Morgunblaðið - 09.04.1978, Qupperneq 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. APRÍL 1978
STUTTAR UMSAGNIR
STJÖRNUBÍÓ: BITIÐ í BYSSUKÚLUNA
Vestri af gamla skólanum, íburðarmikill og langdreginn,
og hefði örugglega notið metaðsóknar fyrir svosem fimmtán
til tuttugu árum síðan.
Gene Hackman og James Coburn fara að venju, hressilega
með hlutverk sín. Annars er myndin yfir höfuð ágætlega
leikin þrátt fyrir að handritið bjóði tæpast upp á mikil,
leikræn tilþrif. Tæknilega er BÍB dável unnin og verður að
teljast sómasamleg afþreying.
Á næstunni:
NÝJA BÍÓ: THE OMEN — Þar sem aö
filmueintakiö barst ekki til landsins í
tæka tíö, varö þessi víðfræða hroll-
vekja af þeim „heiðri" aö veröa
páskamynd kvikmyndahússins í ár.
Gamli Satan lætur ekki aö sér hæöa,
frekar en fyrri daginn, og hér hreiörar
hann um sig í ungum sveini, hvers faðir
er seindiherra Bandaríkjanna í Bret-
landi. Ot skal kölski meö illu eöa góöu,
og fjallar myndin um þau ósköp öll.
Með aöalhlutverkin fara þau Gregory
Peck og Lee Remick.
draumarnir rætast...
TÓNABÍÓ,
ROCKY
Til hjálpar öllum þeim
sem undir hafa orðið í
lífsbaráttunni, mannfólk-
inu sem aldrei hefur átt
blóma lífs síns, hinum
niðurbeygðu konum sem
hafa beðið og beðið við
síma, sem aldrei hefur
hringt, — kemur Rocky.
Rocky Stallone. The Italian
Stallion. Atvinnuboxari frá
Philadelphiu sem hefur af
vafasömum gáfum að státa
og frumstæðri tækni.
Rocky, ólíkleg kvikmynda-
hetja og mjög svo ósenni-
legur til að fá okkur til að
trúa á améríska drauminn.
Fórnarlamb óþverralegs
hrekkjabragðs Appollo
Creed — heimsmeistarans í
þungavigt í hnefaleikum —
Rocky er einnig aðalpersón-
an í Oskarsverðlaunamynd
John Avildsen frá því í
fyrra, ROCKY.
Þetta er kvikmynd um
kraft, áræði, fegurð,
grimmd, jafnframt því sem
hún slær á viðkvæmar
tilfinningar og virðist í
.upphafi hljóðlát, sæt-súr
ástarsaga en breytist síðan
í kandhæðnislega gagnrýni
á Bandaríkin í gleðivímu á
tvöhundruð ára afmælinu.
Undir lokin breytist hún
svo í geysandi verk um
goðafræði og þjóðtrú, full-
skapað með grískum nöfn-
um, hofum, epískum átök-
um og lýkur með tilheyr-
andi lúðrablæstri.
Þrjár myndir og þó
kannski ein: Einstaklega
mannleg saga um mann
sem ætíð er að tapa, en fær
annað tækifæri í lífinu,
gerir uppreisn gegn ömur-
legri tilveru sinni og
hörmuiegri atvinnu.
Auga Rockys hefur oröiö fyrir
áverka í keppninni, og hér
bíöur hann næstu lotu, ásamt
þjálfara sínum, Mickey
(Burgess Meredith).
Þégar heimsmethafinn
ákveður að gamni sínu aö
setja upp bardaga í Phila-
delphiu í tilefni tveggja
aida afmælisins, þá velur
hann alls óþekktan þriðja
flokks hnefaíeikamann það-
an úr borginni. Hið kæn-
lega hrekkjarbragð er aug-
ljóst: Koma með smælingja
fram á sjónarsviðið, af-
greiða hann í þremur, blóð-
ugum lotum, nota bardag-
ann til að gabba Bandarík-
in — land tækifæranna.
En Apollo velur rangan
mann. Rocky gerir sér ekki
grein fyrir því að þetta er
„show“, að því að okkur
skilst. Rocky telur víst að
Leikstjóri næstu myndar Nýja Bíós, Richard Oonner.
Lítilmagninn gagnvart heimsmeistaranum; Sylvester Stallone og Carl Weathers í hlutverkum sínum.
um sé að ræða virkilega
keppni um heimsmeistara-
titílinn, Hann byrjar að
æfa af kappi undir stjórn
gamals hnefaleikaþjálfara
(sem er leikinn af sannkall-
aðri snilld af Burgess Mere-
didth), hann býr sig undir
keppni lífs síns af trúarleg-
um áhuga.
I minnisstæðu atriði
hleypur hinn kraftalegi
hnefaleikari upp tröppur
sem liggja að stórri, opin-
berri byggingu í grískum
byggingarstíl. Rocky stend-
ur fyrir framan súlurnar,
armleggirnir uppréttir, um-
myndunin geislar af hon-
lengur h'nefaleikakeppni né
íþróttaviðburður.
Er myndavél James
Crabe þýtur um hringinn,
er engu líkara en að við
séum komin inn í goðaheim,
þar sem tveir afskræmdir
risar berjast á fjallstoppi,
og illvíg, mannskæð högg
þeirra knýja fram hryll-
ingsblandað andrúmsloft.
í lokin er ROCKY kald-
hæðinn og, öfugt við aðrar
myndir Avildsen, flytur
hún von og trú — andleg
mynd. Að þessu sinni finna
þeir rithöfundurinn/ leik-
arinn Sylvester Stallone
(sem er ekki síðri höfundur
sannra, stífra samtala en
hann er hæfileikaríkur,
ósvikinn leikari9, og Avild-
sen, hið góða í hinum
glötuðu sálum eyrarinnar í
Phylli. Hin þögula og hlé-
dræga stúlka (nettlega leik-
in af Taliu Shire — systur
leikstjórans alkunna,
Francis Ford Coppola, mun
innan skamms blómstra,
Rocky sjálfur hefur hlotið
umbun erfiðisins og breyt-
ingarnar hafa fært hann á
hátind hamingjunnar og
jafnvel fyrrverandi hús-
bóndi hans, okurlánarinn,
slettir í hann fé til að
standa undir þjálfuninni í
ófimlegri tilraun til að sýna
sinn betri mann.
Af augljósum ástæðum
verður ekki farið nánar út
í endinn á ROCKY, en þess
má geta að hann er ekki
jafn augsýnilegur og níaður
gæti haldið. Við komumst
að því í myndarlokin að
heimsmeistaratitillinn er
ekki málið. Rocky er annars
konar meistari, af þeirri
gerð sem við þörfnumst
annað veifið til að rétta
okkar betri manni hjálpar-
hönd. SV.
um; þjálfunin hefur borið
árangur. Goðsagan hefst,
Rocky er tilbúinn að mæta
Apollo.
I fyrstu lotunni lætur
hinn reigingslegi meistari,
eldsnögg vinstri handar
höggin bylja á Rocky, og við
óttumst það versta. í þrem-
ur, áðurgerðum myndum
um mislukkaða menn og
útskúfaða þjóðfélagsþegna
Joe, Stoolie, Save The
Tiger, — verða söguhetj-
urnar í myndum John Av-
'ildsen að láta í minni
pokann, bila. Verður Rocky
niðurlægt fórnarlamb?
I fyrstu lotunni miðri
gerist kraftaverkið. Skyndi-
lega greiðir Rocky heims-
meistaranum þrumandi
kjaftshögg og sendir hann
furðulostinn í gólfið. Eftir
að dómarinn hefur talið
góða stund, skrönglast
Appolo á fætur, ruglaður og
illa meiddur. Keppnin held-