Morgunblaðið - 27.11.1977, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. NÖVEMBER 1977
51
t
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
eiginmanns mins,
GUÐJÓNS ARMANN,
Skorrastað.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna
Sóiveig Benediktsdóttir Ármann.
Sigríður Guðmundína
Ingvadóttir - Minning
+
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
HELGU ÞORKELSDÓTTUR,
Austurgötu 6, Hafnarfirði.
Börnin.
Á morgun kl. 1.30 verður jarð-
sett frá Fríkirkjunni frú Sigríður
Guðmundina Ingadóttir, Hverfis-
götu 121. Sigríður var fædd að
Snæfoksstöðum í Grímsnesi 6.
maí 1895. Hennar foreldrar voru
Ingvi Þorsteinsson bóndi og Þór-
dís Jónsdóttir kona hans. Eignuð-
ust þau hjón þrjú börn sem öll
eru nú látin og auk þess ólu þau
upp einn dreng sem sitt eigið
barn.
Sigriður fluttist til Reykjavikur
innan við tvítugt og nam hér
klæðskeraiðn, að öðru leyti var
skólaganga hennar ekki meiri en
þá gerðist með unglinga af fá-
tæku foreldri.
- En þrátt fyrir það var hún bók-
hneigt og víðlesin og var vel
heima i mörgu.
Þann 29. desember 1920 giftist
Sigriður Gesti Magnússyni tré-
smið og eignuðust þau þrjár dæt-
ur en ein dó í fæðingu. Auk þess
ólu þau upp tvær bróðurdætur
Gests og dótturdóttur þeirra
hjóna og komu þeim í foreldra-
stað.
Mann sinn missti Sigríður aö
vori 1958 eftir mikið veikinda-
stríð og var sár harmur kveðinn
við andlát hans. En Sigríður hélt
þó áfram búi sinu, og var eftir hjá
henni dótturdóttirin og var hjá
henni þangað til hún giftist undir-
rituðum.
Þegar ég kynntist Sigríði varð
ég þess fljótt var að þar fór kona
sem var mannkostum búin og
höfðingi í lund. Sigríður spurði
ekki um veraldarauð þegar hún
tók á móti gestum sínum en gerði
sér far um að gera gott og græða
sár.
Nú þegar leiðir skiija er margs
að minnast en hvað sárastur er
harmurinn hjá litlu barnabarna-
börnunum sem þótti svo gott að
koma til ömmu eins og þau köll-
uóu hana og þá var þaó ekki
ósjaldan sem þau fengu uppá-
halds pönnukökurnar sínar eóa
jafnvel hlýja vettlinga eða sokka,
en alltaf var amma 'í'eiðubúin að
gera eitthvað fyrir ungana sina.
Að lokum vil ég fyrir hönd
minnar fjölskyldu þakka Sigriði
fyrir samveruna og trúi þvi aö við
eigum eftir að hittast öll í landi
framtiðarinnar.
Guð blessi hana og veiti þeim
styrk sem eftir lifa.
Sigmar Pétursson.
/ 250 þúsund króna tæki
á aðeins
^ 1 Ön búsund
'r IOU krónur
Hvernig
þetta
mögulegt
Við höfum náð verðinu svona
niður með því að:
^ gera sérsamning við verksmiðjuna
4) torðast alla milliliði
0 panta venjulegt magn með árs fyrirvara
O flytja vöruna beint frá Japan
transistorar, 23 díóður.
MAGNARI
6-IC, 33
wött.
ÚTVARP
Örbylgja: FM88-108 megarið. Lang-
bylgja: 1 50—300 kílórið. Miðbylgja:
520—1605 kílórið Stuttbylgja:
6— 1 8 megarið
SEGULBAND
Hraði: 4,75 cm/s. Tíðnisvörun venju-
legrar kasettu (snældu) er 40—8000
rið Tíðnisvörun Cr 02 kasettu er
40—12.111 rið Tónflökt og blakt
(wow & flutter) betra en 0.3% RMS
Tími hraðspólunar á 60 mín. spólu er
105 sek Upptökúkerfi AC bias, 4
rása stereo Afþurrkunarkerfi: AC
afþurrkun.
PLÖTUSPILARI
Full stærð, allir hraðar, sjálfvirkur eða
handstýrður Nákvæm þyngdarstilling
á þunga nálar á plötu Mótskautun
miðflóttans sem tryggir lítið slit á nál
og plötum ásamt fullkominni upp-
töku. Magnetískur tónhaus.
HÁTALARAR
Bassahátalári 20 cm. af kónískri gerð.
Mið- og hátíðnihátalari 7,7 cm af
kónískri gerð Tíðnisvið 40—20.000
rið
AUKAHLUTIR
Tveir hátalarar Tveir hljóðnemar. .Ein
Cr 02 kasetta FM loftnet. Stuttbylgju
loftnetsvír.
sch-:
CROWIN
á horni
Skipholts
og Nóatúns
sími 29800 (5 línur)
26 ár í fararbroddi.
Komið og skoðið í g
hljómtækjaverslun l£
— Fullkomin hlustunarskily
Þetta er
^ sértilboð
sem við bjóðum
á meðan birgðir endast