Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 16

Morgunblaðið - 27.01.1978, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, '■'tyrmir Gunnarsson. 1 orbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakið. Rangar ákvarðanir þarf að leiðrétta Skýrsla Amnesty bönnuð í S-Afríku Yfirnefnd - Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveð- ið hækkun fiskverðs um 13%. Eftir þessari ákvörðun hefur verið beðið um hríð. Hún var erf- ið. Ákvörðun var að lokum tekin með atkvæðum oddamanns og fulltrúa seljenda, sjómanna og út- gerðarmanna. Áður en þessi hækkun fiskverðs var ákveðin var staðan sú, að fiskvinnsla var kom- in í hallarekstur en óbreytt fisk- verð hefði þýtt vaxandi halla- rekstur hjá útgerð og að útgerðin hefði ekki verið samkeppnisfær um vinnuafl við atvinnurekstur í landi. Hækkun fiskverðs um 13% þýð- ir að dómi hinna fróðustu manna, að fiskvinnslan í heild stefnir í 12 milljarða hallarekstur á þessu ári. Meðalhalli frystihúsanna er tal- inn verða um 20% og halli salt- fiskvinnslunnar jafnvel meiri. Svo mikill hallarekstur leiðir óhjákvæmilega til stöðvunar þess- arar undirstöðuatvinnugreinar verði ekkert að gert. Stöðvun fisk- vinnslunnar þýðir mjög verulegt atvinnuleysi í landinu. Eins og jafnan er staða fisk- vinnslufyrirtækja mjög misjöfn. Sum þeirra standa mjög illa og eru þvi engan veginn undir það búin að taka á sig enn aukinn hallarekstur. Önnur voru rekin með einhverjum hagnaði á síðasta ári, þannig að þau gætu þraukað eitthvað lengur, en fyrr eða síðar hlytu þau að stöðvast. Aðgerðir til eflingar fiskvinnslunnar er auð- vitað ekki hægt að miða við af- komu verst reknu fyrirtækjanna heldur ber að nota sem mæli- kvarða þau fiskvinnslufyrirtæki, sem bezt standa sig. Til viðbótar þessum vanda í fiskvinnslunní blasir við vísitölu- hækkun kaupgjalds — líklega veruleg — hinn 1. marz n.k. í Páll Gíslason, yfirlæknir og borgarfulltrúi, gerði nýlega I borgarstjórnarræðu grein fyrir framkvæmdum Reykjavíkur á heilbrigðissviði. Þar kom m.a. fram að á árunum 1970 til 1971 hefur framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar í heilbrigðis- málum numið tæpum 900 m.kr. Þar af hefði ríkissjóður átt að greiða 732,4 m.kr. en hefur aðeins greitt 277,8 m.kr. Umframgreiðsl- ur borgarinnar nema því 454,6 m.kr. Þær framkvæmdir, sem nú er unnið að í borginni á þessum vett- vangi eru: 1. Þjónustumála Borgarspftala, sem hýsa á nýja slysadeild, göngudeild fyrir sjúkl- inga og heilsugæzlustöð fyrir Fossvog og nágrenni. 2. B-álma horgarspítala, sem hýsa á starf- semi í þágu öldrunarlækninga, hjúkrunardeildir aldraðra og lang- legusjúklinga. 3. Arnarholt á Kjalarnesi, þar sem hluti geð- deildar Borgarspítalans hefur starfsaðstöðu 4. Hafnarbúðir, þar sem í senn verður sjúkrahússað- staða og dagspftali fyrir aldraða. 5. Heilsugæzlustöðvar í einstök- utn borgarhverfum: í Árbæ, að Asparfelli 12 fyrir hluta Breið- holts, fyrsta fjárframlagið er samræmi við kjarasamninga. Sú hækkun kaupgjalds mun enn auka á hallarekstur fiskvinnsl- unnar og ýta undir enn aukinn kostnað atvinnuveganna og ann- arra. Verðbólgan stendur því í fullum blóma og eflist fremur en að úr henni dragi og stöðvun at- vinnufyrirtækja er framundan. Undirrót þessa vanda er sú mikla hækkun kaupgjalds, sem samið var um sl. sumar og haust. Þar ber enginn einn aðili sök. Verkalýðshreyfingin knúði fram kauphækkanir, sem að lokum hljóta að koma illa við félaga í launþegafélögunum. Vinnuveit- endur skrifuðu undir þessa samn- inga enda þótt þeim væri Ijóst, að þeir stæðust ekki til lengdar. Ríkfsstjórnin varaði ekki nægi- lega. sterkléga við þvi sl. sumar hvað væri að gerast og var sjálf knúin til að gera enn dýrari samn- inga við opinbera starfsmenn sl. haust. Morgunblaðið varaði marg- oft við þessu við litlar vinsældir og stundum aðkast og aðdróttanir um fjaldskap við launáfólk. Væri blaðinu í lófa lagið að vitna í mörg dæmi um hvort tveggja en nú blasir við, að launþegar verða að axla þyngri byrðar en ella hefði orðið. Þeir sömu aðilar og kjarasamn- ingana gerðu á síðasta ári bera nú þá ábyrgð að standa að ráðstöfun- um, sem geta leiðrétt þær röngu ákvarðanir, sem þá voru teknar á þann veg, að kaupmáttur launa verði tryggður, að full atvinna haldist og að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast. Það þarf hugrekki til að standa að slíkri leiðréttingu en ríkisstjórnin og samtök verkalýðs og vinnuveit- enda lúta traustri og sterkri for- ystu, sem sameiginlega þarf að veita þá leiðsögn á næstu vikum, sem snúið getur þessu dæmi við. fengið til heilsugæzlustöðvar í Mjóddinni í Breiðholti, heilsu- gæzlustöð verður í Borgarspítala fyrir Fossvoginn og unnið er að bættri starfsaðstöðu í Domus Medica til samræmis við kröfur heilbrigðismálaráðuneytis um heilsugæzlustöðvar. Framkvæmdir þessar eru mis- munandi langt á veg komnar, sumar á byrjunarstigi, aðrar að komast í gagnið. Slysadeild Borgarspítalans, sem fékk 21.000 heimsóknir úr Reykjavík og ná- grannabyggðum á árinu 1976, flytur líklega í nýtt húsnæði í þjónustuálmunni á þessu ári. Reykjavíkurborg hefur sýnt myndarlegt framtak á heilbrigðis- sviði; framtak, sem ekki þjónar Reykvíkingum einum, heldur fjölmennum nágrannabyggðum, eins og dæmið um slysadeildina sýnir ljóslega. í mörgum tilfellum þjóna heilbrigðisstofnanir borgarinnar landinu öllu. Það veldur því erfiðleikum, að ríkis- sjóður er langt á eftir með lög- bundin framlög til heilbrigðis- framkvæmda i höfuðborginni, sem að sjálfsögðu takmarkar framkvæmdagetu borgarinnar í þessum málaflokki. Jóhannesarborg, 26. jan. AP. STJÓRNVÖLD í Suður Afríku hafa bannað birt- ingu á skýrslu frá samtök- unum Amnesty Inter- national þar sem fjallað er um kerfisbundnar ofsókn- ir, pyndingar og fangelsan- ir á pólitískum andstæð- ingum svo og mjög gróf mannréttindabrot. Svo sem venja er þegar slíkt er ákveðið gaf yfirritskoðun landsins enga skýringu á málinu. Var málið afgreitt með því að skýrslan var sett á lista yfir „óæskileg- ar“ bókmenntir. Þetta eru fyrstu við- brögð stjórnarinnar við skjali Amnesty Int, sem er rösklega 100 síður að lengd og það ítarlegasta sem birt hefur verið utan Suður- Afríku um dauða, pynding- ar, fangelsanir og meðferó á þeim sem láta í ljós andúð á stjórninni, svo og bann- færingaraðgerðir stjórnar- innar. Skýrslan var birt hinn 18. jan. í London og var reynt að afhenda hana sendiráði Suður-Afríku í handtekinn var af hermönnum Sómalíi f bardögum í austurhluta Eþfópfu sagði í dag að hvorki Sovétrfkin né Kúba gætu komið f veg fyrir ósigur Eþfópfu í eyði- merkurstrfðinu f landinu, að þvf er sómalska fréttastofan sagði frá f dag. Kúbumaðurinn Orlando London en þar var neitað að taka við henni. Sagt hef- ur verið frá skýrslunni í flestum blöðum í Suður- Afríku, en flest hafa aðeins Carlos, að nafni, sagði frétta- mönnum að hann hefði verið handtekinn á sunnudag þegar Eþfópfumenn gerðu áhlaup á Harar-svæðinu með aðstoð Rússa og Kúbumanna gegn Sómalfu- mönnum. Hann sagði að þrjátfu kúbanskir félagar hans hefðu fallið f bardögunum. Þessar upplýsingar Kúbu- mannsins eru fyrsta staðfesting getið hennar að litlu og gefið mjög takmarkaða mynd af þeim alvarlegu ásökunum sem í henni fel- ast. þess að Kúbumenn taki þátt í bardögum með Eþíópíumönnum, en Sómalíustjórn hefur sakað Kúbu um að hafa sent 6—7000 þjálfaða hermenn til Eþíópíu. Eþíópíumenn hafa sagt að í land- inu væru aðeins kúbanskir dipló- matar og læknar. Carlos sagðist hafa flogið frá Kúbu til Eþíópiu með viðkomu í Rabat í Marokkó og að i flugvél- inni með honum hafi verið 129 aðrir hermenn frá Kúbu. Þeim hafi verið sagt að þeir væru að leið til að „hjálpa öðru sósíalista- ríki í Afrfku“. Diplómat tekinn í spilavíti Kaupmannahöfn, 26. jan. AP. TYRKNESKUR diplómat var handsamaður þegar danska lög- reglan gerði skyndileit á skemmtistað þar sem grunur lék á um að spiiað væri ólöglegt fjár- hættuspil. Tyrkneski diplómatinn krafðist þess að friðhelgi hans sem diplómats yrði ekki rofin og hann yrði látinn afskiptalaus. Um 57 útlendingar voru teknir til yfirheyrslu og voru flestir Tyrkir, Júgóslavar og nokkrir Indónesar. Lögreglan gerði upptækar um 10 þús. danskar' krónur. Lögreglan hafði fylgzt með klúbbi þessum um hríð eftir að eiginkonur nokk- urra félaga höfðu snúið sér til hennar og kvartað undan því að eiginmenn þeirra kæmu alltaf staurblankir heim eftir veru þar' Þetta gerðist 27. janúar. AP. 1974 — Leonid Brezhnev for- maður sovézka kommúnista- flokksins kom til Havana til viðræðna við kúbanska ráða- menn. 1973 — Samkomulag var undir-, ritað í Parfs sem batt enda á striðið í Vietnam. 1969 — Fjórtán menn, þ.á m. níu Gyðingar voru líflátnir í Irak fyrir njósnír í þágu ísra- els. 1967 — Þrír geimfarar létu lif- ið í bruna i Apollo-geimfari við æfingar. 1965 — Herforingjar i S- Vietnam steyptu af stóli borg- aralegri rikisstjórn Tran Van Huang forsætisráðherra. 1964 — Frakkar stofnuðu til stjórnmálasambands við Kfna. 1950 — Bandaríkjamenn geng- ust inn á að sjá aðildarþjóðum NATO fyrir vopnum. 1943 — Bandarfkjamenn hófu sínar fyrstu loftárásir á Þýzka- land í heimsstyrjöldinni síðari. 1931 — Pierre Laval tók við embætti forsætisráðherra i Frakklandi. 1914 — Oreste forseti Haiti sagði af sér embætti er upp- reisn var gerð í landinu. Banda- ríski sjóherinn steig á land á eyjunni til að friður kæmist á. 1865 — Sjálfstæði Perú var viðurkennt með undirrituh sáttmála við Spán. 1695 — Must'afa II varð soldán I Tyrklandi eftir lát Ahmad II. I dag eiga afmæli: Samuel Foote, enskur leikari (1720—1777), Wolfgang A. Mozart, tónskáld (1756—1791), Edouard Lalo, franskt tónskáid (1823—1892), Jerome Kern, bandarískt tónskáld (1885—1945). 1944 — Leningrad var aö fullu Hugieiðing dagsins: „Besta frelsuð undan yfirráðum trúarkenningin er umburðar- nazísta í síðari heimsstyrjöld- lyndið." Victor Hugo, franskur inni. rithöfundur (1802—1885). Heilbrigðisfram- kvæmdir í Reykjavík Borgarskæruliði verði framseldur Haag, Hollandi, 26 janúar. AP HOLLENZKUR dómstóll hefur úrskurðað að ríkisstjórn landsins muni ganga að kröfum v-þýzkra yfiralda um framsal á Christoper Wachernagel og Gerd Schneider, félaga í Baader Meinhof hryðjuverkasamtökunum. Nokkrar óreirðir urðu fyrir utan hollenzka þinghúsið er úrskurðurinn var gerður opinber. J.A. van Goethem dómari sagði að framsalið byggðist á samningi sem Evrópulöndin hefðu gert með sér um framsal sakamanna. En samkvæmt þeim samningi væri það skilyrði að viðkomandi hefði gerst sekur um lögbrot sem væri refsivert i þessu tilviki bæði i Hollandi og V-Þýzkalandi. Verjandi Wachernagels og Schneiders hélt þvi fram í ræðu sinni fyrir dómstólnum að brot tvimenninganna væru af pólitiskum toga spunnin og þeir fengju þvi ekki réttláta meðferð fyrir dómstólum i Þýzkalandi. Það er nú undir ákvörðun dómsmálaráðherra landsins Job de Ruiter komið hvort þeir verða framseldir eða ekki. Wackernagel er grunaður um fjölda brota, þ.á m. aðild að ráninu og morðinu á Hanns Martin Schleyer, og Gerd Schneider er eftirlýstur fyrir aðild að sprengjuárás á dómshúsið i Zweibruecken. Þeir hafa báðir beðið um hæli i Hollandi sem pólitískir flóttamenn svo að til framsals geti ekki komið, og eru þær beiðnir þeirra nú til meðferðar í dómsmálaráðuneyti landsins. Knut Folkert sem þegar hefur hlotið 20 ára fangelsisdóm i Hollandi hefur einnig beðið um slíkt hæli en dómstóll hefur einnig úrskurðað að framselja megi hann til Þýzkalands. Þegar úrskurðurinn var tilkynntur kom til árekstra lögreglu við hóp fólks sem safnast hafði saman við þinghúsið og á fleiri stöðum i Haag til að mótmæla honum. 30 Kúbumenn féllu í bardaga 1 A-Eþíópíu Mogadishu, Sómalíu, 26. jan. AP. Reuter KlJBANSKUR hermaður sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.