Morgunblaðið - 27.01.1978, Side 1
32 SÍÐUR
22. tbl. 65. árg.
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1978
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Hlutar úr sovézka njósnahnettinum fundnir í Kanada:
„Stórhættuleg geisla-
£ ^ | § i a • - segir kanadíski
virkni mælist —
Ottawa, 26. janúar. Reuter.
HLUTAR úr sovézka
njósnahnettinum sem
hrapaði til jarðar í Kanada
á þriðjudag hafa fundist.
Kanadíski varnarmálaráð-
herrann, Barnev Danson,
tilkynnti í dag að hlutar úr
hinum kjarnorkuknúna
hnetti hefðu verið staðsett-
ir nálægt Baker-vatni í
óbvggðum Norður-Kanada
og gæfu þeir frá sér „stór-
hættulega geisla“.
„Við vitum fvrir víst að
þarna er eitthvað á jörð-
inni sem gert hefur verið
af mannavöldum," sagði
ráðherrann og bætti við að
„mikil geislavirkni er á
svæðinu sem líklega stafar
frá kjarnorkunni í hnettin-
um“.
Njósnahnötturinn,
Cosmos 954, hafði innbvrð-
is 45 kíló af úraníumefni,
sem notað var til að knýja
kjarnorkuvélar hans, en
úraníumefni þetta getur
verið banvænt.
Danson ráðherra sagði að sér-
fræðingar mundu reyna að nálg-
ast svæðið og sannreyna nákvæm-
lega uppruna geislavirkninnar og
komast að þvi hve mikil hún væri.
Hann sagði að geislarnir væru
mjög hættulegir og þyrfti fleiri
tonn af blýi til að skýla mönnum
Framhald á bls. 18
40% Skota
verða að
samþykkja
heimastjórn
London, 26. janúar. AP, Reuter.
BREZKA þingið lagði í gærkvöld
stein f götu áætlunar stjörnar
Verkamannaflokksins um aukna
sjálfstjórn f Skotlandi. Þingið
samþykkti tillögu þess efnis að
heimastjórn verði aðeins komið á
ef meira en 40% alira Skota lýsa
sig samþykka henni f þjóðarat-
kvæðagreiðslu. 1 kosningum f
Framhald á bls. 18
Ræningjarnir
vilja stórfé
fyrir Empainí
Parfs, 26. janúar. AP. Reuter. — Ræningjar belgfska iðnjöfnursins
Edouard-Jean Empain hafa lagt fram kröfur um geysihátt
lausnargjald fyrir hann, um 10 milljónir dollara (2160 milljónir
króna). Lögreglan telur sannað að þessir aðilar hafi Empain I haldi
og að pólítískir hópar sem eignað hafa sér mannránið hafi verið að
blekkja. Leitar lögreglan mannræningjanna ákaft en myndin sýnir
vopnaða lögreglumenn leita þeirra í bílum.
Soares
myndar
stjórn
Sa Machado verður
utanríkisráðherra
Lissabon, 26. jan. Reuíer. AP.
MARIO Soares, Ieiðtogi sósfalista
f Portúgal, tilkynnti f dag að Ean-
es forseti hefði fallizt á ráðherra-
lista sinn, stjórn sfn væri þvf
formlega mynduð og ráðherrar
myndu sverja embættiseið á
mánudag. I stjórninni verða þrír
miðdemókratar og einn þeirra,
Vitor Sa Machado, verður utan-
rfkisráðherra. (Sa Machado er
kvæntur fslenzkri konu, Kirst-
en Thorberg, eins og kom fram f
Mbl. sl. sunnud). Varnarmálaráð-
herra verður Mario Firmino
Framhald á bls. 18
Rhodesía:
Hvltum mönnum tryggð
sérstök vernd í 10 ár
Salisbury. 26. janúar. AP. Reuter.
IAN SMITH forsætisráðherra Rhodesíu og þrír blökkumannaleiðtogar
f landinu eru nú sagðir hafa náð samkomulagi um öll atriði sem máli
skipta varðandi nýja stjórnarskrá í landinu og meirihlutastjórn
svartra manna, en beðið er með formlega tilkvnningu um samkomu-
lagið þar til ósamkomulagi um formsatriði hefur verið rutt úr vegi.
Heimildir herma að nýja sam-
komulagið feli f sér að hvitir
menn, en þeir eru minna en 5%
allra íbúa Rhodesíu, fái 28% sæta
í nýju þingi sem komið verður á
laggirnar, og að 78% atkvæða i
þinginu þurfti til breytinga á
stjórnarskrárákvæðum sem áhrif
hafa á rétt hvítra manna i land-
inu. Gefin verður út sérstök rétt-
indaskrá fyrir hvíta menn, þeim
tryggð núverandi atvinna þeirra
og eftirlaun eins og um þau hefur
þegar verið samið. Einnig eru
ákvæði um ríkisborgararétt, sem
gera mönnum kleift að hafa jafn-
hliða borgararéttindi i öðru landi.
Þá er ákvæði um að dómstólar
skuli áfram starfa alveg óháð öðr-
um stjórnarstofnunum. Gert er
ráð fyrir að hin sérstöku ákvæði
til verndar hvítum mönnum verði
í gildi i 10 ár.
Ósamið er um hvernig herlið
hins nýja rikis verður samsett,
þ.e. hvort yfirmenn verða þar
áfram hvítir og hvort skæruliðar
geti gengið í herinn, en samninga-
mennirnir ákváðu að láta þeirri
stjórn sem tekur við völdum til
bráðabirgða i landinu eftir að
leysa þetta mál.
A nú aðeins eftir að ákveða
endanlega hverjir sitja muni i
bráðabirgðastjórninni, sem koma
á i kring { almennum kosningum.
Framhald á bls. 18
Nytin snarminnkar í kúnum:
Mjaltakonur stút-
fullar við störf
Miðausturlönd:
Nýjar viðræður á næstunni?
Kairó, Jerúsalem
26. jan.
Reuter. AP.
HORFUR virtust f dag
betri á þvf að samkomu-
lagsumleitanir gætu á
ný hafist f deilu Egypta
og tsraelsmanna. Dayan
utanrfkisráðherra tsra-
els sagði f dag að rfkin
tvö væru nálægt því að
geta náð samkomulagi
um yfirlýsingu um
grundvallaratriði.
Egypskir diplómatar
voru á hinn bóginn önn-
um kafnir við að skýra
afstöðu sína fyrir rfkis-
stjórnum ýmissa landa
og reyna að fá sem flest-
ar rfkisstjórnir á sitt
band f deilunni.
Eins og flestir vita
hófust núverandi
friðarumleitanir milfi
Egypta og tsraelsmanna
með hinni óvæntu
heimsókn Sadats
Egyptalandsforseta til
tsraels f nóvember, en
hann frestaði sfðan við-
ræðunum með þvf að
kalla óvænt heim utan-
rfkisráðherra sinn á
fundum f Jerúsalem f
sfðustu viku.
Frá þvf þá hafa Vance
utanrfkisráðherra
Bandarfkjanna og Al-
fred Atherton aðstoðar-
utanrfkisráðhcrra hans
ferðast á milli höfuð-
borganna tveggja og
reynt að koma viðræð-
unum af stað á ný.
Atherton var f dag f
tsrael og hitti Begin
forsætisráðherra. Talið
var að nokkur árangur
hefði orðið af fundin-
um.
Framhald á bls. 18
Moskvu, 26. jan. AP.
MJÖLKURFRAMLEIÐSLA
hefur dregizt hastarlega saman
á samyrkjubúi í grennd við
Moskvu og má rekja það allt til
drykkjuskapar og óreiðulifnað-
ar mjaltakvennanna á bænum,
segir f dagblaði f Moskvu f dag.
Er löng grein um málið og segir
þar að forstjóri búsins sem sé
góður og merkur flokksmaður
Strukov að nafni hafi reynt að
ráða bót á þessu, en hann hafi
átt við orfurefli að etja og sér-
staklega hafi mjaltakonurnar
orðið honum erfiðar f skauti.
Komi þær þéttkenndar til
mjalta og láti öllum illum lát-
um f fjósinu, svo að kýrnar
verði óstyrkar og nytin hrað-
minnki.
Auk þess láti hinar kenndu
mjaltakvinnur það ógert að
mjólka nema þær kýr sem laus-
mylkastar eru og hefur þetta
haft i för með sér að nú er
dagleg mjólkurframleiðsla bús-
ins ekki nema 1 kg á kú. Ráðist
er harkalega að framkvæmda-
nefnd samyrkjubúsins og henni
legið á hálsi fyrir ómyndar-
skapinn að geta ekki b'eint hin-
um óreglusömu mjaltakonum
inn á farsælli brautir og leitt
þeim fyrir sjónir hversu lfferni
þeirra vfki langt frá öllum
flokkshugsjónum.