Morgunblaðið - 09.04.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978
35
Leifur Gunnarsson
— Minningarorð
Til moldar oss vígði hið
mikla vald,
hvert mannslif, sem jörðin elur.
Sem hafsjór. er rís með fald
við fald,
þau falla. en ^uð þau telur.
því heiðloftið sjálft er
huliðstjald.
sem hæðina dýrð oss felur.
E.B.
Þessi orð skáldsins koma gjarna
í hugann, þegar samferðamennirn-
ir hverfa úr hópnum, og það er
eins og við séum alltaf jafn
vanbúin að átta okkur á slíku fyrst
í stað, enda þótt það sé eitt af því
fáa, sem við vitum með vissu, að
við hljótum öll að hverfa héðan
fyrr eða síðar.
Leifur Gunnarsson lézt í Land-
spítalanum að morgni 2. apríl s.l.,
75 ára að aldri, og fer útför hans
fram frá Fossvogskirkju á morgun
kl. 13.30.
Hann fæddist 6. marz 1903 í
Saltvík á Kjalarnesi, og voru
foreldrar hans Gunnar Guðnason,
bóndi þar, og Þórunn Magnúsdótt-
ir, kona hans. Leifur ólst upp í
Saltvík til 9 ára aldurs, en flutti
þá með föður sínum og systrum að
Esjubergi í sömu sveit, en móðir
hans var þá látin. Á Esjubergi
dvaldist hann til ársins 1919, er
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
í Reykjavík stundaði Leifur al-
menna verkamannavinnu og sjó-
mennsku, þar til hann flutti til
Akraness laust fyrir 1930. Á
Akranesi stundaði hann áfram
sjómennsku fram um árið 1940, en
hóf þá bifreiðaakstur um nokkurra
ára skeið, auk þess sem hann hafði
á hendi ökukennslu við Bænda-
skólann á Hvanneyri á vorin. Síðar
varð hann stöðvarstjóri við Vöru-
bílastöð Akraness, þar til hann
flutti til Reykjavíkur á árinu 1958
með fjölskyldu sína. I Reykjavík
stundaði Leifur einkum verzlunar-
störfbúð. Er hann hætti eigin
verzlunarrekstri, vann hann um
nokkurt skeið í kjötverzluninni
Búrfelli, en síðustu árin hjá
Sláturfélagi Suðurlands, fyrst í
verzluninni að Háaleitisbraut 68
og síðan í Glæsibæ. Hefur nú verið
rakinn starfsferill Leifs í stórum
dráttum.
Hinn 25. maí 1930 kvæntist
Leifur eftirlifandi eiginkonu sinni,
Huldu Eyjólfsdóttur, mikilli ágæt-
iskonu, sem reyndist manni sínum
tryggur og traustur lífsförunautur
til síðustu stundar, enda leyndi sér
ekki, hve mikils hann mat hana.
Þau eignuðust einn son, Brynjar
Þór, verzlunarmann, búsettan í
Kópavogi, en hann er kvæntur
enskri konu, Jean að nafni, sem
reynst hefur tengdaforeldrum
sínum með eindæmum hlý og
umhyggjusöm. Þau Brynjar og
Jean eiga tvö börn, Bryndísi Ann
og Bjarka.
Ég kynntist Leifi fyrst að ráði
í ársbyrjun 1951, er við hjónin
fluttumst til Akraness með tvö
kornung börn okkar. Líður mér
ekki úr minni, hversu þau Leifur
og Hulda tóku okkur öllum opnum
örmum og voru góð alla tíð síðan.
Slík vinátta, sem þau hafa sýnt
okkur, og ekki síst börnunum, frá
fyrstu kynnum, er meira þakkar-
efni en með orðum verður tjáð. Á
Akranesi var heimili þeirra Leifs
og Huldu að Merkigerði 10, svo til
öll árin, sem þau dvöldu þar.
Leifur var einn hinna mörgu í
þjóðfélaginu, sem háði sína lífs-
baráttu hávaðalaust, án þess að
sækjast eftir ýmsum ytri munaði
eða vegtyllum, sem margir virðast
fyrst og fremst lifa fyrir, enda
verður enginn mikill af starfsheiti
sínu einu saman, heldur því, að
hann gegni vel þeim störfum, sem
honum eru falin. Þeir, sem þekktu
Leif, vita það, að hann gegndi
öllum sínum störfum af frábærri
samvizkusemi og heiðarleika, og
níddist ekki á neinu því, sem
honum var til trúað. Slíkir menn
eru undirstaða og kjarni hvers
þjóðfélags, hvort sem þeir standa
ofar eða neðar í metorðastiganum.
Að eðlisfari var Leifur dulur og
fáskiptinn um allt það, sem hann
taldi sér óviðkomandi. Hann gekk
hægt um gleðinnar dyr og fáraðist
lítt, þó að á móti blési, en þessir
eiginleikar eru ótvíræð einkenni
þroskaðs manns. Og víst er það, að
ytri ró hans stafaði ekki af
kaldlyndi, því að á bak við hana sló
hlýtt og viðkvæmt hjarta, enda
brást ekki hjálpfýsi hans, væri til
hans leitað, og tryggari vin vina
sinna hef ég ekki þekkt.
Ekki mun Leifur hafa eytt
mörgum árum ævi sinnar í skóla-
göngu, enda voru mjög takmörkuð
skilyrði til þess á hans uppvaxtar-
árum, en margfróður var hann og
víðlesinn og orðheppinn í bezta
lagi, enda eðlisgreindur vel. Hygg
ég, að mesta tómstundayndi hans
hafi verið lestur góðra bóka.
Hagyrðingur var hann góður, en
svo dult fór hann með þá gáfu
sína, að ég hygg, að fáum, sem
þekktu hann, hafi verið um hana
kunnugt.
Að endingu vil ég þakka Leifi
áratuga vináttu og tryggð, um leið
og ég bið honum blessunar Guðs í
nýrri tilveru.
Eftirlifandi eiginkonu, syni og
Magnína
dóttir —
fjölskyldu hans, fóstursystur og
öðrum vandamönnum, vottum við
hjónin dýpstu samúð okkar.
Valgarður Kristjánsson
F. 29. maí 1895.
D. 1. apríl 1978.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum kveðjuorðum að þakka
tengdamóður minni Magnínu
Salómonsdóttur fyrir samfylgd-
ina. Nú þegar leiðir skilja þá er
mér efst í huga öll sú vinátta og
tryggð sem hún hefur sýnt mér og
börnum mínum í gegnum árin. -
Það er mikil gæfa að eiga góða
ömmu, en um það geta mín börn
best borið vitni. Jón og Signý voru
fyrstu barnabörn hennar, Jón var
ekki nema tveggja ára þegar hann
fór í fyrstu sumardvölina til ömmu
á Isafirði og þau voru mörg
sumurin sem hann átti eftir að
Salómons-
Kveðja
vera þar og síðan tók Signý við.
Fyrir öll þessi sumur og allt það
ástríki sem hún sýndi þeim vil ég
nú færa henni mínar bestu þakkir.
Signý dvelur nú við nám erlend-
is og getur því ekki fylgt
ömmusinni síðasta spölinn, en hún
bað mig fyrir sérstakar þakkir og
kveðjur.
Þótt árin hafi orðið 83, þá lét
Magnína það' ekki á sig fá, því
segja mátti að hún væri við vinnu
fram undir það síðasta.
En nú er langri vegferð lokið,
því segja má að ungur má, en
gamall skal.
Hafði hún þökk fyrir allt og allt.
Hvíli hún í friði.
Eint'na Einarsdóttir.
Handunnir dúkar
Lítið í gluggana um
helgina.
^anngrðattrrzltumt
irla
Snorrabraut 44.
Þau vita allt um
IB-lán
■Æm%
Hafir þú hug á að kynnast betur
hinum nýju IB-lánum og IB-veð-
lánum, skaltu bara koma eða hringja.
IB-ráðgjafar okkar kunna svör við
spurningum þínum. Sé þess óskað,
geta þeir einnig rætt og ráðlagt um
hve lengi sparað er og hversu há
upphæð.
Að ýmsu þarf að hyggja til að sparn-
aðaráætlunin standist.
Hvað þarf lánið að vera hátt til að
takmarkinu verði náð? Hvað eru líkur
á að hægt sé að leggja mikið inn
mánaðarlega?
Svör við þeim spurningum ráða mestu
um hve langt sparnaðartímabilið þarf
að vera.
Kynntu þér möguleikana betur.
Hafðu samband við IB-ráðgjafana
í aðalbanka eða einhverju útibúanna.
Fyrirhyggja léttir framkvæmdir.
Banki þeirra sem hyggja að framtíðinni
Iðnaðarbankinn
Lækjargötu 12, Sími 20580