Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1978 — Brezkt hlutafélag. . . Framhald af bls. 21 holtslandi hafi einnig verið út- hlutaður umræddum erfingja Einari Benediktssyni. — Þessari niðurstöðu getur það eigi raskað þótt veiðiréttindi þessi séu eigi nefnd sérstaklega sem fráskiiin jörðinni Gröf, hvorki í útleggi Kristfnar Benediktsdóttur eða i útleggi Einars Benediktssonar, með þvf að allur skiptagerningur- inn verður að skoðast sem ein heild, og verður þvi útlegg hvers einstaks erfingja að ákveðast með þeim takmörkunum, sem leiða af öðrum ákvæðum skiptagernings- ins, þar á meðal ákvæðinu um veiðiréttindi, sem útlögð voru Einari Benediktssyni, og það er heldur eigi þýðingarlaust i máli þessu, að erfingjarnir virðast hafa haft það fyrir fasta reglu að skilja veiðiréttinn frá jörðum bús- ins í Mosfellssveit. Þar sem samkvæmt framan- sögðu ekki verður álitið, að Kristín Benediktsdóttir hafi eign- ast umræddan veiðirétt með jörð- inni, gat hún heldur ekki selt jörðina með þessum rétti, og með því stefndi, eftir því sem á stóð, gat ekki með afsalsbréfi Kristínar öðlast frekari rétt, en hún hafði, ber að fella hinn áfrýjaða dóm úr gildi og dæma áfrýjanda eftir kröfu hans eignarrétt að öllum veiðirétti í ánni Bugðu fyrir Graf- ar, nú Grafarholts, landi. Eftir málavöxtum þykir rétt að málskostnaður fyrir undirrétti og yfirdómi falli niður. Því dæmist rétt vera: Afrýjanda þessa máls, félaginu The British North Western Syndi- cate Ltd., ber allur veiðiréttur f efra hluta EUiðaánna, f svo- nefndri Bugðu og Hólmsá fyrir öllu landi jarðarinnar Grafar, nú Grafarholts f Mosfellssveit. Málskostnaður fyrir undirrétti og yfirdómi fellur niður." Var dómur þessi kveðinn upp 29. janúar árið 1917. Þessi dómur tekur þannig af öll tvfmæli um veiðiréttindi brezka hlutafélagsins f efri hluta Elliða- áa. Hins vegar er nú sýnt að starf- semi þess hafði að mestu leyti lagzt niður þá er þessi dómur féll en það er strikað af fyrirtækja- skrá f Bretlandi f kringum 1930 og leyst upp. Hitt stendur óhagg- að að þetta félag er enn þinglýst- ur eigandi að veiðiréttinum f þessum efri hluta vatnasvæðisins og vaknar þá aftur spurningin hver hafi eignazt þennan veiði- rétt eftir að brezka fyrirtækið var stirkað af skrá. if Breytingar á Elliðaánum Nauðsynlegt er þó áður en lengra er haldið að átta sig á, að þetta vatnasvæði hefur tekið verulegum breytingum frá þvf að framangreindur dómur var felld- ur, bæði vegna vatnsveitufram- vkæmda og virkjunarfram- kvæmda f ánum, eins og glöggt kemur fram f grein Steingrfms heitins Jónssonar, fyrrverandi rafmagnsstjóra, um Iaxveiði og fiskrækt í Elliðaánum en þar seg- ir hann m.a. f kaflanum um rennsli EHiðaánna: „Austurkvfslin kom úr Bugðu, sem rann einnig f annarri kvfsl f Dimmu, en svo hét vesturkvíslin frá þvf, er hún kom úr Elliðavatni niður að kvfslamótum þessum. Þessi austurkvfsl úr Bugðu niður með Árbæjarhólma var tekin af með fyrirhleðslu, þegar vatnsveit- an var lögð frá Gvendarbrunnum 1906, en öllu vatninu veitt áfram í Bugðu. Meðan austurkvfslin rann, kom hún saman við vesturkvfsl- ina, eins og fyrr segir, neðan við Efri Fossa. Þegar rafstöðin tók til starfa við Elliðaárnar 1921, var suðurkvfsl- in niður með Blásteinshólma stffl- uð með fyrirhleðslu, svo allt vatn rynni til inntakslónsins ofan Ár- bæjarstfflu f norðurkvfslinni, og jafnframt var suðurkvfslin stffluð ofan við Selfoss og öllu vatni, sem ekki var notað til virkjunarinnar, veitt f norðurkvíslina. Jók það vatnsmagn hennar, og laxagangan upp ósinn hefur sfðan aðeins far- ið fram um austurkvfslina. Aðalrennsli f EUiðaárnar kem- ur á sumrin úr uppsprettum f Lækjarbotnum í tæplega 100 m hæð yfir sjó og úr afrennsli Sel- vatns. Þetta rennsli sameinast f eina kvfsl norðan hraunflatanna, þar sem nýbýlið Gunnarshólmi var byggt í 90 m hæð yfir sjó. Rennur áin þar f einu lagi undir brúna ofan við Geitháls, en kvfsl- ast nokkru neðar f Hólmsá og Suðurá. Suðurá fær og afrennsli úr kvfsl með mörgum uppsprett- um undan hrauninu við Silunga- poll og ofar allt upp undir Sel- fjall. Á vetrum, vor og haust kem- ur einnig vatn í Fossvallá ofan frá Sandskeiði og vfðar, er rennur niður norðan vegarins og undir hann fram hjá þar, sem gamli bærinn að Lækjarbotnum stóð. Þetta rennsli kvíslast í hraunflöt- unum neðar, unz mest af þvf rennur f Suðurá, en hún fer niður með hraunjaðri Heiðmerkur, tek- ur f sig margar uppsprettur und- an hrauninu alla leið niður f Elliðavatn. Eru Gvendarbrunnar þar stærstu lindirnar. Fossvaliá þornar á sumrin nema f vatnsmestu árum, svo og allt ofanjarðarrennsli f hana á efri hluta vatnasvæðisins. 1 vatns- litlum árum þornar hún snemma vors, og komið hafa vor, sem hún hefur alls ekki látið sjá sig. All- flest árin sfðan 1950 má telja vatnslftil og vetur snjóléttir. Hólmsá rennur norðan við hraunflatirnar neðan við bæinn að Hólmi og vestur Elliðavatns- land á móts við Stórhól f Rauðhól- AUGLYSINGASTOFA SAMBANDSINS Fremstur meðal jafningja Opel Record hefur í nokkur ár verlð mest seldi bíll í sínum stærðarflokki í Evrópu. Ástæðan er einföld: ökumenn gera alls staðar sömu kröfur þegar þeir velja sér bíl. öryggi, þægindi, sparneytni, kraft og snerpu. Vandlátur kaupandi gerir samanburð og velur ekki fyrr en hann er ánægður. Komið-hringið-skrifið-við veitum allar nánari upplýsingar fljótt og örugglega. Sýningarbíll í salnum. Til afgreiðslu strax, beinskiptir, sjálfskiptir. Véladeild Sambandsins Ártnúla 3 fíeyk/avik Simi 38900 c I um. Á honum var landamerkja- varða milli Elliðavatns og Hólms áður fyrr. Nú er Stórhóll með öllu horfinn ásamt fleirum Rauðhól- anna f ofanfburð vega. Þegar Hólmsá kom þangað niður eftir, hlaut hún nafnið Bugða, er rann í mörgum stórum hlykkjum norðan við Elliðavatnsengjar undir Norðlingaholti og niður með Vatnsendakrókum niður að Dimmu, þar sem þær koma saman neðan við hólinn Skyggni. Dimma kemur úr Elliðavatni, sem fyrr segir, og rennur fyrst lygn milli Vatnsendalands og Elliðavatns- engja niður að vaði, en þaðan f nokkrum halla f Vatnsendalandi niður að kvfslamótunum. Þegar Rafmagnsveita Reykja- vfkur hafði starfað 3 sumur, hófst hún handa á 4. sumri, 1924, um að gera stfflu á Elliðavatnsengjum, með leyfi jarðeigenda og ábúenda jarðanna Elliðavatns og Vatns- enda, en keypti síðan jörðina Elliðavatn 1926. Stfflan var sett á mörkum þessara jarða, neðan við Elliðavatnsengjar, en skammt fyrir ofan voru gamlar áveitustífl- ur frá tfð Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Skilur stíflan þvf Elliðavatnsengjar frá Vatnsenda- krókum, er voru slægjuland frá Vatnsenda. Við þessa aðgerð stfflaðist upp Elliðavatn, þannig að engjarnar fóru f kaf, ásamt ánum Bugðu og Dimmu á þeim kafla, sem stfflunin náði. Rann þá Bugða f Elliðavatnsuppistöðuna og Dimma úr uppistöðunni um flóðgáttir, þar sem áður hafði ver- ið vað á ánni. Gerðar voru og flóðgáttir f sustffluna f farvegi Bugðu, en þær voru hafðar lokað- ar nema f vatnavöxtum. Hefir framrennslið sfðan aðeins verið f Dimmu niður vesturfarveginn að Efri Fossum og áfram um norður- farveginn að inntakslóni Ár- bæjarstfflu og einnig fram hjá því, svo sem áður var lýst.“ ★ Núverandi veiðifélag Bugða náði þannig f þá daga allt að því niður á móts við Vatns- veitubrú en nú rennur hún saman við Dimmu rétt neðan við Elliða- vatnsstffluna — eftir nokkrar krókaleiðir að vfsu, þannig að töluvert erfitt getur talizt að ákvarða nákvæmlega veiðiréttar- svæði The British North-Western Syndivate. Strangt tiltekið verður það þó að teljast veiðiréttur sá sem er fyrir landi Hólms. Sú jörð ásamt Vatnsenda, EUiðavatni, Gunnarshólma, EUiðakoti, Geir- hálsi, Lækjarbotnum og Sólheim- um hafa myndað Veiðifélag Ell- iðavatns. Var þetta veiðifélag stofnað árið 1964 f kjölfar Iag- anna frá 1957 um silungs- og lax- veiði, og er veiðisvæði þess aðal- lega Elliðavatn sjálft með þeirri silungsveiði sem þar er en árnar sem renna f EUiðavatn hafa eink- um verið notaðar sem uppeldis- stöðvar fyrir lax- og silungsseiði af Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, sem greitt hefur af þessari að- stöðu nokkurn arð. Af hálfu borgarinnar hafa jafn- an forsvarsmenn Rafmagnsveitu Reykjavfkur verið fulltrúar jarða hennar f þessu veiðifélagi og nú- verandi formaður þess er Haukur Pálmason, verkfræðingur Raf- magnsveitunnar. Hann sagði í samtali við Mbl. að borgin hefði jafnan talið sig eiga eigendarétt að Hólmi og þar með fullan um- ráðarétt fyrir veiði f landi jarðar- innar. Þegar veiðifélagið hafi ver- ið myndað samkvæmt lögunum þar að lútandi hafi einnig verið lýst eftir öllum þeim aðilum, sem teldu sig eiga tilkall til veiði á þessu vatnasvæði, og veiðiréttar- eigendurnir síðan myndað með sér þetta félag. Svæði þess væri Elliðavatn sjálft og árnar upp af vatninu, t.d. bæði Hólmsá og Suðurá, og eins langt upp og þær ná til vatnaskila. Haukur kvaðst ekki hafa heyrt fyrr um hlutdeild brezka hlutfé- lagsins f veiðiréttindum Hólms- lands en sagði þó að það kæmi honum naumast á óvart. „Ég hef rekið mig á það þessi ár sem ég hef starfað að málum á þessu svæði að það er óskaplega erfitt að henda reiður á þvf hvar séu rétt landamerki og kemur það til af þvf að Einar Ben. virðist alltaf hafa verið að færa til spildur með kaupum og sölum meðan hann átti landið." 1 afsalsbréfi frá þvf 1960, er Reykjavfkurborg kaupir Hólms- land af landbúnaðarráðuneytinu, bæði þjóðjörðina Hólm og Hólms- heiði, þá er þar hvergi vikið sér- staklega að veiðiréttindunum. Hins vegar kemur fram f at- hugasemd borgarfógetaembættis- ins við þinglýsingu afsalsbréfsins, að á eignahlið á blaði jarðarinnar Hólms, eins og það hafi komið frá bæjarfógetaembættinu f Hafnar- firði, sé m.a. bókað: The British North Western: afsalaður veiði- réttur dags. 8/10 1910. Hvort t.d. afkomendur Einars Benediktssonar kunna hugsan- lega að geta krafizt einhvers rétt- ar í ljósi framangreindrar þing- lýsingar skal lögfróðum mönnum eftirlátið að dæma um, en hitt er vfst að þetta dæmi um The British North-Western Syndicate færir mann óneitanlega nær þjóðsögn- inni um fjármálahyggju skálds- ins Einars Benediktssonár og að enn sé hann ekki heldur dauður úr öllum æðum á þvf sviði. Og hvað sem brezka hlutafélaginu Ieið, mun Einar sjálfur lengi hafa haldið f veiðiréttindin þarna ofan Elliðavatns, þvf að enn munu vera lifandi menn sem þar veiddu svo seint sem á fjórða áratugnum f skjóli Einars. —bvs CiTCArumcuR SAMBAND ÍSLENZKRA ^ SAM-VINNUFÉLAGA /'<?- 1902 1977 ; ' o\ "* \)i Ritgerðarsamkeppni um Samvinnuhreyfinguna Samband ísl. samvinnu- félaga hefur efnt til rit- gerðasamkeppni meðal ís- lenzks æskufólks í tilefni af 75 ára afmæli sínu í fyrra. Er ritgerðarefnið: Samvinnuhreyfingin á ís- landi — hlutverk hennar og starfsemi. Öllu æsku- fólki á aldrinum 14—20 ára er boðin þátttaka, ein- staklingum eða hópum. Aldursflokkar verða tveir 14—17 ára og 18—20 og verða veitt sex verðlaun í hvorum flokki. Nema þau alls einni milljón króna, fyrstu verðlaun eru 200 þúsund, önnur verðlaun 100 þúsund og fjórar rit- gerðir hljóta þriðju verð- laun, 50 þúsund krónur hver. Dómnefnd skipuð þremur mönnum veitir verðlaunin og getur hún Framhald á bls. 37.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.