Morgunblaðið - 11.01.1978, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.01.1978, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1978 25 fclk í fréttum + Hér má sjá Begin forsætisráðherra ísraels á Ben- Gurion flugvelli við komuna frá Egyptalandi nú fyrir skömmu. Það er æðsti rabbí Goren sem blessar Begin við heimkomuna. + Charles bretaprins var ntlega á ferrtalagi I Bandarfkjunum. Þar hitti hann prinsessu. Þetta var þó ekki prinsessa í rauninni. heldur lék hún prinsessu I ðperu sem prinsinn sá. Prinsinuni leist svo vel á „prinsessuna" seni heitir Pamela South. aó hann lét alla hirósiði lönd og leió, fór aó tjaldabaki eftir sýninguna og kyssti hana fyrir skemnitunina. + Þegar læknar mældu hæð hans sfðast, þrem vikum áður en hann dó, var hann tveir metrar og 72 centimetrar. Hann var þá 22 ára og sfóasta árið sem hann lifði óx hann um 7.2 cm. Hið rétta nafn hans var Robert P. Wadlow en I daglegu tali var hann nefndur „Risinn frá AIton“. Ekki er til þess vitað að til hafi verið há- vaxnari maður. Foreldrar Ro- berts Wadlow voru I meðallagi hávaxin, en þessi óeðlilega stærð hans stafaði af æxli í heiladingli sem truflaði hor- mónastarfsemi lfkamans og strax á fyrsta ári óx hann óeðlilega mikið eða um 45 cm. Sfðasta árið sem hann lifði en það var árið 1940 var hann orðinn mjög bæklaður í fótum og gat aðeins gengið við hækj- ur. Hin ranga hormónastarf- semi olli þvf einnig að hann hafði ekki venjuleg mótstöðu-> efni f Ifkamanum og hann lést af völdum fgerðar sem hann fékk f smá sár. Maðurinn við hlið Roberts P. Wadlow er að vísu heldur smár vexti, en stærðarmunur- inn er samt gífurlegur. + Flestir þurfa með aldrinum að nota gleraugu. Konungafólk er þar engin undanlekning. Elísahet Englandsdrottning virðist á þessum myndum eiga í einhverjum liyrjunarerfiðleikum með gleraugun. Hún er þarna að halda ræðu f breska þinginu og gleraugun sigu stöðugt niður á hið konunglega nef og trufluðu hennar hátign við lesturinn. Sjötugur: Oskar Pétur Einars- son frá Búðarhóli Óskar Pétur Einarsson er fædd- ur 11. janúar 1908 að Krossi í A-Landeyjum Rang. Þar bjuggu foreldrar hans þá, hjónin Val- gerður Oddsdóttir, Péturssonar löngum kenndur við Heiði á Rangárvöllum, og Einar Nikulás- son Pálssonar frá Skækli i A- Landeyjum. Valgerður og Einar bjuggu lengst af á Búðarhóli og eignuð- ust 9 börn. Af þeim komust 6 til manns og lifa 5 þeirra í dag. Þau eru Guðný húsmóðir að Fremri Brekku i Dalasýslu, Sigurbjörg húsmóðir að Breiðholti Vest- mannaeyjum. Yngst er Oddrún, húsmóðir í Reykjavík. Látin er Kristjana er lengst bjó að Sandi í Vestmannaeyjum. Óskar hlaut atgervi og hreysti í vöggugjöf. 12 ára gamall fær hann tilboð frá einum oddamanni byggðarinnar um kappglímu og var 1 króna lögð undir. Svo fór að Óskar eignaðist krónuna. Hann fékk þær fleiri síðar á lífsleiðinni. Árið 1927 sat hann I Haukadals- skóla og nam alþýðumenntun og íþróttir hjá Sigurði Greipssyni skólastjóra. Sem margra annarra Rang- æinga lá leið hans í ver til Eyja. Þar er hann í 10 vertíðir, ávallt með sama skiptjóra, Karli Sig- urðssyni frá Litlalandi i Eyjum. Þeir Óskar voru frændur. Karl var orðlagður aflamaður. Var ávallt með stór og góð skip og i toppi með afla. Með honum vald- ist ávallt einvalalið. Árið 1944 hóf Óskar nám í skipasmíði. Meistari hans var Gunnar Marel Jónsson. Óskar lauk námi og öðlaðist réttindi sín. Alltaf hefir verið hlýtt milli Ósk- ars og Gunnars, kannski ekki síst fyrir það, er kunnur skipstjóri kom og falaði Óskar, aðeins nokkra róðra, því einn af áhöfn- inni væri á leið í verið. Gunnar þvertók fyrir að láta Óskar, sem gjarna vildi hlaupa í skarðið. Tveim dögum síðar fórst fyrr- greindur skipstjóri með allri áhöfn sinni. Arið 1949 gerist Öskar lögreglu- maður og starfar í lögreglu Vest- mannaeyja í hartnær 30 ár. Skap- stilltur, vel yfirvegaður og athug- ull, var Óskar einkar vel fallinn til þeirra starfa. Kylfur og hand- járn lágu yfirleitt i lægðinni hjá honum. Góð orð og fortölur voru frekar notuð og mikið lán og lagni fyldi Óskari á því sviði. Eiga margir ungir menn Óskari gott að launa fyrir oft viturlega fram- komu og tillitssemi. Óskar fluttist aldrei frá Eyjum í gosinu, þó að fjölskylda hans dveldi á megin- landinu. Vaktir sínar og skyldur rækti hann með sóma og prýði. 23. október, fyrsta vetrardag 1935, kvæntist Óskar Svövu Gísla- dóttur frá Arnarhóli í Eyjum. Hafa þau eignast 6 börn, sem eru Guðný gift Páli Sæmundssyni raf- fræðingi hjá Rafmagnsveitp Reykjavíkur; Valgerður Erla gift Friðriki Ásmundssyni, skipstjóra frá Löndum, núverandi skóla- stjóra Stýrimannaskólans i Eyj- um; Gísli vélstjóri kvæntur Kristinu Haraldsdóttur frá Pat- reksfirði; Rebekka, sem andaðist 1971 og gift var Ara Pálssyni og gengu þau Svava og Óskar tveim yngri börnum þeirra í föður- og móður stað við andlát Rebekku; Rut, sem gift er Atla Einarssyni trésmið; og yngstur er Einar er stundar Háskólanám í Bandarikj- unum. Við þessi timamót í lífi Óskars eru honum færðar hamingjuóskir og þakklæti fyrir liðin ár. Fram- koma hans i orði og æði hefir verið afstaða hins góða manns, er allt vill færa til bétri vegar, til hjálpar og léttis. A nýbyrjuðu ári fá hamingju- óskirnar betri byr. Því undan- farið hafði Óskar kennt lasleika, sem eftir aðgerð og góða læknis- meðferð horfir mjög til hins betra með heilsu hans. Enn er snerpa og hreysti drengsins frá Búðarhóli í kjölfari Óskars og óskum við vinir hans honum að njóta þess um mörg ókomin ár. Eiginkonu og allri fjölskyldu og Óskari sjálfum, eru færðar ham- ingjuóskir við þessi tímamót og þeim beðið blessunar Drottins. Einar J. Gíslason. Bandarlkin: Bjart útlit í efnahagsmálum Washington, 8. jan. Reuter. EFNAHAGUR Bandaríkjanna mun batna á nýburjuðu ári og iðnaður blómgast að þvf er segir í skýrslu stjórnarinnar, er birt var í dag. Sagði f tilkynningu frá við- skiptaráðune.vtinu að hagvöxtur ætti að nema fjórum til fimm af hundraði — en það er betri árangur en flest önnur iðnríki gera sér vonir um að ná á árinu. Ekki er búist við að verðbólgan muni breytast mikið, en hún var 6% á sfðasta ári. Atvinnuleysi verður um 6,5% á árinu sam- kvæmt skýrslunni, en það nam 7% við lok ársins 1977. Aætlun þessi tekur ekkert mið af áform- um Carters forseta um að minnka skatttekjur um 25 milljarða doll- ara, en sú ráðstöfun ætti að hafa góð áhrif á efnahaginn verði hún samþykkt af þinginu. I ársskýrslu bandarlska við- skiptaráðuneytisins kom fram að flugvélaiðnaðurinn ætti að dafna vel á þessu ári, en hins vegar mun væntanlega verða einhver sam- dráttur I bílaiðnaðinum. Ætti hagnaður flugvélaiðnaðarins að nema allt að 30% meira en á síðastliðnu ári sé miðað við skips- farma, en aðrar 10 blómlegustu greinar iðnaðarins að auka við sig um 12%, að bílaiðnaðinum und- anskildum eins og að framan greinir. Mun samdrátt'ur bílaiðn- aðarins koma í kjölfar metsölu- árs, en á siðasta ári seldust meira en 15 milljónir bila. Ekki er þó búist við að salan falli niður fyrir 14,5 milljónir á árinu að sögn ráðuneytisins. Yfirhagfræðingur ráðuneytis- ins, Courtenay Slater, kvaðst telja að þótt hagvöxtur yrði eins og áður segir myndi draga úr honum þegar sígur á seinni hluta árs og þyrftu stjórnvöld þá að ráðast i nýjar aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.