Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 1

Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 1
48 SIÐUR 12. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. S-Líbanon: Átök blossa upp Beirut 14. jan. AP. ÁTÖK blossuðu upp aðfararnótt laugardags f Suður-Líbanon rétt við landamæri Israels milli lfbanskra sveita þar og skæruliða Palestínumanna. Fallbyssuskot- hríð stóð yfir lengst af alla nótt- ina en um manntjón er ekki vitað. Sveitir Líbana á þessu svæði eru einangraðar vegna þess að Palestínuskæruliðar hafa um- kringt þær og skorið á allar aðflutningsleiðir til S-Líbanons. lsraelar hafa hótað að grfpa til fhlutunar ef friðarsveitir Sýr- lendinga yrðu sendar á vettvang. Þá sagði biaðið Magazine, sem er gefið út í Beirut, frá þvi í dag að Bandaríkin hefðu boðið fram Framhald á bls. 47. Jarðskjálft- ar í Japan Tókíó 14. jan. AP. JARÐSKJÁLFTAHRINA gekk yfir Japan í dag, laugardag, og snarpasti skjálftinn mældist 6.4 stig á Richterkvarða og fannst hann landshorna á milli. Um manntjón er ekki full ljóst, en vitað er þó að átta manns hafa týnt lífi, átta er saknað og að minnsta kosti þrettán slösuðust. í fréttum sagði að komið hefðu meira en 100 kippir en þeir hefðu verið mjög mismunandi harðir, frá því síðdegis á föstudag og til jafnlengdar á laugardag. Meiri háttar skjálftar voru um tíu og urðu þeir allir um og eftir hádegi á laugardag. Manntjón það sem vitað er um varð þegar stór björg losnuðu úr fjalli í einni hrinunni og féllu á bifreiðar sem fóru um fyrir neð- an. Meðal annars féll stórgrýti á fólksflutningabíl með 38 farþeg- um. Verstir og harðastir voru skjálftarnir á eyjunni Oshima og auk þess að þar létust menn varð þar mikið tjón á byggingum. Raf- magn fór af, skólum var lokað og ekki var hægt að fljúga til eyjar- Framhald á bls. 47. Rauðu khmer- arnir í sókn? Bangkok — 14. jan.—AP. t HAFT er eftir áreiðanlegum heimilduni að Rauðu khmera- sveitirnar hafi nú heldur betur sótt f sig veðrið f landamæraátök- unum við Víetnama. Hafi veru- legt mannfall orðið f liði hinna sfðarnefndu á að minnsta kosti fernum vfgstöðvum á Páfagauks- nefinu, en þar til fyrir fáeinum dögum virtust ' Víetnamar hafa þar öll ráð í hendi sér. Kambódíumenn hafa síður en svo dregið úr stórbrotnum lýsing- um á viðburðum á þessum slóð- um, og halda því nú fram að þeir hafi undanfarna daga eyðilagt hundruð skriðdreka fyrir Víet- nömum og fellt hvorki- meira né minna en 40 þúsund manns úr liði þeirra, enda sé hér um að ræða sögulegan sigur. Samkvæmt þeim fregnum, sem helzt má telja marktækar, hafa Kekkonen spáð 90% atkvæða en búizt við dræmri kjörsókn Helsinki 14. jan. AP. Reuter ALLT BENDIR til þess að Urho Kekkonen, ■forseti Finn- lands, fáP yfirgnæfandi meiri- hluta í forsetakosningunum í landinu á morgun, sunnudag, og mánudag. Aftur á móti hníg- ur flest í þá átt að þátttaka verði ekki mikil í kosningunum og er naumast spáð meira en 60% kjörsókn. Fréttaskýr- endur segja að dræma kjörsókn nú megi túlka sem vantraust á þá utanríkisstefnu sem Kekkonen hefur fylgt alla sfna forsetatíð eða 22 ár. Kekkonen er nú 77 ára gam- all. Hann sagði fyrir þremur árúm að hann myndi ekki gefa kost á sér nú, en eftir að stærstu flokkar landsins höfðu lagt hart að honum að bjóða sig fram ákvað hann sig. Kekkonen sagði í sjónvarpsviðtali í gær- kvöldi er kosningabaráttunni var að Ijúka, að hann myndi leggja á það megináherzlu, ef hann yrði kjörinn, að þróa efna- hagsleg samskipti við Sovétrík- in og vinna að einingu innan- lands. Kekkonen var undir lok Framhald á bls. 47. Kekkonen Víetnamar þó enn undirtökin og hafa hvergi hafið undanhald. Flestum ber saman um að Víet- namar sýni þess engin merki að þeir hyggist ráðast á Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, en þaðan berast þau tíðindi að gífur- legur viðbúnaður sé í borginni, hersveitir séu í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn og gripið hafi verið til víðtækra varúðarráðstaf- ana varðandi aðflutningsleiðir að borginni. Talið er að nú hafi Víetnamar komið sér upp átta virkjum á Páfagauksnefinu, en fregnir benda til þess að nú sæki Kambódíumenn hart að einu þeirra. Stjórnin í Thailandi segir, að á landamærunum, sem liggja að Kambódíu, hafi Rauðu khmerarn- ir nú hafið skæruhernað á ný eftir að tiltölulega rólegt hafi ver- ið á þeim slóðum um nokkurra vikna skeið. Miðausturlönd: Hubert Humphrey látinn Sjá grein á bls. 3 Waverly, Minnesota, 14. janúar. AP Reuter. HUBERT Humphrey, einn kunnasti stjórnmálamaður Bandaríkjanna, lézt á heimili sfnu f gærkvöldi eftir langa baráttu gegn krabbameini, 66 ára að aldri. Jimmy Carter forseti sendi Framhald á bls. 47. Vance skerst í leikinn — ef þörf krefur Washington 14. jan. AP. Reuter. CYRUS Vance, utanrfkisráðherra Bandaríkjanna, mun hafa umboð Bandarfkjastjórnar til að beita áhrifum sfnum eftir megni á Jerúsalcmfundinum um helgina, ef útlit er fvrir að málið sé að sigla í strand, segir f fréttastofu- fregnum frá Bandaríkjunum. Vance mun koma til tsraels sfðla laugardagskvölds. Vance mun sérstaklega hvetja til að Egyptar og tsraelar finni lausn á vanda- máli Palestínumanna og sagði Framhald á bls. 47.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.