Morgunblaðið - 22.12.1977, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.12.1977, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 41 Skuggar af skýjum Thor Vilhjálmsson: SKUGGAR AF SKVJUM. 216 bls. Isafold. Rvík, 1977. FYRIR nokkrum árum reyndi ég að taka saman það sem mér virtist megineinkenni á verkum Thors Vilhjálmssonar og birti í bókinni íslensk skáldsagnaritun. Leitaðist ég þá meðal annars við að grafast fyrir ræturnar í sögum hans, benda á stefnur og höfunda sem kynnu að hafa haft áhrif á hann þegar hann var ungur maður í Evrópu rétt eftir strið. Síðan hef ég sannfærst um að sú könnun hefði þurft að vera tífalt nákvæm- ari til að maður gæti verið þess umkominn að gera sér glögga grein fyrir verkum hans. Thor Vilhjálmsson er mest framandi allra íslenskra lausa- málshöfunda fyrr og síðar. Sögur hans gerast mikið erlendis, eru þó ekki endilega staðbundnar, jafn- vel ekki timabundnar, heldur lýsa þær mannlífinu eins og það hefur komið höfundinum fyrir sjónir í nútíma stórborg, iðandi, þúsund- földu, stefnulausu, en þó að ýmsu leyti stöðluðu, stöðnuðu og til- breytingalausu. Ef við leitum heimspekistefnu að baki sagna Thors nemum við staðar við existensialismann. Þó hann sé ekki lengur ríkjandi sem stefna hefur hann haft geysileg áhrif á lífsstíl og hugsunarhátt Vestur-Evrópubúa fram á þennan dag. Sumir existensíalistar i París munu hafa brugöið á það ráð tutt- ugu árum á undan hippum og nýróttæklingum að kasta háls- bindinu og verpa yfir sig peysu. Með þvi munu þeir hafa viljað leggja áherslu á að þeir hefðu líka haft andleg fataskipti. Þeir höfn- uðu sem sagt þeim viðteknu lífs- venjum og lífsviðhorfum sem fól- ust í því »að ganga vel til fara« — tákn borgaralegs öryggis og einn- ig borgaralegra tálmana. Exist- ensíalistar leituðust við að sýna fram á fánýti lífssins eins og þvi var lifað. »Erum við ekki öll eins- konar fangar? Langt inni i okkur sjálfum.« (Þessar setningar eru teknar upp úr Skuggar af skýjum og vísa að ýmsu Ieyti aftur til þeirra tima). Aleinum var mann- inum varpað inn í þennan heim, án þess hann væri spurður um það sjálfur, með baráttu- og lífs- vrljann einan að veganesti. »Maðurinn er alltaf einn«, nefndi Thor fyrstu bók sína og það var lýsandi. Ég nefni í öðru lagi áhrif þau sem Thor varð fyrir frá Eliot. »Quick, said the bird«, sagði Eliot i Burnt Norton. Það tók Thor löngu síðar upp sem bókarheiti, Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON »Fljótt fljótt sagði fuglinn«, og valdi sögunni einkunnarorð úr því ljóði. Þessir hlutir eru nokkuð ljósir. Þriðja atriðið sem lítt eða ekki hefur verið kannað er sjálfur texti Thors, stíll hans með líking- um sínum og öðru flúri sem minn- ir gagnrýnandann helst á drótt- kvæði og getur hæglega valdið honum höfuðverk, í dönskum skilningi jafnt og islenskum, ætli hann að lesa svo hratt sem verk- efnið í raun og veru krefst i miðju bókaflóði. Thor er svo sérstæður og persónulegur rithöfundur að auðvelt er að þekkja texta hans af fáeinum orðum í hvaða bók hans sem er. Eigi að siður getur þessi fágæti stíll gert hvern meðal les- anda að spurningamerki i hvert sinn sem honum berst í hendur ný bók frá hendi Thors. Maður leggur af stað frá og með fyrstu síðu með það hefðbundna mark- mið fyrir augum að rekja sig eftir söguþræðinum en er óðara tekinn að glíma við fjölmyndalikingar sem maður veltir fyrir sér eins og undarlega samsettum þrautum. Thor er að sínu leyti líkingameist- ari eins og Egill forðum þó hann yrki ekki um miskunn dalfiska heldur um fólkið en jafnframt einmannalegt mannlíf nútímans. Ég tek hér handahófsdæmi, eitt af mörgum sem ég hef strikað við í þessari bók: »söngröddin flagn- ar utan af sorta næturinnar sem lagðist ofan á kvöldið og klið þess; unz hún stingst í djúp þagnarinn- ar.« Þetta er hvorki tyrfið né óskiljanlegt fremur en annar góð- ur skáldskapur en eigi að síður þannig samsett að lesandinn verð- ur að vera vakandi, svo ekki sé meira sagt, ætli hann að fram- kalla myndirnar samstundis í réttri röð á hugarskermi sínum. Því svona líkingar taka víða við hver af annarri, síðu eftir síðu, í sögum Thors. Svo eru það hinar nákvæmu útlits- og látbragðslýsingar Thors sem sumir gagnrýnendur hafa líkt við myndlist, og ekki að ástæðulausu. Þær munu meðal annars gegna þvi skáldskapar- hlutverki að lýsa tómleikanum, tjá hversu mikið felst i yfirborð- inu, jafnframt því hversu tómt, autt og snautt er inni fyrir. »Og er maður ekki sjálfur að eyða lifi sínu til lítils í stað þess að nota sina stóru sál sem er svo full af þrá og draumum en bara lokast inni og skrælnar úr þorsta í þess- ari agalegu eyðimörk sem manni finnst stundum maður ver i.. .« Þessi orð eru tekin upp úr Jar- brúði. fvrstu og lengstu sögunni i Thor Vilhjálmsson þessari bók. Það er saga af konu sem hefur náð tilætluðum árangri í öllu þvi sem útlitið, ytra borðið varðar — er falleg og vel snyrt og á fallegt heimili og mikils virtan mann — en telur eigi að síður líf sitt vera gersneytt tilgangi, inn- taki, merkingu. Ómeðvitað, frem- ur en vitandi vits, rennur það upp fyrir henni að einmitt þetta: fágunin og virðingin — leggur á hana sterkastar hömlur: »Á mað- ur kannski að vera fangi allt sitt líf.« Með þvi að hjálpa örlítið til sjálf — en að öðru leyti fyrir tilstilli hendinganna — lendir konan í dálitlu ævintýri sem gengur þvert á lífsvenjur hennar. Hver áhrif hefur það á hana? Fyrst og fremst þau að hún trúir varla sjálfri sér. Henni fannst hún vera orðin »persóna í sögu. Hún trúði því ekki hún sæti hérna og léti þetta gerast, og koma fyrir sjálfa sig rétt eins og að inn í mann gangi saga sem manni er sýnd í sjónvarpinu.« Rétt er að taka fram vegna þess sem áður var sagt almennt um sögur Thors að Jarþrúður gerist hérlendis og felur í sér skýran söguþráð. Þetta er saga af hinum óvirka einstaklingi nútimans sem ekur ekki þátt i lífinu nema í iraunveruleikanum. sem áhorf- mdi sjónvarpsmynda og lesandi skáldsagna, reynist varla kunna að lifa öðru vísi þó annars konar tækifæri bjóðist. Jarþrúður er dæmigerð fyrir Thor en að ýmsu leyti aðgengi- legri en lengri sögur hans. Hún er að mínu viti einkar glöggt dæmi þess hversu mikið felst í stíl Thors, hversu þráðurinn í sögum hans á mikið undir hinu marg- slungna líkinga og myndamáli. Stíll Thors krefst jafnan mikils af lesandanum. Hugmyndaheimur- inn á bak við þær eru margslung- inn en á fyrst og síðast rætur að rekja til heimspekistefna, skáld- skapar og lifsviðhorfa eftirstriðs- áranna eins og fyrr er sagt. Sögur Thors geta aldrei orðið afþreyingarlestur i neinum skiln- ingi. Þær hafa ávallt og munu alltaf verða mest lesnar af bók- menntafólki. Þetta er heil náma fyrir aðra höfunda. Meðal annars fyrir þá sök hversu dýrt þær eru kveðnar, ef svo má að orði kom- ast, er erfitt að gefa þeim al- menna og fljóthugsaða einkunn. Hins vegar væri forvitnilegt ef einhver tæki sér fyrir hendur að gera á þeim stilfræðilega athug- un, og þá enga yfirborðsathugun heldur kafa ofan í þær. Þá kæmi i ljós hversu réttar eða rangar hafa verið niðurstöður gagnrýnenda sem fengið hafa i hendur bækur hans, lesið þær og skrifað um þær — allt í sömu andránni. Þó ég hafi hér aðallega minnst á fyrstu og lengstu söguna í þessari bók eru smásögurnar, sem á eftir fara, ekki síður forvitnilegar. Það er ekki síður í stuttum sögum sem Thor bregður upp broslegu hlið- inni á heiminum, og þá jafnan í stílfærðu formi. Ég nefni bara sem dæmi söguna Viljið þér kaupa kött? Ég hygg að þeir, sem fylgst hafa með ritferli Thors Vilhjálmsson- ar, muni ógjarnan vilja láta þessa bók vanta í safnið. Erlendur Jónsson. Eigum nú mjög mikið úrval af sérstæðri fallegri gjafavöru, t.d. skálar, vasar, bakkar, eilífðar dagatöl, myndarammar, veggspjöld svo eitt- hvað sé nefnt. Þetta er gjafavara fyrir unga sem aldna. Minnum einnig á einkasölu okkar á keramik- gripum Hauks Dórs. Sérverslun með listræna húsmuni Borgartúni 29 Sími 20640

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.