Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
ÞÓTT ijóma Ieggi af skáldinu Einari Benediktssyni hefur persóna hans ekki sfður
verið sveipuð ævintýrablæ fyrir hið veraldlega vafstur hans, einkanlega á sviði
f jármála og stórframkvæmda ýmiss konar, sem oftar en ekki reyndust þó aðeins
loftkastalar. Einhvern veginn hefur sú þjóðsaga greipzt inn f huga flestra, að slfkt
hafi þó ekki komið verulega að sök hvað efnahagslega velferð skáldsins áhrærði, þvf
að hann hafi haft iag á þvf að koma jafnvel loftköstulum sfnum f pening. Alltaf
hefur þó verið talið að með kvæðum sfnum hafi hann reist sér óbrotgjarnari
minnisvarða en með fjármálavafesti sfnu og þykir það þvf töluverðum tfðindum
sæta þegar fram f dagsljósið kemur eitt af hlutafélögum þeim sem Einar setti á
laggirnar með enskum auðjöfrum þegar hvað mestur völlur var á skáldinu og með
þeim hætti að félag þetta kann hugsanlega að valda lögfræðilegum vangaveltum.
Hver sem vantrúaður er á sannleiksgildi þessa, skyldi bregða sér á skrifstofu
borgarfógeta f Reykjavfk og fá að fletta þar upp þinglýsingum varðandi þjóðjörðina
Hólm f Seltjarnarneshreppi, þ.e. Hólmur f grennd við Rauðhóla, en þar kemur fram
að með þinglýsingu 31.10 árið 1911 hefur The British North Western verið
afsalaður veiðiréttur og fyrir liggur að sá veiðiréttur nær til efri hluta Elliðaáa, þ.e.
Elliðavatns og áa og vanta þar fyrir ofan a.m.k. Hins vegar hefur frá árinu 1964 verið
starfandi Veiðifélag Elliðavatns fyrir þetta vatnasvæði og eru þar í eigendur og
fulltrúar þeirra jarðeigenda sem land eiga að þessu vatnasvæði. Reykjavíkurborg
fer með veiðiréttindi Hólms innan þessa veiðifélags enda eigandi sjálfrar jarðarinn-
ar en nú er sem sagt sýnt að veiðiréttur Hólmsjarðar er enn á nafni The British
North — Westen Syndicate en það var viðskiptafélag og til þess stofnað á
breiðustum grundvelli allra fésýslusamtaka, er Einar stóð að, segir Steingrfmur J.
Þorsteinsson, prófessor, í Æviágripi Einars Benediktssonar. Var þessi veiðiréttur
hluti af framlagi Einars við stofnun Breska Norður-Vestur samlagsins f London árið
1910.
■
Einar Benediktsson árið 1906.
Brezkt hlutafélag Einars Ben.
enn þinglýstur eigandi veiði-
réttar í efsta hluta Elliðaáa
Lfklega hafa ekki staðið hat-
ammari deilur um neina land-
spildu hérlendis en vatnasvæði
Elliðaáa nú á sfðari öldum. Upp-
hafið var að um miðja síðustu öld
keypti Ditlev Thomsen, kaup-
maður eldri, veiðiréttindi jarð-
anna Bústaða og Ártúns af kon-
ungi úr Elliðaárvogi og upp eftir
ánum að Skorarhylsfossi eða
Stóra Fossi en landamærin milli
Ártúns og Árbæjar lágu þar þvert
yfir ofanvert í Ártúnshólma. Fað-
ir Einars, Benedikt Sveinsson,
sýslumaður á Elliðavatni, átti
jarðirnar fyrir ofan, Árbæ, Vatns-
enda, Elliðavatn, o.fl. og hefur
einnig fengið veiðirétt þeirra aft-
ur frá konungi, sem áður átti all-
an veiðirétt í ánum.
ThomsenJiélt þvf fram, að hann
hefði eignazt allan veiðirétt í
Elliðaánum frá konungi, lét þver-
girða árnar neðarlega og nýtti
veiðina þar svo grimmt að lítill
fiskur mun hafa komizt upp árnar
og á það svæði sem Benedikt átti
veiðirétt. Benedikt vildi ekki una
þessu og urðu úr þessu Elliðaár-
málin hatrömmu, með margvfs-
legum málarekstri og skemmdar-
verkum, og stóðu um árabil.
Þegar Thomsen tók að þreytast á
allri rekistefnunni, bauð hann
bænum ftrekað að kaupa land sitt
ásamt veiðiréttinum, en bæjar-
stjórn hafnaði og komst þessi
neðsti hluti Elliðaáanna árið 1890
f hendur Englendingsins Harry
A. Payne, dómara. Fimm árum
síðar keypti Payne einnig veiði-
réttinn í Elliðaánum þar fyrir of-
an af erfingjum Benedikts
Sveinssonar og ábyrgðist að þar
væru einnig með veiðiréttindi,
þau sem jarðirnar Breiðholt og
Grafarholt kynnu að hafa átt f
EUiðaánum. Stundaði Payne
þarna stangveiðar ásamt ýmsum
löndum sfnum til ársins 1906 en
þá keypti Reykjavíkurbær veiði-
réttindi og eignir Paynes, þar sem
vatnsveitumál bæjarins voru þá
mjög í deiglunni og stóð til f
fyrstu að taka neyzluvatnið úr
Eiliðaánum sjálfum. Bærinn
keypti einnig jarðirnar Breiðholt
og Árbæ og taldi sig þar með eiga
örugglega allan veiðirétt f ánum
upp undir Elliðavatn og Vatns-
enda en auk þess einnig rétt til
vatnstöku og virkjunar, þegar þar
að kæmi.
if Veiðiréttindum
skipt
Þó svo að erfingjar Benedikts
seldu bænum jarðir og veiðirétt-
indi f Elliðaám neðan EUiðavatns
aldamótaárið var dánarbú hans
ekki tekið til skipta fyrr en 13.
ágúst 1904 og samkvæmt veðmála-
bók Gullbringu- og Kjósarsýslu
frá þessum tíma kemur í ljós að
til skipta komu samtals kr.
37.220.04 eða liðlega 9300 kr. í
hlut hvers hinna fjögurra
erfingja. A útleggi Einars má sjá
að hann hefur áður meðtekið úr
dánarbúinu röskar 7000 krónur,
þannig að það umtalsverðasta er f
hans hlut kemur er „veiðiréttindi
búsins í vötnum og ám fyrir ofan
Elliðaár með Hólmsá og Bugðu og
engjastykki það úr Elliðavatni er
nú notar Hólmsbóndi", segir f
skiptagjörðinni og er þessi liður
metin á um 2000 krónur. Ragn-
heiður, systir Einars, fékk á hinn
bóginn veiðiréttindi búsins í
Korpúlfsstaðaá með Hafravatni,
og f Grafarvogi ásamt leigu-
réttindum yfir Korpúlfstaðaá og
með þeim rétt til að veita þeirri á
f Grafarvog og loks silungs- og
laxveiði frá Blikastaðalandi. Ein-
ar kaupir þessi veiðiréttindi syst-
ur sinnar og mánuði sfar afsalar
hann The British North-Western
þessum veiðiréttindunum og
einnig sínum rétti f efri hluta
Elliðaáa, en því afsali er þinglýst
árið eftir eða í lok október 1911.
Réttu ári síðar hefur Einar síðan
látið þinglýsa skiptagjörðinni frá
1904, svo að ljóst er að hann hefur
viljað hafa vaðið fyrir neðan sig.
if Brezka norður—
vestur samlagið
stofnað
Einar Benediktsson fluttist bú-
ferlum til Bretlands vorið 1910,
enda vann hann þá að þvf að
koma á fót með brezkum peninga-
mönnum þessu mikla viðskiptafé-
lagi, The British North-Western
Syndicate og var hann þetta ár á
stöðugum þönum milli fslands og
Bretlands til að vinna að fram-
gangi þessa máls. 1 kjölfar þess-
ara ferða semur hann greinar-
gerðir eða skýrslur á ensku og
voru þær birtar sem „einka- og
trúnaðarmál" f skýrslnasafni, sem
út var gefið f upplýsinga- og aug-
lýsingaskyni handa félagsmönn-
um The British North-Western
Syndicate, að þvf er Steingrfmur
J. Þorsteinsson segir. Hann segir
svo um þessar skýrslur:
„Enn er Einar staddur f Reykja-
vík 23. maí (1910), því að þá er
þar dagsett hin fyrsta af þremur
félagsskýrslum hans, “um tsland
eftir herra Einar Benediktsson,
sýslumann frá tslandi. Til stjórn-
enda The British North-Western
Syndicate hf.“ Önnur skýrslan,
„um eignir samlagsins", ætluð
sömu viðtakendum, er dagsett ,á
Metrópólhótelinu f Lundúnum 20.
apríl, en þriðja skýrslan, „um
verzlun á tslandi," dagsett í
Reykjavfk 19. maí, stfluð „til
stjórnenda The North-Western
Trading Company hf.“, sem var
ein grein eða angi fyrrnefnds alls-
herjarfélags," segir Steingrfmur.
Þetta sumar dvelst hér einnig
Englendingurinn F.L. Rawson
ásamt fjölskyldu sinni og keypti
hann hér jarðeignir og veiðirétt-
indi í Mosfellssveit. Rawson þessi
var einn helzti forsprakkinn f
þessu brezka hlutafélagi eða sam-
lagi, eins og Einar kallaði það og
eftir þvf sem Steingrfmur J. Þor-
steinsson segir var hann mjög ein-
kennilegur maður og að sumu
leyti skyld manngerð Einari —
„annars vegar fésýslu- og fjárafla-
maður og svo trú- og dulhyggju-
maður, var „christian scientist"
og trúði skilyrðislaust á mátt bæn-
ar og hugsunar."
if Stórkostlegar
áætlanir
Steingrfmur segir réttilega, að
fFamangreindar skýrslur Einars
séu einhver bezta heimild sem til
sé um „þann ævintýralega stór-
fengleik og hrffandi sannfæring-
arkraft, sem verið gat yfir fyrir-
ætlunum hans og málflutningi, og
um það hve rfkan þátt skáldið f
Einari átti f hinum fjarskalegu
framkvæmdadraumum hans.“
Félagið hafi átt að taka til flestra
atvinnugreina og gróðavega á ts-
landi, það „stefnir að þvf að öðlast
rétt til að starfrækja náttúruauð-
lindir landsins," segir Einar og að
möguleikar séu á þvf margir að
efla framþróun á Islandi og hagn-
ast af. Steingrfmur segir, að hér
hafi sem oft endranær vakað fyrir
Einari að sameina það tvennt —
að veita erlendu fé inn til lands-
ins því til efnahagslegrar eflingar
og hljóta sjálfur verðskuldaða
umbun framsýni sinnar og fram-
taks. Möguleikarnir hér virðast
ótæmandi samkvæmt lýsingum
Einars — jarðakaup fyrir spott-
prfsa sem skjótt munu gefa mik-
inn hagnað, margvfslegur náma-
gröftur og jarðefnavinnsla, fisk-
veiðar og landbúnaður, en höfuð-
auður landsins er að sjálfsögðu
fólginn i vatnsaflinu.
Einar virðist sjálfur hafa trölla-
trú á fyrirtækinu og á einum stað
í skýrslunni um eignir samlagsins
hér á landi kveðst hann þess full-
viss að framfaraefling tslands
geti gefið stórfé í aðra hönd alveg
áhættulaust og til að sanna skoð-
un sfna f verki kveðst hann hafa
afhent félaginu til eignar þær
verðmætu fasteignir, sem hann
kveðst ætla að skýra og séu meira
virði en allur höfuðstóll samlags-
ins. Hann tfundar sfðan rækilega
þessar fasteignir — byggingarlóð-
ir í austurhluta Reykjavíkur, sex
jarðir í Tálknafirði, vöruhúsið í
Reykjavík á bezta stað f bænum,
og Einar kann að gylla hlutina —
„Mér buðust mörg leigutilboð,
meðan á hússmíðinni stóð. Til að
mynda falaðist umboðsmaður
Rockefellers eftir efri hæðinni
\
6 s
] ls.tm.ui \
. u.i ».*
(Þrtnfitfafcis)
; ’(HréunhOM)
-.4, héttMsfMt
l
)fr\ o Afbaejarhólma i
He6n-&po<fitrytu<
grjólrtim
Selás
fe,
\
<n %■
\
% %
Brónkollufnýft
(fit#6run»w. 8ug6uhytu<j
emist* H4t**vU*
BrönkólMaut
SlekkjarhóH
:Ský<J9nir
s t/óógétt Bvgðu
Vatnsendahólmar Am6t
%
Wf
Gtivafíshyha . 4»
(Hótfíshvfwi »
0 Elbðavatn
OM Mta tf/1'
' Háipttt Oímmu
v ^ 4 V ,
\ * , %
Hluti af korti Agústs Röðvarssonar af núverandi vatnasvæði Elliðaáa, sem hann gerði vegna útgáfu
bókarinnar Elliðaár — paradís Reykjavíkur í samantekt Guðmundar Daníelssonar og GuðjónO gaf út.