Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.11.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÖVEMBER 1977 61 Ræöan sem ég flutti á Lög- gjafardaginn (The Law Day) var með öllu óundirbúin. 1 raun og veru haföi ég ekki hugmynd um aö hún var tekin upp á band. Hunter Thompson fann upptök- una af ræðunni. Ég held að þau sjónarmið sem ég setti fram í þeirri ræðu, hafi orðið mér, lífi mínu og meðvitund, þýðingar- meiri með hverju árinu sem líður og ég held að enginn geti fundið bók, jafnvel ævisöguna, sem lýsir betur lífskoðun minni. Það er undarlegt, að maður skuli geta gengið i gegnum bar- áttu til forsetakjörs og átt sér sérstaka lífsskoðun, látið hana i ljós í endurteknum 10—15 min- útna ræðum, og fréttamenn — sem jafnvel hlusta 100 í einu — skýra aldrei frá henni í fjölmiðl- um. Rammi sjónarmiðanna verður að fyrirsögnum, en kjarn- inn, þ.e. hver þú sjálfur ert, hvaða lifskoðanir þú hefur og hverju þú vonast til að geta komið til leiðar er aldrei fréttaefni. Sp.: Það getur verið vegna þess, að þeir hafi sagt frá þessu í frétt- um eftir fyrstu skiptin sem þú komst þeim á framfæri. C.: Nei, það er ekki rétt. Þeir hafa aldrei skýrt frá þeim. Sp.: Það er sem mig minni að ég hafi lesið um tilvitnanirnar í ræðum þínum í blöðunum. C.: Ég efast um að það hafi verið eftir aðal framboðsræðuna. Sp.: Þú segir að sumar ræðurn- ar hafi verið óundirbúnar með öllu, en aðrar hafir þú undirbúið vandlega. Ég veit að Pat Ander- son vann að nokkrum ræðum fyrir þig i kosningarbaráttunni. Og aó nú starfar Jim Éallows fyrir þig við það sama. C.: Það er rétt. Sp.: Þú virðist skipuleggja tíma þinn vel yfirleitt. Hafðirðu ein- hverja fyrirmynd að ræðunum, einhverja ræðusnillinga eða merkar ræður frá fortiðinni. C.: Ég á safn ræðubóka. Til dæmis á ég bók sem inniheldur flest allar viðhafnarræður sem fluttar hafa verið frá byggð þessa lands. Formið á bókinni er þannig að við hverja ræðu er stutt frá- sögn af öllum sögulegum stað- reyndum þess tima er ræðan er skipta mín sjónarmið sem forseta Bandaríkjanna um hvernig greiða eigi úr málefnum mið- Austurlanda miklu máli. Sp.: Er þáttum Jim Fallows mikill við endanlegan frágang ræðu sem þú ætlar að flytja? C.: Já. Jim safnar á ákveðinn hátt hugmyndum frá öllum, m.a. mínum og myndar ramma að ræðu og afhendir mér hann síðan. Ég kanna hann og strika það út sem mér fellur ekki og bæti því inn í sem ég vil að komi fram og afhendi Fallow siðan blöAin aftur. Hann les þau gaumgæfilega yfir ásamt öðrum. Þegar Notre Dame- ræðan var samin, tók ég hana með mér heim eftir að ég fékk hana frá Fallows aftur og eyddi löngum tíma í að stytta hana og skrifa upp aftur og sendi hana síðan í vélrit- un. I flugvélinni las ég hana yfir og þótti hún 10 til 15% of löng og stytti hana þvi enn, áður en ég var ánægður. ^ Sp.: Er það réttur skilningur hjá mér, að meginboðskapurinn i ræðum þínum, eins og fram kem- ur á bókartitlinum ,,A .Govern- ment as Good as Its People“, sé að Bandaríkjamenn almennt eigi að sýna af sér kærleik, miskunnsemi og heiðarleik? Arthur Sehlesing- er yngri benti á það í þessu blaði i júni s.I. að boðskapurinn sé að nokkru í mótsögn við t.d. sentingu Niebuhrs sem við töluðum-um áðan, ,,The sad duty of politics is to establish justice in a sinful world“. Og hann er einnig i ósam- ræmi við kenningar nokkurra bestu rithöfunda Suðurríkjanna frá heimsstyrjöldinni síðari, t.d. Allen Tate, Ransom, Warren, Faulkner og siðar Flannery O’Connor, Carson McCullers og Walker Percy. Álítur þú að hér sé um andstæður að ræða? C.: Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar. Sp.: Þetta er aðalstefið í þínum boðskap? C.: Já. Þegar þú gerir hér samanburð t.d. með hvað Thomas Jefferson gat látið af sér leiða fyrir Bandaríkin — sjálfa stjórnarskrána — þá var ríkis- stjórnin full andagiftar. Hvernig ríkisstjórnin á að vera, held ég hafi sitt að segja ekki aðeins fyrir HVERJAR LIFSSKOÐAN- til að hitta hann. Ég hef skrifast á við eiginkonu hans nokkrum sinn- um og ég hef kynnst June Bing- ham, sem skrifaði stórkostlegar skýringar á kennisetningum Niebuhrs. Ég varð mjög miður min þegar ég frétti um lát hans fyrir þrem eða fjórum árum, því hann var einn þeirra bandaríkja- manna sem ég óskaði heitt að kynnast. Sp.: Fyrir flestum rithöfundum eru skrifin þáttur í einskonar sjálfsuppgötvun. Öðlaðist þú ein- hverja vitneskju um sjálfan þig við að færa sjálfsævisögu þina í letur. C.: Já, það verð ég að segja. Þó held ég að það sé erfitt að lýsa þvi nákvæmlega hvað það var. Ég held að aðaluppgötvunin hafi ver- ið hvað fyrri hluti ævi minnar er djúpt greyptur í meðvitund mina, einnig staða min i samfélaginu og búskapurinn í sveitinni, hugsjón- ir mínar sem barns, hvernig þær fylgdu mér á síðara lífsskeiði sem vélfræðingi, flotaforingja, kaup- sýslumanni og stjórnmálamanni. Ég hef ekki lesið bókina í gegn frá byrjun til enda. Ég flutti mjög sjaldan skrifaðar ræður. Ég átti það til að tala án blaða, með eigin orðum, stundum fálmandi og síðar þegar ég var orðinn ríkisstjóri tók lífvörðurinn sem fylgdi mér á ferðalögum SkáldiS Dylan Thomas. stundum með sér segulband og tók upp ræðurnar þegar ég flutti þær og afhenti einkaritara síðan bandið til að skrifa þær niður. Ég held að þessi ræðubók hafi einn- ig, á líkan hátt og sjálfsævisagan, hjálpað mér til að gera mér ljóst, hvernig þær grundvallar kenn- íngar, sem ég aðhyllist, en hafa þróast í byrjun stjórnmálaferils míns. Bókin dregur upp mun skýrari mynd af þvi hverni@ég er gerður, hverjar skoðanir ég hef og hvaða skjldum ég er bundinn sem stjórnmálaleiðtogi, heldur en frásagnir fjölmiðla í kosningabar- áttunni eða af stjórnun minni sem ríkisstjöra Georgíu. flutt. Ennfremur á ég safn ræðna sem Adlai Stevenson flutti og einnig ræður John F. Kennedy, sem ég hef lesið mjög vandlega. En ég reyni ekki að keppa við neinn ákveðinn mann. Sp.: Hvernig undirbýrðu ræðurnar þinar núna? T.d. ræð- una sem þú fluttir i Notre Dame i heimsókn þinni til Frakklands. C.: Ég skrifa niður þá punkta sem ég vil nefna, samhengislaust. Ég hugleiði lengi 30 til 35 mis- munandi atriði, sem ég reyni sið- an að setja saman i fjóra til fimm þætti. Ég les niður listann með punktunum og merki A,B,C,D, og E við þá. Ég skipulegg röðina og skrifa síðan einstakar setningar sem ræðan á að byggjast upp á. Sp.: Þá taka starfsmennirnir við? C.: Einmitt. Starfsliðið er mjög gott. En þegar um utanríkismál er að ræða, þá fæ ég einnig hug- myndir frá dr. Brzezinski og öðr- um sem eru sérfróðir á viðkom- andi sviði. Að sjálfsögðu hafa punktar sem koma á að í ræðu verið ræddir aftur á bak og áfram I þessari skrifstofu i margar klukkustundir og ýmis ágreining- ur komið upp í því sambandi, áður en efni ræðunnar er s«m- þykkt, eins og t.d. átti sér stað um ræðuna í Notre Dame. Því þegar ég held á fund einhvers valda- manns eins og t.d. Fahd prins okkar eigin þjóð heldur fyrir all- an heiminn. Þannig liggur landið og ég held að þjóðin þrái rikis- stjórn, sem hún getur virt og treyst og sem fyllir hana andagift. Undanfarin ár hefur fallið skuggi Jimmy Carter. á þetta sjónarmið fólksins — vegna stríðsins í Vietnam, Kambódiu og málefna C.I.A. — og fólkið missti það traust sem það bar til rikisstjórnarinnar. Á með- an á kosningabaráttunni stóð og þessi mál voru i algleymingi, greindi ég þörf og geri enn, á þvi að ríkisstjórnin öðlaðist aftur fyrri sess i hugum fólksins. Ég álít að þjóðin hafi haldið uppi þessum kröfum öll þessi ár og það hafi dregið úr henni kjark þegar hún fékk ekki vilja sínum fram- gengt. Þess vegna „Ríkisstjórn sem er í samræmi við kröfur fólksins”. Það eru vissir þættir í lífi okkar eins og trúarskoðanir og skoðanir um hvernig ríkinu skuli stjórnað, sem verka sem mótvægi. Það gef- ist á erfiðleikatímum að athygli mannkynsins beinist af ofsa að ákveðnum trúarlegum atriðum eða að misfellum i ríkisstjórn, sem sýnir ofur ljóslega veraldleg- ar skyldur fólksins. En það er jafnframt minnisvarði þess hvað fólkið sjálft getur gert til bjargar við slíkar aðstæður. Þannig get ég ekki séð neitt ósamræmi. Sp.: En í bókinni er dregin upp mynd af fremur hamingjusamri Ameriku, sem er í andstöðu við sjónarmið margra Suðurríkjarit- höfunda, sem álíta manninn í afturför. Þessir rithöfundar upp- hófu syndafallið. Og ef litið er á rikisstjórn sem verkfæri til hjálp- ar manninum til að verja sjálfan sig gegn eigin grundvallar eðli, syndum eigingirni sinnar, þá get ég ekki séð að bókin þín endur- spegli það. C.: Nú það er nokkur munur þarna á að minu áliti og hann er sá að maðurinn eins og þú veist hefur sína galla, sinar óttakennd- ir og efasemdir, vonleysi og for- dóma. En það sem við viljum að maðurinn sé — eins og lögin gera ráð fyrir, stjórnarskráin og rikis- stjórnin — minnir okkur á að við getum reist okkur aftur við, ef hlutirnir fara úrskeiðis. Stundum eru það trúarhug- myndir sem hamla okkur. Stund- um eru hömlurnar lögin, venjur og siðgæðishugmyndir, i þvi sam- bandi tel ég orð Niebuhrs eiga við: „The sad duty of politics is to establish justice in a sinful world”. En hann heldur áfram og segir að ríkisstjórn sé lagasetn- ingur og að það sjónarmið sé næstum fullkomið sem kemur fram í siðfræði kristinna manna, að fyrirmynd að rikisstjórn sé til, en baráttan fyrir því að tileinka sér hana mistakist alltaf. Fyrir- myndarríkið getur maðurinn ekki byggt, en við reynum þó. Ég held að i kosningabaráttunni, þegar þessar ræður voru fluttar, hafi brestirnir í stjórn ríkisins verið miklu meir en fólkið hafi búist við, og ég álit að þeir hafi jafn- framt verið miklu meiri en fólkið átti skilið. Sp.: I sjálfsævisögunni segirðu, að þú lesir þrjár til fjórar bækur á viku að meðaltali. Gerirðu það enn ? C.: Ekki lengur svo margar. Ætli ég lesi ekki núna um tvær bækur á viku. Það er svo margt annað sem ég verð að lesáT Sem stendur er ég að lesa þykkt hand- rit með viðræðum Nixons, Kiss- ingers, Mao Og Chou, sem ekki er hægt að kalla bók, þar sem það er ekki til sölu, en þetta er efni sem ég verð að kynna mér. Sp.: Hver er þáttur rithöfundar- ins í bandarisku þjóðfélagi i dag, að þinu áliti? Er hann skemmti- kraftur, predikari, kennari. draumóramaður? C.: Að mínu átliti er hann þetta allt i senn. Ég veit það. að þegar ég skrifa eitthvað — og ég hef aðeins skrifað eina bók sem reyndar ber þess augljóslega vott — en þegar ég vann að henni, þá Iagði ég mig fram við að skýra þannig frá efninu, að lesendur hennar gætu verið hluttakendur i þekkingu á þeini hlutum sem ég hef reynslu af og að þeir fengju einnig mynd af þvi hvernig þeir eru. Og ég held að sú tilraun min hafi verið þess virði, og ég held að þetta sé dálítið sent hjálpaði mér aö koma lagi á lif mitt. Það er eins og með ljóð Dylans Thontas. sem hann vann stundum að árum sam- an án þess að verða nokkru sinni ánægður. AJR þýddi og tók saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.