Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 1

Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 1
Fimmtudagur 22. desember Bls. 33-64 Ég hafði haldið að stressinu hefði lokið i gærkvöldi. Þegar ég dróst lémagna með töskuna mína út af Ben Gurion-flugvelli og hafði lokið við að senda telex i metratali til Morgunblaðsins um heimsókn Sadats. Það var farið að dimma, ég tók mér leigubíl inn í Tel Aviv, sté af á Atarimtorgi. Þar skjögraði ég inn á næsta matsölustað, pant- aði mér hvitvín og salat og orti eitt innblásið ljóð. Að svo búnu inn á næsta hótel, sem reyndist vera Plaza, glæsilegt hótel, þar sem gisting með morgunverði kostaði 30 dollara. Ég ákvað að láta mig ekki muna um það. Mér var tekið fagnandi og þeg- ar ég sagðist vera blaðamaður var mér tjáð ég fengi ríflegan afslátt. TWA-vélin til Aþenu, sem ég átti pantað far með, átti að fara frá Ben Gurion-velii klukkan níu morguninn eftir. Það þýddi að ég varð að vera úti á völl í síðasta lagi klukkan sjö, því að skoðun og rannsókn EL AL tek- ur að minnsta kosti tvo tíma. Það var mín fyrri reynsla. Það er ekki nóg með að tekið sé upp úr töskunni hvert snifsi og það JOHANNA KRISTJONSDOTTIR: skoðað rækilega, heldur eru Iíka yfirheyrslur um tilgang og takmark heimsóknar, einhverja sem gætu lagt inn orð fyrir mig ef á þyrfti að halda, rannsókn á því hvort ég væri á skrá yfir þjóðhættulegar verur, vopna- leit og ég veit ekki hvað. Til að hafa góðan tíma til að snæða morgunverð og komast út á flugvöll og fá mér bjór . fyrir flugið, bað ég elskulegu stúlkuna í móttökunni að láta vekja mig klukkan sex. Hún hélt það væri nú meira en guð- velkomið og sagði þau myndu útbúa handa mér morgunverð þótt ég yrði svona árla á ferð- inni. Svo skreiddist ég upp í lúxusherbergið mitt og hafði ekki einu sinni rænu á að skrúfa frá litasjónvarpinu, heldur velti mér á eyrað og steinstofnaði. Ég vaknaði hress og endur- nærð og af sjálfsdáðun kiukkan fimm mínútur fyrir átta. Um leið og ég reyndi að gera allt í senn, tina á mig spjarirn- ar, henda niður í töskuna og bursta í mér tennurnar hringdi ég niður og sagði tryllingslegri röddu að það hefði gleymzt að vekja mig, flugvélin færi eftir klukkutíma, þar af væri hálf- tímaferð út á völl, ég fengi eng- an morgunverð, veskú panta hraðskreiðasta leigubil í bæn- um, hafa til reikninginn. Þegar ég kom brunandi niður í lyftunni augnabliki síðar var verið í rólegheitum að reikna út afsláttinn minn. Ég bað þá i hamingju bænum að gleyma honum, henti þrjátiu dollurum á borðið og horfði í allar áttir eftir leigubilnum. Dyravörður- inn kom þjótandi og sagðist hafa fengið albezta leigubíl- stjóra í Tel Aviv. Svo benti hann mér á ég hefði gleymt að læsa almennilega töskunni minni, svo að föt og bækur voru að byrja aó renna út. Stúlkan í móttökunni var með grátstaf- inn í kverkunum. Hún sagðist mundu hringja til TWA á vell- inum og segja hvernig i málinu lægi, vinsamlegast láta vélina bíða eftir þessum merka far- þega. Ég hafði ekki trú á að þetta gengi, hlammaði mér stressuð og úfin upp í leigubíl- inn og svo lögðum við af stað. Flestir aðrir íbúar Tel Aviv virtust einnig vera að Ieggja af staó um þetta leyti og Reykja- Dálítil lífsreynslusaga víkurumferð á föstudegi var eins og blávatn hjá þessum ósköpum. Við komum út á völl þegar klukkuna vantaði kortér í brott- för. Sem ég henti einhverri óguðlegri upphæð í leigubil- stjórann og mátti ekki vera að þvi að bíða meðan hann gæfi til baka, datt mér í hug hvort ég ætti ekki bara að gefast upp hér og nú — á þessari stundu. Horf- ast í augu við að ég næði ekki þessari vél og reyna að fá far á morgun. En á meöan eg var að hugsa þetta barst ég með ógnarhraða að farangursskoðuninni. Og þá var teningnum kastað. Blíð- lyndisleg og mjúkmál stúlka tók til óspilltra málanna. Hvaó- an ég væri að koma, hvers vegna ég væri svona mikió að flýta mér, ég liti út fyrir að vera eitthvað óróleg, var ein- hver ástæða fyrir því? Hvort hún gæti hringt í einhverja sem gætu sagt deili á mér. Þegar hún væri búin að því myndi hún síðan skoða töskuna mína. Ég taldi að sundin væru þeg- ar lokuð. Ég kæmist ekki til Aþenu í dag. Þaðan af síður til Krítar síðdegis eins og hafði verið á prögramminu. Hún horfði á mig ástúðlega, en ég sá í gegnum hana, þær litu nógu meinleysislega út þessar stúlkur, en hún myndi skjóta mig niður með bros á vör ef ég reyndi að hrifsa töskuna mína og ryðjast að næstu varð- stöð. Svo að ég strauk af mér stressið og sagði til tiltölulega mildum róm: „Kæra vina. Ég er sáramein- laus blaðamaóur frá Islandi, hérna sérðu öll skilrikin mín og bólusetningarvottorðið og blóð- flokksskírteinið og bara allt sem þji vilt. En ég er að missa af flugvélinni minni... Ég kom tii að fylgjast með Sadatheim- sókninni fyrir Morgunblaðió, Reykjavík, tslandi, og þú gætir hringt bæði í Goldu Meir og Fritzt Naschits ræðismann, ef þú trúir mér ekki. Ég er ekki með neina sprengju, bara friðarplakat sem ég fékk i Jerúsalem, tíu kiló af bókum og skjölum og áprentaða skyrtu með mynd af Begin og Sadat...“ Ég komst ekki lengra í roms- unni. Stúlkan hafði skellt aftur töskunni minni og horfði hýr- lega á mig: — Nei, hvað segirðu, þekkirðu Goldu Meir. Og ertu blaðamaður frá íslandi? Ekki vissi ég hvort hafði betri áhrif á hana, en alla vega gerði ég mér ljóst að nú voru tæpar tíu mínútur þar til Boeing vélin átti að fara í loftið. Stúlkan horfði á mig stundar- korn og sagði siðan þessi gagn- merku lausnarorð: „Ef þú segir ekki satt, verð ég leidd fyrir herrétt. En ég ætla að treysta þér. Af þvi þú ert frá íslandi og meira að segja blaðamaður." Ég gat ekki þakkað henni sem vert væri. Ég tók stigann i einu stökki. Næstu varðstöð. Passaskoðun og flett upp til að athuga hvort ég væri á skrá. Þar var fyrir löng biðröð Ameríkana sem voru að fara eftir þrjá klukkutima. Ég oln- bogaði mig fram fyrir og fékk á bakið skæting og pblið orð eins og vera ber. Maðurinn i passa- skoðuninni var langtum óhuggulegri en stúlkan niðri. Samt ákvað ég að gera tilraun: — Sjáðu til kæri vinur. Ég er blaðamaður frá Islandi og flug- vélin mín er að fara eftir fimm mínútur. Ég á eftir að fara i vopnaleit og handtöskuskoðun. Þú getur hringt i Sadat — nei, ég meina Goldu Meir ef þú trú- ir mér ekki. .. Þetta var farið að minna mig ískyggilega á söguna um litlu gulu hænuna. Stillinn i frá- sögninni svipaður. Og í fátinu hafði mér auðvitað láðst að taka upp passann minn og var svo Þaðhefnr stuiidnni sína kosti að vera blaðamað- urfrá íslandi upptekin af því að reyna að blíðka manninn að ég veitti því seint og um síðir athygli að hann hafði rétt fram höndina eftir passanum fyrir æði- stundu. A undraskömmum tíma var ég komin að vopnaskoðun. Þar var líka biðröð. Ég ætlaði að hefja þuluna eina ferðina enn þegar undurblíður kvenmáður kom á móti mér og hleypti mér inn í skoðunarherbergi sem opnað var sérstaklega fyrir mig þótt biðröð væri við önnur. „Hún hringdi upp til min stúlkan niðri," sagði þessi ágæta kona. „Ég ætla ekki að tefja þig, fyrst þú ert blaðamað- ur og ert frá Islandi. Þú verður að gefa mér drengskaparheit um að þú sért ekki með neitt í töskunni eða á þér sem hættu- legt getur talizt.“ Ég reyndi að stynja upp einhverjum þakklætisorðum, þetta var allt að verða svona líka undursamlegt. Verst að vélin myndi svo verða farin og öll þessi elskulegheit til einsk- is. Ég hóf mikil hlaup eftir gang- inum og sá á skerminum að TWA var að fara i loftið. Loks komst ég másandi að hliðinu. Tveir hjartnæmir menn tóku þar á móti mér. Þeir spurðu hvort ég væri hún Mississ Kripoldir og ég gekkst tafar- laust við því. Þeir drógu mig á milli síðasta spölinn. Þeir sögðu það hefði verið hringt frá Plaza og þar hefðu menn sagt að gleymzt hefði að vekja mig og ég hefði hvorki fengið morgunverð né afslátt. Svo var hringt úr far- angursskoðun, svo úr vega- bréfsskoðun og nú var vopna- leitarskoðunin að hringja. Ég komst að drossiu merktri TWA í bak og fyrir. Mér var slengt inn, töskunni líka og brunað á ofsahraða út að vél- inni. Það var byrjað að ræsa hreyflana og öðrum dyrunum hafði verið lokað. Þeir kvöddu mig með virktum og sögðu þeim hefði verið sönn ánægja að gera mér þennan smágreiða — að láta vélina biða — úr þvi sér- stakiega að ég væri frá íslandi og blaðamaður í ofanálag. Ég stökk upp landganginn og þegar inn kom fann ég sting- andi augnaráð farþeganna á mér. En ég hafði ekki orku í að fara með söguna einu sinni enn. Svo að ég settist niður og leit á klukkuna. Hún var tiu minúturyfir níu. Flugvélin átti að vera farin fyrir tiu mínút- um. Og þegar ég var að spenna öryggisbeltið greip skelfingin Framhald á bls. 62.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.