Morgunblaðið - 13.11.1977, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1977
75
Luis Bunuel vinnur nú að nýrri mynd, sem nefnist á frönsku Cet
obscur object du Desir eftir eigin handriti með Fernando Rey og Maria
(Last Tango) Schneider.
Ingmar Bergman vinnur nú í Ösló að myndinni Haustsónata, sem
gerð er eftir hans eigin sögu og handriti. Ingrid Bergman (sem hér
leikur fyrst á sænsku, eftir að hún flutti sig til Hollywood á fimmta tug
aldarinnar) leikur móður Liv Ullman í þessari mynd.
Claude Chabrol vinnur að mynd, sem nefnist á ensku Blood
Relatives með Donald Suther-land og Stephane Audran.
Gene Wilder (Sherlock Holmes Smarter Brother) er nú að gera The
World’s Greatest Lover með sjálfum sér og Dom De Luise í aðalhlut-
verkum og samtímis er fyrrverandi félagi hans Mel Brooks (Blazing
Saddles) að gera High Anxiety með sjálfum sér og Madeline Kahn i
höfuðrullunum.
ANÆSTUNNI
HASKÓLABÍÓ:
TON PHINCIPLE
KIN þeirra mynda sern slillt hcfur \crirt
upp í lláskólahíúi »»r nxjasla m\nd hins
Kamalrcynda lciksljnra ou framlpidanda
Sianlc> Kramcrs. ,\ó þcssu sinni hcfui
hann \alió scr myndofni skáidsoKuna
TIIK DO>IINO PKINCIPLK. cflir Adam
Kcnnpdy. I ni hana \ar sa«l á sinum
líma, aó hún va»ri .samsærissauan
st»m Kripur þi« slíkum hcljarlokum o«
krcniur — uns ckkcrt vr cflir annaó cn
óllinn..." Oskandi aó sama máli K<*Kni
uni m\ ndina.
>I«m) aóalhlutvcrk fara (icnc llackman.
Candicc Hcr«cn oy Kichard Widmark.
/návist hins ókunna
Núna um helgina er
verið að frumsýna í Banda-
ríkjunum þá mynd sem tal-
in er komast næst STAR
WARS að vinsældum á
þessu ári. Þetta er hin nýja
mynd „undrabarns”
bandaríska kvikmyndaiðn-
aðarins, Steve Spielbergs.
En sem kunnugt er gerði
hann hina makalausu
JAWS, sem á annað ár
tröllreið svo heimsbyggð-
inni að hún varð mestsótta
mynd kvikmyndasögunnar
(reyndar er reiknað með
því að áðurnefnd STAR
WARS slái það met áður
en langt um liður). Núna,
aðeins 29 ára að aldri,
hefur Spielberg nýlokið
við sina þriðju mynd (og
þá næstu á eftir JAWS), 18
millj. dala ævintýramynd
sem fjallar um UFO (fljúg-
andi furðuhluti) og heim-
sókn ókunnra vera útanúr
geiminum, og nefnist
CLOSE ENCOUNTERS
OF THE THIRD KIND.
sem mætti lauslega þýða:
„I návist hins ókunna”.
Það væri ósanngjarnt að
gagnrýna leikstjórann þótt
hann sé kannski háf-
taugaslappur þessa dag-
ana: því þegar myndin
verður frumsýnd verður
Spielberg óhjákvæmilega
dæmdur eftir þeim gæða-
standard sem einkenndi
JAWS.
Þár að auki verður Spiel-
berg að keppa við hala-
stjörnuna miklu, STAR
WARS, þar sem að báðar
eru byggðar á vísinda-
skáldsögulegu tema, sem
fjallar um ekki mjög
óskylda hluti. Þar sem
kvikmynd Spielbergs er
næstum tvöfalt dýrari, þá
hefur framleiðendinn,
Columbia Pictures
Industries, gengið óvenju-
langt í því að halda leyndu
fyrir almenningi efni
myndarinnar. Kvikmynda-
gerðarmönnum og leikur-
um hefur verið fyrirskipað
að ljóstra ekki neinu upp
um innihaldið — fyrr en
eftir frumsýningu. Örygg-
isverðir hafa staðið vörð
yfir leiktjöldum og upp-
tökusölum allan sólar-
hringinn.
Að áliti blaðamanna
TIME magazine er leynd-
armálið talið þess virði.
Þrátt fyrir að myndin sé
ekki örugg metaðsóknar-
mynd, þá er talið víst að
hún eigi eftir að gleðja
hjörtu hluthafa Columbia.
Og það sem meira er, þá
sannar hún að orðstir
Spielbergs er engin tilvilj-
un. Hin nýja mynd hans er
talin mun fyllri og met-
orðagjarnari. Myndin er
fjarri fullkomnun, en likt
og með hina ekki ósvipuð
mynd Stanley Kubricks,
2001 :A SPACE
ODDYSSEY, þá seiðir hún
áhorfandann til þess að
álita himinhvolfið yfirskil-
vitlegt. CLOSE EN-
COUNTERS er jafnframt
mjög ákveðið, persónulegt
álit höfundar á næstu
framvindu mannsins i
þessa átt.
CLOSE ENCOUNTERS
var erfið mynd að allri
gerð. Hún var tekin á fimm
mánaða tímabili fyrri
hluta ársins 1976, en klipp-
ingin stóð síðan yfir í röskt
ár. Kvikmyndatakan fór
fram víða um heim, allt frá
Káliforníu til Indlands.
Spielberg vann eins og ber-
serkur að gerð myndarinn-
ar, lagði oftast nótt við dag.
Af og til renndi hann 2001
í gegnum sýningarvélina,
sem var komið fyrir í þar
til gerðum vagni. Francois
Truffaut, hin kunni,
franski leikstjóri, en Spiel-
berg heppnaðist að fá hann
til að leika stjórt hlutverk í
myndinni, furðar sig á út-
haldi þessa unga leik-
IWI 7*. ’.
Spielberg og Truffaut við
kvikmyndatökuna.
stjóra, en botnar þó ekki
fyllilega í myndinni.
Nokkur óvænt og óvel-
komin atvik gerðust meðan
á myndatökunni stóð. Aðal-
leikarinn, Richard Dreyf-
uss, fékk bréf frá Ku Klux
Klan samtökunum, þegar
unnið var að gerð myndar-
innar í Alabama. I því var
honum hótað lifláti, en þá
hafði hann nýlega gagn-
rýnt opinberlega starfsemi
þessara öfgasamtaka. Þá
var hótað að ræna syni að-
alleikkonunnar, Melindu
Dillon, og varð það til þess
að FBI var löngum á hæl-
um kvikmyndagerðar-
mannanna.
Þrátt fyrir þann mikla
áhuga Spielbergs á UFO,
sem fram kemur í CLOSE
ENCOUNTER, þá vill
hann samt ’ ekki flokka
myndina sem vísinda-
skáldsögu heldur ævin-
týra-hroilvekju. Ogþar
virðist hann hafa á réttu að
standa. Efniviður myndar-
innar er i anda Hitchcoek
— á alheimslegu sviði.
Söguhetjan, Roy Neary
(Dreyfuss), er ættuð frá
Miðríkjum Bandaríkjanna
með ekki ósvípaðan bak-
grunn og þeir Cary Grant
og James Stewart í mynd-
unum NORTH BY
NORTHWEST og VERTI-
GO. Hann vinnur hjá orku-
stofnun, og býr ásamt komi
sinni (Teri Garr) og þrem-
ur börnum í Muneie, Indi-
ana. Kvöld nokkurt þegar
Roy er á leið heim úr vinn-
unni, upplifir hann við-
burð sem hann botnar ekk-
ert í: brennandi Ijós
streymir. á hann að ofan,
umferðarmerki hristist og
skeflur, farangurinn í bíl
hans fer á fleygiferð, eins
nálarnir i mælaborðinu.
Roy er þess fullviss siðan
að hann hefur komist i ná-
vist geimbúa, en að sjálf-
sögðu trúir honum enginn.
Framhald söguþráðar
CLOSE ENCOUNTER
fjallar svo urn Roy og fleiri
sem hafa upplifað að sjá
fljúgandi furðuhluti,
þeirra á meóal leyndar-
dómsfullan vísindamann
(Truffaut) og nágranna-
konu (Dillon), er þau um-
turna lífi sinu í brjálæðis-
legri tilraun til þess að
koma á stefnumóti við ver-
ur utan úr geimnum. Þeg-
ar jarðarbúi nær raunveru-
legu sambandi við veru ut-
an úr geimnum er það ná-
inn fundur á þriðja stigi —
CLOSE ENCOUNTER OF
THE THIRD KIND. Fyrsta
stigið er að sjá fljúgandi
furðufyrirbæri; annað er
likamleg sönnun.
Sér til aðstoðar hefur
Spielberg töframanninn
Douglas Trumbull, en
hann sá um allar tækni-
brellurnar i 2001.
Isabelle Adjani sem póker-
spilari í sinni fyrstu Holly-
wood-kvikmynd,
THE
DRIVER.
nokkrar af bestu myndurn
hans, er af nógu að taka),
Howard Hawks, John Hust-
on, Orson Wells, ofl. ofl.
skýtur upp í hugann.
0 Fyrsta mynd rit-
höfundarins Walter Hill.
THE STREETFIGHTER,
vakti mikla athygli erlend-
is á sinum tíma og að
undanförnu hefur hún
gengið fyrir fullu húsi i
Stjórnubíói. Það leið held-
ur ekki á löngu uns Hill
fékk sitt annað verkefni
sem leikstjóri. Það er 20th
Century — Fox mýndin
THE DRIVER. Hún fjallar
um harójaxla sem lifa á
ýmiss konar glæpastarf-
semi. THE DRIVER verð-
ur fyrsta Hollywood-
kvikmyndin sem hin
undurfagra, franska leik-
kona Isabelle Adjani
(THE STORY OF ADÉLE
H„ THE TENANT) leikur
í. Vinur hennar og leik-
stjóri myndarinnar
ADELE H., Francois
Truffaut, spáir henni
glæsilegri framtíð vestan
hafsins, en hann hefur ein-
mitt látið þessi orð falla
um leikkonuna: „Hún er
fædd til að starfa í banda-
Frétta-
punktar
Hápunktur myndarinnar CLOSE ENCOUNTER .. .
verur utanúr geimnum.
Leynilegur hópur vlsindamanna bfður eftir því að heilsa upp á
0 Þaó var vel til fundið
hjá forráðamönnum
Háskólabíós að bjóða
almenningi upp á nokkrar
gamlar og góóar Hitchcock
myndir. Þeir aldursflokkar
sem standa undir tilveru
kvikmyndahúsanna í dag
fá þarna gott tækifæri til
að sjá verk sem annars
stæði þeim líklega seint til
boða. Og samtíðin þekkir
Hitchcock, sem enn er i
fullu fjöri á bak við
myndavélina. Og ekki var
síður ánægjulegt að sjá
eldri borgarana innan
veggja Hákólabíós, jafnvel
langömmur með skotthúf-
ur. Hreint stórkostlegt!
Það væri ánægjulegt ef
þessi Hitchcock-sería ætti
eftir að ala af sér fleiri
slíkar. Nöfnunt eins og
John Ford (þó að sjónvarp-
ið hafi að undanförnu sýnt
rískum kvikmyndum.
Frakkland er of litið fyrir
hana." í myndinni leika
einnig Bruce Dern og
Ryan O'Neal.
0 Einn virtasti og besti
„stórmyndasmiður" í kvik-
myndasögunni. David
Lean (BRIDGE ON THE
RIVER KWAI.
LAWRENCE OF ARABIA,
DOCTOR ZHIVAGO,
RYAN'S DAUGHTER), er
nú enn á ný sestur á bak
við kvikmyndavélina. Og
ekki ber á öðru en að enn
sé þaö stórmynd sem er á
ferðinni, þar sem nafn
hennar er CAPTAIN
BLIGH AND MISTER
CRISTIAN Robert Bolt er
að skrifa handritið og John
Box er yfirhönnuður
myndarinnar. Báðir hafa
þeir unnið mikið fyrir
Lean.