Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1978 Skoðanakönnun varðandi fréttaefni New York, 10. janúar, AP. FJÖLMIÐLAR vanmeta alvarlega áhuga Iesenda á almennum fréttum og of- meta áhuga þeirra á íþrótt- um samkvæmt skoðana- könnun, sem nýlega var gerð. Harrisstofnunin komst að þeirri niðurstöðu með skoðanakönnun að 34% ráðamanna fjölmiðla teldu að almenningur fylgdist af áhuga með innlendum fréttum, en 60% spurðra sögðust hafa áhuga á því efni. 75% ritstjóra og annarra ráðamanna fjölmiðla telja að almenningur sé mjög áhugasamur um fþróttir, en 35% spurðra létu í Ijós slfkan áhuga. Harrisstofnunin lagði spurning- ar fyrir 1533 fullorðna menn, 86 þekkta ritstjóra og fréttastjóra og 76 fréttamenn og rithöfunda víðs vegar um landið. Niðurstöður könnunarinnar sýndu, að 62% spurðra væru mjög áhugasöm um innlendar fréttir, en aðeins 27% fjölmiðlamanna gerðu sér grein fyrir því. Blaða- menn og annað fjölmiðlastarfs- fólk töldu að 35% þjóðarinnar fylgdust með fréttum varðandi orkumál, en fram kom að sú tala væri 57%. 41% spurðra lét í ljós mikinn áhuga á erlendum frétt- um, en aðeins 5% fjölmiðlafólks- ins var þeirrar skoðunar að al- menningur hefði yfirleitt áhuga á erlendum fréttum. Skemmtiefni, listir og menn- ingarlegt fréttaefni vekur áhuga um 29% gagnstætt áliti fjölmiðla- fulltrúanna, sem töldu 45% þjóðarinnar hafa áhuga á slíku efni í fréttum. Könnunin sýndi ennfremur fram á, að fréttir af vísindum, kaupsýslu og hagsýslu vöktu áhuga mun fleiri manna en fulltrúar fjölmiðlanna hafa hing- að til talið. VEÐRIÐ víða um heim Amsterdam 6 rigning Berlln 5 skýjaB Brussel 7 bjart Chicago + 17 bjart Kaupmannah 2 sól Frankfurt 4 rigning Helsinki 3 rígning Jerusalem 8 rigning Lissabon 14 sól London 7 sól Los Angeles 14 rigning Madrid 10 sól Montreal + 9 snjókoma Moskva 0 skýjaS New York 13 skýjaB Paris 7 bjart Róm 5 skýjað Singapore 26 rigning Stokkhólmur 2 skýjaB Tokyo 8 bjart Toronto + 10 snjókoma Vín + 2 skýjaB Barcelona 9 skýjaB Majorka 14 skýjaB Malaga 15 skýjaB Nýkomin styrktarblÖð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir HÆKKIÐ BILIIMN UPP SVO AÐ HANN TAKI EKKI NIÐRI Á SNJÓHRYGGJUM OG HOL ÓTTUM VEGUM. Bedfor 5 og 7 tonna augablöð aftan. Datsun diesel 70—77 rugablöð aftan. Mercedes Bens 1413 augablöð og krókblöð. Mercedes Bens 332 og 1113 augablöð. Scania Vabis L55 og L56 augablöð og krókblöð aftan. Scania Vabis L76 augablöð og krókblöð. 2", 2V«" og 2V2" styrktarblöð í fólksbíla. Mikið úrval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. ^ Sendum i póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöörin h.f., Skeifan 2 sími 82944 Þetta gerðist... Miðvikudagur tl janúar. 1976 Rodriguez Lara forseta Equador steypt af stóli. 1970 32 mánaða gömul aðskilnaðarstjórn Biafra gefst upp fyrir stjórn Nígerlu I bardögum. 1968 Jsraelsmenn og Egyptar sættast á stríðsfangaskipti und- ir eftirliti alþjóða Rauða krossins. 1964 Panama slftur stjórn- málasambandi við Bandaríkin í kjölfar árekstra milli innlendra námsmannahópa og banda- rískra hversveita við Panamaskurð. 1962 Skriður í Andesfjöllun- um í Perú grafa þorp í landinu í kaf og 3000 manns láta lífið við það. 1946 Stjórniagaþing Albaniu kunngerir Albantu alþýðulýð- veldi. 1942 Japanir taka Kuala Lumpur í Malasfu 1923 Franskar og belgískar hersveitir hernema Ruhr- héraðið þar sem Þjóðverjar höfðu ekki ráðið við endur- reisnarstarf að lokinni sfðustu heimsstyrjöld. 1919 Rúmenfa innlimar Transylvaníu. 1898 Bandarikin og Bretland komast að samkomulagi um hvernig landamæri Alaska og Kanada verði ákveðin. 1681 Brandenberg og Frakk- land gera með sér varnarbanda- lag. 1569 Fyrsta happdrætti hleypt af stað f Englandi. Dráttur fór fram í dómkirkju sankti Páls að viðstaddri Elízabetu fyrstu Breta- drottningu. Spakmæli dagsins: „Ég er ætíð tilbúinn til að nema en geðjast ekki alltaf að vera sagt til.“ Sir Winston Churehill. menn V-Berlfn, 10. jan. AP/Reuter. AÐEINS rúmlega fjögur þúsund manns flýðu frá A-Þýzkalandi til V-Þýzkalands á árinu 1977, en færri hafa þeir ekki verið á ári frá þvf að Berlfnarmúrinn var reistur 1961. Mannréttindasamtök, sem kenna sig við 13. ágúst, en þann dag árið 1961 hófu A-Þjóðverjar að byggja múrinn, skýrðu frá þvi i dag, að 4037 menn og konur hefðu flúið yfir til V-Þýzkalands á árinu 1977, en árið 1976 hefðu 5110 flú- ið yfir landamærin. Frá þvf að Berlínarmúrinn var byggður hef- ur 5000—6000 manns tekist að flýja yfir á ári hverju. Flestir flóttamannanna komust til V-Þýzkalands frá öðrum Austantjaldslöndum eða komust fram hjá vegabréfaskoðun við „járntjaldið" sem skilur á milli Austur- og Vestur-Berlínar, á fölskum skilríkjum, segir í skýrslu samtakanna. Samtökin segja að færri men-n taki áhættuna á handtöku, en refsingin við flóttatilraunum hef- ur verið hert mjög í A-Þýzkalandi frá því sem áður var. Þessi mynd var tekin í Aloga-flóa, rétt við Port Elisabeth f Suður-Afrfku, þegar verið var að flytja farm risaolfuskipsins Venoil (til vinstri), 250.000 lestir af hráolfu, yfir f brezka olfuskipið Litippa. Venoil lenti í árekstri við systurskip sitt, Venpet, 20 mílur út af suðausturströnd Suður-Afrfku 16. desember sfðastliðinn. Margir kallaðir, en fáir útvaldir TILKYNNT var á mánudag að Linda Ronstadt, Andy Gibb, Debby Boone, Fleetwood Mac og Eagles hefðu verið tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, sem veitt verða 23. febrúar næstkomandi. Grammy-verðlaunin eru veitt ár hvert og þykja meðal eftirsótt- ustu verðlauna sem veitt eru f pop-tónlistarheiminum. Debby Boone, sem er dóttir leikarans og söngvarans Pat Boone, skaust upp á stjörnu- himininn á siðasta ári með lagi sfnu „You light up my Iife“, en það lag var lengi i efsta sæti vinsældalistans i Bandaríkjunum. Hún hefur verið tilnefnd til verðlaunanna fyrir bezta lag ársins 1977, bezti nýi tónlistar- maðurinn og bezta söngkona á sfðasta ári. „You light up my life“ er titillag kvikmyndar með sama nafni, samið af Joe Brooks, en það hefur verið tilnefnt til verðlauna fyrir beztu frumsömdu tónlist f kvikmynd. Linda Ronstadt, sem valin var bezta söngkona ársins 1976, var aftur tilnefnd í ár, sem og lagið „Blue bayou“ sem hún söng, og hefur verið lengi á vinsældalist- um um allan heim. „Blue bayou var sungið af Roy Orbison hérna um árið og naut þá mikilla vin- sælda í Bandaríkjunum. Fleetwood Mac var tilnefnd sem bezta hljómsveit siðasta árs, en plata þeirra „Rumours" hefur lengi trónað f efsta sæti sölulista hljómplatna beggja vegna Atlantshafsins. Platan var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir beztu hljóðupptöku. Þá voru plötur Eagles „Hotel California", James Taylor „JT“ og plata Sinfóníuhljómsveitar Lundúna „Lo“ en á henni er meðal annars lagið „Star Wars“, tilnefndar sem beztu plötur liðins árs. Sömu tilnefningu hlaut plata Steely Dan „Aja“, en það var fyrsta plata hljómsveitarinnar i tvö ár. Steely Dan voru einnig til- nefndir sem bezta rokk- hljómsveit ársins, en auk þeirra hlutu Crosby, Stills og Nash, Eagles og Fleetwood Mac sömu tilnefningu. Það vekur athygli að Crosby, Stills og Nash skuli vera tilnefndir en frekar hljótt hefur verið um þá kumpána siðastliðin ár. Andy Gibb („I just want to be your everyting"), Leo Sayer („When I need you“), James Taylor („Handy man“), Stephen Bishop („On and on“) og Engel- bert Humperdinck („After the loving") voru tilnefndir sem beztu söngvarar 1977. Andy Gibb er yngstur þeirra Gibb- bræðra, en hann komst f efsta sæti vin- sældalistans f Bandarfkjunum með lag sitt „I just want to be your everyting". Barbara Streisand, sú langnefj- aða leikkona, heldur sig enn við toppinn f tónlistinni, en hún var tilnefnd sem bezta söngkona ársins, ásamt þeim Ronstadt, Boone, Carly Simon („Nobody does it better") og Dolly Parton („Here you come again"). Streisand fékk tilnefninguna fyr- ir söng sinn í laginu „Evergreen". „Evergreen" eftir Paul Willi- ams, var tilnefnt sem bezta lag ársins, ásamt lögunum „You light up my Iife“, „Don’t it make my brown eyes blue“, eftir Richard Lee, „Hotel California", af sam- nefndri plötu Eagles, „Nobody does it better", eftir Marvin Hamlisch og „Southern nights", sem Allen Toussaint samdi. Færri flótta-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.