Morgunblaðið - 13.11.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977
63
Hann kvæntist seint á nútima
visu L:ru Sigurhjartardóttur frá
Skeiði í Svarfaðardal, góðri konu
sem latti hann ekki í lifinu. Lára
andaðist 17.6. 1956. Jóhanna
einkadóttir þeirra var þá 14 ára
gömul. Þau mæðginin héldu eftir
það heimili og þegar Jóhanna
giftist naut Jói umhyggju dóttur
sinnar og manns hennar, Antons
Gunnlaugssonar útgm., eftir að
hann bilaði í fótum, þar til fyrir
tveimur árum að sjúkrahús var
ekki umflúið. Jói varð dálitið
stúrinn undir það siðasta en hver
getur láð gleðimanninum. Nú er
hann farinn og leikur sitt æðsta
hlutverk og fer á kostum undir
stjórn höfundar og leikstjórans
mikla. Þegar sýningu er lokið að
kvöldi dags fyrir fullu húsi í
himnarann og englaskarinn hefur
klappað lengi, þykir mér líklegt
að einhver höfðingi lyfti sér úr
sæti á þriðja bekk og kalli bravó
fyrir Jóa, það eru launin i leikslok
svo á himni sem á jörðu. Ég kveð
þennan góða kunningja og vonast
eftir endurfundum þegar Guði
þóknast.
H.Júl. Dalvík.
— Veröld
Framhald af bls. 51
ir, þegar ekkert varð úr skipulfeg-
um hjálparaðgerðum og uppbygg-
ingu.
Svo varð olíukreppan árið eftir
Þá lækkaði efnahagur um heim
allan og máttu Nicaraguamenn
sízt við þvi. Og loks er að telja
hjartaáfallið, sem Somoza fékk
snemma á þessu ári og olli því að
hann hefur verið frá stjórn síðan.
Allt hefur þetta rýrt traustið á
stjórninni jafnt og þétt. Kaup-
sýslu- og fjármálamenn eru t.d.
farnir að ugga mjög um sinn hag
og þykjast sjá, að Somoza muni
ekki geta tryggt hagsmuni þeirra
lengi úr þessu.
Margir í Nicaragua óttast, að
Somoza kunni að leita hernaðar-
aðstoðar erlendra ríkja til að
berja skæruliða niður og koma
aftur á ró i landinu. En það er
ekki fljótséð hvaðan sú aðstoð
ætti að koma. Ekki koma Banda-
ríkjamenn til hjálpar. Somoza
hefur verið í litlum metum hjá
þeim undanfarin ár, og þó aldrei
minni en nú, eftir að Carter kom
til valda. Og ótrúlegt þykir, að
nágrannaríki Nicaragua kæri sig
um að flækjast i innanlandsdeilur
þar. Það horfir þvi ekki vel fyrir
Somoza. Trúlega verður stjórn
ættarinnar á enda senn hvað
líður. Og er kominn tími til.
— JOHN RETTIE.
Sigríður Jónsdótt-
ir —Minningarorð
Jóhannes Jóhannes-
son Dalvík - Minning
8. október s.l. lést á Hafnistu
frú Sigríður Jónsdóttir og fór
jarðarför hennar fram frá Þing-
eyrarkirkju 15. október.
Sigriður var fædd á býlinu Mýri
i Reykjavík 28.12 1888.
Foreldrar hennar voru Jónea
Jónasdóttir og Jón Eiríksson gull-
smiður og vert i Stykkishólmi.
Sigríður fylgdi móður sinni i
uppvexti sinum, en árið 1896
flytjast þær mæðgur til Þingeyrar
í Dýrafirði.
Snemma fór Sigríður að vinna
fyrir sér eins og þá var siður, og
vann hún sem barnfóstra og síðar
þjónustustúlka hjá Vendel
verzlunarstjóra á Þingeyri. Arið
1908 fór Sigríður í Kvennaskól-
ann á Akureyri og 1909 giftist
hún unnusta sinum Sigurjóni
Péturssyni skipasmið á Þingeyri.
Hafði þá Sigurjón starfað sem
húsa- og skipasmiður við hval-
veiðistöðina í Framnesi í Dýra-
firði, sem þá var rekin af Norð-
mönnum eins og kunnugt er.
Sigurjón fluttist til Þingeyrar og
vann hann þar á eigin vegum við
skipasmíðar alla tið.
Sigurjón var ættaður frá
Brekku í Vogum á Vatnsleysu-
strönd. Þau hjónin eignuðust tvo
syni, Baldur sem nú býr á Akra-
nesi, og Pétur, sem búsettur er i
Reykjavik. Þá tóku þau i fóstur
Braga Guðmundsson, en hann er
sonur hjónanna Guðmundar
Jóhannssonar og Júliönnu
Guðmundsdóttur sem þá bjuggu á
Þingeyri. Margs er að minnast
þegar aldamótafólkið, sem svo er
oft nefnt, kveður okkur sem fædd
erum á öðrum tug aldarinnar og
ólumst upp í návist þess. Oft var
glatt á hjalla í Sigurjónshúsi er
við unglingarnir komum þar sam-
an til að syngja.
Skorti þá sjáldan góðgerðirnar.
Voru þau hjónin Sigríður og
Sigurjón með afbrigðum gestris-
in.
Fátæktin var fylginautur smá-
þorpanna í þá daga. Mörg heimili
voru barnmörg og vinnan stopul
yfir vetrarmánuðina. Mun Sigrið-
ur oft hafa hlúð að þeim sem
minna máttu sín við það að sjá
fyrir sér og sínum.
i Sigríður var fríð kona, hlý og
elskuleg við alla og mun hún seint
gleymast þeim sem henni kynnt-
ust.
Bið ég Guð að blessa hana á
þeim leiðum sem hún er nú og
jafnframt sendi ég aðstandenum
hennar mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sæmundur Kr. Jónsson.
F. 13. júníl896
D. 12. október 1977
Tjaldið er fallið, jarðlífsleikn-
um er lokið, Jói leikari er allur.
Kveðjuathöfn fór fram laugardag-
inn 22. október sl. frá Dalvíkur-
kirkju við fjölmenni svo sem vera
bar í heiðskíru, haustblíðu veðri.
Hann var jarðsettur í kirkjugarð-
inum á Tjörn í Svarfaðardal, þar
sem hann vann mörg sin mann-
dómsár og var lengi kenndur við.
Mér þykir hlýða að minnast þessa
vinar míns nokkrum orðum hér.
Hann hét Jóhannes Jóhannes-
son fullu nafni, ætt hans kann ég
þvi miður ekki, hann mun hafa
fæðst og alist upp að nokkru á
Harðbalakoti í Skíðadal sem
löngu er komið í eyði. En þótt
veraldlegu efnin væru af skorn-
um skammti þóknaðist höfundi
lifsins að lauma því veganesti að
snáðanum sem gerði hann að
sannkölluðu stórveldi sem ríkti
langa ævi, hann var blysberi gleð-
innar, söngsins og leiklistarinnar
hér á Dalvík og vítt um sveitir.
Mér er i barnsminni undrun okk-
ar krakkanna þegar við hópuð-
umst í kringum Jóa i gamla daga,
hann hélt okkur stjörfum með
sögum um skrítna karia og kerl-
ingar og hermdi eftir öllum og var
alveg eins, yfirdreif ekki, svo
kannski sat hrafn á staur og
hlakkaði eða krunkaði og sömu
Tónlistarlækn-
inganámskeið
TÓNLISTARLÆKNINGAR
verða á dagskrá á námskeiði sem
haldið er um þessar mundir undir
stjórn Geirs V. Vilhjálmssonar,
sálfræðings, þar sem einkum
verður fjallað um beitingu tónlist-
ar til eflingar sjálfsþekkingu, sér-
staklega til eflingar meðvitundar,
um dýpri þætti tilfinninga og
huga.
Námskeið þetta er liður í röð
námskeiða, alls 150 kennslutimar,
þar sem leiðbeint er i beitingu
tónlistar til sállækninga. Er þetta
helgarnámskeið upphafsnám-
skeið og er það bæði hugsað fyrir
sérfræðinga, til udnirbúnings
undir sérhæfðari námskeið, og
eins fyrir aðra, sem efla vilja
sjálfsþekkingu sina og sem kynn-
ast vilja leiðum til þess að upplifa
tónlist á nýjan og sterkari hátt.
Nauðsynlegt er að tilkynna
þátttöku fyrirfram i síma 30755.
hljóðin komu frá Jóa eða margir
hundar að rífast, hann gat leikið
allt með svo náttúrulegri ná-
kvæmni, að undrun vakti. Þegar
Skugga-Sveinn var sýndur hér á
Dalvík i fyrsta skipti árið 1930 var
Jóhannes upp á sitt besta, þá lék
hann 3 hlutverk, sjálfa Guddu af
þvilíkri innlifun og reisn sem
frægt var og ekki nóg með það
heldur lék hann skúrkana Galdra-
Héðin og Hróbjart svo ólíka per-
sónuleika og gerði þau skil að i
fersku minni er. Ég minnist
margra ólíkra hlutverka sem
hann lék. Nefni ég aðeins örfá svo
sem séra Sigvalda í Manni og
konu, birkidómarann i Ævintýri á
gönguför, Jeppa á Fjalli að
ógleymdri Guddu sem fyrr er get-
ið, allar þær manngerðir sem
hann skóp á leiksviði eru eftir-
minnilegar og skipta þær mörgum
tungum, gaman hefói verió að ein-
hver ritfær maður hefði skrifað
um Jóa meðan hann lifði og var
upp á sitt besta, en það er víst
ekki til siðs að menn njóti sann-
mælis fyrr en þeir eru farnir yfir
lækinn, svo skemmtilegt sem það
nú er. Það er oft sagt að maður
komi í manns stað, en hver kemur
í stað Jóa? Er það ekki pndursam-
legt að einum manni skuli auðn-
ast að stytta svartasta skammdegi
norðursins langa tíð með þvi að
dreifa um sig gleðinni sem lengir
lifið. Hann sá alltaf björtu hliðina
á hlutunum hann Jói, þar var
ekkert kynslóðabil, allir hændust
að honum, ungir og gamlir. Hann
var dýravinur, einkum var honum
annt um kindur og hesta, margir
muna Jóa-Grána og Jarp, það
voru kostagripir og gaman var að
sjá og heyra þegar Jói var að slá
með þeim höfðingjum.
SKINN A BILS/ETIÐ
Það er notalegt að setjast í
hlýtt bílsæti á köldum vetrarmorgni.
Öll þekkjum við hið gagnstæða.
íslenska gceruáklceðið er snöggkiippt
og meðhöndlað með betri
einangrunareiginleika í huga. Það er
hlýtt að vetri en svalt að sumri.
Islenska gceruáklceðið fæst í sauða-
litunum og er auðvelt í ásetningu.
V-*-
Islensk skinn á bílscetið, gjöf semyljar
jafnt innra sem ytra.
Sölustaðir: Framtíðin Laugavegi 45 og
í Sútunarverksmiðja SS Grensásvegi 14