Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977
Heiðursmaður
segir sögu sína
Ragnar Þorsteinsson:
Lífið er saltfiskur
Víkurútg. 1977
Ragnar Þorsteinsson ritar eftir-
mála, sem er í rauninni dánar-
minning sögumannsins, Elíasar
Pálssonar, lengi yfirfiskmats-
manns. Elías sagði söguna hel-
sjúkur, og hann lézt yiku eftir að
handrit Ragnars var fullunnið,
enda lagði Elías hart að sér til
þess að ljúka sögunni og kyYinast
handritinu. Hvers vegna var svo
þessum meira en hálfniræða öld-
ungi það slíkt áhugamál að fá
sögu sína færða í letur og gefna
út? Ragnar, sem var hikandi við
að taka að sér að skrá þessa bók
og kveðst ekki mundi hafa gert
það e'f gamall sjómaður hefði ekki
átt í hlut, segir svo í eftirmálan-
um:
„Ég tel nú, að það hafi verið
mér einstakt happ að kynnast
þessum gamla sjóvíkingi, öðlingi
og atorkumanni. Það er sannar-
lega mannbætandi á þessum tím-
um upplausnar og virðingarleysis
fyrir verðmætum að kynnast slík-
um hugsjónarmanni, sem hefur
það að leiðarljósi, að ekkert verk
sé svo Iítilfjörlegt, að ekki beri að
leysa það af hendi af alúð og
kostgæfni." Að loknum lestri bók-
arinnar komst ég að þeirri niður-
stöðu, að hinn aldni heiðursmað-
ur, sem vart mátti mæla, þá er
hann sagði síðustu kafla sögu
sinnar, hafi talið skyldu að segja
Bókmenntlr
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
þjóð sinni þessi sannindi og þætt-
ist ekki sízt geta úr flokki talað
sakir þess, að hann barðist í ára-
tugi harðri baráttu fyrir því að
valdamenn og máttarstoðir þess
atvinnuvegar, sem er undirstaða
þjóðarinnar, gerðu sér ljósa þá
ábyrgð, sem á þeim hvílir, og
breyttu samkvæmt því.
Lífið er saltfiskur — mönnum
mun þykja þetta hlálegt heiti á
bók, og kannski hefði mátt frekar
segja eins og nú er komið: lífið
var saltfiskur. En þó er engan
veginn nein fjarstæða að láta salt-
fiskinn tákna allt það, sem er und-
irstaða efnalegrar afkomu þjóðar-
innar og þar með menningu henn-
ar og sjálfstæðis.
Sú var tíðin, að þjóðin gerði sér
fyllstu grein fyrir, að skilyrði
þess, að hér yrðu þær framfarir,
sem gerðu henni fært að standa á
eigin fótum til frambúðar, var
það, að allir, sem á einhvern hátt
stóðu að verkun saltfisks, gerðu
þá skyldu sina að stuðla að því, að
hún tækist sem allra bezt. Og þar
komumst við svo langt, að við
urðum fyrirmynd annarra þjóða.
Og svo ber þá þess að gæta, að
sama gildir um vöndun allrar
vöru sem þjóðin framleiðir. Ég er
og á þeirri skoðun, að í öllum
hinum mörgu' og margbreyttu
skólum þessa lands ríði mest á
því, að kennarinn geri sér grein
fyrir ábyrgð þeirri, sem á honum
hvilir, og leggi sífellt, hvað sem
hann kennir, áherzlu á þetta við
nemendurna. að ekkert verk sé
svo lítilfjörlegt, að ekki beri að
leysa það af hendi af alúð og
kostgæfni.
Saga Elíasar Pálssonar er öll
þess verð, að hún sé lesin. Fyrri
hluti hennar er einkum forvitni-
legur sakir þess, hve athyglisgáfa
hans er vökul og næm fyrir öllu
nýju, sem hann kynnist — og hve
kímilega og allt að því barnalega
það kemur honum stundum fyrir
sjónir. En sjómennska hans á ára-
bátum, vélbátum og togurum,
hvort sem hann hefur verið þar
hálfdrættingur, háseti, bátsmað-
ur, stýrimaður eða skipstjóri, hef-
ur orðið honum ómetanlegur und-
irbúningur undir það áratuga
starf frá miðjum aldri til ellidaga,
sem gerði hann að einum þeirra
manna, sem þjóðin megi sízt án
vera.
Sá hluti bókarinnar, sem um
það starf hans fjallar, er ekki að
minum dómi aðeins áhugaverður,
heldur og beinlínis skemmtilegur,
því að eldlegur áhugi Elíasar og
sívökul ábyrgðartilfinning litkar
Höfundur: Jan Terlouw
Þýðing: (Jlfar Hjörvar
Káputeikning: Brian Pilkington
Prentun: Offsettækni sf.
Útgefandi: Iðunn
Saga unglings, 15 ára snáða,
sem lifir í víti stríðsóttans. Það
eru ekki aðeins rottur sem læðast
um í húminu í leit að mat, heldur
líka menn, lafhræddir, skjálfandi
menn, sem engu treysta: „Hann
var orðinn svo tortrygginn, að
bráðum færi hann að gruna móð-
ur sina um að vera þýskur njósn-
ari.“ (44)
Höfundur reynir að gera þess-
um heimi skil, menn eru skotnir,
menn eru á flótta, særðir húka
menn í holum og eiga björg sina
undir börnum, menn eru limlest-
ir, eigum er hrært saman við ryk
og lík. Það er ekki helviti heldur
Hollandi, 1944, sem höfundur er
að lýsa. Hann gerir meir, hann
leiðir lafði til sögunnar, t.þ.a.
skriðdýrseðli kúgaranna komi
skýrt í ljós, viðbjóðurinn verði
algjör. Aðeins einu sinni læðist að
Ragnar Þorsteinsson
lesandanum sá grunur, að meðal
vondu þjóðarinnar sé til einn og
einn sæmilegur maður, það er,
þegar þýzkur hermaður bjargar
dreng af húsþaki, hitt allt er
kynding haturs, ef undan eru
skildir kossar og strokur særðs
Breta og ungrar stelpu.
Sjálfsagt þykir þessi saga merk
í heimi þar sem lesandinn hefir
lifað það sem sagt er frá, hún
hefir meira að segja hlotið æðstu
verðlaun í föðurlandi höfundar,
en í huga þess sem þekkir ekki
stríð nema af afspurn, er þetta
aðeins enn eitt sprekið á bál hat-
urs, sáning til nýrra stríða.
Kannski er þetta rangt, fyrir
höfundi vaki aðeins, eins og þeim
öðrum sem slikar sögur skrifa,
einlægur vilji t.þ.a. sá til friðar-
heims. Vonandi, en illa gengur
þrátt fyrir allt gubbið um stríð úr
kvikmyndavélum og prentvélum,
engu líkar en þyrstum manni sé
gefið salt vatn að drekka. Með
orðum höfundar sjálfs: „Mörg ár
eru liðin, Michiel er nú orðinn
fjörutíu og þriggja ára gamall.
hann og lýsir. Það gildir einu
hvort hann er á þeytingi um allt
Island eða á ferð um Spán eða
Brasilíu, hann er ávallt gagntek-
inn af skyldu sinni, og það er
sama, hver i hlut á og hvort hann
kynni jafnvel að vera sviptur
starfi sinu sakir óvinsælda hjá
þeim, sem meta stundarhagnað
sjálfs sín meira en framtiðarhags-
muni þjóðarinnar.
Rétt er svo að geta þess, að
þetta kemur betur til skila en ella
hefði orðið sakir þess, að sá, sem
söguna ritar, hóf sjómennsku —
og stundaði hana síðan lengi sem
stýrimaður og skipstjóri á þeim
tímum, sem sjálfsagt þótti að fara
með fisk í samræmi við gildi hans
fyrir okkur Islendinga á í raun-
inni öllum sviðum þjóðlífsins.
Guðmundur Gíslason Hagalín
Bókmenntlr
eftir SIGURÐ HAUK
GUÐJÓNSSON
Hann hefur fylgst vel með í blöð-
um og veit að siðan þeir Dirk fóru
i gönguferðina kvöldið forðum
hefur verið barist í Indónesiu,
Júgóslavíu, Ungverjalandi, Norð-
ur-Irlandi, Kína, Kóreu, Víet
Nam, Kambódíu, Kongó, Alsír,
Israel, Egyptalandi, Sýrlandi,
Jórdaniu, Líbanon, Ekvador,
Dómíníku, Kúbu, Hondúras,
Mósambík, Bíafra, Angóla,
Kashmir, Bangladesh, og fjölda
mörgum löndum öðrum.“ (161)
Það fer ekki milli mála að höf-
undur kann mjög vel til verka,
sagan er hlaðin spennu, og áður
en lesandinn veit af, er hann orð-
inn þátttakandi í lifi Michiels,
glímir við torráðnar gátur með
honum, og læðist með honum
undir burði erfiðra verkefna.
Listilegur sögumaður Terlouw.
Þýðingin er á ailra þokkaleg-
asta máli. Frágangur bókarinnar
allur góður.
Stríðsvetur
Átti Mafían og CIA aðild að morði Bandaríkjaforseta?
„Mest spennandi bók ársins"
Sunday Ttmes
Marco Riccione er félagi I Mafíunni og kunnur fyrir að geta framið
fullkomna glæpi. Frammistaða hans i störfum Mafiunnar gerði það
að verkum að hann komst frá fátæku þorpi á Sikiley til æðstu
starfa á vegum Mafíunnar i Bandarikjunum.
Samstarf Mafiunnar og CIA í ákveðnum verkefnum varð til þess
að hann var valinn i verkefni, sem talið var það erfiðasta. En hann
vissi ekki I hvað mikilli hættu hann var sjálfur.....
„Það risa á manni hárin við lestur þessarar bókar"
Financial Times
CIA FÉKK LÁNAÐAN SÉRFRÆÐING
FRÁ MAFÍUNNI
Verö kr. 2.990.-
M
X
H
X
M
£
o
m
x
?
oc
NORMAN
LEWIS
c ~
NORMAN LEWIS
Síkílcyjar
leíkurínn
SAMSTARF MAFIUNNAR OG CIA
FÉKK ÓVÆNTAN ENDI. ..