nfu (í stað níu eins og venju- lega) með kvikmvnd um snillinginn Duke heitinn Ellington. Sýningín varir í u.þ.b. klukkutfma, en að henni lokinni taka Kristján Magnússon og félagar upp sveifl- una og prjóna við hana. Krist ján er sfgildur jazzpíanisti. eins og þeir gerast beztir og ekki eru félagar hans, þeir Alfreð Alfreðsson trommuleik- ari og Helgi Kristjánsson bassaleikari. af verri endanum." „Hvorugt held ég Ég lit á mig fyrst og fremst sem flautuleikara. Þjóðernið skipt- ir svo litlu máli. Þvi er þó ekki að neita að dvöl min hér á landi hefur breytt mér". — Á hvern hátt? „Hún hefur styrkt mig. í Austurríki er dálitil hætta á að maður verði væminn i túlkun. Það er allt svo mjúkt þar. Landslagið, loftslagið og fólkið. Hér eru þessi stór- brotnu fjöll og engin tré, og svo sjórinn. Þegar ég geng út á Granda og horfi út á sjóinn þá finnst mér ég styrkjast af því að sjá hvað hann er stór og mikill — Allt kemur þetta fram i spilamennskunni og hefur áhrif á túlkunina. Það er ekk- ert svo lítið að það hafi enga þýðingu." — Hvernig tekst þér að sameilisstörf og tónlistar- iðkunina? „Það gengur nú fremur illa. Á kvöldin er ég oft að- eins búin að gera helminginn af því sem ég ætlaði mér yfir daginn. Ég reyni þó að hafa það fyrir fasta reglu að æfa mig a.m.k. fjóra tima á dag." — Nú talið þið þýzku hér innan heimilisins, af hverju er það, fyrst þú talar is- lenzku? „Þegar við Sigurður kynnt- umst úti i Vin töluðum við að sjálfsögðu þýzku og mér finnst að ef við myndum skipta um tungumál hefði það áhrif á samband okkar og myndi breyta þvi Strákarnir okkar læra islenzk- una þegar þeir eru að leika sér úti með öðrum börnum En við höfum ekkert hugsað okkur að flytja til útlanda. Við förum oft út svona í stuttar ferðir og látum það nægja." — Er munur á því að spila fyrir Austurrikismenn og ís- lendinga? „Það er enginn munur á heilum þjóðum sem áheyr- endum, en fólk er náttúru- lega misjafnt. Stundum er stemmning i salnum og stundum er allt dautt. Hitt er svo annað mál að það er erfiðara fyrir hljómlistarmann að gleyma sér í svona litlu samfélagi þar sem margir vita svo margt um svo marga " — Hvers konar tónlist hefurðu mest yndi af? „Þetta er nú alltaf að breyt- ast hjá mér, þó hefur Mozart verið í uppáhaldi hj^ mér alla tíð. Eins hef ég mjög gaman af góðri nútimatónlist, en hún er afskapiega misjöfn að gæðum Ég spila ekki nema fimmta eða sjötta hvert nú- timaverk sem mér berst". — Nú er það svo að nútimatónlist virðist höfða til tiltölulega fámenns hóps, en ekki til almennings, hvað viltu segja um þetta atriði? „Það er til nútímatónlist sem hjálpar manni til að ná til almennings, en hitt er vissulega algengara. Einmitt núna er hreyfing á þessum málum í þá átt að kompónist- ar semji aðgengilegri tónlist sem höfði til fleiri. Ég er eindregið fylgjandi þessu. Ef enginn vildi hlusta á mig, hefði þetta enga þýðingu." — Hlustarðu eitthvað á lettari tónlist, eins og popp og djass? „Já, stundum. Mér finnst hægt að læra mikið af góðum poppurum og djassleikurum Klassískir hljófæraleikarar eru oft svo lokaðir og eiga bágt með að koma út úr skelinni Ég hef t d hlustað mikið á flautuleikarann Herbie Mann." — En hvað er á döfinni hjá þér á næstunni? „Ég er að fara út til Sviss til að læra hjá James Galway. Ég var á námskeiði hjá hon- um í sumar og hann bauð mér að koma til sín aftur. Svo er ég að búa mig undir mjög erfiða keppni i Paris i janúar og þar mun ég líka heilsa upp á gamlan kennara minn sem kenndi mér þar i eitt ár eftir að ég útskrifaðist frá Vin. Einnig mun ég i þessari ferð gera útvarpsupp- töku fyrir austurríska útvarp- ið Við Helga Ingólfsdóttir ætlum að halda hljómleika um jólaleitið og ég, Halldór Haraldsson og Karl Sighvats- son erum i plötuhugleiðing- um. Næsta vetur hyggst ég svo halda einleikstónleika í Wigmore Hall i London Það getur haft mikið að segja, ef vel gengur Það má segja að þar byrji allir, og þvi miður eru margir sem ekki fara lengra." Eftir spjallið kvaddi ég þessa miklu ungu listakonu og húsmóður á Bárugötunni og tiplaði af stað eftir svellaðri gangstéttinni við flautuundirleik ofan af efstu hæð — SIB Síðbúin kveðja: Kjartan R. Guðmunds- son lœknir - Minninp D. 5. október 1977 Haustið 1925 gengu fimm sunn- lenzkir piltar inn í 3. bekk Gagn- fræðaskólans á Akureyri (er siðar varð menntaskóli) og tóku gagn- fræðapróf á næsta vori, eftir eins vetrar dvöl i skólanum. I þessum hópi var Kjartan R. Guðmundsson frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöll- um. Þetta haust lágu leiðir okkar Kjartans saman i skólanum i fyrsta sinn. Fljótlega urðum við nánir. félagar, er leiddi til ein- lægrar vináttu, sem hélst óslitið alla tíð. Mér er þungt um hjarta, þegar hann er horfinn, minn Ijúfi vinur, sem reyndist mér æ sem besti bróðir, og svo mun um fleiri, sem þekktu hann og reyndu hann, hinn sviphreina, bjarta son Eyja- fjalla. — Margt leitar á hugann frá liðnum árum. Ég staldra við minningar frá vetrinum okkar á Akureyri. Allar eru þær manni kærar, enda jafnan á langri leið borið yl I brjóstið, er horft var til baka. Margar áttum við gleði- stundirnar — bekkjarsystkinin í 3. bekk, og bjart var yfir þeim friða hópi, er átti Ijúfa drauma æskuáranna og vonglöð augu, er horft var fram á veginn. — Kjartan var fæddur 14. april 1906 i Ytri-Skógum og ólst þar upp i föðurgarði, 2. að aldri í röð 5 systkina. Vaxinn var hann af sterkum stofni merkra og mikilla ætta gáfu- og atgervisfólks beggja vegna. Foreldrar hans voru hjón- in Margrét Bárðardóttir og Guð- mundur Kjartansson, bóndi og smiður, er bjuggu í Ytri-Skógum langa tíð. Bæði voru þau Eyfell- ingar, hún frá Ytri-Skógum, hann frá Drangshliðardal. Margrét og Guðmundur voru mikil mann- kostahjón, er nutu að verðleikum virðingar og trausts sveitunga sinna og annarra, er af þeim höfðu kynni. — Og — „eplið fell- ur ekki langt frá eikinni". Þeir góðu kostir, er prýddu foreldra Kjartans, voru honum gefnir, og um þann arf stóð hann trúan vörð og ávaxtaði allt sitt líf. — Eftir gagnfræðaskólaprófið á Akureyri lá leiðin í Menntaskól- ann i Reykjavik. Þar tók hann stúdentspróf vorið 1930 með 1. eink. Það er vist, að hvaða leið, sem Kjartan hefði vaiið sér að loknu stúdentsprófi, hefði orðið honum greiðfær, svo mjög sem hann var gæddur skörpum gáfum og fjölþættum hæfileikum. Hann valdi læknisfræðina, og aldrei mun hann hafa iðrast þess. Hann stundaði nám i læknadeild Há- skóla Islands og lauk kandidats- prófi i febr. 1936 með hárri 1. eink. Á næstu árum var hann settur héraðslæknir á nokkrum stöðum úti á landsbyggðinni. m.a. i Hornafjarðarhéraði og Hólma- víkurhéraði jafnhliða Reykja- fjarðarhéraði, auk þess gegndi hann læknisstörfum tima og tima í forföllum lækna. Kjartan valdi sér geð- og taugasjúkdóma að sér- grein og aflaði sér þekkingar á því sviði við erlendar stofnanir viðsvegar. Fullyrða má, að hann hafi verið með lærðustu læknum hérlendis í sérgrein sinni. Sem sérfræðingur i taugasjúkdómum vann hann bæði sjálfstætt og á sjúkrahúsum, m.a. á Landspítalanum um árabil. Jafnframt stundaði hann kennslu í læknadeild Háskóla íslands og lektor við háskólann var hann frá 1959, siðar prófessor. Kjartan R. Guðmundsson var þeirrar gerðar, að hann gaf sig allan og óskiptan því, er hann tók sér fyrir hendur, hvort heldur var í námi eða störf- um. Það lætur þvi að likum, að hann hafi gefið mikið í lifsstarfi sinu af sinni fjölþættu þekkingu, og það því fremur sem tilfinning- ar hans sjálfs voru opnar og næmar og löngunin mikil til að hjálpa og likna. — Öefað fylgja honum þakklát- ir hugir hinna fjölmörgu sjúkl- inga hans, sem mættu skilnings- ríkum og hlýjum vini þar sem Kjartan var. Kjartan var gæddur mikilli lífsorku og viljastyrk átti hann i miklum mæli. Sá styrkur var honum sjálfum ómæld náðar- gjöf i hinu mótdræga og þung- bæra i lifinu, sem Kjartan fór ekki varhluta af, frekar en flestir aðrir. Kjartan var kvæntur Rut, nuddkonu, danskrar ættar, en missti hana snögglega eftir aðeins 13 ára sambúð. Sá missir var Kjartani þungbær og skildi eftir sig ógróið sár til hinsta dags. — Ég votta systinum hans, vin- um minum, innilega samúð mina. ..Yinar hurt. sem vikinn er. veitisl jafnan Ijúfl að minnasl. yndislegt aðóskasér aftur mt'na sjást oj> finnast J.lW.Guðj. Mjólkurfram- leiðsla eykst MJÖLKURSAMLOGIN í landinu tóku á móti alls 94,4 milljónum kilóa mjólkur fyrstu 9 mánuði þessa árs en á sama tíma i fyrra var innvegin mjólk 89.5 milljónir kg, að því er fram kemur í frétta- bréfi frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Allt sl. ár tóku samlögin á móti 112 millj. kg, en f ár er útlit fyrir að innvegin mjólk verði um 118 millj. kg. Smávegis samdráttur varð i sölu nýmjólkur eða um 2.7%, en veruleg aukning i sölu undan- rennu. Ef tekin er saman sala á undanrennu og nýmjólk þá er um nokkra aukningu að ræða eða um tæp 2%. Framleitt var um 40 lest- um minna af smjöri á þessu ári en í fyrra. Birgðir i upphafi ársins voru nú 558 lestir, en í fyrra 328 lestir. Nokkur samdráttur hefur orðið i sölu á smjöri, i fyrra voru seldar fyrstu 9 mánuði ársins 1265 lestir, en i ár 1035 lestir. Birgðir 1. október s.l. voru 1080 lestir, en 1. okt. 1976 voru þær 649 lestir. Nokkur aukning varð i sölu osta, samtals voru seldar 893 lest- ir af 45% og 30% ostum, en i fyrra 877 lestir. Framleiddar voru í ár 2116 lestir. í ár hafa verið fluttar út 504 lestir, en í fyrra á sama tímabili var útflutningurinn aðeins 83 lestir. Birgðir af ostum 1. október s.l. voru 1351 lest en í fyrra á sama tima voru birgðir 897 lestir. Kniiaríetjjac Silarth í sknimiide^inii Næsta hmtttor: s—nóv. 22 dagar er að drífa sig sta I Læt Góðir i‘gsta I leynslan I veiöið I gististaðir Reyndasta starfsfólkið FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR URVAL LANDSÝN UTSYN ISLAJVDS Lækjargötu 2 Sími 25100 Eimskipafélags Skólavöröustig 16 Austurstræti 17 húsinu Slmi 28899 Simi 26611 Simi 26900 I.WWIrl44ÁíW«5.UU4«l44J.44.rJUl.l.*M«.W.if.I.I.Í.IJiílilJÍJU IJII IXUliIlISllI iuununi "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.