Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 3

Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 35 KOMIÐ - SJÁIÐ - SANNFÆRIST rSHAR not m trygg*r beztu lagæðin og fær þannig áreiðanlegri litaup hefur einnig fundið upp nýtt f> phosfor lag á skerminn, sem HfBi hindrar að litir renni saman, sem er stórkostl uppfinning i heimi I tækja. sjónvarpst eru meSal mest seldu I Bandarikunum r I sjónvarpstaakni SHARP Hljómdeild KARNABÆR lAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ Simi frá skiptiborði 28155 0 Ars ábyrgð 3ja ára ábyrgð á myndlampa. í augum Araba var versti glæpur Irguns „fjöldamorðin" á yfir 250 Palestínuaröbum, — körlum, konum og börnum — i Deir Yassin i april 1948. Harm- leiksins hefur meðal Araba ver- ið minnzt með útgáfu frí- merkja, minningarsamkomum og bókaútgáfu. Ekki einungis voru það Arabar sem for- dæmdu þetta mannfail, heldur sögðu Haganah-menn og að eini tilgangurinn með þessu hefði verið slátrun og morð. Begin hefur alitaf neitað þvi að atburðurinn hafi verið ann- að en óviljaverk. Þorpið var í raun og veru vígi Araba, segir hann, það varð ekki yfirunnið fyrr en gengið hafði verið kerfisbundið til verks i þvi að eyðileggja það. Þorpsbúum hafði verið gefinn kostur á að yfirgefa það áður en ráðizt var á það. Hann segir, að Irgun hafi gefið út opinbera tilkynningu daginn eftir árásina um að hreyfingin harmaði að óbreytt- ir borgarar hefðu látið lifið, — þegar vitað var um mannfallið. Enda þótt Begin lýsti yfir stuðningi við hina opinberu forystu þegar lýst var yfir stofnun Israelsrikis — i maí 1948, hélt Irgun áfram að haga sér eins og ríki í ríkinu — það beitti sér fyrir sjálfstæðum diplómatískum aðgerðum og samskiptum við erlendar ríkis- stjórnir. Keypti vopn og flug- vélar og styrkti stöðu sina inn- an ísraelska hersins. Þegar Altalena nálgaðist Tel Aviv með 900 þjálfaða Irgun- liða og mikið vopnabúr, krafð- ist Ben-Gurion þess að 90% vopnanna yrðu afhent Haganah. Skipinu sökkt Enn er mjög deilt um hvað raunverulega hafi gerst i samn- ingaviðræðum við Begin, en afleiðingin varð eigi að siður sú að Ben-Gurion fyrirskipaði að skipinu skyldi sökkt, og var Begin meðal þeirra sem síðast yfirgáfu hið sökkvandi skip. Ben-Gurion hélt þvi jafnan fram að þessi atburður hefði komið I veg fyrir borgarstyrjöld í hinu nýja riki, en Begin hefur ávallt mótmælt þessu af mikl- um ákafa. Ailt þar til skömmu fyrir andlát sitt neitaði Ben- Gurion að taka sér nafn Begins f munn þegar rætt var um hann. Begin hefur ætíð ásakað ísra- elsk yfirvöld fyrir að hafa ekki tekizt að koma á óumdeilanleg- um landamærum Eretz ísraels — það er bibliulandsins tsraels — sem hann heldur fram að feli i sér vinstri bakka Jórdan- ar. Um tilslakanir sem máli skipta af hálfu Begins verður ekki að ræða fyrr en hann hef- ur látið af þessari bjargföstu skoðun sinni. En hvernig getur Begin talað i nafni allra ísraelsmanna þeg- ar um er að ræða framtfð vinstribakkans? Moshe Dayan sagði þegar hann þáði boð Begins um að taka við embætti utanrikisráð- herra, að svo lengi sem Arabar höfnuðu öllum tilboðum Isra- elsmanna um framtíð vinstri- bakkans væri ekki um neinn skoðanamun að ræða meðal Israelsmanna. „En,“ bætti hann við, „þegar málið er komið á það stig að Arabaríki er reiðubúið til að samþykkja þessa tillögu (um skiptingu vinstri bakkans) fá- um við nægileg tækifæri til deilna okkar í milli.“ Svo lengi sem Begin heldur því fram að vinstribakkinn til- heyri Israel skilyrðislaust er al- gjörlega útilokað að deila Araba og Israelsmanna leysist við samningaborðið i Genf þeg- ar ráðstefnan sem enn er ráð- gerð þar í des. n.k. kemur sam- an. Leiklistarþingi í Reykjavík lokið NYLEGA lauk í Reykjavlk leik- listarþingi þar sem 90 fulltrúar frá 10 aðilum sem hafa með leik- list að gera reifuðu ýmsar hliðar leiklistar á íslandi og settu síðan fram helztu niðurstöður í formi ályktana. Voru þátttakendur ánægðir með störf þingsins og ákveðið var að kalla saman annað þing að ári. Fyrri dag þingsins, er tók tvo daga, fóru fram umræður i hóp- um um verkefnaval og voru frum- mælendur Örnólfur Árnason og Arnar Jónsson. Síðari daginn var hins vegar rætt um „ræktun lista- mannsins" og höfðu þá framsögu Guðmundur Steinsson og Margrét Guðmundsdóttir. Einnig flutti Ævar R. Kvaran erindi um efnið „Hvers á mælt mál að gjalda?" og fóru siðan fram umræður í hóp- um. Helztu ályktanir þingsins voru eftirfarandi: Nauðsynlegt þykir að bæta kjör höfunda og lagt er til að leikhúsum verði gert kleift að ráða höfunda til starfa. Leiklistar- þing telur brýnt að leiklistarlögin frá 1977 verði endurskoðuð sem fyrst. Þingið ályktar, að æskilegt sé að sem flest starfsfólk leiklist- arstofnana taki þátt í verkefna- vali og stefnumótun þeirra i heid. Krafist er þess að komið verði á fót leikritavalsnefnd við sjónvarp og útvarp sem skipuð verði full- trúum listamanna. Þykir óhæfa að enginn maður með leiklistar- menntun skuli fjalla um leikrita- val sjónvarps og krefst þingið þess að komið verði á fót embætti leiklistarstjóra. Þá er skorað á fo'rráðamenn sjónvarps að veita Leiklistarskólanum sem bezta að- stöðu til þjálfunar við sjónvarp og að efnt verði til námskeiða fyrir annað leiklistarfólk við sama mið- il. Einnig er mælst til þess að sjónvarp og útvarp gæti þess að dreifa leiklistarverkefnum þann- ig að ekki sé of oft leitað til þeirra, sem þegar eru störfum hlaðnir. Atvinnuleikhúsin í land- inu ættu, að því er þingið telur að fá heimild og fjárveitingu til að ráða nýútskrifaða leikara á samn- ing. Leiklistarskóla Islands ber að mennta allar starfsgreinar leik- hússins og þingið skorar á stjórn- völd að bæta úr fjárþörf áhuga- mannaleikfélaga. Eitt af brýnustu verkefnum islenzks leikhússlifs telur þingið vera að greiða fjár- hagslega fyrir sjálfstæðum at- vinnuhópum, en jafnframt er það krafa þingsins að þessar fjárveit- ingar skerði ekki fjárveitingar til annarra þátta leiklistarstarfsem- innar. Alyktanir þessar koma fram í fréttatilkynningu Helga Hjörvar frá leiklistarþingínu. Aðalfundur Vinnumála- sambands samvinnu- félaganna AÐALFUNDUR Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var haldinn í Hamragörðum, félags- heimili samvinnumanna í Reykjavík, 24. nóvember s.l. Á fundinum fluttu stjórnarfor- maður Vinnumálasambandsins, Skúli J. Pálmason, og fram- kvæmdastjóri þess, Július Kr. Valdimarsson, skýrslur sínar um starfsemina á liónu starfsári. Að því loknu urðu allmiklar umræður um stöðu samvinnu- hreyfingarinnar á vinnumarkað- inum og ástand og horfur í kjara- og atvinnumálum. Á fundinum baðst stjórnarfor- maður Skúli J. Pálmason hæsta- réttarlögmaður undan endur- kjöri, en hann hefur gengt for- mannsstarfinu siðastliðin fimm ár. Einnig baðst varaformaðurinn Axel Gíslason framkvæmdastjóri undan endurkjöri. I þeirra stað voru kjörnir þeir Hallgrímur Sigurðsson framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, formaður, og Ólafur Sverrisson kaupfélags- stjóri, Borgarnesi, varaformaður. Stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna er nú þannig skipuð: Hallgrimur Sigurðsson, framkvæmdastjóri, formaður, Oddur Sigurbergsson, kaup- félagsstjóri, Svavar Júliusson, kaupfélgsstjóri, Valur Arnþórs- son, kaupfélgsstjóri og Hjörtur Guómundsson, kaupfélagsstjóri. Ahugafélag um nútíma heilsurækt FYRIR nokkru hófu áhugamenn um nútíma heilsurækt undirbún- ing að stofnun samtaka á því sviði. Var svo stofnfundur þeirra haldinn sunnudaginn 6. nóvem- ber s.l. og hlutu þau nafnið „Heilsuhringurinn“. Markmiði sínu — alhliða heilsu- rækt — hyggst félagið ná m.a. með þvi að stuðla að aukinni úti- vist og heilsusamlegri þjálfun og vinna að því að íslendingar not- færi sér sem best þær heislulind- ir, sem íslenskur jarðvegur, lofts- lag og landslag býr yfir. Með þvi að koma stöðugt á framfæri rit- uðu máli um þau efni, sem félagið hyggst vinna að, og með því að stuðla að fræðslu um heilsusam- legri notkun fæðubótaefna, sem viðurkennd eru og frjáls vestan hafs og austan. Og loks hefur félagið i undirbúningi samstarf við hliðstæð félög og félagasam- tök í Skandinavíu, Finnlandi og Danmörku. Aðalstjórn Heilsuhringsins skipa Marteinn Skaftfells kenn- ari, Helgi Tryggvason yfirkennari og Kristinn Sigurjónsson prent- smiðjustjóri, Elsa Vilmundardótt- ir jarðfræðingur og Loftur Guðmundsson rifhöfundur. Stofnfélagar teljast allir, sem ganga i félagið fyrir áramót. Sjálfvirk birtustilling, stillir birtuna á skerminum eftir birtunni íherberginu. 100% einingarverk, auðveldar viðgerðir. 20" tæki verð kr. 295.800.- 18" tæki verð kr. 269.800.-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.