Morgunblaðið - 15.01.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
25
ui5imar^m
nallgrlmssonl
'fsson
KitUcftaa^
Háskóli tslands
lagnslokun yfirvofandi:
ÍDýrtaðsohhiáBiTttEhtand
I af MRokkunwn ■ ForsotaMta*«kW
U»p«* * •Wr ,4,***í‘
Dæmi um „nútfma blaðamtMinsku
WWi
„Það er spurning, sem vert er
að íhuga, hvort sú menningar-1
gerð, sem verið hefur í mótun
síðustu áratugi, sé að öllu leyti
heillavænleg. Um langt skeið hef-
ur allt stefnt að því f síauknum
mæli, að einstaklingnum væri
öllu miðlað af öðrum. Skólabarnið
er svo yfirhlaðið af námsefni, að
það á fáar stundir frjálsar, ef það
sinnir náminu og það virðist efst
á baugi, að aðrir eigi að hafa
ofan af fyrir unglingunum,
þegar kvöldar. Utvarpið glymur
allan daginn og sjónvarpið fyllir
sex kvöld vikunnar. Auðvitað
er þar margt ágætt efni flutt,
bæði tiL fróðleiks og afþrey-
ingar. Og fyrir margt fólk er
þetta ómetanleg dægradvöl. En
stundum flýtur líka með efni,
sem naumast hefur holl áhrif.
a.m.k. á börn og unglinga. Mað-
urinn, ungur og gantall, er
mataður seint og snemma, fyllt i
allar eyður, en minna um hitt
hirt, þátttöku hans sjálfs. Eins
konar mötun hefur kannski kom-
ið of mikið í staðinn fyrir raun-
verulegt félagslíf -og tómstunda-
starf. Ég minnist þess, að Helgi
Hjörvar flutti eitt sinn á unglings-
árum útvarpsins erindi, er hann
nefndi: „Hvenær á fólkið að
hugsa?“ Hvað skyldi sá stórbrotni
listamaður og málsnillingur hafa
sagt nú?
Margir undrast nú, hvernig
þeir, sem ólust upp fyrir tíð hinn-
ar miklu skólagöngu og mörgu
fjölmiðla, urðu þess umkomnir að
axla hin vandasömustu ábyrgðar-
störf og komast frá þeim með
tJr fórum Stefáns
(Jr fórum Stefáns Vagnssonar frá
Hjaltastöðum. 299 bls. Iðunn.
Rvlk., 1976.
STUNDUM gerist það í bókaflóð-
inu að góð bók verður einhverra
hluta vegna útundan. Svo fór t.d.
um ofanskráða Syrpu Stefáns
Vagnssonar frá Hjaltastöðum er
Hannes Pétursson bjó til prentun-
ar og út kom fyrir rösku ári —
hún fór þá fram hjá auga gagn-
rýninnar. Því skal reynt að bæta
úr því nú þó seint sé. »Hann var
óþreytandi að skrifa, bæði bréf og
ýmsar frásagnir,« segir Sigurður
Nordal um Stefán.
Stefán var einn margra manna
sinnar kynslóðar sem hlotið höfðu
góða alþýðumenntun og nýttu
hana síðan til hins ýtrasta, sjálf-
um sér til lífsfyllingar og þjóðinni
til gagns. Eins og margir mætir
menn af kynslóð hans lauk hann
gagnfræðaprófi frá Gagnfræða-
skólanum á Akureyri, sem var
tengiliður milli Möðruvallaskól-
ans og Menntaskólans; sá skóli
var raunar ágæt menntastofnun
án hliðsjónar af þjóðþrifaáhrifum
þeim sem hún hafði og opnaði
nemendum sínum fordyri menn-
ingarinnar svo þeir urðu þaðan í
frá menntaþyrstir, ævilangt.
Gagnfræðingarnir frá Möðruvöll-
um og Akureyri urðu síðan for-
standsmenn, hver í sinni sveit, og
má segja að þeir hafi á tímabili
markað svipmót íslensks þjóðlífs
öðrum mönnum fremur. Stefán
Vagnsson var ekki einstæður í
þeim hópi, heldur þvert á móti
dæmigerður. Þessir menn voru
menntaberar, hver í sinni sveit,
þeir skruppu til Reykjavíkur við
og við, áttu aðgang að Nordal og
tengdust þar með íslenskri há-
menningu eins og hún gerðist
best, henni til viðhalds en sjálfum
sér til örvunar.
í bók Stefáns Vagnssonar er
hvort tveggja: söguþættir og
kveðskapur. Hvort tveggja er
læsilegt en söguþættirnir eru að
mínu viti markverðari. Ég nefni
hér tvo sérstaklega. i fyrsta lagi
þáttinn Hrossadrápið á Hörgár-
dalsheiði 1870. Fátt þykir mér
sýna gerr hörku lifsbaráttunnar
fyrrum. Skagfirðingar voru þá
Bókmennllr
eftir ERLEND
JÓNSSON
hrossamargir eins og bæði fyrr og
síðar. En mjög var þá líka algengt
að bændur væru beitarsárir. Deil-
ur og ýfingar út af beit voru al-
gengar. Oft bitnuðu slíkar þrætur
á skepnunum, saklausum. At-
burður sá, sem Stefán segir frá í
nefndum þætti, er skýrasta og
minnisstæðasta dæmi þess.
Þá vil ég nefna þáttinn Bólu-
Hjálmar og Blöndhlíðingar.
Þar svarar Stefán rækilega fyr-
ir sveitunga sina. Bólu-Hjálmar
var aðfluttur í Skagafjörð. Sú
kann að hafa verið orsök þess
meðal annars að hann samlagðist
erfiðlega mannlifinu i Akrahrepp
sem hann gerði svo eftirminni-
lega skil í kvæðum sínum á gam-
als aldri. Svo umkomulaus sem
hann var í lifanda lífi urðu kvæði
hans þeim mun lifseigari að honum
látnum og mótuðu skoðanir al-
þjóðar á lifinu þar og þá. Börnin
lásu þegar í barnaskóla um þá
hraklegu meðferð sem hann mátti
þola og furðuðu sig á að slík ill-
mennska skyldi yfirhöfuð hafa
sóma. Kannski er leyndardómur-
inn sá, að þeir höfðu sjálfir stælt
sig á því ungir að glima við marg-
vísleg úrlausnarefni, án þess að
vera mataðir af öðrum nema að
litlu ieyti. Vitaskuld er þjóðfélag-
ið nú miklu margbrotnara en það
var áður og enginn ber brigður á
nauðsyn góðrar menntunar eða
þörf þjóðarinnar á sérfræðingum
á fjölmörgum sviðum. En hitt er
vafasamara, hvort skyldunámið
er ekki komið út í öfgar að magni
námsefnis og lengd skólatima
geri svo miklar og einhiiða kröfur
til nemenda án tillits til upplags
þeirra, að þeim sé ofboðið. Þeir,
sem hentar námið sizt, kikna
undir því, fyllast vanmati á sjálf-
um sér og andúð á umhverfi sínu
og þeim siðalögmálum, er það vill
í heiðri halda. Spurningar um
þessi mál leita á hugann. Kannski
spretta þær af vanþekkingu
manns. En ég held nú samt, að
þessi málefni séu íhugunarverð.
Hættir okkur ekki við að apa of
mikið eftir útlendum, bæði á þess-
um sviðum og öðrum? Gleypum
við ekki of mikið hrátt af því, sem
aðflutt er? Þetta eru ef til vill
óþarfar áhyggjur. En vís maður
spyr: Hefur ekki einhvers staðar
einhver hlekkur brostið í uppeld-
is-og menntakerfi okkar?“
Nú má skjóta þessu máli til
Vilhjálms Hjálmarssonar mennta-
málaráðherra og spyrjast fyrir
um afstöðu hans i þessum efnum.
Áður hefur oft verið talað um
innrætingu hér í Morgunblaðinu
og hættuna af henni og er ástæða
til að taka undir það, sem fyrr-
nefndir pólitískir forystumenn
sögðu um hana i áramótahugleið-
ingum sinum. Hér í blaðinu hefur
einnig verið bent á veikleika í
heimspeki- og félagsmáladeild
Háskólans, þar sem sumir kennar-
anna eru of mikið með hugann við
pólitík, en láta fræðin sitja á
hakanum. Lágmarkskrafa ætti
a.m.k. að vera að kennsla sé ekki
pólitisk. Auðvitað eiga háskóla-
kennarar að hafa sínar stjórn-
málaskoðanir, en þær eiga að vera
æitt, en fræði og kennsla annað
Þannig mun það einnig vera, i.
flestum tilfellum bæði í háskólan-
um og öðrum skólum, a:m.k. enn
sem komið er. Vonandi verður
það áfram. Þá eiga þeir, sem
leggja línur i skólarannsóknum,
að vera sanngjarnir og hlutlægir,
hugsa um uppejdis- og fræðslu-
gildi, en ekki pólitiskar formúlur.
Vonandi er það einnig svo, án
þess Morgunblaðinu sé um það
kunnugt.
Tolstoj,
Kirkegaard og
y er aldarhy gg j an
En eins skulum við
minnast og ekki út í hött að geta
þess í lokin, sem rússneska stór-
skáldið Tolstoj hélt fram fullum
fetum, að á sama tíma og himna-
ríki er í manninum sjálfum og
verður ekki innrætt af utanað-
komandi öflum, þannig kemur
menntunin einnig að innan, en
verður ekki þröngvað upp á
neinn, hversu upplýstur sem
kennarinn er. Skáldið hafði
kynnzt því af eigin raun, að
ómenntaðir bændur voru einatt
upplýstari og vitrari en börn
þeirra, sem lokið höfðu langskóla-
námi.
Stöldrum við þær staðreyndir,
sem þessi ineistari orða og hugs-
ana hefur gefið okkur i veganesti.
Það er mannbætandi að hugsa um
líf hans og verk. En auðvitað var
hann svartur sauður i augum
þeirra, sem sáu ekki út fyrir jarð-
neskt basl, þeirra sem misskildu
boðskap Krists, þ.e. að himnariki
geti ekki verið af þessum heimi,
a.m.k. ekki án samfélags við guð.
Og það samfélag væri hið fyrir-
heitna land kristinnar trúar, en
ekki þetta jarðneska þjóðfélags-
böl, sem við lifum og hrærumst i
sýknt og heilagt eins og svin í
sorpi. Tolstoj var bannfærður af
kirkjunni, þ.e. þeirri kirkju sem
mistúlkaði orð og boðskap Krists
— eða eigum við að segja innrætti
eins og sá sem ruglar saman boð-
skap hans og kenningum efnis-
hyggjumanna um paradis á jörð.
íslenzk kirkja er þvi miður ekki
laus við misskilning af þessu tagi,
a.m.k. heyrum við i einum og ein-
verið til. Stefán fæddist fjórtán
árum siðar en Hjálmar lést. Hann
hefur því alist upp með fólki sem
mundi Hjálmar gerla. Minningin
um hann hefur því verið lifandi í
bernsku hans og æsku og örugg-
lega ekki gróið heilt þar sem und-
an hafði sviðið kvæðum Hjálmars.
Stefán svarar einkum þrem ásök-
unum í garð Blöndhliðinga:
»1) Að þeir hafi verið svo
heimskir að sjá ekki, að hér var
reglulegt þjóðskáld á ferðinni, og
því hefði verið skylda þeirra að
búa að honum sem slíkum og gera
hans hróður sem mestan á því
sviði.
2) Að þeir hafi verið sfnkir og
nánasarlegir við hann og að lok-
um synjað honum um sveitar-
styrk, er heilsa hans var nálega
þrotin, og
3) til að jafna sakirnar að leita
þá hjá honum þjófaleit vegna
sauðaþjófnaðar, sem jafnan hefur
verið talinn einn svivirðilegasti
glæpur þjóðfélagsins.«
Skemmst er frá að segja að Stef-
án svarar öllum þessum ásökun-
um ákveðið — Blöndhlíðingum f
vil. Til að mynda rekur hann
nokkur dæmi þess að fólk hafi
rétt Hjálmari hjálparhönd en
fengið dræmar þakkir fyrir. Þá
vitnar hann til ummæla Jónasar
Jónssonar sem sagði að »hvar sem
Hjálmar hefði átt heima, mundi
hafa orðið styrjöld milli hans og
samborgaranna.«
Séu málin skoðuð einhliða má
vafalaust líta svo á að Stefán halli
óverðuglega á Hjálmar þar sem
andinn í þættinum sé neikvæður f
hans garð. En þess ber þá að geta
að Stefán hugsar þennan þátt sem
svar við þeim mörgu ásökunum
sem hann telur hafa bitnað á
Blöndhlíðingum — að ósekju að
hans dórni. Og þvi ber hreint ekki
Framhaid á bls. 38
um „spámanni" á vegum hennar
sem, predikar eins og stjórnmála-
menn og leggur eins og harð-
sviraðir pólitikusar aðaláherzluna
á veraldleg gæði, þ.e. jarðneska
sæluríkið, en gleyma kjarna krist-
innar kenningar: að himnarfki sé
ekki af þessum heimi. Það var
einnig kjarninn í kenningum
Kirkegaards. Þar skildi í raun og
Veru milli hans og Marx. En það
er eins og þetta hafi farið fram
hjá hinum „pólitísku" prédikur-
um, sem eru sífellt að keppa um
veraldlega hylli. Það er að visu
ofsagt hjá Magnúsi Kjartanssyni,
að islenzka þjóðkirkjan sé rang-
lega kennd við Jesúm Krist, en
hún þarf að gæta sín í veraldar-
vafstrinu. Hún nýtur leiðsagnar
mikilhæfs kennimanns, þar sem
biskupinn er. Hann gerir sér
áreiðanlega grein fyrir hættun-
um. En það var engin tilviljun, að
Kirkegaard átti undir högg að
sækja gagnvart veraldarhyggju
og valdstjórn dönsku kirkjunnar
á sinum tima, né barátta Tolstojs
gegn spilltri veraldarhyggju og
valdafikn rússnesku kirkjunnar.
Sören Kirkegaard og Tolstoj vissu
öðrum fremur, að nauðsynlegt er
að bæta mannlifið og kjör fólks á
jörðinni. Mannrækt og fagurt líf
stóð hjarta þeirra að sjálfsögðu
nær; og ekkert er nauðsynlegra
en bæta kjör fólks og jafna. En
þeir vildu ekki láta blanda þessu
tvennu saman: fyrirheiti kristinn-
ar trúar og þjóðfélagsh.vggju. Stjórn-
mál eru eitt.trúarbrögðannað. Kirke-
gaard sagði In.a. að leiðin til glöt-
unar væri vörðuð vegskiltum, sem
á stæði: bæði og, en á hinurn
þrönga vegi til fyrirheitna l.ands
kristninnar stæði: annað hvort
eða. Hann elskaði kristindóminn,
þess vegna krafðist hann meira af
kirkjunni en öðrum stofnunum.
En danska kirkjan misskildi
þennan nú frægasta son sinn.
Gerum kirkjuna a.m.k.. ekki að
nýjum háværum fjölmiðli, sölu-
varningi. Hún gegnir göfugasta
hlutverki sem til er: hún er far-
vegur orða og hugsana Krists.
Þurfum við á öðru fremur að
halda á þessum síðustu og verstu
tímum?