Morgunblaðið - 27.01.1978, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JANUAR 1978
MORöJh/
k'Arf/NU
^—
1 r--AA
' cjö «z_______
>SS Tl//rn /í
GRANI göslari
Fardu varlega ég veit hún slær
þessi!
Hefði ekki verið einfaldara að loka fyrir kranann?
Mér þykir þetta leitt, en þeir
ætla að hækka skattinn
Illa farið með
gott sjónvarpsefni
„Undanfarna sunnudaga hefur
sjónvarpið sýnt stórfróðlega sögu-
mynd, Kristsmenn. Brezkur þulur
þylur texta myndarinnar, orð-
margan og ýtarlegan. Þetta er
auðvitað gott og blessað fyrir þá,
sem eiga ensku að móðurmáli. Við
hér á íslandi erum hins vegar svo
heppin að eiga okkar ágætu þjóð-
tungu, og þótt enskukunnátta sé
hér talsverð, sem sízt skal lasta,
þori ég að fullyrða, að mikill
minnihluti íslenzkra sjónvarps-
áhorfenda skilur ensku til þeirrar
hlítar að njóta til fulls framsagn-
ar hins enska þuiar. Þetta vita
forráðamenn sjónvarps og birta
þýðingu textans á skjánum, en
allt gengur þetta svo hratt, að
erfitt er að njóta texta og myndar
sem skyldi.
Samtímis þessari mynd hefur
verið sýnd mjög fróðleg vestur-
þýzk mynd um mikla landkosti og
stórstígar framfarir í því fjarlæga
landi, Siberíu. Með þeirri mynd
hefur sjónvarpið ekki látið sig
muna um að hafa íslenzkan þul,
sem kemur efninu vel til skila,
enda hefði sjálfsagt eitthvað farið
forgörðum hjá sjáendum, ef róta
hefði átt öllum þeim fróðleik á
skjainn.
Hér var sem sagt rétt að farið.
Það ætti að vera undantekningar-
laus regla og sjálfsögð virðing
gagnvart móðurmálinu að hafa
ævinlega skilmerilegan islenzkan
þul i öllum fræðslumynum o ann-
arsstaðar, þar sem því verður við
komið. Nóg dynur samt á sjáend-
um sjónvarps af framandi tung-
um, einkum ensku og má heppni
heita, ef slíkt á ekki eftir að spilla
málhreim islenzkunnar er fram
liða stundir.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Stundum má sjá slík tilþrif, að
engu er líkara en að spilarar sjái
allar hendurnar fjórar. En þegar
betur er að gáð kemur venjulega i
ljós, að að baki liggur rökrétt
hugsun og möguleikar, sem til
falla, nýttir til hins ýtrasta.
Vörnin í spilinu hér að neðan
var erfið og krafðist framsýni.
Gjafari austur, allir á hættu.
Norður
S. ÁD85
H. K75
T. D963
L. 43
Vestur
S. KG74
H. 2
T. ÁKG42
L. G82
Austur
S. 962
H. Á932
T. 10875
L. K6
Suður
S. 103
H.DG1086
T. —
L. AD10975
Suður varð sagnhafi í fjórum
hjörtum og vestur spilaði út tígul-
kóng. Sagnhafi trompaði og spil-
aði í öðrum slag hjarta á kónginn
í borði. Austur gaf en það var
skilyrði til að vörnin næði yfir-
höndinni. Taki hann á ásinn næg-
ir ekki að spila tígli. Suður lætur
þá spaða og sleppír þar með
spaðasvíningu nema, að vestur
spili litnum eftir að hafa fengið á
tígulkóng. Þannig verður sama
hverju vestur spilar, suður svfnar
laufi og trompar þriðja laufið.
Austur getur þá yfírtrompað en
ræður ekki við spiiið. Vörnin fær
aðeins tvo slagi á tromp og tfgul-
ásinn.
Förum til baka. Sagnhafi fékk á
trompkónginn í borði og svínaði
laufi. Tók á laufás og trompaði
þriðja laufið. Enn beið austur ró-
legur. Hann yfirtrompaði ekki, lét
spaða.
Frá borði var þá spilað sfðasta
hjartanu og loks var tími til kom-
inn að taka á ásinn. Austur sá að
ekki dygði að spila tígli nú fremur
en áður. Þá myndi suður láta
svart spil og fá tíunda slaginn á
tíguldrottningu. í stað þess kom
austur auga á óvenju laglega leið.
Hann spilaði spaða — upp í ás og
drottningu blinds. Austur átti því
eftir þrettánda trompið þegar
sagnhafi hafði trompað sig inn á
hendina og gat með því komið i
veg fyrir að sagnhafi fengi tfunda
slaginn á Iauf.
HÚS MÁLVERKANNA
55
og rýndi út I myrkrið. Langt í
burtu við skógarjaðarinnar...
var eldur. Heilmikill eldur að
því er hún bezt fékk séð.
Hún snerist á hæli og þaut að
svefnherbergisdyrum Carls og
Dorrit og barði á þær.
22. Kafli
Hana dreymdi að skógurinn
væri að brenna. Eldurinn
snarkaði í kringum hana og
Jyklin af sviðnu tré kitlaði
hana í nefið.
Draumurinn var voðaiegur,
þvf að hún vissi að á einhvern
hátt var allt henni að kenna og
hún yrði að bjarga fólki sem
ellavrði logunum að bráð.
Hún vissi bara ekki hverjum
hún átti að bjarga.
1 upphafi draumsins hljóp
Susie á undan henní. Susie í
eldrauðum kjól. Hún sá ekki
andlitið en þekkti stór gleraug-
un og hún vissi að stúlkan grét
beizklega og var alltaf að hrasa
á flóttanum.
Meðan þær hlupu þarna
áfram varð kjóllinn rauði alltaf
síðari og sfðari og Susie varð að
nema staðar öðru hverju og
klippa neðan af honum... en
það dugði ekki lengi... þegar
þær hlupu af stað aftur sfkkaði
kjóllinn... Og alltaf grét Susie
og alltaf var hún að detta.
Svo var Susie allt í einu horf-
in og skógurinn var fullúr af
málverkum hvert sem litið var.
A öllum greinum héngu mál-
verk og það var allt málverk
máluð f þungum og drungaleg-
um litum. Málverk af fólki sem
hún þekkti ekki.
Hún vissi að hún ætti að
reyna að bjarga málverkunum,
vegna þess að þau yrðu að lif-
andi verum þegar eldurinn
færi að sleikja þau, en hún
þorði ekki að nema staðar, því
að eldurinn veitti henni eftir-
for. Alltaf var hann kominn
rétt á hæla henni, þótt hún
reyndi stöðugt að flýja f aðrar
áttir.
A stfgnum framundan sást
Susie nú ekki lengur en gríðar-
stór spegill blasti við. Hann var
alltaf I sömu fjarlægð frá
henni... því hraðar sem hún
hljóp... því skjótar fjarlægðist
hann... en þó aldrei lengra en
svo að hún sá að myndin í
speglinum var af henni sjálfri.
Hún var sem dáleidd af þess-
um spegli... hún varð að
hlaupa og reyna að fanga hann
meira að segja eftir að hún sá
rauða eldtungu treygja sig í
áttina til hans. Og þegar hún
var rétt kominn að speglinum
heyrði hún brothljóð eins og í
gluggarúðu sem brotin er í þús-
und mola.
Hún hrökk upp af svefni.
Það var kallað á hana.
Allir voru að kalla á hana
einhver barði á gluggann, barði
svo harkaiega að rúðan brotn-
aði.
I fjarska heyrði hún f bruna-
flautu og draumar og raunveru-
leiki runnu saman í eina hræði-
lega heild og hún fann bruna-
lykt slá fyrir vit sér.
Þau voru komin inn til henn-
ar í sömu andrá og hún sveifi-
aði sér út úr rúminu.
Þau voru komin til að hjálpa
henni.
Morten og Björn báðir
fáklæddir. Carl og Dorrit Hend-
berg og Emma Dahlgren.
Björn var að festa vatns-
slöngu við kranann en þung-
Framhaldssaga eftir
ELSE FISCHER
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
lamalegir slökkviliðsbflar nálg-
uðust húsið.
Það var skúrinn sem stóð í
björtu báli.
Skúrinn og nokkur af trján-
um stóðu í björtu báli.
Já en tré geta ekki brunnið
þegar þau eru blaut.. . það er
alveg óhugsandi. Það var Dorrit
Hendberg sem endurtók þessi
orð í sífellu meðan hún starði i
áttina að iogandi trjánum f.vrir
utan.
Þau sögðu henni að Emma
Dahlgren hefði fyrst komið
augaáeldinn.
Emma sem hafði af tilviljun
verið seint á fótum og hafði séð
eldbjarmann iskóginum.
Handbergshjónin höfðu
hringt á slökkviliðið.
Þau höfðu hringt til Björns
og til Mortens og sfðan höfðu
þau þotið af stað.
— Víð héldum að húsið þitt
væri að brenna.
Rödd Mortens var hás af
geðshræringu.
— Ég hef aldrei á ævi minni
verið jafn hræddur. Eg hélt það
væri húsið þitt...
— Þegar vindurinn breytt-
ist... Hendur Björns skulfu