Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 1
48 SÍÐUR 72. tb. 65. árg. SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. O wen og V ance hitta skæruliða- leiðtoga Ródesíu VOR í LOFTI — og vorannirnar raunar líka komnar í háaloft. að minnsta kosti hjá mönnunum þeim arna. Friðþjófur tók myndina vestur í Slipp. Ráðherrar EBE nær samkomulagi Maputo 8. apríl. Reuter. LEIÐTOGAR skæruliða- hreyfingarinnar Þjóðernis- fylkingarinnar í Ródesíu, þeir Joshua Nkomo og Víetnamar fjölga Uði við landamærin Washington 8. apríi. AH VÍETNAMAR hafa safnað saman um eitt hundrað þúsund manna herliði með- fram landamærunum við Kamhódíu vegna vaxandi spennu milli landanna. að því er bandaríska stórblaðið Washington Post skýrði frá í dag. Sú frétt kom samtímis því að víetnamska stjórnin sagði a hundruð manna hefðu látizt í landamærahardögum milli ríkjanna. í Washington Post segir. að þrjár víetnamskar herdeildir hafi lcngst af verið við landa- mærin en þeim hafi nú verið fjölnað upp Pfólf. bær eru m.a. búnar bandarískum vopnum. Víetnam og Kambódía, sem bæði eru kommúnistaríki, hafa löngum eldað saman grátt silfur, en upp úr sauð þó ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að Víetnamstríðinu lauk árið 1975. Síðustu mánuði hafa hvað eftir annað verið fréttir um harðvítuga bardaga milli land- anna en þær eru hins vegar ekki allar áreiðanlegar, þar sem fréttamenn cru fáir á þessum slóðum og eru strang- ar hömlur á starfssemi þeirra. Kína vill svissneska franka Peking 8. apríl Reuter. KÍNVERJAR hafa ítrekað þann vilja sinn að fá sviss- neska franka fyrir útflutn- ingsvörur sínar vegna þcss hve mikil óvissa er varðandi Bandarikjadollar á gjaldeyris- mörkuðum. Var þetta haft eftir svissneskum heimildum í dag. bar sagði að þessar óskir Kínverja væru þó ekki settar sem cndanlcgt skilyrði og þar af leiðandi þyrfti ekki að hafa af þessu áhyggjur að sinni. Sömu heimildir sögðu að Kínverjar hefðu beðið Malay- síumenn að borga fyrir hrís- grjónafarm, sem afhentur var nýlega, í svissneskum frönkum í stað dollara eins og venjan hefur verið. Reuter segir að með öllu sé óljóst hvort Kínverjar muni reyna að færast undan að taka við greiðslu í dollurum á vorkaupstefnunni í Kanton sem hefst þann 15. apríl. Robert Mugabe, hafa fallizt á að hitta Cyrus Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og David Owen utanríkisráðherra Breta í Afríku síðar í þessum mán- uði, að því er opinberar heimildir greindu frá í dag. Er búizt við að fundurinn hefjist þann 13. apríl og verður að líkindum í Arusha í Norð- ur-Tanzaníu. Þessi fundur er liður í þeirri viðleitni Breta og Banda- ríkjamanna að reyna að leggja fram sinn skerf til að binda endi á Ródesíudeiluna og fá leiðtogana til að samþykkja einhvers konar aðild að því samkomulagi sem hefur verið gert um meirihluta- stjórn svertingja i Ródesíu. Marcos Manila, Filippseyjum 8. apríl. Reuter. AP. FERDINAND Marcos for- seti Filippseyja tilkynnti í dag, að eiginkona hans, Imelda, og 20 aðrir fram- bjóðendur flokks hans hefðu náð kosningu með glæsi- brag í Manila, höfuðborg landsins. Hann sagði að allmargir frambjóðendur stjórnarinnar hefðu beðið lægri hlut úti á landi. Þrátt fyrir það mun Marcos verða því sem nær einráður sem fyrr að kosningum loknum og hafa ríkulegan meiri- hluta á þinginu, en þar sitja 200 fulltrúar. Mun hann því sitja áfram og hafa svipuð völd og hann tók sér fyrir átján mánuðum. Marcos kom fram í sjónvarpi á laugardag skömmu áður en endan- legar niðurstöður voru kr.nnar. Ræddi hann við fréttamenn og var mjög ánægður með niðurstöður. Þó sagði hann að sínir menn hefðu beðið lægri hlut sums staðar, til dæmis á Visayaneyju og hefðu heimamenn komið sínum mönnum að. Kaupmannahöfn 8. apríl, Reuter. ÁREIÐANLEGAR heimildir hermdu að forystumenn landa Efnahagsbandalags- ins (EBE) hefðu næstum komið sér saman um yfirlýs- Ekki er ljóst hvort Cesar Climaco, einn skeleggasti and- stæðingur Marcosar, hefur náð kosningu en eitt helzta baráttumál hans í kosningunum var að herlög- in í landinu yrðu afnumin. Svo virðist sem kosningarnar hafi farið friðsamlega fram en kvöldið áður en þær hófust safnað- ist mikill mannfjöldi saman í höfuðborginni til að láta í ljós Framhald á bls. 21 ingu um sameiginlegar leið- ir til að auka hagvöxt og minnka atvinnuleysi í bandalagslöndunum, þegar óformlegum umræðum leið- toganna í gærkvöldi var frestað fram yfir hádegi í dag. Umræður leiðtoganna í gær snerust þó að mestu leyti um þá hættu sem gjaldeyris- og efna- hagsmálum landa Efnahags- bandalagsins er búin af því umróti sem verið hefur í alþjóðagjald- eyrismálum að undanförnu. í yfirlýsingu forystumanna EBE er fjallað um aukinn hagvöxt, leiðir til stöðugleika í gjaldeyris- málum, langtíma fjármagns- hreyfingar, orkusparnað og aukin viðskipti á milli bandalagslanda. Stjórnir landa EBE óttast að útflutningur þeirra verði fyrir skakkaföllum af frekari hrær- ingum á sviði alþjóðagjaldeyris- mála og lögðu forystumennirnir því áherzlu á að finna þyrfti sameiginlegar leiðir til að ein- angra gjaldmiðil landanna frá umróti í alþjóðagjaldeyrismálum. Búist var við að þeir létu fjármála- Framhald á bls. 21 Takmörkun lax- veiða Japana WashinKton 8. apríl AP. BANDARÍKIN. Kanada og Japan undirrituðu í gær samkomulag um frekari takmörkun laxveiða Japana í Kyrrahafi. Samkomulagið felur það í sér að Japanir hætta nú iillum laxveiðum austan 175. gráðu austlægrar lengdar. Það þýðir að veiðisva’ði Japana minnkar mikið. Japanir veiddu árlega um 25 miltjónir laxa á Kyrrahafi á síðustu árum sjöunda áratugsins og fyrstu árum þess áttunda. Nýja samkomu- lagið þýðir að líkindum að Japanir veiði í mesta lagi um hálfa milljón laxa árlega í Kyrrahafinu að sögn sérfræðinga. Karamanlis fékk Karlamagnúsar- verðlaunin Aachen, V-Þýzkalandi, 8. apríl. Reuter CONSTANTINE Karamanlis. forsa’tisráðherra (irikklands. hefur fengið Karlamagnúsar verðlaunin fyrir árið 1978 sem horgaryfirvöld í Aachen í V-Þýzkalandi veita árlega. Hann hlýtur verðlaunin fyrir starf sitt í þágu einingar Evrópu. að því er talsmaður verðlaunanefndarinn- ar sagði í dag. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Winston Churchill og Konrad Adenauer. í forsendum segir einnig, að Karamanlis hafi verið óþreytandi í þeirri viðleitni sinni að skapa góða framtíð fyrir þjóðir Evrópu og hann hafi leitt Grikkland á ný á brautir lýðræðis. Karamanlis. Karamanlis mun taka við verðlaununum við hátíðlega at- höfn þann J. maí n.k. í Aachen. Marcos og menn hans sigruðu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.