Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 14

Morgunblaðið - 27.11.1977, Síða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977 AÐVENTA ORÐIÐ aðventa þýðir eiginlega „koma“. Það er notað um jólaföstuna, þegar fjórir sunnudagar eru til jólahátíðarinnar og við búum okkur undir „komu“ konungsins Jesú Krists. Margir eiga bundnar fagrar og góðar minningar við jólahátíðina og undirbúning hennar. Og margir hafa frá miklu að segja, ef þeir vildu rifja upp góðar og lærdómsríkar minningar fyrri ára. Það væri því ef til vill ekki úr vegi, að fullorðna fólkið gæfi sér góöan tíma á aðventunni til þess að segja börnum sínum eða barnabörnum — eða barna- barnabörnum — sögur eóa atvik, sem þeim eru minnisstæð frá æsku sinni. Fátt þykir börnum jafn gott að heyra eins og frá raunveruleika annarra, sérstaklega þeim, sem eru þeim skyld eða tengd á einhvern hátt. Það tengir kynslóðirnar saman og veitir þeim sýn inn í heim „sem var“ og gefur þeim tækifæri til þess að bera saman og tengja raunveruleikann í þjóðfélaginu og þær breytingar, sem hafa orðið á mörgum sviðum. Jólin og jóladagarnir, aðventan eða jóla- fastan hefur þó ætíð skipað fastan sess hjá þjóð okkar um aldir og margir siðir orðið til í sambandi við jólaföstuna. Einn þessara siða er að kveikja á aðventukrans- inum eða aðventukertunum fjórum, einu kerti á hverjum sunnudegi aðventunnar. Þegar kveikt er á hverju kertanna fjögurra gefst einmitt gott tækifæri fyrir fjölskylduna til þess að setjast saman í friði og ró, rifja upp eða segja frá ein- hverju atviki eða atburðum, sem tengd eru jólahátíðinni á einhvern hátt. „Einu sinni f ættborg Davíðs Ofur hrörlegt f járhús var. Fátæk móðir litverp lagði lftið barn í jötu þar. Móðir sú var meyja hrein, mjúkhent reifum varði svein. Kom frá hæðum hingað niður hann, sem Guð og Drottinn er. Jatan varð hans vaggan fyrsta, vesælt skýli kaus hann sér. Snauðra gekk hann meðal manna, myrkrið þekkti ei ljósið sanna.“ C.F. Alexander. Friðrik Friðriksson. Frœga tréö 1 Skýrisskógi, þar sem Hrói höttur var og félagar hans, heitir frægasta tréð „Eikar-foringinn“. Samkvæmt þjóðsögunni hitti Hrói höttur menn sína alltaf við þetta tré og er álitið, að það sé yfir 1500 ára. Það hfýtur þvf að hafa verið ail álitlegt tré, þegar þeir kappar héldu ráðstefnur sfnar þar. aóventukransar kerti jólaskraul adven t u skreyting^r ,;v jólastemningin kemuT með cyiðventukgönsunum frá ^VU\3K7\ v/Miklatorg, ALA3KA BREIÐHO LTI 1927 1977 Sunddeild Ármanns 50 Afmælisfagnaðurinn, verður í Snorrabæ, í kvöld og hefst kl 19 liPUNNYQi QÐESIGNð* SKRA UTPOSTUUN * Komið aftur. Gullfalleg gjafavara í fallegum gjafapakkningum. LkirkjufellJ Ingólfsstræti 6.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.