Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 30

Morgunblaðið - 22.12.1977, Page 30
62 — Þar spratt... Framhald af bls. 34. inn aftur. Þegar vorar fær hann heimþrá til fjallanna. Samt skoð- an hann borgina betur. Lendir í tösku litillar stúlku Píu, sem gat séð ósýnilegar verur. Þau tala saman. En hvernig list Plúpp á borgina þar sem stóru húsin eru þétt saman? „Þetta er allt saman steinn. Jafnvei tré og blóm verða strax að steini." Bókin PIúpp fer til borgarinnar er mjög skemmtileg, jafnframt því sem mikill fróðleikur felst í henni. Og vel unnið með þær and- stæður, sem skapast í lífi manna og dýra — í fjölmennri borg — tilbúnu umhverfi — ogþví frjálsa umhverfi sem mönnum og dýrum var í byrjun búið. Myndir vinna vel með texta. Góð bók og vönduð. Eiguleg hverjum lesanda. Þýðing er einn- ig vönduð. — Dálítil lífs- reynslusaga Framhald af bls. 33. mig loks heljartökum. Flug- hræddasta manneskja sem fer um loftin blá hafði ekki aðeins misst af morgunverðinum og afslættinum og sett ailt öryggis- kerfið á Ben Gurion úr skorð- um. Eg hafði einnig misst af þeim ómissandi bjór sem ég verð að neyta til að geta verið í flugvél. En ég ákvað að bita á jaxlinn, taka örlögum minum og líta þetta björtum augum. Ég sá að það getur vissulega haft sína kosti að vera blaðamaður frá Islandi. Og svo komst ég meira að segja lifandi til Aþenu. Filippseyjar: Lands- menn styðja Marcos Manila, 19. des. Reuter. FERDINAND Marcos forseti Filippseyja sagði í dag að hinn mikli stuðningur sem hann hlaut í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um helgina gerði aö engu ásakanir andstæðina sinna um að atkvæða- greiðslan væri blekk- ing til að halda honum við völd. Hinn 60 ára gamli forseti ákvað að lands- menn skyldu ganga til atkvæða um hvort þeir samþykktu eða ekki forsetavald hans. Var landsmönnum gert að skyldu að greiða at- kvæði. I ljós kom að 90% íbúa höfuð- borgarinnar, Manila, studdu Marcos, en víða um land voru tölur nokkuð mismunandi, þótt alls staðar nyti forsetinn stuðnings meirihluta. Marcos rauf þing Fil- ippseyja og bannaði störf stjórnmálaflokka 21. september 1972, en lýðræði landsins hafði verið með bandarísku sniði. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 SKYRTUR BINDI SOKKAR HANZKAR PEYSUR NÁTTFÖT SLOPPAR SKÓR SNYRTIVÖRUR INNISKÓR FÖT FRAKKAR HATTAR HÚFUR TREFLAR GÓÐAR JÓLAGJAFIR FRÁ: HERRADEILD l Margar geröir Verö viö allra hæfi umarkaöurinn hf. | 1A. Simi 86117 jj MOGNUÐ DRAUGASAGA Halldór Pétursson Bjarna- Dísa og Móri ■«*r Þessi bók á sér enga hliðstæðu i okkar bók- menntum og enginn fróSleiksfús ætti að láta hana vanta i bókasafnið. Móri, magnaðasti draugur, sem um getur Tveir austfirskir draugar sem enn blíva. Dísa hafði legið úti á fjöllum i fimm dægur í stórhrið og frostgaddi. Var hún dauð. eða afturgengin þegar hún fannst? Þeir félagar báðu fyrir sér og hrukku frá nema Þorvaldur. Hann öskraði og spurði, hvort þeir ætluðu að láta djöfulinn æra sig. Óð hann nú á móti Þórdísi, reiddi upp þunga sterka varreku og laust í höfuð hennar mikið högg, svo hún hné niður. . . . Hverjum sem þú fylgir Disa mín skaltu ekki fylgja mér ...13 börn er sagt að Bjarni hafi misst af völdum Disu Þessi örlagasaga er i senn hörmuleg og áhrifamikil Móri, magnaðastur drauga sem um getur. Engar sagnir eru til af draug, sem megnaði að vinna slik hervirki sem Móri. Um morguninn þegar menn komu niður blasti við óhugnanleg sjón Ein kýrin lá dauð á básnum og brotinn hryggurinn. Önnur afvelta í flórnum nær dauða en lifi. kvíga var hornbrotin niður við haus og blæddi ákaflega . Hurðir gengu af járnum og kom svo að lokum að þar var engin hurð á járnum. . . Allt lék á reiðiskjálfi. . . útihús skæld, brotin og sliguð, hurðarbrot, raftar, árefti og tróð út um allt tún. Barn kyrkt til bana og fólki lá við sturlun. Stórbýli yfirgefin og svo mætti áfram telja Já það var vissulega ekkert smáræði sem Móri afrekaði Maður undrast og spyr, hvað gerðist? ekki voru þetta náttúruöfl eða hugarburður Upphaf Kúlds ævintýra Jóhann J.E. Kúld. I stillu stormi Frásagnir Jóhanns Kúld eru i senn, fræðandi, skemmtilegar og atburða ríkar. Það er hreint ótrúlegt, sem hægt er að segja frá í einni bók og það var líka margt sem henti og mörgu kynntist Jóhann. Af efninu skal nefna aðeins fátt eitt sem þarna er að finna. Danski-Larsen, Vídalín konsúll, Ár- manns gráni, Sveitastrákur í Reykja- víkurferð, Heljarreiðin á Ólafs Blesa, Ingimundur fiðla, Róið í Selsvör, Hald- ið á Síldveiðar, Frá Sandgerði var sótt á miðin og svona mætti áfram telja. Allir ungir, miðaldra og gamlir, hljóta að hafa gaman af þessari bók, sem er ein sú besta slíkra bóka sem völ er á. Það verður enginn fyrir vonbrigðum, með frásagnir Jóhanns Kúld. „Svona á að segja hetjusögur ". — H.Kr. Tlminn 14.12 1977 — ÆGISÚTGAFAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.