Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
Etirfarandi er hluti viðtals, er Bkmenntagagnrýn-
andi, við v-þýzka blaðið „Die Zeit“, Hanja Kesting að
nafni, átti við rithöfundinn Heinrich Böll í tilefni að
60 ára afmæli hans 21. des. 1977. Af sama tilefni voru
skáldsögur Bölls og frásagnir gefnar út í fimm
bindum i Þýzkalandi fyrir jól.
„Herra Böll, þér eigiö sex-
tugsafmæli. Það eru skrifaðar
afmælisgreinar, flutt erindi og
verk yðar tekin til umfjöllunar.
Veldur það yður óþægindum?"
Heinrich Böll: Ég er að eðlis-
fari lítið gefinn fyrir afmæli."
„Að minnsta kosti eftir að
þér hlutuð Nóbelsverðlaunin í
bókmenntum hafið þér verið
„opinber persónuleiki", sem er
kynlegt, þegar þess er gætt, að
þér eruð fremur óvenjulegur
einstaklingur. Þegar þér flutt-
uð ræðu yðar um „Tilraun með
ljóðræna skynsemi" við afhend-
ingu verðlaunanna 1972, voruð
þér í kjólfötum sem fór yður
mjög vel".
Heinrich Böll: „Það held ég
nú varla, þau voru fengin að
láni.“
„Það eru til menn, sem eru
raunverulegir, fæddir fulltrúar
hinna; tökum til dæmis Tómas
Mann.“
Heinrich Böll: „Þessi um-
boðslist kemur mér ólýðræðis-
lega fyrir sjónir. Hafi ég póli-
tiska tilhneigingu, er hún í lýð-
ræðis- eða lýðveldisátt... Mér
er einfaldlega ómögulegt að
vera einhvers konar fulltrúi.
Svo er ekki verðleikum eða lít-
ilþægni fyrir að þakka, og væri
því öfugt farið, væri það heldur
ekki af stærilæti."
„Margt af því, sem þér segið
lætur eins og svartsýnistal í
eyrum. Gefur það rétta mynd af
dagfarslegri lund yðar?“
Heinrich Böll: „Nei, alls
ekki. Ég held að þér séuð að
rugla saman þunglyndi og
svartsýni. Þunglyndi heyrir til
áskapaðri skapgerð. Það á ekk-
ert skylt við svartsýni. Þung-
lyndi hefur, þvert á móti, sterkt
kímilegt ívaf. Maðurinn á einn-
ig tilkall til sorgar. Okkur hSett-
ir til að líta svo á, að sá, sem er
dapur, sé einnig sjúkur, að
harmur hans sé jafnskjótt úr
sögunni og hamingjuhjólið fer
að snúast á ný. Ég hallast að því
að þeir, sem eilíft eru með
hýrri há, verði einnig lýstir
sjúkir, að þeim sé gefin sprauta
svo þeir komist lika á snoðir um
hvernig það er að vera sorgbit-
inn . ..“
„A fimmtugsafmæli yðar fyr-
ir 10 árum birtist hátíðarútgáfa
með nafninu „Þættir af Böll“
sem i var grein eftir Adorno
þar sem hann hélt því fram að
með hliðsjón af uppruna yðar,
kaþólskri trú, framfarastefnu
og - undirtéktum, væruð þér
ákveðið orðinn „embættislegt
skáld“. En það eruð þér sannar-
lega ekki.“
Heinrich Böll: „Nei, guði sé
lof. En það er hvorki kostur né
löstur af minni hálfu. Því mið-
ur hefur Þýzka sambandslýð-
veldið sjálft vanrækt að skapa
menningarlegan kúf, í besta
skilningi þess orðs. Það er hið
merkilega frávik Þjóðverja frá
þeirra eigin menningu, bók-
menntum og arfleifð ... Það er
yfirsjón, missir og gloppa í þró-
un Þýzka sambandslýðveldis-
ins. Ég verð æ öfan i æ skelf-
ingu lostinn þegar ég á eitt-
hvert erindi til Bonn og sé
hvers konar myndir þeir
hengja þar á veggi. Það er til
þýzk málaralist síðan eftir
stríð, á sama hátt og til eru
eftirstrfðsárabókmenntir. Af
hverju ber þetta aldrei fyrir
augu í Bonn? Við erum þó líka
hluti af Þýzka sambandslýð-
veldinu, rithöfundar og málar-
ar. Við tilheyrum þvi. Því
skyldi það ekki fá að sýna sig i
einhverju? Ég á ekki við að fólk
hafi móttökur og lofi s'na ást-
kæru listamenn. En mórgu er
einfaldlega ekki tekið eftir —
eða aðeins með tregðu. Svo æsa
menn sig út af þessari eða hinni
bókinni, eða einhverri ræðu og.
án þess að gefa því minnsta
gaum að þetta er líka hluti af
menningu eftirstríðsáranna. Ég
vona sífellt að augu manna opn-
ist, því afneitanir af þessu tagi
leiða til viðsjárverðs ástands."
„En á sama tima og við hér
ræðum brestina verður ekki
sagt að mikið rætist úr. Hátt-
settur embættismaður, ekki alls
fjarri forsætisráðherra Baden-
WUrtemberg, benti nýlega á að
ef Böll likaði ekki hér gæti
hann farið til A-
Þýzkalands...“
Heinrich Böll: „... Það er
nokkuð, sem einnig á skylt við
þýzka hefð. Þessi herramaður í
Stuttgart heimfærði upp á mig
orðatiltæki. Ég hafði sagt í við-
tali: Mér finnst ég ókunnugur.
En hugtakið „ókunnugleiki"
skýrgreindi ég heimspekilega í
sömu andránni. Ókunnugleiki
hefur mörg blæbrigði, þú getur
fundið til hans jafnvel í eigin
fjölskyldu. Mér getur fundizt
ég vera ókunnugur í Köln, í
Rínarlöndum, í Sambandslýð-
veldinu — í heiminum öllum.
Svo er líka til hín undraverða
og klassíska bók Albert Camus
„Utlendingurinn". En það, sem
þessir herrar segja, skiptir mig
engu. Aftur á móti finnst mér
athyglisvert að maður í stjórn-
arflokki, sem kallar sig kristi-
legan, skuli engan veginn
skynja hinn heimspekilega eða
trúarlega þátt „ókunnugleik-
ans“ né eiga málgagn, sem það
getur lengur.“
„Þér hafið á síðari tfmum átt
hlut að deilum sem snúast um
ógnvekjandi málorsakir hryðju-
verkaöldunnar...“
Heinrich Böll: „Þegar fjallað
er um orsakir hryðjuverkaöld-
unnar, verður að leita mjög
langt aftur, a.m.k. til Sófókles-
ar, til fornmanna, til Nýja testa-
mentisins, til klassískra bók-
mennta. Hryðjuverk eiga sina
fortfð i okkar sögu, þótt þau
hafi ekki verið kölluð sínum
Heinrich Böll, er hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels
1972, hefur sætt ofsóknum vissra aðila í V-
Þýzkalandi fyrir viðleitni sína til að skilja málstað
hr.vðjuverkamanna. Teikning eftir Loredano.
„Hvernig „vinnið þér úr“
slíkum árásum og fordæming-
um?“
Heinrich Böll: „Mér hefur
boðizt það brattara, ekki í Sam-
bandslýðveldinu, en á öðrum
tíma í sögu okkar ... Það ætti
að vera til menningarfrömuður,
skiptir engu úr hvaða flokki,
sem hefði kjark til að gera
„Bambule" Ulríku Meinhof að
skyldulesningu. Það sem gerir
mér órótt og ég veiti athygli í
hvert skipti, er ég hitti kenn-
ara, er að það fólk, sem mestu
ræður um mótun mennta-
stefnu, ráðherrar menntamála,
taka slfkum viðburðum með
jafnaðargeði eða jafnvel
ánægju, sem leitt getur til al-
gerrar eyðileggingar. En þegar
svo langt er gengið, skiljum við
Sófókles ekki lengur. Vanda-
mál Antfgónu verður raunveru-
legt, ef þér leiðið hugann að
útförinni i Stuttgart, sem þagað
var um eða því sem næst. Mín
fyrsta hugsun, það fyrsta, sem
mér kom í hug úr bókmenntun-
um við þennan atburð, var
Antígóna. En er þá ekki líka
tilefni til að fella Antígónu Só-
fóklesar burt af kennsluskrán-
um — og halda svo áfram frá
Antígónu til Karls Marx?“
Rithöfundum hefur mjög ver-
ið legið á hálsi fyrir það hve
gjarnt þeim er að gagnrýna
jafnframt þvi,sem þeir sjálfir
séu mjög viðkvæmir fyrr gagn-
rýni.“
Heinric Böll: „1 þessu efni ber
að halda tveim hlutum að-
greindum. Sérhver rithöfundur
verður að þola gagnrýni. Ég hef
staðið af mér ófáar orrahríðir
án þess að verja hendur mínar.
En það, sem hér er um að ræða,
er af öðru tagi. Akúran um
„kjökursemi“, sem ég hef sætt i
sambandi við hryðjuverkadeil-
una, kemur úr ákveðinni átt.
Þetta er ný gildra. Það er ráðist
á einhvern, ekki þó með lista-
gagnrýni — og ef fórnardýrið
snýst til varnar eða lætur frá
sér heyra, þó ekki sé meira, er
„Hermdarverk eru engin
ný bóla á Vesturlöndum"
- segir rithöfundurínn Heinrich BöH
réttu nöfnum. 1 trúarbragða-
styrjöldunum voru hryðjuverk
unnin á báða bóga, í öllum trú-
arbragðadeilum áttu sér
hermdarverk stað í stærri stil
en við getum ímyndað okkur
nú. Við ættum ekki að láta eins
og Vesturlönd hafi aldrei þekkt
ofbeldisstefnu. Sesar beitti
Gaulverja ofbeldi, við skulum
ekki gleyma ofsóknunum gegn
Keltum, keltneskri menningu,
en það er harmsaga að mínum
dómi. Með þvi að fara langt
aftur i tímann getum við vissu-
lega gengið úr skugga um að
það hafa alltaf verið til menn
og mannflokkar, er talið hafa
ofbeldi — ég á við líkamlegt
ofbeldi — eina úrkostinn. En
nú láta menn eins og eitthvað,
sem aldrei hafi áður fyrir borið,
hafi skollið yfir eins og helli-
skúr úr heiðríkju. En þessar
blikur hafa verið á lofti. Mér
eru lifandi fyrir hugarsjónum
hryðjuverk nasista á götum úti.
Ég vil ekki setja hryðjuverka-
menn á okkar dögum í samband
við ógnarstjórn nasista, hvorki
stjórnmálalega né menningar-
lega, en við höfum nú um tólf
STUTT ÆVIÁGRIP BÖLLS
21.12. 1917 Fæðist í Köln, sonur Viktors Böll myndhöggv-
ara og trésmíðameistara.
1937/38 Böll byrjar sem lærlingur hjá bóksala
1938 Þjónar vinnuskyldu í Þriðja ríkinu
1939 Innritast til náms i háskóla í germönskum fræðum og
fornmálum
1939—45 í herþjónustu.
1946 Fyrsta smásaga Bölls kemur á prent
1949 „DerZug war punktlich ", fyrsta bók Bölls kemur út, en
síðan hafa fimmtíu útgáfur hennar birzt.
1951 Hlotnast fyrsta bókmenntaviðurkenningin, en siðan
hefur hann unnið til meira en tuttugu verðlauna (þ.ám.
Buchner-verðlaunanna, 1967, og Nóbelsverðlaunanna,
1972)
1946/77 Verk Bölls hafa verið þýdd á meira en 35
tungumál og heildarupplag bóka hans nemur yfir 20 milljón-
um eintaka
ára skeið lifað tíma ofbeldis-
verka í Þýzkalandi."
„Nú virðast mörgum deilur
menntamanna um ofbeldi fela i
sér leynilega réttlætingu þess.
Er þá enginn heilagur blettur í
þessum efnum““
Heinrich Böll: „Jú, það væri
blindni, sem ekkert stoðar, að
halda því fram. Ég tók mér
einmitt í hönd „Djöflana" eftir
Dostojefskí og las enn einu
sinni, af því hún er innlegg í
umræðuna um ofbeldisverk,
auk þess sem ég sá hluta mynd-
arinnar sem gerð var eftir
henni, en þar gefur að líta
klassísk dæmi ofbeldis. En
skáldsagnahöfundur, er færir
slíkt í sögubúning, er þó á eng-
an hátt „faðir hryðjuverka-
stefnunnar“. Og mér finnst illt
í efni, þegar verk eins og „Hin-
ir réttiátu“ eftir Camus, sem
byggir á Dostojefskí, er felld af
skrá. Það er enginn ávinningur
að þvi, heldur þvert á móti. Slík
verk gætu orðið til skilnings-
auka. Rithöfundur, er skrifar
skáldverk og gæddur er ímynd-
unarafli — snefil ímyndunar-
afls verður hann að hafa —
verður að geta skilið ofbeldis-
verk af verstu tegund, þótt þar
með vaki ekki fyrir honum að
réttlæta þau. Af og til þarf
hann meira að segja á að halda
glæpsamlegu ímyndunarafli,
þótt hann sé þar fyrir enginn,,
glæpamaður".
hann kallaður „viðkvæmur",
„kjökursamur” eða „vælukjói".
Nýjasta dæmið var herra Frei,
Eduardo Frei, kristilegur
demókrati frá Chile. Herra
Strauss og hann þrættu um
ástæðurnar fyrir kollsteypu og
dauða Allenders og voru þeir á
öndverðum meiði. Herra Freið
varðist og á samri stund var
hann orðin „vælukjói". Það var
orðtakið, sem notað var“.
„Hafið þér og aðrir rithöf-
undar á undanförnum árum
e.t.v. látið hafa eitt og annað
eftir yður, sem yður hefur snú-
ist hugur um og þér munduð
ekki hika við að segja um núna:
Það var nú eins og kringum-
stæður gáfu tilefni til að halda
— og sennilega var það rangt?"
Heinrich Böll: „Að vísu. Allt
hefur sinn tima. Aðal árásirnar
áttu sér rætur í einum af harð-
vítugustu ritdeilum, sem ég hef
nokkru sinni tekið þátt í. Hún
beindist gegn Bild-blaðinu,
ekki gegn lögreglunni eða einni
eða annarri mynd löggjafans
eða framkvæmdavaldsinS, held-
ur var það hörð og illskeytt
gagnrýni gegn sérstökum
fréttamiðli. Nú á dögum mundi
ég fara ólfkt að um margt og
sennilega hafði ég á röngu að
standa. En fyrir hugsanleg
heimskupör, sem ég hef framið,
hef ég orðið að gjalda svo
óhneppilega að ég mun e.t.v.
aldrei iðrast.“