Morgunblaðið - 15.01.1978, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
+ Eiginmaður minn og faðir, BJARNIFORBERG fyrrum bæjarsimstjóri, lézt 1 3 janúar. Ásta Forberg og börn.
t Eiginmaður minn. HALLDÓR JÓNSSON, Nóatúni 26, sem lést 9 janúar á Borgarspítalanum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 17 janúar. kl 1 3 30 Guðlin Jónsdóttir.
t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts. ÖNNU GUNNLAUGSDÓTTUR. Eskihlið A. GeirG. Gunnlaugsson og fjólskylda
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns og föður okkar. JÓNS ÞÓRS ÞÓRHALLSSONAR, Giljaseli 7 Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Ólöf Guðmundsdóttir, Guðmundur Þór Jónsson, Ingvar Páll Jónsson.
t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför- systur okkar, ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR. Grettisgótu 83 Magnúsina Jónsdóttir Jón Jónsson.
t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður minnar, ömmu. langömmu og systur, AUÐBJARGAR GISSURARDÓTTUR. frá Gljúfurholti Maria Esther Þórðardóttir. Guðbjórg Gissurardóttir, Guðrún Ágústa Arnardóttir, Ingibjórg Ágústa Gissurardóttir. Þórhildur Maria Jónsdóttir. Sigrún Gissurardóttir, Þórdis Gissurardóttir.
t Innilega þökkum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar. HALLDÓRU KRISTÍNAR HELGADÓTTUR Fyrir hönd vandamanna, Gisli Hafliðason Kristinn Hafliðason.
t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmii og langömmu, GYÐU KRISTJÁNSDÓTTUR, 7 frá Súðavik Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á deild A-4 Borgarspitalanum og Hafnarbúðum Kristrún Magnúsdóttir, Páll Jónasson. Sólveig Magnúsdóttir, Vilhjálmur Alfreðsson, barnabórn og barnabarnabörn.
t Emlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför, JÓNS HALLS KARLSSONAR. Ólöf Stefánsdóttir. Karl Ómar Jónsson. Stefán Karlsson, Sigurborg Ragnarsdóttir. Kristin Karlsdóttir. Guðmundur Sverrisson Björn Karlsson, Kristin M. Karlsdóttir. Elsa Kristjánsdóttir, stefán Guðnason.
Sveinberg Jóns-
son — Minning
Fæddur 6. júlí 1910
Dáinn 19. nóv. 1977.
Síðst hefði okkur dottið i hug,
er við kvöddum vin okkar, Svein-
berg, í byrjun október, að það yrði
síðasta kveðjan okkar. Þegar við
fengum þá frétt, að hann hefði
kvatt þennan heim svo skyndi-
lega, sem raun bar vitni, urðum
við bæði hissa og hrygg að missa
svo góðan vin.
Okkur kemur helst i hug það,
sem Jónas Haligrímsson orti, er
hann missti vin sinn Bjarna
Thorarensen:
Skjótt hefur sól
brugðið sumri,
þvi séð hef ég fljúga
fannhvfta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
Sofinn er nú söngurinn Ijúfi
f svölum fjaliadölum
grátþögull harmafugl hnfpir
á húsgafli hverjum.
Það hefur eflaust mörgum kom-
ið harmur i hug og fallið tár af
harmi, þegar lát Sveinbergs frétt-
ist.
Það er um það bil áratugur
síðan við kynntumst þeim hjónum
náið, er þau fiuttust frá
Blönduósi til Reykjavikur. Eftir
því sem kynningin jókst, fundum
við betur og betur, hversu mikl-
um mannkostum Sveinberg var
búinn; ég held, að hann hafi ekki
getað neitað neinum um hjálp,
hafi hann átt möguleika á að veita
hana. Hann var mjög eftirsóttur
starfsmaður af þeim, sem þekktu
starfsgleði hans og samviskusemi,
enda mun vandfyllt það skarð.
Þótt vinir hans nær og fjær kveðji
hann með söknuði, þá er auðvitað
sárasti söknuðurinn hjá Láru,
eiginkonu hans, og hjá börnum
þeirra, en fögur endurminning
þerrar best sorgartár.
Sveinberg var fæddur i Reykja-
vík en ólst upp í Stóradal i Aust-
ur-Húnavatnssýslu frá 9 ára aldri
eftir að hann missti móður sína.
Síðar fór hann að vinna hjá Kaup-
félaginu á Blönduósi, bæði sem
bifreiðarstjóri og sem afgreiðslu-
maður. Eftir komuna til Reykja-
víkur vann hann fyrst við pípu-
lagnir, en síðast sem vaktmaður
hjá Olíuverslun íslands. Einnig
stundaði hann kennslu i bifreiða-
akstri enda fór þar saman bæði
kunnátta og lipurð. Var þá ekki
verið að telja hverja mínútu, þótt
færi fram yfir venjulegan
kennslutima.
Mitt i önn dagsins og meðal
fjöldans felst oft mannsperlur,
sem maður uppgötvar jafnvel
ekki fyrr en þær erú horfnar sjón-
um okkar. En minningin lifir og
meitlast inn í hugann og varðveit-
ist sem fagur gimsteinn úr hinu
jarðneska lífi.
Montemar í desember 1977,
Guðjón Bjarnason
Hulda Long.
Sigurður Kolbeinsson
stýrimaður - Minning
Hinn 8. þ.m. lést i Reykjavík
Sigurður Kolbeinsson stýrimaður,
rúmlega fimmtugur að aldri. Sig-
urður var fæddur í Reykjavík 6.
júni 1927, sonur hjónanna Ingi-
leifar Gísladóttur úr Reykjavik og
Kolbeins Sigurðssonar skipstjóra
frá Eyrarbakka af Bergsætt, en
Kolbeinn sem er látinn fyrir fjór-
um árum var um árabil einn af
fremstu togaraskipstjórum þessa
lands og mikill öðlingsmaður.
Þau hjónin eignuðust fjögur
börn og eru nú tvö eftir á lifi, en
Gísli sonur þeirra, tvíburabróðir
Sigurðar, sem einnig var stýri-
maður og listrænn á margan hátt,
lést nokkrum mánuðum á undan
föður sinum og hefur því á
skömmum tíma verið höggvið
stórt skarð í þessa fjölskyldu.
Sigurður Kolbeinsson byrjaði
ungur sjómennsku með föður sin-
um á togara og eftir gagnfræða-
nám og tilskilda sjómennsku fór
hann í Stýrimannaskólann og út-
skrifaðist þaðan árið 1950. Réðst
hann síðan fljótlega sem stýri-
maður á togara og stundaði að
mestu sjómennsku upp frá því.
Um nokkurra ára skeið var Sig-
urður í farmennsku á norskum
skipum og sigldi um flest heims-
ins höf og settist að um tíma i
Ástralíu, en undi þar ekki og
sneri heim til íslands, þar sem
hann kaus að halda áfram sjó-
mennsku með hetjum hafsins.
Sigurður var glæsilegur maður
á yngri árum og góðum gáfum
gæddur, en kvæntist aldrei og var
barnlaus. Hann var talinn harð-
duglegur sjómaður og komst oft í
hann krappann í fangbrögðum
við Ægi, enda kom hann ósjaldan
skaddaður af hafi. En það var oft
annar konungur sem tók við er að
landi var komið og lék hann grátt,
því að í þeim átökum hlaut hann
slæmar byltur, þó að jafnan stæði
hann upp úr þeim aftur.
Sigurð Kolbeinsson mág minn
kveð ég svo að leiðarlokum, þegar
hann hefur lokið siglingu sinni
um lífsins ólgusjó og er nú kom-
inn í friðarhöfn.
Jóhannes Markússon.
— Úr fórum
Stefáns
Framhald af bls. 25.
að neita að tilhenigingin hefur
jafnan gengið í þá áttina að hvít-
þvo skáldið, og þá á kostnað sveit-
unga þess sem hafa borið grómið
eftir viðskipti sin við það.
Stefán segir aó á dögum Hjálm-
ars hafi verið um áttatíu ábú-
endur í Akrahreppi. Þar af hafi
tiu til tólf átt »nógar birgðir
handa sér og sínu heimilisfólki,
hvernig sem allt veltist með ár-
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera I sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.
ferði,« þrjátíu bændur hafi haft
sæmilega fyrir sig en helmingur
íbúanna »voru allt fátæklingar,
sem ekkert mátti út af bera, að
ekki syltu þeir heilu hungri.«
Þegar harðnaði í ári lifðu þessir
fátæklingar á gjöfum hinna.
Hvernig sem þáttur þessi er
metinn sem sagnfræði er svo mik-
ið vist að hann er vel og skil-
merkilega stílaður eins og annað
lausamálsefni bókarinnar.
Hannes Pétursson upplýsir í eftir-
málanum að hann hafi verið sam-
inn að tilmælum Finns Sigmunds-
sonar og sendur »honum sem eins
konar bréf, þegar hann vann að
ævisögu Hjálmars, þeirri sem út
kom 1960« og hafi Finnur sums
staðar stuðst við hann.
1 kveðskap sinum kynnir Stefán
sig sem glaðværan skagfirðing
sem unir sér við góðar veigar og
Ifflegt samneyti við aðra, og hér-
aði sínu ann hann fölskvalaust
sem títt var um marga góða menn
af kynslóð hans.
Utgáfan er vönduð, bæói að ytri
og innri gerð og til þess fallin að
halda minning Stefáns verðug-
lega i heiðri.
Erlendur Jónsson.
— „og stjórnin
bað herlið. . .
Framhald af bls. 15
farið hafa til Rúmeníu í boði
opinberra aðila þar. Meðal
þeirra er bókarhöfundur
sjálfur.
Þegar á allt er lítið má ef til
vill hrósa Þórunni Magnúsdótt-
ur fyrir allan þann fróðleik sem
hún kemur fyrir um Ungverja-
land og Rúmeníu í ekki stærri
bók. En það sem bókina skortir
er fyrst og fremst sjálfstæó
skoðun á löndum og þjóðum.
Það er of sjaldan sem hún lýsir
þvi sem hún hefur sjálf séð og
lifað. ______
- Austan um haf
Framhald af bls. 19
sem Inge Knutsson segir um Thor
Vilhjálmsson — að Knutsson hafi
oft heyrt manninn nefndan en
ekki farið grannt ofan í bækur
hans. Að öðru leyti er ritgerðin
sem fyrr segir greinagóð svo langt
sem hún nær og — svo eitthvað sé
nefnt af bjartara taginu, finnst
mér Knutsson gera Guðbergi
Bergssyni prýðisgóð skil. Einnig
Þorgeiri Þorgeirssyni.
Eftir að ritgerð Knutsson slepp-
ir sveigir Gardar í lærðari átt með
langri ritgerð eftir Peter Spring-
borg um uppskriftir íslenskra
handrita á sautjándu öld. I stuttri
kynningu segir að Springborg sé
lektor við Árna Magnússonar
stofnunina í Kaupmannahöfn og
þarf þá ekki vitnanna við: hann
mun vita hvað hann er að segja,
maðurinn sá.
Að lokum eru svo umsagnir um
bækur þar sem meðal annarra
getur að líta nafn Arturs Lund-
kvists — hann skrifar um Fljótt
fljótt sagði fuglinn Thors Vil-
hjálmssonar í sænskri þýðingu
Peters Hallbergs.
Erlendur Jónsson