Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
33
lýsa því yfir hér, að honum hefur
tekist, vitandi eða óvitandi, að
skapa þá tegund listaverka með
þessum myndum, sem ætíð hafa
verið talin í sérstökum gæða-
flokki. Þetta er klaufalega til orða
tekið, en ég á við það, sem á
Norðurlandamálum nefnist
„kvalitetskunst". Það er tilfinn-
ing Gröndals fyrir formi og ekki
síður lit, sem veldur því, hve list-
rænar þessar dýramyndir verða í
meðferð hans.
Ég hef ekki hugmynd um,
hverja menntun Gröndal hafði í
myndlist, en margt bendir til
þess, að skóiaganga hans á þvf
sviði hafi ekki verið löng. Hann
segist sjálfur hafa fengið tilsögn i
teikningu fyrir náttúrufræðinga,
en lítið lært og fljótlega hætt.
Eins segist hann hafa hlotið til-
sögn í málun, en ekkert lært og
snemma hætt að sækja þá
kennslu. Það er Gröndal líkt.
Hann gat verið þver og hofmóðug-
ur og taldi'sig iðulega hafa lítið til
kennara sinna að sækja. Sérlund-
in leynir sér ekki frekar en fyrri
daginn, hvað myndlistarnám hans
snertir, en þar liggur mér við að
vera Gröndal sammála. Svo
ósnortinn er hann af málaralist
samtíðar sinnar, að flokka verður
frá því, að ef til vill gæti sérvitr-
ingur nokkur, sem væri að fást
við að koma saman náttúrugripa-
safni, hjálpað honum; þessi ná-
ungi fiktaði nefnilega með liti við
þetta starf sitt. Collingwood þang-
að, en ekki leist honum á litina,
sem Gröndal notaði. Collingwood
var enda góðu vanur, þar sem
hann kom frá landi, sem státað
gaf af sérlega endingargóðri lita-
framleiðslu á þessum árum. Win-
sor & Newton fyrirtækið hafði þá
þegar starfað lengi og starfar enn
f Bretlandi. Litirnir, sem Colling-
wood fékk hjá Gröndal, dugðu
honum að vísu til bráðabirgða,
þar eð ekki var annað að hafa, en
i rauninni taldi hann þá ónýta
með öllu. Hvaða liti hefur verið
um að ræða, er ekki gott um að
segja. Ef til vill hafa þetta verið
danskir litir, en allt eins líklegt
er, að það hafi verið heimatilbún-
ir litir úr jarðefnum ýmiss konar
og jurtum. Um það er ekkert vit-
að, en eitt er vist: litir Gröndals
hafa haldið sér ótrúlega vel, enda
hafa myndirnar verið varðveittar
í möppum og ekki orðið fyrir
áhrifum sólarljóssins. Trúlegast
er þó, að lakkið hafi bjargað þeim
og gefið þeim þann ferskleik, sem
einkennir þær. Það eitt, að Grön-
dal lakkaði myndir sínar, sýnir
list hans undir upprunalega
(primitiva) list, en það er einmitt
sá eiginleiki, sem gefur myndum
Gröndals sérstakan blæ og per-
sónulegan stíl. Hæfileikar hans á
myndlistarsviðinu eru svo eðlis-
lægir, að hann þarf enga utanað-
komandi hjálp við að koma þvi á
örkina, sem honum liggur á
hjarta, og tilfinning hans fyrir
vatnslitum og meðferð þeirra er
svo næm, að furðu sætir. Gröndal
hefur einnig tekist að ganga
jþannig frá verkum sinum, að þau
hafa sama ferskleikablæ og væru
þau unnin í seinustu viku, en
hann lakkaði yfir (fixeraði)
myndir sínar þannig, að varð-
veisla þeirra er einstök.
1 sambandi við störf Gröndals
að myndlist, langar mig til að
skjóta hér inn stuttri frásögn um
viðskipti Gröndals og enska mál-
arans W.G. Coliingwood, sem við
komu sína hér til lands árið 1897
skrifaði heim til Englands og
sagði þar farir sínar ekki sléttar.
(Frá þessu bréfi Collingwoods
sagði mér Örlygur Hálfdánarson
útgefandi, en hann hafði sjálfur
séð nefnt bréf). Collingwood
hafði ekki gáð að sér á leiðinni til
íslands og meðan hann staldraði
við í Færeyjum, hafði málað svo
mikið, að hann var orðinn lita-
laus, er til Reykjavikur kom. Þar
ætlaði hann að láta það verða sitt
fyrstá verk að kaupa liti. En viti
menn, enga liti var að fá i Reykja-
vík. Nóg fékkst brennivín og alls
konar kramvara, en engir litir.
Eftir langa leit var honum sagt
hins vegar glöggt, að nokkuð hef-
ur hann kunnað fyrir sér f tækni-
brögðum myndlistarinnar.
Það yrði aðeins til að lengja
þetta mál að óþörfu að fara nánar
Út i lýsingar á myndum Gröndals i
því afburðaverki, sem ég fjalla
hér um. Sjón og kynning er sögu
ríkari, og ég er ekki í minnsta
vafa um, að fleiri en ég eiga eftir
að hafa mikla ánægju af þessari
myndlist, en það er einlæg von
min, að þessar línur verði til að
vekja einhverjum áhuga á mynd-
um Gröndals, en það er sannar-
lega kominn timi til, að þær hljóti
verðskuldaða athygli og viður-
kenningu. Ég hef heyrt, að til sé
safn af fuglamyndum eftir Bene-
dikt Gröndal, og væri mikill feng-
ur að fá það safn fyrir almenn-
ingssjónir.
Að baki Vesturgötu 16 stendur
litið og lúið timburhús. Það er hús
Benedikts Gröndals. Geri maður
sér ferð að húsabaki til að berja
þetta hús augum, kemst maður
ekki hjá því að finna sögufrægð
þess geisla frá þvi. Ekkert virðist
þó gert til að sýna þessu snotra
húsi viðeigandi virðingu. Það kúr-
ir þarna í skugga steinkumbalda,
sem bókstaflega gleypir það. Svo
sérstök s^ga er tengd litla húsinu,
að það á sannarlega betra skilið
en að grotna þarna niður. Hvar
eru nú friðunarpostularnir?
Eins og áður segir, var Gröndal
iðulega sár út í samtíð sína og hélt
því þá fram, að enginn hefði
Framhald á bls. 37.
REPORT DE LUXE: LÚXUS FYRIR LÍTIÐ
Rafritvél meö fisléttum áslætti,
áferöafallegri skrift, dálkastilli
28 eöa 33 sm valsi.
Vél sem er peningana viröi
fyrir jafnt leikmenn sem
atvinnumenn.
Fullkomin viögeröa-
og varahlutaþjónusta.
Leitiö nánari upplýsinga.
Ewisa
w m w w wt ar * m -tr
;* * * 55 W' W W w: .e: w x
v x: :W. m s5i :r :T'
o
Olympia
Intemational
wmímsum kjaraim hf isx
skrifstofuvélar & verkstæði — Tryggvagötu 8, sími 24140
GREIÐENDUR
vinsamlega veitið eftirfarandi
erindi athygli:
Frestur til aö skila launamiðum
rennur út þann 19. janúar.
Þaö eru tilmæli embættisins til
yöar, aö þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miöana og
vandió frágang þeirra. Meö því
stuöliö þér aó hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firriö yöur
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI
VANTAR ÞIG VENNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
Þl’ AI GLÝSIR L'M ALLT
LAND ÞEGAR Þl Al’G-
LÝSIR í MORGL'NBLAÐINT