Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 KRINGUM ÁFENGISGLASIÐ EFTIRFARANDI listi sýnir áfenigsneysla á hver ibúa i nokkdum londum árið 1975. Eins og sjá má koma rómönsku löndin fyrst og vega þar léttu vinin þyngst á metunum. Norðurlöndin öll að undan skilinni Danmörku eru neðarlega Áustur-Evrópuþjóðirnar virðast vera mest gefnar fyrir sterku drykkina og eru Pólverjar þar fremstir. íslendingar virðast ekki eiga sér neina von um að komast i undanúr- sftit i þessari keppni og má vafalitið þakka það að þeir eru eina landið á listanum, sem ekki hefur sterkt öl. Eins og fram kemur eru Belgar meðal þeirra þjóða, er mest drekka af áfengu öli. í þvi landi munu 95 af hundraði allra drykkjusjúklinga vera öldrykkjumenn. co 2 '5) t'f C <D </> -ra ■o .75 .E £ l E ro ^ .5 c£ > 3 5 2 « o £g •5 — £ .= >■ O i/)._ _j._ ú) .1 z ._ 1 Frakkland 5.2 102 45 1 7.0 2 Portúgal 1.8 120 33 16.9 3 Spánn 5.2 76 47 14.1 4 ítalia 4.0 108 13 13.4 5 Vestur Þýzkaland 6.1 23 148 12.5 6 Lúxemborg 7.0 41 129 12.3 7 Austurriki 3.3 35 104 11.1 8 Sviss 3.9 44 72 10,5 9 Belgia 4.0 1 7 131 10.1 1 0 Nýja Sjáland 3.4 12 133 9,8 1 1 Ástralia (74 — 75) 2.6 1 1 142 9.7 1 2 Ungverjaland 6.0 37 63 9.5 1 3 Tékkóslóvakia 6.0 15 142 9.1 14 Kanada (74 — 75) 7.2 7 86 9.0 1 5 Danmörk 3.6 1 1 1 1 7 8.9 1 6 Holland 6.8 10 79 8.8 1 7 Júgóslavia (74) 6.0 29 44 8.6 1 8 Bretland 2.9 5 1 18 8.4 1 9 Austur-Þýzkalnd 6.8 7 1 18 7.7 20 Pólland 9.2 7 37 7.3 21 Bandaríkin 6,3 7 82 7.0 22 Búlgaria 4.0 20 52 6,7 23 Irland 4.1 4 84 6.7 24 Sovétríkm 6,6 16 22 6,3 25 Fmnland 6.0 5 51 6.2 26 Sviþjóí 5.9 8 46 6.0 2 7 Japan 7.9 0 35 5,4 28 Noregur 3.7 3 42 4.3 29 Suður Afrika 2,8 10 20 3,6 30 Kýpur 3.6 6 18 3.5 31 ísland 4.8 3 0 2,9 32 Tyrkland 1.0 1 4 0.8 Tafla tengin hjá Afengisvarnarráði lltrrr lo _ te^.Jur t bCl3 t-.t , i -i a '. líT. L ivcrn •> • íb'.q VoLa . . -V - 66 :.7o . X / - 66 . / \ . \ !/ . Ólf /• \ H / ?. -•o / ■ 7/ . 6? 2.'io / i - 6o >'' / 2.^o \ fj \ / - 53 - 56 2.-lo ■ * - 54* 2.oo - / - 5? .To • J* / 5o I.wo ; 46 ' '-y / 1 .'-o í 46 '60 '6- 'ó;*. 'o? '-ó 'Ó7 'ó ■ 'Ó9 ',0 “71 Eins og sjá má af meðfylgjandi línuriti hefur sala áfengis i litrum fylgt eftir brúttótekjum á hvern íslending i þúsund isl. króna. Ritið er nokkuð gamalt og miðar við gengi krónunnar 1 960. Neðri linan sýnir sölu i litrum 100% áfengis á ibúa en efri linan brúttótekjurnar. Sífellt yngri, oftar, meira Áfengisneysla á mann á íslandi hefur stórum aukist siðan 1920, menn byrja að drekka yngri að árum og likur eru til að tiu af hverjum hundrað piltum, 14 ára að aldri. verði ofdrykkjumenn fyrir sextugt, samanborið við eina af hverjum hundrað stúlkum. Aðeins 10 af hundraði karla á íslandi nú neyta ekki áfengis og svo er um fjórðung kvenna, en munurinn á fjölda karla og kvenna, er áfengis neyta, er langminnstur i yngsta aldurshópnum. Þetta eru nokkur atriði, sem nýleg könnun á vegum Geðrannsóknarstofnunnar Há- skóla íslands leiddi i Ijós, en hana framkvæmdu þeir Tómas Helga son, Gylfi Ásmundsson og Jó- hannes Bergsveinsson, en þær upplýsingar, er hér koma fram eru að mestu teknar úr grein Tómasar i Geðvernd, 1. tbl. '77. Eins og fram kom í síðasta áfeng- isþætti i blaðinu má rekja orsakir drykkjusýki til þriggja þátta, ein- stakiingsins. vimugjafans og um- hverfisins Þau áhrif er menn sækj- ast eftir i vínandanum eru margs konar, en í flestum tilvikum drekka menn til að lina andlegar þrautir, finna til sælu eða fylgja eftir tisku Má segja að hina siðari áratugi hafi aðstæður allar breytzt til vegar, sem beint og óbeint greiðir fyrir aukinni áfengisneyslu Nú er auðveldara en var áður að ná i áfengi, einkum fyrir yngri kynslóðina, en neyslan er eðli- lega almennari og meiri því greiðari aðgang sem menn eiga að þvi Menn hafa sjaldan eða aldrei haft meiri fjárráð, jafnframt þvi sem hraði og samkeppm hefur aukist í öllum greinum með þeim afleiðing- um að fólk sækist nú í rikari mæli eftir skjótvirkum og nærtækum vimugjafa eins og áfengi Þá hefur tiðarandi að því er virðist all mjög snúist á sveif með áfengi sem öðr- um vímugjöfum, það er t d auglýst upp i kvikmyndahúsum erlendis með glæstu og kynþokkafullu ungu fólki, sem all mjög öfugsnúið þegar þess er gætt að sannað þykir að það sé bæði heilsuspillandi og slævir kyngetu Þótt bannað sé með lögum hér- lendis að auglýsa vín og almenning- ur eigi e.t.v. erfiðara um vik að drekka þar sem hvorki er sterku öli né krám til að dreifa er það engu að síður staðreynd að áfengisneysla ís- lendinga á mann hefur meira en sexfaldast siðan árið 1920 að hún var um hálfur líter á mann Má segja að neyslan hafi aukizt stig af stigi að undanskildu bilinu 1968 — '69 Þetta sést á meðfylgjandi súluriti en linan á sömu mynd sýnir tíðni deler- ium tremens samkvæmt rannsókn Ólafs Grímssonar læknis. en eins og kunnugt er, er það alvarlegur fylgi- kvilli langvarandi frykkju Talið er að sú atburðarás, er leiðir til þess að menn verða drykkjusjúkl- ingar. sé þeim mun hraðari sem fólk byrjar yngra að drekka Könnun Geðrannsóknarstofnunar var gerð í hópi 3,01 7 karla og kvenna á aldr- inum 20—49 ára hvarvetna á land- inu, en úrtak hópsins. er upplýsing- arnar voru unnar úr, var 3.7% Af þessum upplýsingum mátti ráða að hlutfall þeirra, er áfengis neyta, er stærra þvi yngra, sem fólkið er Dæmi í aldurshópnum 40 til 49 ára neyttu 85,4% karla og 59,4% kvenna áfengis samanborið við 92 0% karla og 81,8% kvenna í aldurshópnum 20 til 29 ára Eins og sést skiptir kyn einnig minna máli í yngri hópnum Rannsóknin sýndi ennfremur að yngsti aldurs- hópurinn byrjaði fyrr að neyta áfengis en hinir hóparnir og sömu- leiðis að aldursmunur karla og kvenna. er byrjað var að neyta áfengis. hefur dregizt saman Látum tölurnar tala í hópnum 40 til 49 ára Eilítið um áfengis- venjur íslend- inga var meðalaldur karla 19,2 ár og kvenna 22,2 þegar fyrst var dreypt á vini. en í 20 til 29 ára hópnum var hann 16,5 ár hjá körlum og 17,9 hjá konum í grein i Læknablaðinu (sept — okt'7 7) skýrir Tómas Helgason frá því að Félagsmálaráð Reykjavíkur hafi einnig gert könnun á áfengisneyslu unglinga á aldrinum 13 til 17 ára á höfuðborgarsvæð- inu, sem leiddi i Ijós að 85% ungl- inga á þessum aldri höfðu neytt áfengis á siðustu 6 mánuðum fyrir könnunina Eitt af því sem vakti fyrir for- sprökkum könnunarinnar var að sýna áhrif ýmissa félagslegra atriða á neysluvenjur Þáttur í því var að athuga muninn á þéttbýli og dreif- býli eða hver væru áhrif þess að hafa áfengisútsölu á staðnum I Reykjavik og nágrenni töldu 1 2.5 af hundraði karla, sem áfengis neyta, og 1,8 af hundraði kvenna að áfeng- isneysla sín væri persónulegt vanda- mál. í öðru þéttbýli með áfengisút- sölu var hlutfall karla hið sama. en engin kona gaf sig fram í þéttbýli án áfengisútsölu voru það 8.3 af hundraði karla og 2,4 af hundraði kvenna og í dreifbýli svipað nema þær konur, sem töldu sig eiga við áfengisvandamál að etja voru enn færri. Athugun á því hversu hátt hlutfall fólks á sömu svæðum drekk- ur áfram daginn eftir mikla drykkju leiddi svipaðar niðurstöður í Ijós; konur hverfandi fáar og meira en helmingsmunur á Reykjavik og þétt- býli með áfengisútsölu og dreifbýli og þéttbýli án hennar Tekið er fram að hafa verði í huga að fullnægjandi könnun á aldursdreifingu hefur ekki farið fram Einn athyglisverðasti partur þeirra niðurstaðna, er nú liggja fyrir, bend- ir til þess að hlutfallstala bindindis- manna fari lækkandi því lengri AFENGISNEYSLA ÍSLENDINGA MIÐAÐ VIÐ 100% VÍNANDA A MANN A ARI OG TfÐNI DELIRIUM TREMENS MEÐAL 100 ÞOS. KARLA 20 ARA 0G ELDRI. TfÐNI D.T. 1910 15 20 25 30 35 40 45 50 55 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 Áfengisbunan brött í Belfast EF ÞÚ hyggst taka þátt i sam- drykkju i Belfast þarftu á hörðum haus og sterkum maga að halda Svo nefnt sé aðeins eitt dæmi um drykkjuklúbb i þeirri glýstömu borg þá neyttu 350 félagar hans áfengis fyrir jafnvirði meira en 300,000 isl. kr. hver um sig á einu ári — en samkvæmt mæli- kvarða brezka heilbrigðismála- ráðuneytisins þýðir það að þeir eiga allir við drykkjuvandamál að striða. Klúbbur sá er um ræðir er nefnd- ur Crumlm Bar og er að finna í • llræmdu kaþólsku fátæktarhverfi í Ardoyne-borgarhlutanum og var hann efstur á lista yfir klúbba þar sem félagar drukku fyrir jafnvirði meira en 30 milljóna ísl króna í heild og birti norður-írska fjármála- ráðuneytið listann snemma i nóvem- ber Hins vegar fer þvi fjarri að drykkjumenn í Ardoyne séu eins- dæmi í því að þurfa brjóstbirtunnar reglulega við Það á einnig við um aðra hluta N Irlands, mótmælendur ekki síður en kaþólska. að þeir eru þéttsetnir fólki sem drekkir þannig sorgum sínum Áðurnefndar tölur segja og ein- ungis til um áfengisneyslu i þeim 421 klúbbi sem skráður er Taka þær ekki til greina drykkju á krám eða hótelum. hvað þá leyfislausum einkaklúbbum við útgötur i verstu fátæktarhverfunum, sem nóg er af jafnvel þótt lögreglan hafi látið til skarar skríða fyrir nokkrum vikum Klúbbar gegna veigameira hlutverki í landi þar sem bannað er að hafa bari opna á sunnudögum og þar sem krár í miðborginni loka eftir að húma tekur af ótta við sprengjutil- ræði Hægindi eru ekki mikil og hvarvetna er krafist snyrtilegs klæðnaðar í trúarsamfélögunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.