Morgunblaðið - 15.01.1978, Síða 44
/-*>. w 7"
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JANUAR 1978
íwálj *>
KAFFfNO U '
I - o _
GRANI göslari
Þessir vagnar eru ekki fyrir starfsfóikið, heldur
viðskiptavinina!.
Hún sver sig í móðurætt-
ina — á því er enginn
vafi!
BRIDGE
Umsjón: Pól/ Bergsson
Oft reynir á framsýni spilara
þegar velja þarf afkast frá blind-
um snemma i spili. Lesendur ættu
að byrgja hendur austurs og
vesturs áður en lengra er lesið og
ákveða hvað spii þeir létu frá
blindum í þriðja slag.
Austur/ allir utan.
Norður
S. G105
H. ÁK42
T. KD93
L. 53
Vestur Austur
S. K S. D9862
H. 93 H. D1076
T. G8742 T. 5
L. D10984 Suður S. Á743 H.G85 T. &106 L. K62 L. ÁG7
COSPER
Vitið þér ekki, að það er bannað að fara með fíla
inn á hótelherbergin?
Hvar endar kröfugerðin?
Hér fer á eftir bréf þar sem
hugleiddar eru kröfur nútima-
þjóðfélagsins, eins og sagt er í
bréfinu, kröfur er sífellt eru að
koma fram á hinum ýmsu sviðum
I þjóðlífinu:
,,Mig hefur lengi langað til að
skrifa eitthvað um kröfurnar all-
ar sem sifellt eru að brjótast upp
á yfirborðið hjá okkur, kröfur nú-
tíma þjóðfélagsins, um laun, kröf-
ur um aðbúnað, húsbúnað, lifeyri,
gjaldeyri og hver veit hvað, en
ekki hefur mér verið gefinn
kjarkur til þess fyrr en nú. Ég er
ekki einn af hugsuðum landsins
og hef þvi ekki upp á neitt nýtt
eða merkilegt að bjóða, en voga
mér samt að gera þetta í trausti
þess að þessar hugleiðingar verði
þó í það minnsta umhugsunarefni
fyrir einhverja.
Þegar verkföll skella á þá ger-
ast raddir um kaupkröfur alltaf
háværastar, ekki er um annað tal-
að og skrifað í fjölmiðlum, og
hvor aðili um sig ásakar hinn um
að vilja ekki ganga til samninga
o.s.frv. Þetta þekkja án efa allir,
sem nokkuð hafa fylgst með
kjaradeilum og umræðum um
kjaramál. Margir spámenn koma
fram og ræða málin af alvöru og
þekkingu vil ég segja og ekki má
á milli sjá hvor aðili hefur betur í
deilunni um almenningsálitið, því
það er að sjálfsögðu mikilvægt að
almenningur fylgi málum og mál-
efnum eftir og standi á bak við
þau eins og hann getur. Almenn-
ingsálitið er eitt sterkasta vopn
sem til er á voru landi. En það er
kannski eitthvað að breytast.
Nú er mjög í tízku að tala um
svonefnda þrýstihópa, talað er um
að hinn og þessi þrýsihópurinn sé
að gera kröfur á hendur ríki,
sveitarfélögum, atvinnurekend-
um, verkamönnum o.s.frv. og rætt
er um að það verði bara að koma á
Suður er sagnhafi í þrem grönd-
um og vestur spilar út lauftíu.
Austur tekur á ásinn og spilar
gosanum. Þriðja laufslaginn
tekur suður og hvaða spil er best
að láta úr borði?
Greinilegt er, að vestur mun
taka of marga slagi komist hann
að. Fjóra slagi þarf að fá á tígul og
besti möguleikinn til að fá niunda
slaginn er, að austur eigi hjarta-
drottninguna. Við látum því
spaða frá blindum því við ætlum
að spila seinna lágu hjarta að
gosanum.
En til er vinningsleið þó látið sé
hjarta í laufkónginn. Suður spilar
þá tígultíu á kónginn og lágum
tígli á ásinn. Austur lætur þá
spaða svo vitað er, að vestur átti
fimm spil i báðum láglitunum.
Suður tekur þá tvo tígulslagi til
viðbótar og austur lætur hjarta og
annan spaða. Hvað nú?
Segjum að suður taki á hjartaás
og kóng. Drottningin kemur ekki
en vestur er með. Með fjögur spil
á hendi er austur sennilega með
hjartadrottninguna og þrjá spaða.
Eigi hann KD og smáspil má
neyða hann til að gefa blindum
slag á spaða. En ekki má gleyma
þvi, að austur opnaði ekki og á þvi
varla bæði háspilin í spaðanum.
Suður tekur því á spaðaás og
þegar kóngurinn kemur frá vestri
fæst níundi slagurinn á spaðagosa
eða tiu í borði.
^ jr Framhaldssaga eftir
HÚS MALVERKANNA
50
. „Já, en ég skrifa undir dul-
nefni.“
Þetta vaf sama stúlkan og
hafði misst alla seðlana inni 1
hankanum. Hann hafði heyrt
um hana og fengið ítarlegar
lýsingar á annarlegri fram-
komu hennar... stúika sem
gekk með hundrað og fimmtíu
þúsund krónur í innkaupa-
tösku eins og ekkert væri eðli-
legra.
Egon Jensen hafði ekki velt
því ýkja mikið fyrir sér þá en
nú fór hann að velta fyrir sér
hvað gæti vakað fyrir henni.
Stúlkan var hersýnilega
ákveðin í að vekja athygli á
sjálfri sér... en hvað hún ætl-
aði að hafa upp úr þvf var hon-
um hulin ráðgáta.
— Ég... ég læsti dyrunum
þegar ég fór.
Birgitte heyrði sér tfl gremju
að hún stamaði.
— Þér hljótið að sjá að það
er eitthvað hogið við það... að
einhver getur gengið út og einn
eins og ekkert sé, þegar ég er
ekki heima.
— Og hvernig á ég að sjá
það?
Jensen lögregluþjónn gat
ekki dulið hneykslan sfna.
— Já, en kötturinn.
— Hvaða köttur?
— Nú en bröndótti köttur-
inn... hann er á bak og burt...
— Ef það hefur þá verið kött-
ur...
Birgitte fann að hún eldroðn-
aði.
— Jú auðvitað var köttur.
Hann lá á koddanum. Rúm-
teppið hafði verið tekið til hlið-
ar.
— Og hann lá á púðanum og
horfði á yður með blóm bak við
eyrun.
— Já... hann.
— Eigum við ekki bara að
gleyma allri þessari kattavit-
leysu... setjast inn f stofu... og
þér segið mér hreinskilnislega
hvað vakti yður ótta...?
— Það var ekkert sem
skelfdi mig... það var bara
kötturinn...
— Viðgieymum kettinum.
Egon Jensen settist f sófann
og dró aftur upp litlu minnis-
bókina.
— ‘Mér finnst óhugnanlegt
að fólk geti gengiö hér inn og
út.
— Þá er bara að setja nýjan
lás. Gerið það í fyrramálið.
— Það veit ég auðvitað. Og
það skal verða mitt fyrsta verk
á morgun. En þetta með kött-
inn er ekki það eina... Ja þér
verið að afsaka að ég nefni
hann aftur.
Hún heyrði sjálf að hún virk-
aði langt f frá trúverðuglega.
— En kötturinn er sem sagt
ekki það eina. Um daginn hafði
verið hróflað við ritvélinni og
tekið af pappfrnum mínum?
— Sem sagt handritaþjófn-
aður?
— Nei.
Birgitte pataði vonleysislega
höndunum út f loftið.
— Nei. Ekki þannig. Það
voru bara tekin óskrifuð hvft
blöð.
— Hversu mörg?
— Ég veit það ekkí... Ég er
með um þúsund biöð og ég veit
ekki hvort tekið hefur verið af
búnkanum eitt blað eða fimm
blöð.
— Hvernig teljið þér yður þá
hafa séð að nokkuð hefði verið
tekið af bunkanum?
Gremja lögreglumannsins
Egons Jensens leyndi sér ekki.
— Það var brot á efsta... æ,
þetta er alveg vonlaust. Þér
trúið mér ekki og það verður
bara að hafa það.
Hún kveikti sér f sfgarettu og
henti gremjulega eldspýtunni f
arininn. Hún óskaði þess heit-
ast að hún hefði aldrei farið að
leita á náðir lögreglunnar. Ösk-
aði þess heitast að hann hypj-
aði sig og það hið fyrsta.
— Og svo þar það ritvélin,
sagði hún að lokum.
— Hún stóð öðruvísi en ég
skil við hana venjulega.
Egon Jensen horfði á hana.
Hann mælti ekki orð af vör-
um.
Hann hélt enn á blýants-
stubbnum í hendinni. Hélt hon-
um á lofti ... eins og hann væri
reiðubúinn að skrifa merkileg-