Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 29

Morgunblaðið - 27.11.1977, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. N.ÓVEMBER 1977 61 ..—^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MÁNUDEGI hringir eru hafðir á alröngum stöðum á skipunum yfirleitt, sér- staklega fiskiskipum og minni bátum, en þar eru þeir langoftast á stýrishúsinu í rammlega lokaðri kistu sem oft er bundin aftur með sterkum kaðli. Hversu oft höfum við ekki séð dæmi um þetta. Björgunarbúnaðurinn á að vera við stafn skipa og hann á ekki að vera margbundinn með sterkum köðlum I lokaðri kistu — þetta ættu allir að vita. Það er með öllu tilgangslaust að vera með björgunarbáta og björg- unarútbúnað í skipum þegar gengið er þannig frá honum eins og áður er getið og hversu mörg eru dauðaslysin sem rekja má til þess að skip hafa sokkið svo skjótt að ekki hefur náðst til björgunar- útbúnaðarins af fyrrnefndum ástæðum. Við Islendingar þurfum liklega enn um sinn að sjá á eftir duglegum og góðum drengjum í hafið, drengjum, sem mæta dauða sínum langt fyrir aldur fram ein- ungis vegna kæruleysis okkar sjálfra. Góðir samlandar, látum þetta okkur að kenningu verða. við getum ekki heiðrað minningu þeirra föllnu betur. 1730—6804“ Ekki er Velvakandi viss um að slysavarnamenn hérlendis sam- þykki að öllu leyti þessi skrif, það hefur án efa verið gert mjög margt til að gæta þess að fyllsta öryggis sé gætt, en vitanlega er sjálfsagt að vera stöðugt opinn og vakandi fyrir þvi hvernig öryggi verði bezt tryggt. í»essir hringdu . . . % Um reyk f sjónvarpi Guðmundur Glslason: — Eg á ekki nógu sterk orð til að lýsa hneykslun minni á því að i þættinum Vöku á miðviku- dagskvöldið var nokkuð um reyk- ingar. Þar voru sem sé stjórnend- ur þáttarins að ræða við fjóra listamenn og þeir sátu og reyktu þannig að varla sást i þá fyrir reyk. Æskan í landinu berst gegn reykingum og sjónvarpið svarar fyrir sig á þann hátt að leyfa reykingar i innlendum umræðu- þáttum. Þetta ætti ekki að koma fyrir og það er alveg óþarfi að vera að sýna reykingar á þennan hátt i sjónvarpinu. 0 Vantarverð- merkingar Húsmóðir: — Það var fyrir nokkru sett í iög að verzlunareigendur ættu að verðmerkja alla hluti sem þeir stilla út í glugga verzlana sinna. Ekki hefur verið farið eftir þessu mjög nákvæmlega þvi þegar ég gekk niður Laugaveg og um Skólavörðustíg nýlega þá sá ég i mjög fáum bókabúðum t.d. að bækurnar væru verðmerktar, og átti það sérstaklega við um barna- bækur, eða a.m.k. var ég aðaliega að svipast um eftir þeim. Hið sama má reyndar segja um aug- lýsingar i blöðum og útvarpi, þar er svo til aldrei getið um verð hlutanna. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákþingi Argentínu í fyrra kom þessi staða upp i skák þeirra Szmetans, sem hafði hvítt og átti leik, og Foguelmans Annað mál vildi ég aðeins drepa á f leiðinni en það er um þrifnað í brauðbúðum, en ég minntist aðeins á það fyrir stuttu. Ekki hef ég enn orðið vör við að viðkomandi búðir hafi bætt úr hreinlæti sinu, þar eru stúlkur enn að taka á brauðum og skítug- um peningum til skiptis og er nauðsynlegt að bæta úr þvi. • Of mikill launamunur Björn Indriðason: — Ég er alveg undrandi á þvi hversu fólk er rólegt og hve það talar iitið um þann launamun, sem ríkir í landinu en hann hefur komið allvel i ljós i öllu þvi talna- flóði sem birzt hefur i blöðum um samningamál hinna einstöku HÖGNI HREKKVÍSI Skilaðu álnum! 24. Dxc6 + ! — Rxc6, 25. Bxc6+ — Ka7, 26. Bb7 og svartur gafst upp. Hann á ekkert svar við hótuninni 27. Ra5! og siðan 28. Rc6 mát. Szmetan varð skákmeistari Ar- gentínu og af þessari skák að dæma verðskuldaði hann svo sannarlega titilinn. 03^ SlGeA V/öGA 11/LVtRAM V/9 Y/£Ytf\9 VÍI/A9 W/INN 'btG\%J,oTÓL'<0$. \IANN * tfLAKBMl 49 LÁVtftfTA LíUGttA VA9 mWTfKOZ S/6 \\óm wan/v m þTSm YlBtt NÝTT ÍSLENZKT ÞROSKAIÆIKFANG KASSAKULAN ER KOMÍN... DREÍFÍNG^PENNÍNN stétta. Þar hefur m.a. komið i Ijós að laun hinna lægstu eru aðeins þriðjungur á við laun þeirra hæst launuðu eða 100 þúsund krónur á móti 300 þúsund, gróft sagt. Mér finnst að launamunur ætti ekki að vera meiri en sem nemur helm- ing, annað er hrein fjarstæða að minu viti. Og ég endurtek aftur hvað ég er hissa á að fölk skuli ekki tala meira um þetta. Hvað hafa menn að gera með öll þessi laun? Borða þeir hæst iaunuðu meira en aðrir? Væri ekki tilvalið að opinberir starfsmenn gengju á undan með góðu fordæmi og gæfu eftir hluta af launahækkun sinni til þeirra sem lægra eru iaunaðir í þeirra hópi? Það er mikið búið að taia um launajöfnunarstefnu, en ekki sjást merki um það að hún hafi orðið ofan á i siðustu samn- ingum. Nýkomnar hljómplötur 1350 kr. Eric Clapton Clossis go Disco Disco Hits Stevie Wonder Chuck Berry Elton John Living Strings Donny and Marie Living Voices m heimilistæki sf Hafnarstræti 3 - 20455. mm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.