Morgunblaðið - 13.11.1977, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 13.11.1977, Qupperneq 28
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977 vlEP ll\ r~ _ MORÖtHv-.'v’ ((> r^f ; "CLru/ r— W MrtlNU ,1 l ^ GRANI göslari Þella er eini sanni froskmaðurinn — hann minnir þ6 á frosk — held ég? Lítum til sjúkra einstæðinga Af hverju ertu alltaf að heim- sækja hana Siggu syslur mína. — Attu ekki sjálfur systur? Þarna sérðu — það er hættu- legt að fljúga! Hér i borg, eins og sjálfsagt annars staðar, finnast margir ein- stæðingar. Þeir búa einir og njóta ekki umhyggju venslamanna. Verst eru þeir settir sem svo las- burða eru að þeir komast ekki út fyrir dyr. Að visu eiga þeir kost á að fá frá þvi opinbera einhverja húshjálp og jafnvel heimsókn hjúkrunarkonu, en nokkuð er sú aðstoð í molum, ef rétt er sem ég hef heyrt, að slik aðstoð sé aðeins veitt fimm daga vikunnar. Hvað sem um það er, er hitt víst að þessi hjálp verður harla ópersónuleg að jafnaði. Það sem þessa einstaklinga vantar eru per- sónuleg tengsl. Þeir eru einangr- aðir i andlegum skilningi og ein- mana. Dagstundirnar verða þeim samfelid þjánirig vegna skorts á félagsskap. Þetta einmana fólk þráir og þarfnast að geta blandað geði við aðra, talað við og hlustað á þá. Ég hef kynnst einstæðingum sem vegna heilsubrests komast ekki út fyrir hússins dyr og eru einir svo til alla daga og ég hef heyrt um enn fleiri. Þetta fólk lifir einmana og yfirgefið í þétt- býlinu. Það er utanveltu 1 sam- félagi allsnægtanna, samfélagi út- varps og sjónvarps, og ástæðan er sú, að það vantar hlýleg persónu- tengsl, geðrænt samband, við aðr- ar manneskjur. Finnst ekki mögu- leiki til úrbóta í þessu efni, vilja ékki í rauninni allir þessum ein- stæðingum vel? Ég vil svara báð- um þessum spurningum játandi. Það sem vantar er frumkvæði góðra manna og siðan fram- kvæmd. Ég tel að best fari á þvi að féiag, sem hefur liknarmát að verkefni, tæki þetta vandamál á sina arma og skipulegði hjálpar- starfið. Eg trúi ekki öðru en að nægilegur hópur sjálfboðaliða, karla og kvenna, fengist til starfa i þágu einstæðinganna. Starfið yrði fólgið i reglubundnum heim- sóknum til þeirra, með samtölum og öðru er til félli. Vill ekki Rauði kross Islands beita sér fyrir þessu máli? Ef hann hefur þegar gert það er það i of litlum mæli og nær BRIDGE Umsjón: Páfí Bergsson Um 30 ára skeið ritstýrði AI- phonse Moyse Jr. bandaríska mánaðarritinu Bridge VVorld við góðan orðstir. Og greinar hans um sjö spila tromplit, sem skipt- ist 4—3 fóru víða. 1 meistaramóti New York borgar nýlega var ein slík samlega umræðuefni spilara þar þó að gameið væri mun betra í öðrum lit. Austur og vestur á hættu en norður gaf, Norður S. AKD H. A74 T. AKD1052 L. K Austur S. G943 H.1082 T. 8 Suður L. D8762 S. 1072 H. K653 T. 763 L. 1054 Við sjáum að fimm tíglar eru bombuþéttur samningur. En hvernig sýnist lesendum að spila eigi fjögur hjörlu eftir, að vestur spilar út spaða? Ná þarf trompunum af and- stæðingunum en því fylgja vand- kvæði. Tromp verður að vera í blíndum til að stöðva laufið. Og ekki dugir að spíla tíglunum því austur trompar við fyrsta tæki- færi, og trompar aftur þegar vest- ur hefur fengið á laufaásinn. Til greina kemur að spila strax lágu hjarta frá báðum höndum, sem öft er rétt i stöðu sem þessari. En það dugir ekki heldur. Vörnin spilar þá tvisvar laufi, blindur trompar og ekki er fyrir hendi innkoma á hendina til að taka siðustu trompin. Greinilegt er að hjörtun verða að liggja 3—3 og eina leiðin er að spila laufakóng í öðrum slag til að skera á samgönguleiðir varnar- innar. Spili vestur þá aftur laufi er það trompað í blindum og ás, kóng og þriðja hjartanu spilað. Unnið spil. Það er því best, að vestur spili hlutlausu spili, t.d. spaða eftir I nn. Sagnhafi tekur þá tv tromp og spilar síðan tígiunum. Enn er tromp í blind- um og vörnin getur aðeins fengið U lagi á tromp auk laufássins. nn, tíu árum eftir dauða- M< . er trompsamlega þessi oft neftid „Moysian fit“. Vestur S. 865 H. DG9 T. G94 L. ÁG93 RETTU MER HOND ÞINA Framhaldssaga eftir GUNNAR HELANOER Benedikt Arnkelsson þýddi 93 og dómharður. Hann reyndi aö- eins að breiða yfir særða löng- un eftir félagsskap. En ögrun Eriks varð hann að svara. — Og af þeim sökum geta þeldökkir menn ekki fengið réttindi samborgara? Þú átt við það? Er ekki líka til óþrifnað- ur, ofbeldi og fáfræði meðal hvítra manna í Suður-Afrfku? — Jú, svo sannarlega, það hefur ekki farið fram hjá mér. Amed horfði í gaupnir sér. Hann beitti á ný gömlu rökun- um, ófús og ósjálfrátt. — Og slíka hluti láta menn sem þeir sjái ekki, þegar kynþáttur þeirra sjálfra á í hlut. Þeir geta lýst hryggð sinni yfir því, að kynbra*ður þeirra séu skamml á veg komnir. en þeim kemur ekki til hugar að svipta þá kosningarétti og slíkum ga-ðum og draga þá i sérstakan dilk af þeim sökura. En þegar þeir kynnast fáfræði og hrottaskap hjá öðrum kynþáttum, þá riður á að taka i taumana og draga ekki af sér. Þá á ekki við að vera umburöariyndur. Erik vildi forðast rifrildi. — Nú , það getur svo sem verið, að þú hafir rétt fvrir þér, mælti liann. — Eg fyrir mitt levti get þó varla óskað þess, að svertingjarnir komist til valda. Pyndingarnar, sem ég þoldi 1 Brakpan, hafa gert við tor- trygginn gagnvart þeim. Ég verð að re.vna að fá Erik til aö ræða um flóttann inn í undirganginn. — Nú, en hvernig Ifður þér, þegar aðrir hvítir menn sjá, að þú hefur samne.vti við þeidökk- an mann? Það er líklega svolfl- iö þvingandi? Erik horfði til fjallanna og reyndi að semja heppilegt svar. — Já, því er ekki að leyna. En það dugir ekki að láta það hafa áhrif á sig, sagði hann að lokum rólega. Löng þögn. Það tókst ekki. Erik vildi ekki híla á agnið. Það var ekki um annaö að ræða en fara aftur inn, taka saman föggur sínar og halda lil stöðvarinnar. Þegar þeir kvöddust, minnt- ist Ahmed ekki á, að ánægju- legt væri að hitta Erik, og hann bað hann ekki að koma aftur í heimsókn t'il þeirra. XXX Mörgum klukkustundum síð- ar sátu Ahmed og Anna enn þá í dagslofunni. hvort með sína bókina. En Ahmed horföi yfir bókina og niður á gólfið. Hon- um þólti eins og þau Anna væru ein á stórum, auðum borgarvegg með turnháum múrum í kring og varðmönnum á múrunum. A múrunum gat hvarvetna að Ifta: „Aðeins fyrir hvfta menn. Og þegar Erik fór út, var sfðasta hliðini i múrun- um lokað með tvöfaldri læs- ingu. Ilann sá aftur breitt bak Er- iks fyrir sér, þegar hann kvaddi og héll til járnbrautarstöðvar- innar. Þegar Erik fór, hvarf síð- asta vonin. Vonbrigöin voru miklu sárari en hann hafði bú- izt við. Anna sá, hvernig honum var ínnanbrjósts, og hún lók sig á af öllum kröftum. sem hún átti enn yfir að ráða. — Ahmed, sagði hún og tók f hönd hans, — mundu það, að ég stend alltaf með þér, hvað sem á dynur. Hún reyndi aö hlæja. — Ég hef lofað að vera hjá þér, þangað lil dauðinn skilur okk- ur að. — Þakka þér f.vrir, Anna. Hann hélt áfram að hugsa: Þangað til dauðinn skilur okk- ur að, þangað lil dauöinn skilur okkur að... Fjórum vikum sfðar. Ahmed var úti í garði og horfði á Önnu aftan frá. Hún sat á sfnum venjulega stað á steinriðinu. Eitlhvað hafði hrostið innra meö henni. Hún leit oft á Ahmed án þess að sjá hann. Hún gat setiö klukkustundum saman með krosslagða hand- leggi og starað sljóum augum fram fyrir sig. Þegar hann spurði, svaraði hún annars

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.