Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 34

Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978 STRJÁLBÝLI Hringbrautin og Árborgin Því var stundum haldið fram, bæði í gamni og alvöru, að Hringbrautin markaði sjón- deildarhring sumra höfuðstað- arbúa í landsmálum. Þessi ýkta staðhæfing hefur nú fengið eig- in fætur í síðdegissjónarmiðum og kjallarskrifum dagsins í dag. Þar trónar stundum „fram- sýni“ þeirra, er horfa aðeins niður fyrir nef sitt í þjóðmála- umræðu. í útjaðri gamla Hringbrautar- svæðisins, nánar tiltekið við Rauðarárstíg, stendur Fram- kvæmdastofnun ríkisins, um- deild stofnun eins og fleiri fyr- irbæri í yfirbyggingu þjóðfé- lagsins. Sitt hvað fróðlegt of forvitnilegt hefur frá þeirri stofnun komið. Hér á eftir verð- ur lítillega rakinn — og aðeins að hluta til — efnisþráður rits, sem unnið var á vegum bygg- ingadeiidar Framkvæmdastofn- unar 1977, og hlotið hefur heit- ið: Arborgarsvæði — sérstakir framleiðslumöguleikar — áætl- un um þróun þéttbýliskjarna Arnessýslu (rit 1). Höfundur þess er Vilhjálmur Lúðvfksson Ph. D. efnaverkfræðingur. Þetta rit færir heim sanninn um, að það er einnig hugað á jákvæðan hátt að málefnum strjálbýlis innan marka Hring- brautar. Auðlindir Árborgarsvæðis Svæðið austan Reykjanes- skagans og austur undir Eyja- fjöll er sennilega einn auðug- asti hluti landsins að náttúru- auðæfum, bæði að fjölbreytni og umfangi, segir í riti þessu. Árborgarsvæðið er að öðru jöfnu í góðri aðstöðu til að verða vettvangur framleiðslu- starfsemi og mannlífs, sem grundvallar afkomu sína á • Sjávarfang: Undan suður- ströncfinni eru fengsæl fiski- mið. Á svæðinu frá Höfn í Hornafirði og til Grindavíkur, að Vestmannaeyjum meðtöld- um, voru unnin 24,4% alls fisk- afla landsmanna árið 1974 og 32,2% 1975. Tiikoma Þorláks- hafnar styrkir þessa atvinnu- hlið á Árborgarsvæði. # Vötn: Auk raforkufram- leiðslu bjóða vötn á þessu landssvæði upp á mjög góða fiskræktarmöguleika. Nokkur frjósamari vötn landsins eru f Árnessýslu: Þingvallavatn, Apavatn; meðal stöðuvatna, Sogið, Stóra Laxá, Þorleifslæk- ur og Hvftá meðal straumvatna. Fiskeldi er líklegur atvinnu- kostur, sérstaklega f tengslum við hitatemprað vatn. 0 Aðrir kostir: 1 Árnes- og Rangárvallasýslur eru stærstu samfelldu landbúnaðarhéruð landsins. Frá þessum héruðum koma hráefni til mjólkur- og kjötvinnslu á Selfossi. Ýmsar afurðir landbúnaðar eru mikil- væg hráefni til annars iðnaðar: ull, gærur, húðir o.fl. Framleiðslu- möguleikar 1) Ylrækt: Ylrækt matjurta, blóma og græðlinga er fram- leiðslugrein, sem talin er áhugaverð með hliðsjón af að- stæðum á Arborgarsvæði. Veld- ur því fyrst og fremst mögu- leikinn á lágum orkukostnaði, „ef réttar aðstæður eru skapað- ar“, sem og starfsemi og fag- þekking, sem þegar er fyrir hendi með Gaéðyrkjuskóla rík- isins í fararbroddi. Rætt er bæði um framleiðslu á innan- landsmarkað og til útflutnings og samkeppnisaðstæður raktar ítarlega. Framleiðslumöguleík- ar eru flokkaðir í grófum drátt- um (miðað við næstu 15 til 20 ár): FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS — BYGGÐADEILD — Eyrarbakki . [i Stokkseyrr Þorlókshöfn F Þjórsorc- Holsársandur Sól heima|o kulílyædi Mýrdalssai Úr riti Vilhjélms Lúðvíkssonar Ph.D. um Árborgarsvæðið. (júní '77). r ■ ' Kerlingarf jallasvædi >—* . ‘<Jy'3r ^^Haukadal**v»di j^Brautarholt Hrauneyförfoss 140 MW ^#Sigalda 150 MW Steingrímsstöa 26,4 MW ^Uósafoss 14,6jik Ida-Vördufell Hekluvikrar |lrafoss 47,8 MW s 4l^Seydíshólar kbrautarholT 240 MW Torfalökulssvædi % ▲ Laugaland 'Í \ ' MÆLIKVAROi: 0 10 20 30 40 50 Km SKÝRINGAR: Þéttbýliskiarnar Árborgar • Raforkuver ifV) Háhita*v»<fi Gjallnámur A Baialtnámur m Vikur- gjall sandar Sjávarafli MYND 1. YFIRLIT UM HELSTU AUOLINDIR Á ADFANGASVÆOI ÁRBORGAR / Auðlindir i Arnessýslu: Mörg er þar matarholan Flatarm. Framleiðslutegund: Markaður ha. nú: Hugsanlegt: Matjurtir Innanl. 6 10—15 Afskorin blóm Innanl. 6 10 Pottaplöntur Innanl. 6 1 Græðlingar (órótaðir) Erlendis 6 5—10 Ungplöntu- eldi (rótaðir) Erlendis 6 1—3 Sama (tré, runnar og garðblóm Innanlands 1—2 3—5 14 30—43 þ’eim auðæfum. I því sambandi er m.a. bent á: • Raforka: Nýtanleg vatns- orka á íslandi (áætluð heildar- orka) er 35 TWst. (1 Terawatt- stund — 109 Kilowattstundir). Þar af eru um 17,2 TWst. eða nærri 50% á vatnasvæði Suður- lands, aðallega í Hvítá og Þjórs- á. Á þessu svæði voru árið 1975 framleiddar 1911,4 Gwst af 2160 Gwst raforku vatnsafls- stöðva á öllu landinu eða 88%. R Jarðvarmi: Af áætlaðri varmaorku eru um 52,4 TWst eða 65% á Suðurlandi og há- lendinu umhverfis það. í þess- um landshluta eru stærstu há- hitasvæðin. Lághitasvæði eru og fjölmörg í uppsveitum Ár- nessýslu og hafa víða verið nýtt. • Jarðefni: í jörðum hálendis á þessu svæði er að finna gífur- legt magn gosefna, sem sum hver má nýta sem iðnaðarhrá- efni, til framleióslu á ýmsum vörum og efnum, sérstaklega til notkunar við mannvirkjagerð: Basait (Brattholt, Iða- Vörðufell, Akbrautarholt, Laugaland) vikur (Hekla- Búrfell, Sandá), vikursandur (Mýrdalssandur), gjall (Seyð- ishólar, Kálfhólar, Heillisheiði) og gjallsandur (Þjórsár- Hólsársandur, Þorlákshöfn). 2) Steinefnaiðnaður: Vinnsla jarðefna af eldfjallauppruna er talin eitt af þeim sviðum, sem mesta möguleika veitir til ný- sköpunar í iðnaðarframleiðslu hérlendis. Er talin rík ástæða til að stefna markvisst að öflun og útbreiðslu tækniþekkingar á þessu sviði, bæði á sviði fram- leióslu og hagnýtingar afurða. Nefndir eru nokkrir fram- leiðslumöguleikar úr jarðefn- um: 1) Léttsteypa: gólfplötur, veggsteypur, hleðslusteinar, veggeiningar, loft- og gólfein- ingar, reykháfssteinar, skilrúm og innveggjaeiningar, brúar- gólf, eldvarnarhleðslur; 2) fylliefni: málning, kítti, gúmmívörur, plast, lim, pappír; 3) plötugerð: vikurplötur með hálmi eða viðartrefjum; 4) pozzolanblanda, 5) jarðvegs- bætiefni, 6) gjallsandur: gler- kenndur sandur í steinullar- framleiðslu eða samfelldar trefjar, hráefni í steinefna- blöndur til framleiðslu á gólf- og veggeiningum, þilplötum og sem fylliefni í gervitimbur, slípiefni, trefjarplötur o.fl.; 7) basalt: plötur, flísar, einangr- un, glerungur, glerplötur o.fl. Fjallað er í alllöngu máli um alla þessa möguleika og raunar fleiri, sem of langt yrði að rekja í stuttri blaðafrásögn. 3) Efnaiðnaður: Á þvi sviði er m.a. talað um sykurhreinsun. Árleg sykurneyzla hérlendis er um 10 þús. tonn. Stofnkostnað- ur verksmiðju af því fram- leiðslumagni er talinn rúmlega 1000 m. kr. Framleiðsluverð- mæti 1497 m. kr. (framleiðslu- kostnaður án vaxta 1401 m. kr„ þar af hráefnakostnaður 1184 m. kr. Launagjald 60 manna er áætlað 68 m. kr.) Þá er talað um fiskafóður og vitnað til inn- lendrar reynslu um fóðurfram- leiðslu til fiskeldis (undir leið- sögn dr. Jónasar Bjarnasonar). Fyrirtæki er nú þegar starf- rækt að Öxnalæk í Ölfusi er framleiðir 80 tonn á ári. Með hverfandi kostnaði má auka framleiðsluna í 300 tonn á ári. „Horfur eru á því að bleikju- eldi geti á næstunni skapað markað fyrir 900 tonn af fiska- fóðri og síðar e.t.v. þrefalt það magn“, segir í riti þessu. 4) Fiskirækt: í ritinu kemur fram að nú eru ræktuð um 30 tonn af bleikju á ári að Öxna- læk 1 Ölfusi. Stefnt er að aukn- ingu framleiðslu í 200 tonn eða 80 m. kr. ársframleiðslu. Mark- aðshorfur eru sagðar jákvSeðar. „Við Helgadalsá í Reykjadal er sennilega unnt að byggja bleikjueldisstöð sem gæti fram- leitt um þrefalt það magn, sem unnt er á Öxnalæk, þ.e. um 600 tonn á ári,“ segir í þeim kafla ritsins, er um fiskirækt fjallar. í yfirliti um framleiðslumögu- leika er gefin hugmynd um hagræn umsvif 300 — 600 tonna bleikjueldisstöðva. 5) Nýmæli í vinnslu sjávar- fangs: í þessum kafla er m.a. fjallað um vinnslu á fisklógi og smáfiski i uppleysta fiskmeltu til fóðurbætis, þurrkun á smá- fiski (loðnu og spærlingi) í gæludýramat til útflutnings (með jarðvarma eða raforku), vinnslu lyfja og lífefna úr fisk- innyflum (og innyflum slátur- dýra), þurrkun á saltfiski með aðstoð jarðhita, aúk fiskfóðurs sem áður getur. Yfirlitum helztu framleiöslu- tækifærin í lok ritsins er fjallað um helztu framleiðslutækifærin orðrétt á þennan veg: „1 töflu 8 er gefið yfirlit um helstu stærðir hugsanlegra, nýrra framleiðslutækifæra. Er hér um að ræða 15—16 nýjar greinar, eða greinar sem taldar eru geta haft sérstaka mögu- leika til vaxtar og nýsköpunar í framieiðslu á svæðinu. Á töflu 9 er annað yfirlit um sömu framleiðslugreinar og þar borinn saman stofnkostnaður á mannár ásamt hlutfalli stofn- lcostnaðar og framleiðsluverð- mætis fyrir þessar greinar. Áætlaður fjöldi starfstæki- færa eru 624 og stofnkostnaður í heild 11.175 millj. króna og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.