Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 5
Gunnar Friðriksson, forseti SVFf
Leiðrétting
I FRÉTT í Mbl. í gær um 50 ára
afmæli Slysavarnafélags islands
var nafn forseta þess, Gunnars
Friðrikssonar, misritað og hann
nefndur Gunnar J. Friðriksson.
Mbl. biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
1978
Aætlun
Útivistar
árið 1978
komin
ÚT ER komin ferðaáætlun Úti-
vistar fyrir árið 1978 og í henni
kemur fram að um töluverða
aukningu er að ræða i starfsemi
félagsins frá árinu áður. Áætlað
er að farnar verði a.m.k. 126
styttri ferðir, 41 helgarferð, 12
lengri sumarleyfisferðir og að
auki Þórsmerkurferðir allar helg-
ar frá 30. júnf til 11. ágúst. Þá
kemur einnig fram í áætluninni
að ráðgert er að fara nokkrar
ferðir til útlanda, t.d. til Færeyja
og Grænlands en þær ferðir verða
auglýstar nánar síðar.
Þá kemur fram í áætlun þessari
að höfuðáherzlan í þessum ferð-
um sé öðru fremur lögð á útiveru
fremur en endalausan akstur í
bílum. Gönguferðir eru við flestra
hæfi. Þá er fólk hvatt til þess að
láta ekki veður aftra sér frá þvi
að fara í ferðir, heldur einfald-
lega búa sig vel í samræmi við
veður.
í áætluninni segir að verð sé
ekki hægt að áætla með svo löng-
um fyrirvara, vegna hins óstöð-
uga verðlags sem sé ríkjandi í
þjóðfélaginu. Eins og áður greiða
félagar i Útivist lægra verð en
aðrir. Hálft gjald greiðist fyrir
börn á skyldunámsaldri til ferm-
ingar, nema í einsdagsferðum en
þá er frítt fyrir börn í fylgd með
fullorðnum. Að lokum kemur
frarn að fararstjórar eru í öllum
ferðum félagsins, er fram-
kvæmdastjóri félagsins er Einar
Þ. Guðjohnsen, Þór Jóhannsson
formaður og Jón I. Bjarnason rit-
„Samvinna Vesturlanda - Sókn
til frelsis” gefa út barmmerki
Samtökin hafa verið með fjöl-
sótta fundi víða um land
SAMTÖKIN „Samvinna Vesturlanda
— sókn til frelsis," hafa nýlega sent
frá sér barmmerki, sem nú eru kom-
in í dreifingu og fást í öllum helztu
bóka- og ritfangaverzlunum lands-
ins Þá hafa samtökin gengist fyrir
fjölmörgum fundum víðsvegar um
land að undanförnu og hafa þeir
fundir verið fjölsóttir
Þeir Skafti Harðarson og Kristján
Hjaltason sögðu í samtali við Morg-
unblaðið. að samtökin hefðu haldið
7 fundi í skólum á Reykjavíkursvæð-
inu og 3 fundi úti á landi, þ e. á
ísafirði, á Bifröst i Borgarfirði og i
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Kefla-
vík. Fundirnir hefðu verið með fjöl-
sóttari fundum i viðkomandi skólum
og umræður alls staðar verið miklar
og fjörugar Hlutfallslega hefðu um-
ræður verið mestar i Bifröst, þar
sem rúmlega helmingur nemenda
hefði sótt fundinn, og tæplega %
tekið til máls.
Skafti og Kristján sögðu að á
allflestum fundum hefðu þeir tölu-
lega séð likast til verið undir með
fylgi, en hins vegar hefðu þeir
hvergi hvikað i málefnalegri baráttu
og málstaðurinn því komizt vel til
skila. Þá hefðu þeir fyrst og fremst
kosið að koma fram i þeim skólum,
þar sem fylgi herstöðvaandstæðinga
væri hvað mest
Þeir sögðu, að Þjóðviljinn hefði
birt fréttir af þessum fundum og
samvinna
vesturlanda
SÓKN TIL
FRELSIS
Barmmerkið, sem samtökin
„Samvinna Vesturland — Sókn
til frelsis" hafa látið útbúa.
þannig sýnt málinu áhuga. en þess-
ar fréttir hefðu ekki að sama skapi
verið áreiðanlegar Blaðið hefði
breytt orðalagi ályktana, farið rangt
með atkvæðatölur af fundum
o.s.frv.
Auk þessara fundahalda hafa full-
trúar ..Samvinna Vesturlanda —
sókn til frelsis" haldið fyrirlestra hjá
ýmsum félagasamtökum á Reykja-
víkursvæðinu og eru fulltrúar sam-
takanna tilbúnir að mæta á fundum
hjá samtökum og félögum hvar og
hvenær sem er.
..Það hefur sýnt sig eftir þessa
fundi," sögðu þeir Skafti og
Kristján, að nú um nokkurt skeið.
hafa herstöðvaandstæðingar einok
að umræður um varnarmál Okkar
stuðningsfólk hefur því tekið þ'ess-
um fundum fegins hendi. og sums
staðar hafa verið stofnaðir umræðu-
hópar meðal stuðningsfólks okkar
Þá höfum við orðið varir við það,
að af hálfu herstöðvaandstæðinga á
þessum fundum, hafa yfirleitt taláð
fulltrúar smárra sértrúarsafnaða eins
og Maóista, Trotskyista og jafnvel
Stalínistar Hefur málflutningur
þeirra gengið svo langt. að jafnvel
Fylkingunni hefur verið afneitað "
Að lokum sögðu Skafti og Kristján
að það sem nú lægi fyrir væri að
Framhald á bls. 18
ma rg efti rspu rð u
komnir
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
^S&KARMARÆR
WKARNABÆR
Laugaveg 20. Laugaveg 66. Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155
■