Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANUAR 1978 DANIR ERU EKKI BJART— SÝNIR LENGUR RÚMAR tvær vikur eru þar til heimsmeistarakeppnin í handknattleik hefst f Danmörku og Danir eru allt annað en bjartsýnir þessa dagana. Meiðsli hafa sagt til sln hjá Dönunum og Ijóst er að kalla verður varamenn inn í landsliðshópinn danska. Fyrsta áfallið fengu Danirnir er þeir töpuðu með miklum mun fyrir Ungverjum á heimavelli rétt fyrir jól. Síðan hefur ekkert gengið og dönsku blöðin eru ekki lengi að velta sér upp úr vandamálunum. í síðustu viku léku Danir fimm leiki í Norður-Þýzkalandi og þá kom í ljos að meiðsli þeirra Thom- as Pazyjs, Stig Christiansens og Thor Munkagers voru meiri en talið var. Lars Bock er einnig meiddur og lék t.d. ekki með í hluta leikjanna í Þýzkalandi vegna meiðslanna. í þessari keppni þótti aðeins Heine Sören- sen leika eins vel og Danir bjugg- ust við. Leikirnir í Þýzkalandi enduðu þannig að fyrst vann Danmörk Flensborgar-úrval með 10 mörk- um, en gerðu síðan jafntefli 11:11 í leik, sem var 2x15 mínútur. Þá var leikið á móti júgóslavneska liðinu Crenka og lauk honum einnig með jafntefli 12:12. Danir unnu síðan sigur á pólska liðinu Krakow 14:11. John Björklund íþróttafrétta- maður á BT skrifar eftirfarandi á mánudag: ,,Það voru Ungverjarn- ir, sem afhjúpuðu okkur og sýndu okkur hve lélegt landslið okkar er og enn stöndum við berskjaldaðir. Leikirnir í Flensborg sýndu ekk- ert sem bent getur til þess aó við séum að rétta úr kútnum á ný. Ástæðan er einföld, Anders Dahl Nielsen virkaði þreyttur í þessum leikjum — nánast útbrunninn... Eins og málin standa í dag getur farið svo að við verðum ekki á meðal tveggja efstu liðanna t okk- ar riðli. Geta landsliðsins virðist ekki það mikil þessa dagana. Okkar möguleikar liggja fyrst og fremst í þvf að við leikum á heimavelli, en einnig það getur verið erfitt. Það kæmi mér ekki á óvart þó að leikmenn okkar yrðu í meira lagi taugaóstyrkir f leikjun- um á móti ísjandi og Spáni. Spán- verjarnir eru tvisvar sinnum betri en þegar við mættum þeim síðast og íslendingar hafa fengið til liðs við sig þrjá leikmenn frá félögum erlendis. Ef við eigum að hafa einhverja möguleika þá verður Anders Dahl Nielsen að komast í þenn ham, sem fleytti liðinu yfir marga erfiða hjalla fyrst á keppnistímabili. Ef það verður ekki hefur hann aðeins krafta fyrir sjálfan sig og þá leik- um við aðins um 9.—12. sæti í keppninni.“ LANDSLIÐSFVRIRLIÐINN f handknattleik, Jón H. Karlsson, er vígalegur á þessari mynd með landsliðstrefla f bak og fyrir. Það er Félag einstæðra foreldra, sem látið hefur prjóna treflana fyrir heimsmeistarakeppnina í handknattleik. Er stefnt að því að sem flestir þeir er fara héðan á keppnina í Danmörku, beri svona trefla og eru þeir seldir á skrifstofu FEF f Traðarkotssundi 6. Þjálfara- námskeiö meðan á HM stendur í Danmörku MEÐAN á Heimsmeistarakeppninni I Danmörku stendur gengst Jóhann Ingi Gunnarsson fyrir þjáHaranám- skeiSi fyrir Islendinga þar ytra. Jóhann Ingi er þjálfari 1. deildarliðs Fram og unglingalandsliSsins I hand- knattleik. auk þess sem hann stund- ar sálfrœSinám og er fararstjóri hjá FerSaskrifstofunni Úrval á HM. VerSur þetta þjálfaranámskeiS þannig uppbyggt aS þeim, sem sækja námskeiSiS, verSur skipt f hópa á hverjum leik. Athugar einn hópurinn nýtingu. annar tekur leik- skipulag fyrir o.s.frv. Daginn eftir leik verSur siSan komiS saman og fariS f gegnum leikinn og masta á þá fundi fulltrúar landsliSsnefndar og einn leikmaSur landsliSsins. Hefur sérstaklega veriS rntt viS Geir Hall- steinsson og Jón H. Karlsson I þvi sambandi. Þá hefur Ólafi H. Jóns- syni veriS skrifaS og hann beSinn um aS vera innan handar f sambandi viS námskeiSiS. Spenna hjá skíðakonum HANNI Wenzel frá Liechtenstein sigraði í stórsvigskeppni kvenna í Heimsbikar- keppninni á skfðum í Les Mosses í Sviss í gær. Með þessum sigri skauzt hún upp í efsta sætið í keppninni hjá kvenfólkinu en gífurleg barátta er hjá stúlkunum — ólíkt þvf, sem er hjá körlunum, en þar er Ingemar Stenmark á góðri leið með að eyðileggja alla spennu í keppninni með yfirburðum sínum. Wenzel fékk tímann 2:52,77 og fékk fyrir sigurinn 25 stig, en í öðru sæti varð Monika Kaserer frá Austurríki með 2:53,85 og þriðja varð Fabienne Serrat á 2:54,24. Abilgail Fischer frá Bandaríkjunum var í fyrsta sæti eftir fyrri ferðina, en tókst ekki að fara seinni ferðina eins vel og lenti í 6. sæti. Lise Marie Morerod, sem sigr- aði i sviginu á mánudaginn, tókst ekki að fylgja þeim sigri eftir og var dæmd úr leik í gær. Sleppti hún hliði í f.vrri ferðinni og var umsvifalaust'dæmd úr leik, henni sjálfri og fjölmörgum aðdáendum hennar til mikilla vonbrigða. : 'fé' Teningnum er kastað Anders Dahl Nielsen — með hon- um stendur danska landsliðið eða fellur. EKKI ar vert að fara mörgum orðum um frammistöðu helstu opinberu getspekinga Islands og Bretlands á síðasta getraunaseðli. ekki síst sérfræðinga Mbl.. en sennilega hafa höfuð þeirra legið einum of lengi i bleyti yfir hátíðarnar þvi að vandhitt er á meðalveginn þar ekki siður en annars staðar. Við ætlum nú að reyna nýja aðferð til árangurs og hún hefur þann kost að vera pottþétt. Aðferð þessa fáum við að láni frá Júliusi nokkrum Sesar og segir sagan. að þegar hann fann aðferðina upp. hafi hann mælt „alea jacta est". Ekki mun Júlíus hafa haft getraunaseðla i huga er hann fann upp á þessu snjallræði. en dæmin sanna, að hún er nothæf á þeim vigstöðvum og þar sem önnur ráð hafa burgðist okkur reynum við nú þessa. Lauslega þýtt mun orðtækið þýða: Teningnum er kastað. Birmingham — Leeds x Þessi er tvísýnn og ef satt skal segja veldur hann umtalsverðum heilabrot um. Við viljum engan styggja með tippi okkar og spáum þvi jafntefli Arsenal — Wolves 1 Hver heilvita maður og flestir aðrir munu fallast á þessa spá sem þá einu réttu DALE CARNEGIE NÝ NÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST — Námskeiðið mun hjálpa þér að: Ár Öðlast meira hugrekki og sjálfstrauSt. ■Á Tala af ÖRYGGI á fundum. Stækka vinahóp þinn, ávinna þér virðingu og viðurkenningu. Ár Starfa af meiri lifskrafti — heima og á vinnustað. if Halda áhyggjum í skefjum og draga kvíða. ur kyNningarfundur Verður 12. janúar — fimmtudagskvöld kl. 8.30 að Síðumúla 35. Innrttun og upplýsingar I síma Bristol City — Leicester 1 Ekki er hægt að ætlast til þess, að lið sem er um megn að skora. geri stóra hluti gegn einu af sterkari heimaliðum deildarinnar Coventry — Chelsea x Þetta er einn strembnasti leikur seðilsins og væri vissulega freistandi að sleppa honum og vona síðan að honum yrði frestað vegna veðurs. En það er frekar langsótt og tippum við því út úr neyð á jafntefli Derby — Nottingham Forest x Þeir gerast varla tvisýnni en þessi og er það óðum að renna upp fyrir okkur að seðill þessi er déskoti erfiður Brian Clough, hinn litriki og kjaftforugi stjóri Forest, mætir nú sínu gamla félagi og mun hann örugglega ekki sætta sig við annað en sigur Derby er annað lið og betra en i haust og treystum við því á jafntefli Everton — Aston Villa 1 Hér er um endurtekningu á bikar- leiknum í síðustu viku að ræða og finnít okkur óliklegt að úrslit verði önnur nú en þá Heimasigur Ipswich — Manchester Utd x Einn leikur enn, niðþungur Öll þessi heilabrot fara bráðlega að skaða heila undirritaðs ef ekki verður lát á Bæði eru lið þessi gjörsamlega óútreiknan- leg og eigum við ekki annars úrkosta, samviskunar vegna, en að tippa á eitt jafnteflið enn. Manchester City — West Ham 1 Loksins, loksins einn „öruggur”. Vinnist hér ekki heimasigur, hættum við að tippa. Newcastle — Middlesbrough 1 Newcastle hefur sýnt nægilegar framfarir undanfarið til þess að ávinna sér traust okkar, geri aðrir betur. Heimasigur. QPR — Norwich x Um leið og leikur þessi ber á góma, fyllast skilningarvit öll jafnteflisfnykin- um kunna og ef svo fer, tippum við ekki á annað WBA — Liverpool x Hér lést undirritaður nærri því af völdum fnyksins. Jafntefli Hull City — Crystal Palace 2 Hull lagðist svo lágt á laugardaginn var að tapa fyrir Leicester og með hliðsjón af þvi, þykir okkur ólíklegt í meira lagi að liðið angri Crystal Palace, sem er með einhvern sterkasta úti- árangur í annarri deild. — gg- œ82411 hAii < ,/íxm /fSTJÓRNUNARSKÓLIN n M'/'M//,/.\ Konráð Adolphsson Getrauna- spá Mbl. 2 ’■© 3 C 3 u O S *© I S 3 •© A < 2 3 rn jO bc a Q 2 o. u > C »© c« Tfminn Útvarpið Vísir c c > I A Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the world Sunday Telegraph SAMTALS i X 2 Arsenal—Wolves i í i t 1 1 1 1 1 1 1 t 1 13 0 0 Birm.ham—Leeds x 2 X 1 X 1 X 1 2 X X 1 X 4 7 2 Bristol C.—Leicester 1 1 i l 1 X | X 1 1 1 1 1 1 11 2 0 Coventry—Chelsea X X i l X 1 1 1 1 X X 1 2 7 5 1 Darby—Nott. Forest X 2 X X X X 1 1 X X X 2 2 2 8 3 Everton—Aston Villa i 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 13 0 0 Ipswish—Man. Utd. X X 1 1 X X X 2 1 X X 1 2 4 7 2 Man. City—West. H. 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 13 0 0 Newcastle—Middlesb. 1 X X X 1 X X X 1 1 X X 1 5 8 0 QPR—Norwich X 2 X 1 X 1 1 1 X X 2 X 1 5 6 2 WBA—Liverpool X X 2 X 2 2 2 1 X X X X X 1 8 4 Hull City—Cr. Palace 2 2 2 1 2 1 1 1 2 2 2 2 2 4 0 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.