Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
3
Hubert Humphrey
hinn brosmildi
baráttumaður
HUBERT Humphrey, einn
kunnasti og ástsælasti stjórn-
málamaður Bandarfkjanna, er
látinn, 66 ára að aldri, eftir
hetjulega baráttu við dauðann.
Hann hafði lengi þjáðst af
krabbameini í ristli og læknar
sögðu honum fyrir nokkrum
mánuðum að það væri orðið
ólæknandi. Ýmsir töldu þá að
áratugaferli hans f bandarísk-
um stjórnmálum væri lokið, en
lífsþrek hans var óbugandi og í
október í fyrra fór hann til
Washington frá heimili sínu í
Minnesota í fylgd með Carter
forseta f einkaþotu forsetans og
tók aftur til starfa.
Glaðlyndi og brosmiidi voru
aðalsmerki Humphreys og
hann lét aldrei bugast þótt á
ýmsu bjátaði á litríkum stjórn-
málaferli. Hann var varaforseti
Lyndon B. Johnsons forseta
1965—1969 og frambjóðandi
demókrata í forsetakosningun-
um 1968 en beið ósigur fyrir
Richard Nixon. Hann bauð sig
þá aftur fram til öldungadeild-
arinnar, þar sem hann hafði átt
saéti um árabil áður en hann
varð varaforseti, og náði auð-
veldlega kosningu. Minnstu
munaði að hann reyndi að
keppa að tilnefningu i forseta-
framboð fyrir síðustu forseta-
kosningar, en hann stóðst þá
freistingu. Siðan beið hann
ósigur í kosningu um leiðtoga
demókrata í öldungadeildinni
og síðla árs 1976 var hann skor-
inn upp við krabbameinssjúk-
dómi þeim sem dró hann til
dauða. I ágúst í fyrra sögðu
læknar hans á sjúkdómurinn
væri ólæknandi: að hann gæti
kannski lifað nokkra mánuði,
kannski nokkur ár.
Það þótti lýsa Humphrey vel
að hann kvaðst hafa sagt við
lækna sfna: „Það er eins gott
fyrir ykkur að halda í mér
lífinu, því ef ég dey tapið þið
milljónum dollara, sem ég hefði
getað aflað til krabbameins-
rannsókna." Og þegar hann
sneri aftur til Washington í
haust þrátt fyrir veikindin (á
réttum tíma aldrei þessu vant,
því hann var frægur fyrir
óstundvísi) sagði hann
hlæjandi: „Ég ætlaði að vera
kominn fyrir nokkru, en beið
eftir að fá frítt far, þar sem ég
hef alltaf verið sparsamur, og
auk þess hef ég beðið i 20 ár
eftir því að fá að ferðast með
einkaþotu forsetans.“ Þegar
hann tók sér aftur sæti í
öldungadeildinni hylltu sam-
herjar hans' og andstæðingar
hann i fimm mínútur og Robert
Byrd, leiðtogi demókrata,
sagði: „Hann hefur verið trúr
hjarta sínu og ekkert fær bugað
bjartsýni hans og sál hans er
ódrepandi." Wendell Ander-
son, félagi hans frá Minnesota,
sagði: „Þeir sem halda að hetj-
ur séu ekki lengur til þekkja
ekki Hubert Humphrey."
Stjórnmálamenn í Washing-
ton vildu þannig heiðra góðan,
frjálslyndan og heiðarlegan
mann. Og frá þvi Humphrey
tók fyrst sæti í öldungadeild-
inni var hann einn helzti for-
göngumaður baráttumála
frjálslyndra þingmanna, Hann
tók mikinn þátt í baráttu sem
varð til þess að lög um mann-
réttindi voru samþykkt, barðist
gegn tilraunum með kjarnorku-
vopn og barðist fyrir sjúkra-
tryggingum auk fjölda annarra
mála, stórra og smárra. Hann
varð fyrst landsfrægur þegar
hann barðist fyrir mannréttind-
um á flokksþingi demókrata, þá
nýbakaður borgarstjóri frá
Minneapolis.
Humphrey kailaði það
„lengsta dag ævi sinnar“ þegar
hann tapaði fyrir Nixon 1968,
en þótt barátta hans virtist von-
laus í upphafi vegna Víetnam-
stríðsins og atburðanna á
flokksþingi demókrata vann
Nixon með aðeins 510.000 at-
kvæða mun. En Humphrey
hafði áður orðið fyrir vonbrigð-
um: hann keppti að útnefningu
1960 og beið ósigur fyrir John
F. Kennedy, og hann reyndi
aftur 1972 og beið ósigur fyrir
George McGovern. Humphrey
var tryggur samstarfsmaður
Johnsons þegar hann var vara-
forseti („Ég var sá sem helzt
varði æ ljótara og óvinsælla
strið fyrir utan forsetann,"
sagði hann seinna) og missti
þar með stuðning frjálslyndra
og var lengi að bæta það tjón,
en naut stuðnings valdahópa
flokksins og verkalýðshreyfing-
arinnar 1972 og 1976.
Humphrey var varaleiðtogi
demókrata í öldungadeildinni
1960—1964 og sagði seínna að
það hefðu verið mestu
hamingjuár ævi sirfnar og þótt
hann yrði aldrei forseti urðu
mörg baráttumál hans að veru-
leika: stofnun friðarsveitanna,
tilraunir hans snemma á ferli
sínum til að takmarka kjarn-
orkuvopnatilraunir, full
atvinna tryggð með því að al-
ríkisstjórnin útvegi atvinnu
þegar allt annað þrýtur (þótt sú
hugmynd hafi ekki orðið að lög-
um eins og hann beitti sér
fyrir) o.fl. Og Humphrey var
ánægður þegar dauðinn nálg-
aðist. Hann sagði í ræðu þegar
öldungadeildin hyllti hann í
haust: „Það eina sem ég þrái nú
... er virðing ... Ég vil ekki
verða forseti ... varaforseti,
utanríkisráðherra eða leiðtogi
meirihlutans. Ég veit ég mun
ekki öðlast þetta og hef vikið
því til hliðar án nokkurrar eft-
irsjár. Ég vil hins vegar fá þann
dóm sögunnar að hafa lagt fram
minn skerf í stjórnmálum, vald-
ið starfi minu, verið góður mað-
ur og átt frumkvæði að fram-
kvæmd mikilvægra mála.“
Humphrey þegar hann var varaforseti ásamt konu sinni. Dean
Rusk utanrfkisráðherra og Lyndon B. Johnson forseta.
Spánn
Costa del Sol
Marz. 22
Apr.: 2., 23.
Mai: 14.
Júní: 4.. 25.
Júli: 9., 23., 30.
Ágúst: 6., 13.. 20.. 27
Sept.: 3.. 10.. 17.. 24.
Okt.: 8.. 29.
Meó
ÚTSÝN til annarra
landa
Spánn
Costa Brava
Júní: 2,23.
Júli: 14.
Ágúst: 4., 18.
Sept.: 1.
Pantið réttu ferðina tímanlega!
Öryggi - Þægindi — Þjónusta
AUSTURSTRÆTI 17, II. SÍMAR 26611 0G 20100
Júgóslavía
Portoroz/
Porec
Júni: 9., 30.
Júli: 13
Ágúst: 3^ 1 7.
Sept.: 7.J
Italía
Lignano
Mai: 13.
Júni: 1.. 22.
Júli: 6.. 13.. 20.. 27.
Ágúst: 3.. 10., 17.. 24., 31.
Sept: 7.