Morgunblaðið - 09.04.1978, Side 25

Morgunblaðið - 09.04.1978, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978 25 Kjartan á Kjarvalsstöðum Það er ekki á hverjum degi, sem Kjartan Guðjónsson efnir til einkasýningar. Hann kom fyrst fram sem myndlistarmað- ur líklegast árið 1947, ef ég man rétt, og síðan hefur hann haldið þrjár einkasýningar og þessi, er nú stendur á Kjarvalsstöðum, er því sú fjórða. Hann hefur samt tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér og erlendis, en einkasýning- ar hans eru ekki eins margar og hjá sumum öðrum samtíðar- mönnum hans. Þetta er ekkert einsdæmi, sumir vilja helst ekki sýna nema brýna nauðsyn beri til, aðrir sýna endalaust. Það er því mjög persónubundið hvernig menn haga sér í þessum hlutum, en ég held ég megi fullyrða, að fáir hafi verið eins hlédrægir með sín eigin verk og Kjartan af okkar mönnum hér heima. Því er það enn meiri viðburður en annars væri, er Kjartan Guðjónsson efnir til einkasýn- ingar, og það gladdi mig að heyra í fjölmiðlum, að hann ætlaði að sýna úrval af þessari sýningu á Kjarvalsstöðum í Gallerí Háhól á Akureyri. Þar ættu fleiri að sýna og væri það mikil framför, ef menn færu að sinna Akureyri meir en gert hefur verið. En þá verða líka Akureyringar að sýna lit á móti. Engin menning án undirtekta. Lögmál, sem er jafn gamalt mannfólkinu. Kjartan Guðjónsson er marg- slunginn listamaður, sem ræður yfir mikilli tækni og notar hana óspart á þessari sýningu. Þarna eru olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir (guass). Sýning hans er því fjölbreytt og sýnir margar bestu hliðar Kjartans. Hann er óstýrilátur í formbygg- ingu og notar liti á mjög persónulegan hátt. Hann hefur til að mynda allt annan tón í guassmyndum sínum en í olíu- málverkinu. Og enn kemur ný hlið í ljós á Kjartani, er hann teiknar, hvort heldur er með tússi, svartkrít, blýanti eða að hann blandar tækni á sinni persónulega máta. Raunveru- lega eru teikningar Kjartans kapítuli fyrir sig og verður ekki gerð skil í þessum línum, en ekki kæmi mér á óvart, að sú kæmi tíðin, að hann yrði talinn til Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON bestu teiknara á þessu landi, og er leitt til þess að vita, að hann hefur ekki verið virkjaður til að gera meira af lýsingum í bækur. Þarna getur að líta myndröð, er hann gerði við Norðurlands- trómet í þýðingu dr. Kristjáns Eldjárns. Þessi eina sería sann- ar að mínum dómi, hver afburðateiknari Kjartan er, og ef þetta eina verk er borið saman við það sem sést hefur á íslenzku bókfelli að undanförnu, verður mér að orði eins og einn lítill vinur minn segir, þegar hann verður aldeilis gáttaður: „Jesús minn, átta stiga frost." Þarna eru líka teikningar sem Kjartan hefur gert við Sturl- ungu, ég fæ ekki séð, að aðrir geri betur. Ég hélt því eitt sinn fram hér í blaðinu, að það ætti að þjóðnýta Sigurjón Ólafsson við portrettgerð, og ég er ekki frá því, að sama komi mér í hug hvað varðar teiknarann Kjartan Guðjónsson. Þá er að snúa sér að olíumál- verkunum. Það eru 54 olíumál- verk á þessari sýningu, og má með réttu segja, að það sé mjög samstæður hópur. Kjartan legg- ur mikið að sér, og því verða þetta vönduð verk, sem sýna greinilega hin kröfuhörðu vinnubrögð, er hann hefur tam- ið sér. Það má fylgja vissum þræði í þessum verkum, sem gerir þau þó hvorki eintóna né að endurtekningum. Kjartani tekst að móta litinn svo hnit- miðað, að hvert einasta verk verður að sérstakri heild, ef vel er að gáð, en í fljótu bragði getur maður vel álitið, að um nokkra endurtekningu sé að ræða. En ég fullyrði, að svo er ekki, eftir að hafa séð þessa sýningu Kjartans oftar en einu sinni. Það mætti ef til vill segja í þessu tilfelli, að það væru duiin brögð í tafli hér og þar, svo hugvitlega er hlutunum komið fyrir í myndfletinum. En það er fyrst og fvemst persónuleiki Kjartans, sem spilar á form og liti, og hann er það sérstæður, að ekki verður neinu líkt, sem hér er á ferð í myndlist. Ég nefni nokkur verk, sem sérlega festust í minni mér á þessari stóru sýningu Kjartans. Nr. 9 „Hvítarúnir", nr. 14 „Hitaskil", nr. 21 „Frosti", nr. 41 „Glymur" og 54 „Dagvarmi". Allt eru þetta úrvalsverk og mjög ólík að flestu öðru en því, að þau gætu ekki verið eftir nokkurn annan mann en Kjartan Guðjónsson. Þessi yfirlýsing er eitt mesta hól, sem hægt er að gefa myndalistarmanni. Kjartan verður að hafa það, að ég læt þetta frá mér fara. Það er ýmislegt, sem fylgir því að sýna einkasýningu. Af guassmyndum Kjartans nefni ég nr. 58, 69, 72. Þarna gæti ég lengi talið, en það er engum til góðs, aðeins til ruglings. En guassmyndirnar eru margar hverjar mjög sér- stæðar og gefa sýningunni í heild nokkuð breiðara svið. Það hefur stundum verið kvartað yfir því, að menn sýndu ein- göngu olíumálverk á sýningum sínum. Hér er önnur saga á ferð, og sannarlega verður sýning Kjartans meiri fyrir bragðið. Eina nýjung er að finna á þessari sýningu. Hana kallar Kjartan UÓSGRAFÍK, þar sem stækkaðar eru teikningar og gert aðeins eitt eintak af hverri mynd. Þetta er skemmtileg nýjupg, og koma teikningar Kjartans vel fram í stækkun, en hana framkvæmdi Kristján Magnússon. Þetta er mikil og voldug sýning hjá Kjartani. Hann ætti að vaxa mikið af þessari sýn- ingu, ekki eingöngu meðal lista- manna heldur og meðal almenn- ings. Hér hefur Kjartan Guðjónsson verulega slegið í borðið, og persónulega er ég mjög ánægður yfir því höggi. Það var tími til kominn. Valtýr Pétursson. glíma við eða horfast í augu við. Grein Arna Pálssonar sýnir, að enda þótt ný dægurmál krefjist úrlausna á hverjum tíma, þá er mannlífið nú ekki svo frábrugðið því, sem áður var, að ástæða sé til að hafa af því sérstakar áhyggjur. A þeim tímum, þegar grein Arna Pálssonar var skrifuð, var talsverð velmegun í landinu, enda þótt einatt væri atvinnuleysi, en 1925 hafði þó verið svo farsælt og gott ár hér á landi, að erlendur gjaldeyrir safnaðist upp í íslenzk- um bönkum og endaði með því, að þeir sem höfðu forsjá fyrir þjóð- inni treystu sér ekki til annars en hækka gengi íslenzku krónunnar til samræmis við þróunina á öðrum Norðurlöndum, en afleið- ingarnar urðu miklar og ófyrir- sjáanlegar og lenti gengishækkun- in með ægiþunga á útflytjendum, sem höfðu keypt útflutningsafurð- ir á hærra verði en þeir gátu fengið fyrir þær erlendis eftir að gengishækkunin hafði orðið. Það var íhaldsflokkurinn, sem stóð fyrir gengishækkuninni, og hann átti eftir að bíta úr nálinni með það. Nú stöndum við aftur á móti andspænis því, að gengislækkanir eða svokölluð gengissig, eru helzta úrræði stjórnvalda á tímum nán- ast ólæknandi verðbólgu, sem hvílir á landinu eins og mara og á fyrst og síðast rætur að rekja til stéttabaráttu og stéttaátaka, sem alið hefur verið á hér á landi frá því fyrrnefnd grein birtist í Verði fyrir rúmri hálfri öld, eins og áður hefur verið minnzt á í Reykja- víkurbréfi. Að öðru leyti gæti grein Arna Pálssonar verið skrifuð í gær, því að stjórnmálaátökin og dægurbar- áttan breytast ekki í eðli sínu, heldur koma upp ný viðfangsefni, sem krefjast nýrra úrlausna. En það er í senn merkilegt og athyglisvert, að Árni Pálsson skuli einmitt nota orðið „óþolinmæði" og talar þá um „óþolinmæði hugsandi manna", en þetta er einmitt það atriði, sem einkennir okkar stjórnmálabaráttu. Við erum alltof óþolinmóð. Við viljum fá allt á samri stundu. Það gætti óþolinmæði í þorskastríðunum, það hefur gætt óþolinmæði í stjórnmálabaráttunni að öðru leyti. Það, sem við þurfum á að halda nú eins og 1925, er þolgæði — þolinmæði hugsandi manna, en ekki upphlaup og glistrupískar, pólitískar æfingar þreklítilla manna, sem ýmist eru í pólitískri andlegri lægð eða uppi á pólitísku háu c-i. Ef við látum þá menn ráða, sem eiga þolgæði og þolin- mæði, en hina sigla sinn sjó, þá á íslenzka þjóðin jafn örugga fram- tíð fyrir sér — og kannski öruggari — en nokkru sinni. Við þurfum að glíma við þau verkefni, sem fyrir liggja. Við þurfum að nota það þrek, sem við höfum yfir að ráða, þá reynslu, sem við höfum aflað okkur, og þá munum við ganga með sigur af hólmi, jafnvel af mesta vágestinum nú: verðbólg- unni. r Að gera Island hamingjusamt Eggert Stefánsson var einn þeirra manna, sem ekki þoldi allt á íslandi. Þegar hann kom ein- hverju sinni heim, sagði hann við bréfritara eitthvað á þessa leið: vNú er ég kominn heim til að gera tsland hamingjusamt(!)“. Ilonum þótti ekki vanþörf á því. Hann sagði að materialismi íslendinga væri orðinn svo yfirgengilegur, að engum dytti einu sinni í hug að gefa honum hús, hvað þá annað(!) Stundum fékk hann andlega slag- síðu, þegar hann hugsaði til föðurlands síns, sem hann elskaði öðrum fremur, eins og kunnugt er, og þá gat hann jafnvel sagt: „Maður fer til London, Parísar og Rómar og rekst aldrei á þorsk- hausa, nema hér á landi“(!) Verst af öllu þótti honum þó, hvað íslendingar gle.vptu allt hrátt, sem kom frá Skandinavíu, eins og hann sagði — og þá ekki sízt bókmennt- ir. Hann sagðist aldrei hafa kynnzt ítala, sem hefði gleypt skandinavískar bókmenntir hráar. Hann sagði, að Islendingar hefðu vit á öllu, kynnu allt — nema það sem þeir fengjust við. Þetta minnir dálítið á það, sem Halldór Laxness segir í þeirri óviðjafnan- legu jartegnabók, Innansveitar- kroníku, og gæti verið lýsing á okkar síðustu og verstu tímum — og þá ekki sízt á okkur, sem mest látum til okkar taka í þjóðmála- skrifum, svo að ekki sé nú talað um hjálparkokkana, sem sjaldnast hlusta á nokkur rök en láta móðan mása í grein eftir grein og hafa í raun og veru engan áhuga á því, hvort nokkur hlustar eða ekki, einungis ef myndin af þeim birtist á réttum stað. En svo segir í Innansveitarkroníku: „Því hefur verið haldið fram að íslendíngar beygi sig lítt fyrir skynsamlegum rökum, fjármunarökum varla heldur, og þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vand- ræði sín með því að stunda orðheingilshátt og deila um titlíngaskít sem ekki kemur málinu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls. Aftur- ámóti klífa þeir þrítugan hamar- inn til að verða við bænarstað vina og frænda, enda mundi landsb.vgð á íslandi hafa lagst niður fyrir mörgum öldum ef eigi væri svo. Þó er enn ein röksemd sem íslendíng ar eru fúsir að hlíta þegar alt um þrýtur, en það er fyndni; má vera aulafyndni. Við hlægilega lygisögu mýkist þjóðfélagið og fer að ljóma upp; jarðvegur sálarinnar verður jákvæður. Þannig voru sóknar- menn í mosfellskalli óðfúsir að samþykkja með orði og eiðstaf annan daginn það mál sem þeim var fjærst skapi, af því sá vinur þeirra sem þeir mátu ofar guði, séra Jóhann, það þá þess ...“ Að lokum mættu ýmsir festa sér þessi spakmæli Eggerts Stefáns- sonar rækilega í minni, en þau eiga ekki síður við nú en þegar þau voru sögð í samtali hér í blaðinu 1957: „Hér á iandi er það ekki ógæfan, sem er manni hættuleg- ust, heldur gæfan...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.