Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 3

Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 3 MITT FLEY ER SVO LÍTID ■ EN LÖGUR SVO STÓR C ' MITT LÍF ER í __ —FRELSARANS IIÖNI) ~ Sjómannaskjöldinn hefur Tómas Tómasson teiknað. STORMVIDRíjvj, kha DROTTNí SAKKA totStc #»*« SALMUR Nýr sjómanna- veggskjöldur NÝLEGA er kominn út vegg- skjöldur sem (élagsskapurinn Kristilegt sjómannastarf gefur út, en það var stofnað fyrir 10 árum. Hcfur það séð m.a. um að dreifa jólapökkum til skipshafna og gefið út ritið vinur sjómanns- ins. Árið 1975 gaf Kristilegt sjó- mannastarf út veggskjöld úr postulíni sem nú er uppseldur og er nýi skjöldurinn teiknaður af Tómasi Tómassyni, eins og hinn fyrri, og framleiddur í „Gleri og postulíni." Er veggskjöldurinn til sölu í húsakynnum sjómanna- starfsins að Vesturgötu 19. Sr. Kolbeinn Þorleifsson hefur að undanförnu ferðast um ná- grannabyggðir Reykjavíkur og kynnt starfsemi Kristilegs sjó- mannastarfs með erindaflutningi og litskyggnum. Stendur í stappi um ryð- varnarstöð Eimskips Fjármálaráðuneytið heimilar ryðvörn ótoll- aðra bíla en tollstjóri vill frekari skýringar EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur fengið heimild fjár- málaráðuneytisins til að ryðverja ótollafgreiddar bif- reiðar í ryðvarnarstöð fé- lagsins við Borgarskála, en tollstjóraembættið hefur hins vegar lagzt gegn þessu og beðið ráðuneytið um frekari skýringar á framkvæmd fyrirmælanna. í samtali við Mbl. sagði Björn Hermannsson, tollstjóri, að Eim- skipafélagið ræki ryðvarnarstöð innan svæðis síns þar sem geymd- ar væru ótollafgreiddar bifreiðar. Björn kvaðst jafnan hafa talið óheppilegt að nokkuð væri átt við innflutta vöru fyrr en hún hefði verið tolluð og væri sú skoðun hans óbreytt, en hins vegar hefði nú fjármálaráðuneytið heimilað skipafélaginu að ryðverja þessar ótolluðu bifreiðar. Þó vær í bréfi ráðuneytisins sett fram einhvers konar skilyrði, sem starfsmönnum tollsins þættu þó óljós og hefði verið beðið um nánari skýringar á þeim. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagðist ekki geta tjáð sig um það atriði er tollstjóraembættinu þætti óljóst þar sem hann hefi aðeins rétt séð bréf tollstjóra og ætti eftir að kynna sér málið frekar. Hins vegar sagði hann um aðdraganda þess að ráðuneytið veitti Eimskipafélaginu framan- greinda heimild, að árum saman hefði þessum málum verið háttað á þann veg að innflytjendur bifreiða gátu fengið að láta ryðverja þær áður en til tollaf- greiðslu kom gegn ákveðinni tryggingu. I framhaldi af þessu hefði Eimskipafélagið látið byggja ryðvarnarstöð innan bílageymslu- svæðis síns í þeim tilgangi að láta ryðverja bíla sem væru í vörzlu þar á svæðinu, enda hefði félagið borið að nokkru leyti ábyrgð á þessum bílum og viljað firra sig hugsanlegu tjóni af þeim sökum. Um svipað leyti hefði af fjármála- ráðuneytisins hálfu verið gengið frá samningum við bifreiðainn- flytjendur um svonefnd tolllán, er væru til skemmri tíma eða 10—20 daga og á þessum tíma ættu innflytjendur að koma bílunum í söluhæft ástand. Hins vegar hefði ekki þótt eðlilegt að þeir inn- flytjendur er létu ryðverja bíla sína hjá Eimskipafélaginu áður en til tollafgreiðslu kæmi, fengju þessi lán með sama hætti og afgreiðsla ráðuneytisins því orðið á þá leið að þessum aðilum er veittur skemmri greiðslufrestur. Flóamarkaður Myndlistar- skólans í dag FERÐASJÓÐUR Myndlistar skóla íslands gengst fyrir flóa- markaði í húsakynnum skólans, Mímisvegi 15, Asmundarsal, í dag, sunnudag, kl. 14.00. Á boðstólum verða einnig kaffi og pönnukökur. í tengslum við markaðinn verður cfnt til skyndi- happdrættis og eru vinningar 15 listaverk þekktra myndlistar manna auk 5 eintaka bókarinnar Heimslist/ Heimalist. Dregið verður í happdrættinu sunnudag- inn 16. apríl n.k. Flóamarkaðurinn og happdrætt- ið eru haldin til fjáröflunar vegna námsferðar nemenda til Parísar, sem fyrirhuguð er um miðjan maí. Fjöldi eigulegra muna verður í boði á flóamarkaðnum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Myndlistarskólanum. sæluvikur í sumardýrð Spánar — þú borgar kr. fyrir brottför — eftir- stöðvar á 4 mánuðum eftir heimkomu. Sumarið komiö Costa del Hefurðu ráö á að sleppa pessu boði — Brottför 23. apríl 'i hvað segja farþegarnir úr paskaferð * ÚTSÝNAR TIL COSTA DEL SOL: „Vio þokkum Utsýn yndislega ferð til Costa del Sol um páskana. Gististaðurinn EL REMO og allur aöbúnaöur var meö því bezta, sem á veröur kosiö svo og fararstjórar, tilbúnir aö leysa allan vanda ef einhver var. Viö nutum feröarinnar í ríkum mæli, enda var veöur eins og um hásumar." Hilmar Þórarinsson og fjölskylda, Klapparstíg 5, Njarðvík. „Veörið á Costa del Sor um páskana var alveg himneskt. El Remo er gististaöur í sérflokki, öll þægindi, en rólegt, góö- ur garöur og öll aðstaða í kring mjög góö og í Torremolinos var allt í fullu fjöri alls staðar. Fararstjórarnir létu ekki sitt eftir liggja aö gera farþegunum til geös og aöstoöa þá í hvívetna." Margrét og Kristinn Guðmundsson Efstahjalla 7, Kópavogi. „Páskaferö Utsýnar var i einu oröi sagt frábær. Veörið var alveg dýrö- legt frá upphafi feröar til enda. Gististaöurinn El Remo er sá besti sem viö höfum nokkurn tíma haft þá ánægju af aö gista. Fararstjórn var alveg einstök og allt fyrir mann gert. Sjáumst í næstu páskaferö Út- sýnar!“ Siguröur Guðmunds- son og frú Grenimel 36, Rvík. Costa del Sol: 23. apríl — laus sæti — sértilboö 14. maí — uppselt 4. júní — uppselt 25. júní — laus sæti Costa Brava: 4. júní — örfá sæti laus 25. júní — laus sæti Lignano: 13. maí — laus sæti 1. júní — uppselt 22. júní — örfá sæti laus Grikkland: 13. maí — örfá sæti laus 1. júní — nokkur sæti laus 22. júní — laus sæti Jágóslavía: 9. júní — uppselt 30. júní — nokkur sæti leus Loftbrú Útsýnar lægri fargjöld Pantið réttu ferðina tímanlega — Þær fyllast óðum. Það er með Útsýn, sem ferðin borgar sig. Munið Útsýnarkvöldið með ungu ffólki í Óðali í kvöld. Austurstræti 17, símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.