Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 8. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Víetnam — Kambódía: Minni háttar átök á landamærunum Bangkok. 10. janúar. AP. Reuter. LÍTIÐ VAR barizt 4á landamærum Víetnams og Kamb'ódíu í dag, en þó urðu átök á nokkrum stöðum, að því er haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Bangkok. Víetnamar gerðu sig ekki líklega til að halda yfir Mekong-fljót, að því er sömu heimildir herma, en það bendir til þess að þeir hyggi ekki á töku Phnom Penh í bráðina. Víetnamska liðið heldur sig að mestu á „Páfa- gauksnefinu", í námunda við helztu borg þar um slóðir, Svay Rieng, sem er miðja vegu milli Phnom Penh og Ho Chi Minh-borg, áður Saigon. Deiluaðilar skiptast á harð- vítugum orðsendingum, sem að vanda stangast mjög á, en flestum ber þó saman um að Vietnamar hafi mun betur í átökunum, enda hafa þeir á að skipa margfalt fjöl- mennara liði, auk þess sem vopna- búnaður þeirra er mun fullkomn- ari en Kambódíuhers. Víethamar Napalm í Erítreu? Kalrð. 10. jan. Reuter. AP. TALSMAÐUR Frelsishreyfingar Erftreu sagði f dag, að undan- farna þrjá daga hafi herþotur stjórnarhersins f Eþfópfu dreift napalm-eitri yfir sex þorp í Erf- treu, með þeim afleiðingum að þúsundir manna hafa látið lffið. 1 nafni samtaka sinna, ELF-PLF, skoraði talsmaðurinn á Sam- einuðu þ.jóðirnar að taka til sinna ráð til að stöðva þessi f jöldamorð á saklausum borgurum. í yfirlýsingu ELF-PLF í dag sagði, að sovézkar MIG- orrustuþotur undir stjórn kúbanskra flugmanna hefðu gert napalm-árásirnar. hafa yfir að ráða miklu vopna- búri, — og eru hergögnin ýmist sovézk vopn, eða hergögn, sem tekin voru herfangi af Banda- rikjamönnum f lok styrjaldarinn- ar i Víetnam. Stjórnmálaskýrendur eru al- mennt á einu máli um að verulegt mannfall hafi orðið í Kambódíu- her síðan átökin á landamærun- um hófust, og hafi Rauðu khmer- arnir þess vegna tekið upp nýja baráttuaðferð. Muni þeir á næst- unni ekki láta skerast í odda á „Páfagauksnefinu", heldur snúa sér að skæruhernaði úr norðri og suðri f staðinn, i því skyni að flæma Víetnama á brott. Kambódíu-stjórn sendi frá sér orðsendingu i dag þar sem fullyrt er að „nokkur þúsund" manna hafi fallið í bardögum í norð- austurhluta landsins i innrás Víetnama, og hafi átökin staðið um þjóðveg, sem liggur í áttina að Phnom Penh. Hafi fjöldi óbreyttra borgara fallið í þessum átökum og mikið hafi verið um rán og gripdeildir, en um leið er þvi haldið fram að Kambódíuher gangi ötullega fram f því að hrekja innrásarliðið á brott. Þá halda Kambódíumenn því fram Framhald á bls. 18 Varaforsætisráðherra Vfetnams, Nguyen Duy Trinh, sem jafnframt er utanríkisráðherra, er í Thailandi um þessar mundir til viðræðna við ráðamenn um bætt samskipti rfkjanna. Ráðherrann hitti meðal ann- arra að máli sovézka sendiherrann, og er fullvfst tálið að viðræður þeirra hafi einkum snúizt um átökin á landamærum Vfetnams og Kambódfu. Hér ræðir Trinh við sendiherrann, Boris Ilyichev. (AP- símamynd). Vara við langvarandi notkun ró- andi lyfja Washington, 10. janúar. AP. MATVÆLA- og lyfjastjðrnin, FDA, byrjaði herferð á mánu- dag til að vekja athygli lækna á þvf að engar sannanir séu fyrir þvf að valfum, librium og önnur rðandi lyi' séu árangurs- rfk til lækninga þegar þeirra er neytt að staðaldri. Stjðrnin sagði að ef læknar gæfu lyfseðil upp á rðandi lyf til neyzlu til lengri tfma en fjðra mánuði þá ættu þeir að endurmeta þörf sjúklingsins á lyfinu með jöfnu millibili. Ráðgjafarnefnd FDA komst að þeirri niðurstöðu að lang- varandi notkun lyfjanna væri ðviturleg, ef ekki væri á sama tfma með öðrum leiðum reynt að finna orsakirnar fyrir veikl- un sjúklingsins. Nefndin sagði að ekki væri sannað að valfum, libríum og önnur rðandi lyl' færðu nokkra lækningu ef Framhald á bls. 18 Kaírófundurinn: Prófsteinn á friðar- vilja ísraelsmanna? Kafró, 10. janúar. AP. Reuter FUNDUR ísraelskra og egypzkra hershöfðingja, sem hefst f Kafró á morg- un, verður prófsteinninn á Bretar óttast flota Spánverja og Portúgala á EBE-miðum I.uikIruiuiii. 10. janúar AP BRETAR hafa varað aðrar fiskveiðiþjóðir í Efnahags- bandalagi Evrópu við þvf að aðild Spánar og Portú- gals að bandalaginu við óbreyttar aðstæður í fisk- veiðimálum kunni á næstu áiuin að hafa lamandi áhrif á útgerð þeirra fisk- veiðiþjóða, sem fyrir eru í bandalaginu. Bent er á að sameiginlegur floti togara, sem eru yfir 100 tonn að stærð, í eigu Spánverja og Portúgala, sé yfir 710 þús- und tonn, en fiskveiðiþjóð- ir innan bandalagsins hafi samanlagt aðejns á að skipa 842 þúsund tonna flota fiskiskipa af sömu stærð. Formaður stofnunar þeirrar í Bretlandi, sem hefur með höndum stjórn- un fiskveiða á grunnmið- um, Charles Meek, sagði á fundi með blaðamönnum i dag, að fiskimiðum EBE yrði bráð hætta búin þegar og ef Spánverjar og Portú- galar fengju aðgang að þeim, um Ieið og hann lét í ljós efasemdir um að Efna- hagsbandalagið hefði gefið þessari hlið málsins nægi- legan gaum með tilliti til þess að um þessar mundir sigldu Spánverjar, Portúgalar og Grikkir hraðbyri inn í bandalagið. raunverulegan friðarvilja ísraelsmanna, að þvf er haft var eftir áreiðanleg- um heimildum í Kafró í dag, en yfirlýsingar Isra- elsstjórnar undanfarna daga hafa valdið egypzkum ráðamönnum sfvaxandi áhyggjum. Telja Egyptar að afstaða fsraelsku l'ull- trúanna á fundinum á morgun muni skera úr um það hvort Menachem Beg- in hafi raunverulega veríð alvara með yfirlýsingum sínum um að ísraelskir landnemar yrðu áfram á hernumdu svæðunum, sem A-Berlín: Der Spiegel úthýst Berlln. 10. jan. AP. AUSTUR-þýzka stjórnin lokaði I dag skrifstofu fréttaritara v- þýzka fréttablaðsins Der Spieg- el, f Austur-Berlfn og er ástæð- an sú að blaðið hefur í tveimur sfðustu tölublöðum sfnum birt opið brél' frá a-þýzkum andófs- mönnum. Der Spiegel segir að skjalið só komið frá áhrifa- mönnum innan a-þýzka kommúnistaflokksins, sumum hverjum mjög hátt settum, sem myndi fyrstu skipulögðu and- spyrjuhreyfinguna gegn harð- stjórn kommúnista f landinu. Austur-þýzk stjórnvöld bera Der Spiegel og erindrekum v- þýzku stjórnarinnar á brýn að hafa falsað skjalið,. en þar er borin fram harðorð gagnrýni á stjórnarhætti kommúnista og sovézka fhlutun í 11111a111ik1s1t1.il A-Þý2kalands, og því meðal annars haldið fram að fámenn klíka sem i rauninni sé allsráð- andi, sé gjörspillt. Enginn var í skrifstofu Der Spiegel þegar a-þýzka lögreglan kom og lokaði henni f dag, og ritstjórn blaðsins barst tilkynn- ing um þá framkvæmd um fjar- rita. 1 orðsendingunni sagði m.a.: „A undanförnum mánuð- um hefur timarit yðar farið með illgirnislegt slúður um Al- þýðulýðveldið Þýzkaland og bandamenn þess í sivaxandi mæli og af yfirlögðu ráði reynt að eitra samskipti [við V- Þýzkaland] með tilbiinum fréttum og frásögnum". I orðsendingunni var Der Spiegel ásamt v-þýzku leyni- þjónustunni, sakað um að hafa falsað umrætt skjal og þannig brotið reglur um starfshætti erlendra fjölmiðla og frétta- ritara i A-Þýzkalandi. V-þýzka stjórnin hefur for- dæmt lokun skrifstofu Der Spiegel f A-Berlín og telur að hér sé um að ræða alvarlega skerðingu á athafnafrelsi blaðamanna. Sagði talsmaður Bonn-stjórnarinnar ennfremur að þessi ákvörðun a-þýzku stjórnarinnar væri skref aftur á bak i þeim tilraunum að bæta samskipti stjórnanna í Bonn og A-Berlín, enda sé hér tvimæla- laust um að ræða brot á samningi þeirra um að koma á eðlilegri sambúð og tryggja i því skyni blaðamönnum viðun- andi skilyrði til að flytja fréttir á milli Austur- og Vestur- Þýzkalands. ætlunin er að skila aftur f hendur Egypta, eða hvort hann hefur aðeins verið að friða gagnrýnendur sína heima fyrir. Niðurstaða viðræðna hershöfðingj- anna mun, samkvæmt sömu heimildum í Kaíró, ráða úrslitum um afstöðu Egypta í stjórnmálavið- ræðum fulltrúa rfkjanna, sem hefjast 16. þessa mán- aðar. Varnarmálaráðherrar ríkjanna hefja viðræðurnar i kvöld, og er ætlunin aó þeir snúi sér beint að því að ræða þau atriði, sem hingað til hafa valdið mest- um ágreiningi, þ.e. vandamálum Palestínuaraba, svo og búsetu Israela á Sinaiskaga. Weizman, varnarmálaráðherra ísraels, hitt- ir Sadat forseta að máli meðan hann stendur við i Kaíró, og er talið að þeir muni fyrst og fremst ræða Sianí-málið. Fundahöld til undirbúnings viðræðunum hafa verið mikil, bæði i Kairó og Jerúsalem. Menn velta nú mjög fyrir sér hvort Sinaí-málið verði nýr þröskuldur i friðarviðræðunum, en óstaðfestar Framhald á bls. 18 Soares með flensu Lissabonn, 10. janiiai. AI'. UTSÉÐ er um að Mario Soares myndi stjórn f dag eða á morgun, oiiis og búizt hafði verið við, þar eð hann lagðist f rúmið f dag með flensu og háan sótthita. Stjórnar- myndunarviðræðurnar eru þó taldar svo langt á veg komnar, að Soares geti gert Eanes forseta grein l'yrir árangrinum strax og hann nær heilsu að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.