Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 1978 Ólokið rannsókn á'einum þætti Alþýðubankamálsins GUÐNI Þórðarson íorstjóri fcrðaskrifstofunnar Sunnu og Kjaldkeri fyrirtækisins, Ingvar Georgsson, hafa verið ákærðir fyrir að gcfa út innistæðuiausar ávisanir haustið 1975 að upphæð rúmar 35 milljónir króna. Þessir sömu menn gegndu þá sömu störfum hjá Air Viking. Akæra þessi er í tengslum við ákæru á hendur fyrrverandi bankastjór um og skrifstofustjóra Alþýðu- bankans. Að sögn Þórðar Björnssonar ríkis- saksóknara lágu umræddir tékkar innstæðulausir í Alþýðubankanum frá ágústlokum 1975 til septem- berloka sama ár er þeir voru greiddir upp. Voru þeir látnir liggja í kassa sem reiðufé og taldir sem sjóðseign. Annar bankastjóra Alþýðubankans og skrifstofustjór- inn fyrrverandi voru ákærðir fyrir Tekinn á 98 km hraða á Bústaðavegi LÖGREGLUMENN voru við hraðamælingar á Bústaðavegi í fyrradag en þar er alla jafna mjög mikil umferð og oft verða þarna slys. Margir ökumenn voru stöðvaðir, þar á meðal tvítugur piltur, sem mældist á 98 km hraða. Var hald lagt á ökuskírteini hans og væntanlega verður hann sviptur ökuleyfinu um tíma fyrir þennan vítaverða akstur. Sama dag voru lögreglu- menn við mælingar á Hring- braut og tóku þeir þá einn ökumann á 74 km hraða. Við nánari athugun reyndist maður- inn vera undir áhrifum áfengis. þessa meðferð tékkanna í bankan- um. Þá veitti Þórður Björnsson Mbl. ennfremur þær upplýsingar að eftir væri að kanna innan em- bættisins einn anga Alþýðubanka- málsins þ.e. þann hluta ávísana- málsins svonefnda, sem sneri að viðskiptum við Alþýðubankann. Sem kunnugt er hefur Hrafn Bragason borgardómari annazt rannsókn þessa máls og er rann- sóknin á lokastigi. Sagði Þórður að eftir skoðun þessa máls yrði ákveðið hvort frekari ákærur yrðu gefnar úr. DRÖFN KEMUR MEÐ SÆFINN TIL HAFNAR - Eins og frá var sagt í Morgunblaðinu í gær, eyðilagðist línubáturinn Sæfinnur frá Bolungarvík að mestu í eldsvoða á ísafjarðardjúpi á mánudag. Myndin er tekin þegar rannsóknarskipið Dröfn kom með Sæfinn til hafnar f Bolungarvík, en þá hafði tekizt að ráða niðurlögum cldsins. Ljúsmi Gunnar Hallsson. Danska varðskipið Ingolf kom 1 heimsókn til Reykjavfkur i gær, en að undanförnu hefur skipið verið á Færeyjamiðum. Skipið var almenningi til sýnis í gær og verður aftur í dag frá kl. 15.00 — 16.30. Ljótfm., RAX Fasteignagjaldaseðlar í Reykjavík: Vonum að það verði komið rétt lag á þetta við út- sendingu síðustu seðlanna segir Eiríkur Baldvinsson, forstöðumaður fasteignagjaldadeildar Reykjavíkurborgar Innflutningur í janúar og febrúar; Bílar fyrir rúm- an milljarð Gáfu Bibliufélag- inu 100.000 kr. TVÆR konur, sem ekki vilja láta nafns síns getið, hafa gefið Hinu íslenzka biblíufélagi 100.000 krón- ur til minningar um, að liðin eru 430 ár frá því Oddur Gottskálks- son þýddi Nýja testamentið á íslenzka tungu. HAGTÍÐINDI, sem nýkomin eru út, greina frá innflutningi hinna ýmsu vörutegunda. Þar kemur fram að f janúar og febrúar hafa verið fluttar inn fólksbifreiðar fyrir rúmlega einn milljarð króna eða fyrir fjárhæð sem nemur 1.038,1 milljón. Á sama tíma í fyrra nam bifreiðainn- flutningur 326,7 milljónum króna. Af gólfteppum var nú flutt inn fyrir fjárhæð, sem nemur 109,6 milljónum króna, en í fyrra fyrir 42,9 milljónir, Kæli- og frystitæki til heimilsnota voru innflutt fyrir 35,3 milljónir, en í fyrra fyrir 16,1 milljón. Þvottzavélar til heimilis- nota voru keyptar til landsins fyrir 30,8 milljónir nú en í fyrra fyrir 12,2 milljónir. Innflutningur litsjónvarpstækja stórjukust. Nú var flutt inn fyrir Framhald á bls. 22 „VITLEYSURNAR halda áfram að lifa. Þetta var svo magnað, að það var hreinlega ekki tími til að leiðrétta nema hluta áður en seðlar númer tvö fóru út,“ sagði Eirikur Baldvinsson, forstöðu- maður fasteignagjaldadeildar Reykjavíkurborgar í samtali við Mbl. í gær. „Síðustu fasteigna- gjaldaseðlarnir verða sendir út um miðjan mánuðinn og þá vonumst við til að það verði komið rétt lag á þetta,“ sagði Eiríkur, en eins og fram hefur komið f fréttum komu fram margvísleg mistök við gerð fast- eignamatsseðla í Reykjavik. Eiríkur sagði, að þessar vitleys- ur hefðu ekki valdið neinum töfum í sambandi við innheimtu fast- eignagjalda. „Fólk hefur yfirleitt sýnt hina mestu lipurð vegna þessara mistaka," sagði Eiríkur. „Og svo voru þau svo algeng að fólk skildi betur, að þarna var um almenn mistök að ræða, en ekki einstaka tilfelli." Guttormur Sigurbjörnsson hjá fasteignamati ríkisins sagði, að upphaflegu mistökin hefðu orðið hjá fasteignagjaldadeild Reykja- víkurborgar við gerð skrár um fasteignir og eigendur þeirra. Hins vegar kvaðst Guttormur telja, að mistökin hefðu ekki verið meiri en svo að líta mætti á þau sem „eðlilega byrjunarörðugleika". „Þessir erfiðleikar hafa alls ekki komið upp úti á landi," sagði Guttormur. „En gerð fasteigna- skrár í Reykjavík var allt annað og erfiðara mál við að fást en fasteignaskrárnar úti á landi.“ Reynslan frá Reykjavík á að auð velda einvíg- ishaldið á Filipsey jum segir Lothar Schmid, aðaldómari heimsmeistaraeinvígisins í skák „ÞAÐ HEFUR verið reynt að draga allan mögulegan lærdóm af heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík og setja hann í strangar reglur, sem eiga að koma í veg íyrir að erfiðleik- arnir endurtaki síg í þessu einvígi. Að því leytinu til er ég hjartsýnn á framvindu einvíg- isins,“ sagði Lothar Schmid, aðaldómari heimsmeistaraein- vígis þeirra Karpovs og Kortsnojs, í samtali við Mbl. í gær, en Schmid var sem kunn- ugt er aðaldómari einvígis Fischers og Spasskys hér á landi. Schmid sagði, að aðstoð- ardómarar yrðu Tékkinn dr. Filip og Filipseyingurinn Lara, en Gunnar Gunnarsson var beðinn að gefa kost á sér i tólf manna hóp, sem heimsmeistar- inn og áskorandinn sfðan röð- uðu niður að ósk sinni. „En það er annað, sem mér lízt ekki á í sambandi við einvígið," sagði Schmid, „og það er lengd þess. Samkvæmt þeim reglum, sem gilda um þetta einvígi, eru jafntefldi ekki talin með og lýkur einvíginu ekki fyrr en annar hvor hefur unnið sex skákir. Með þessu fyrirkomulagi getur einvígið dregizt mjög á langinn og orðið erfitt viðfangs þess vegna. Ég tel að þessu þyrfti að breyta aftur og tak- marka einvígið við ákveðinn fjölda skáka, til dæmis 24, eins og var í Reykjavík eða þá 30, ef mönnum finnst hitt ekki nógu langt. En einhver takmörk verður að setja þessu." Lothar Schmid kvaðst ekki geta látið uppi neina skoðun á keppendum eða möguleikum þeirra í einvíginu. „Ég vona bara að báðir keppendur sýni stillingu á meðan á einvíginu stendur og þá er þess að vænta, að þeir sýni okkur það bezta, sem uppi er í skákheiminum nú,“ sagði Schmid. Heimsmeistaraeinvígið í sum- ar fer fram á Filipseyjum. „Ég veit að ýmsum Evrópumönnum þykir miður að einvígið skuli ekki fara fram í Evrópu," sagði Schmid. „Til dæmis veit ég að margir landar mínir vonuðu innilega, að einvígið yrði í Harríborg. En á hitt er að líta, að skákin vinnur nú mjög á í löndum utan Evrópu og því er það í sjálfu sér gleðileg staðfest- ing á þeirri þróun, að einvígið verður nú haldið á Filipseyjum. Ég hef aldrei komið þangað og var satt að segja ekkert alltof hrifinn fyrst, því ég óttaðist Lothar Schmid. mjög hitann þarna. En mér er sagt, að einvígisstaðurinn sé í um 2000 metra hæð og því megi búast við þægilegu loftslagi og hæfilegum hita. Ég er viss um, að þetta einvígi verður mjög spennandi og skemmtilegt og eins og ég gat um áðan, þá á reynslan frá Reykjavík að auðvelda okkur dómurum starfið og tryggja snurðulausan framgang einvíg- isins á Filipseyjum." Island teflir fram sinni sterkustu sveit í telex- keppninni NÚ HEFUR verið ákveðið að keppni í fjögurra þjóða úrslitum Ójympíukeppninnar í telex-skák fari fram þriðjudaginn 25. aprfl n.k. en ísíand keppir í þessari umferð gegn Austur-Þýzkalandi. Islenzka skáksveitin hefur verið valin og er hún sú sterkasta, sem ísland getur teflt fram. Friðrik Ólafsson teflir á 1. borði, Guð- mundur Sigurjónsson á 2. borði, Ingi R. Jóhannsson á 3. borði, Helgi Ólafsson á 4. borði, Haukur Angantýsson á 5. borði, Margeir Pétursson á 6. borði, Jón L. Árnason á 7. borði og Ingvar Ásmundsson á 8. borði. Varamenn verða Ásgeir Þ. Árnason og Björgvin Víglundsson. Sigurvegarinn í keppninni teflir til úrslita gegn Sovétríkjunum eða Hollandi. Orkubú Vestfjarða: Fagnar ákvördun um lagn- ingu Vestur- linu í FRÉTTATILKYNNINGU, sem Morgunblaðinu hcfur borizt frá stjórn Orkubús Vestfjarða, segir, að á fundi stjórnarinnar, sem haldinn var á Patreksfirði hafi verið samþykkt að lýsa mikilli ánægju með að tryggt sé að framkvæmdir hefjist nú við lagn- ingu Vesturlínu. Fagnar fundur- inn þeirri ákvörðun stjórnvalda að Ijúka verkinu fyrir lok næsta árs. Yfirmenn Sunnu ákærð- ir fyrir að gefa út inn- stæðulausar ávísanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.