Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 22
22 MOHCL’NBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGL H 11. JAXUAR 1978 Minning—Jón Þór Þórhallsson Fæddur 1. marz 1939. Dáinn 1. jan. 1978. Þú ert gestur á jörðu og guð er að leiða þig heim þar sem gáta þín ræðst og lokið er hinsta vanda. S.E. Við stöndum svo oft andspænis því sem við skiljum ekki og spyrj- um: „Hver er tilgangurinn?" „Gat þetta ekki verið öðru visi?“ „Þurfti þetta að koma fyrir“. En einn er sá sem öllu ræður og þá verður ekki undan vikist. Við eigum öll erfitt með að sætta okk- ur við að hann Jón Þór sé horfinn okkur. Hann fæddist á Anastöðum á Vatnsnesi hinn 1. marz 1939, son- ur hjónanna Olafar Ölafsdóttur og Þórhalls Jakobssonar, sem þar hafa búið allan sinn búskap Hann var næst yngstur af átta systkinum sem öll komust til full- orðins ára. Hann ólst upp á heimili sínu í skjóli ástríkra foreldra. Geðþekk- ur drengur með létta lund. Tæplega verður svo minnst á æskuheimili Jóns Þórs að ekkí sé getið móðurömmu hans, sem allt- af dvaldist á heimilinu meðan hún lifði. Hún fylgdist með er barnahópurinn óx og þroskaðist og mörg munu þau sporin hafa verið sem hún leiddi litlu dreng- ina sína. Hann ólst upp við störf og leiki sem algeng eru í sveitinni. Snemma hneigðist hugur hans til smíða. Hann fór í verknámsskól- ann að Reykjanesi við Isafjarðar- djúp. Fljótlega eftir að hann lauk námi þar, réðst hann í trésmíða- nám hjá Birni Sigurðssyni bygg- ingarmeistara í Reykjavík, var jafnhliða í Iðnskólanum og lauk prófi þaðar: Síðar fór hann svo í meistaraskólann og tók próf frá honum. Á þessum árum hans í Reykja- vík, kynntist hann ungu stúlk- unni sem varð hans lífsförunaut- ur, Sigurlaugu Ólöfu, dóttur hjón- anna Þórhildar Jakobsdóttur og Guðmundar Torfasonar að Njáls- götu 36. Kynni okkar hér af konunni hans Jóns voru á einn veg. Það var velgefin góð stúlka. Þau stofn-. uðu heimili að Stóragerði 13 í Reykjavík. Þau stóðu saman að öllu sem heimilinu við kom. Þau eignuðust tvo syni, Guð- mund Þór 15 ára og Ingvar Pál 13 ára. Mjög náið samband var milli þeirra, hann var drengjunum sín- um í senn umhyggjusamur faðir og félagi. Tengdaforeldrar Jóns mátu hann mikils og þótti eins vænt um hann og hann væri þeirra sonur. • Ekki slitnuðu tengslin við foreldrahúsin þó þau ættu heimil- ið sitt fyrir sunnan. Sigurlaug átti einnig að nokkru leyti rætur sínar í Húnavatnssýslunni. Þórhildur móðir hennar er frá Árbakka á Skagaströnd og þar hafði Sigur- laug dvalist nokkuð á sínum upp- vaxtarárum. Það ríkti alltaf tilhlökkun hjá foreldrum hans og okkur öllum hér á heimilinu þegar von var á þeim í heimsókn, dvöldust þau þá nokkra daga í senn. Það fylgdi þeim glaðværð og góður hugur og gott var að vera í návist þeirra. Oft greip Jón í verk hér eftir því sem á stóð hverju sinni. Þessir samvistardagur fannst okkur allt- af fljótur að líða. Þegar dætur okkar hjónanna voru fyrst í Reykjavík dvöldust þær á heimili Jóns og Sigurlaug- ar. Fyrst sú eldri — síðan sú yngri. Þar voru þær sem í foreldrahúsum. Þau bönd sem þær þá tengdust þessari fjöl- skyldu hafa ekki slitnað. Jón vann alltaf við smíðar ýmist utan húss eða innan á ýmsum stöðum í Reykjavík. Kappsamur dugnaðarmaður. Stuttan tíma átti fjöldkyldan heima að Birkigrund 66 í Kópavogi. En á síðastliðnu ári fluttust þau í nýtt hús að Giljaseli 7 í Breiðholti. Þetta var hús sem þau höfðu byggt frá grunni. Það var þó engan veginn fullgert. En kappsamlega var að því unnið að gera allt sem best úr garði, því að þetta skyldi verða þeirra fram- tíðarheimili. Honum var það mikið áhugamál að drengirnir gætu sem lengst verið í heimilinu þeirra og sem best væri búið í haginn fyrir þá. Að kvöldi dags hinn 6. des. s.l. hneig hann útaf á heimili sínu. Hann komst strax á sjúkrahús. Dagar liðu og urðu að vikum; hann komst aldrei til verulegrar meðvitundar. , Að morgni nýársdags kvaddi hann þennan heim, á giftingaraf- mæli foreldra sinna. Það hlýtur að leita á hugann að hann hafi verið kallaður til annarra starfa. Og trú mín er sú að amman hans rétti honum hönd sína, þegar hann fyrstur af systkinahópnum stígur á hina ókunnu strönd. Við lítum í huganum yfir minn- ingar liðinna ára og varðveitum þær með okkur. Þær verða ekki burtu teknar. Svo bið ég góðan guð að styrkja eiginkonuna og drengina hans í sorg þeirra, einn- ig foreldra hans og tengdafor- eldra. Því hann „leggur smyrsl á lífsins sár hann læknar mein og þcrrar tár“. Svo kveð ég þennan sæmdar- dreng. Hafi hann þökk fyrir allt. Halldóra Kristinsdóttir. 1 dag er lagður til hinstu hvílu Jón Þór Þórhallsson, Giljaseli 7, Reykjavík. Hann lést að morgni nýársdags, eftir rúmlega 3 vikna legu á sjúkrahúsi, langt um aldur fram, aðeins 38 ára að aldri. Fréttin um veikindi Jóns kom eins og reiðarslag yfir alla, sem til hans þekktu. Enginn vissi til ann- ars, en hann væri heilsuhraustur, enda gekk hann til vinnu dag hvern og skilaði miklu og vel unnu dagsverki. Eiginkona Jóns var Sigurlaug Guðmundsdóttir og áttu þau saman tvo myndardrengi, Guð- mund Þór og Ingvar Pál. Fundum okkar bar saman um það leyti, að við hjónin vorum að stofna heimili í Reykjavík, en hann var föðurbróðir konu minn- ar. ,Upp frá því, voru tíðar heim- sóknir milli okkar. Það virtist aldrei hittast illa á, á heimili þeirra hjóna, hvort heldur var í Stóragerði, í Birkigrund eða nú síðast í hinu nýja og glæsilega húsi þeirra við Giljasel, sem þau hafa byggt af mikilli eljusemi og dugnaði. Á heimili þeirra ríkti mikil samstaða um öll þau mál, sem til úrlausnar voru hverju sinni. Þekki ég engin hjón, sem báru jafn mikla virðingu hvort fyrir öðru og þau Jón og Sigurlaug, enda mun sjaldan hafa borið skugga á í sambúð þeirra. Það byggðist þó ekki á því, að annað léti hlut sinn fyrir hinu, bæði höfðu þau ákveðnar skoðanir á hlutunum, en var einkar lagið, að samræma þær. Heimili Jóns var honum mjög mikilvægt, og allt, sem viðkom því, var sett ofar öðru. Jón var óvenju heilsteyptur maður og búinn flestum þeim kostum, sem einn mann mega prýða. Eitt af sterkustu einkenn- um hans, var hversu hann var alltaf léttur í lund og bjartsýnn á lífið og tilveruna. Jón var húsasmiður að mennt, og fyrir skömmu síðan hóf hann að láta rætast þann draum, sem þau hjón áttu hvað stærstan, en það var að byggja sitt eigið hús. Ekki var flanað að neinu. Tímun- um saman var setið yfir teikning- um og úthugsað hvernig öllu yrði sem best fyrir komið. Að fengnum tilskildum leyfum var hafist handa. Hvert handtak var vandað og var unun á að horfa, af hversu mikilli nærfærni var farið með allt efni, allt varð að falla lýtalaust. Aldrei heyrði ég, að örlaði á vonleysi eða svartsýni, þrátt fyrir stærð verkefnisins, þvert á móti var svo bjart yfir öllu. Það var stór stund hjá þeim hjónum, er þau fluttu inn í Sonur minn faðir okkar. tengdafaðir oij afi, SOLVI ÞORSTEINSSON, Hafnarfirði, ló/t af slysförum 5 janúar Porsteinn Sölvason, Lilja Sipos, Asgeir Sölvason, Joe Sipos, Edda Larsen, Þórdís Sölvadóttir, SigurðurG Baldursson, Erla Solvadóttir, Birgir Olafsson, Kristin Sölvadóttir, Benedikt Kröyer, Steinunn Sölvadóttir, Stefán Símonarson, Guðrún Asgeirsdóttir, og barnabörn. + Móðir okkar oi; temjdamóðir, KARITAS HALLDÓRSDOTTIR. lést 10 janúar i Öldrunardeild Landspitalans að Hátúni 10 B Jens Hinriksson, Kristín Jónsdóttir, Jósafat Hínriksson, Ólöf Hannesdóttir. t Móðir okkar. DOROTHY M BREIÐFJORÐ, nndnðist i Landspítalanum að mortjni 10 janúar Jarðarförin aurjlýst síðar Eileen Breiðfjörð, Kenneth Breiðfjörð, Kristín Jónsdóttir, Roy Ó. Breiðfjörð. + Inmlegar þakkir flytjum við óllum sem vottuðu okkur hlutteknmgu við fráfall enjmmanns mins, fóður, tengdafoður og afa, VALGARÐS HARALDSSONAR, fræðslustjóra Akureyri. Við bið|um þeim blessunar guðs Guðný Margrét Magnúsdóttir, Olóf Vala Valgarðsdóttir, Margrét Ýr Valgarðsdóttir, Jónina Valgarðsdóttir, Sigurður Sigfússon, og barnabörn. + Innileijar þakkir flytjum við ollum þeim, sem vottuðu okkur samúð við fráfall' ASTU BJORNSDÓTTUR LEVÍ, Sérstakar þekkir færum við yfirlækni á Hanlækningadeild Landspítal- ans svo og hjúkrunarfólki á deildum 4d og 3c Brynhildur og Geir R. Andersen Steinunn og Björg Berndsen. + Inmlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför mannsins mins foður tenijdaföðurs oy afa ÁSGEIRS GUÐBJARTSSONAR beykis, Hátúni 10. Jónína Sigurðardóttir, Steinunn Ásgeirsdóttir, Jerry Thomas, Guðbjartur Asgeirsson, Maryn Asgeirsson, Einar Asgeirsson. Einara Magnúsdóttir, Sigurður Asgeirsson. Mary Ólafsdóttir. Þórir Asgeirsson. Oddný Ólafsdóttir, og barnaborn + Elskulegur sonur okkar og bróðir, SVAVAR HALLDÓR, lést í sjúkrahúsi Sauðárkróks sunnudacjinn 8 janúar s I Sigrún Halldórsdóttir, Sverrir Svavarsson, og sytkini hins látna. + Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, GUONY GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugaveg 137. andaðist á Landakotsspitala 9 janúar Bergljót Sveinsdóttir. Ragnar Guðmundsson, Margrét Sveinsdóttir, Jón A. Jónasson, Anna Sveinsdóttir, Gunnar Valgeirsson. + Eiyinmaður minn, GÍSLI JÓHANNSSON, sem lézt á Borgarspítalanum, fimmtudaginn 5 janúar. verður jarðsung- mn frá Frikirkjunni. fimmtudaginn 1 2 janúar kl 1 3 30 Grímheiður Pálsdóttir. + Innileyar þakkir fyrir auðsýnda samúð oy vináttu við andlát mannsms míns oy sonar, GUÐMUNDAR VALDIMARSSONAR, Hraungerði v/Suðurlandsveg. Sigurlaug Helga Emilsdóttir, Sigurlín Guðmundsdóttir, og aðrir vandamenn, + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eíginmanns míns. föður. tengdaföður og afa, OLAFS TOMASSONAR fulltrúa. (fyrrv. stýrimanns) Bergstaðarstræti 11 A, Rvik. Benedikta Þorláksdóttir, Ólafra Hrönn Ólafsdóttir, Sigurbjörn Valdimarsson, Gerður Ólafsdóttir, Ásgeir M. Jónsson, og barnaborn + Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og afa, HILMARS SIGURÐSSONAR, Selvogsgötu 13, Hafnarfirði, sérstakar þakkir færum við Sigurði Björnssyni óperusöngvara og félögum hans fyrir ógleymanlega hjálp. Ingibjörg Karlsdóttir, Guðríður Björnsdóttir, Sigurbjörg Hilmarsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Sigrún Hilmarsdóttir, Jónas Hilmarsson, Guðríður Hilmarsdóttir, Ágústa G. Hilmarsdóttir. barnabörn og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.